Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.11.2011, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 08.11.2011, Qupperneq 28
8. nóvember 2011 ÞRIÐJUDAGUR20 BAKÞANKAR Kolbeins Óttarssonar Proppé 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Góðar fréttir! Rannsóknirnar sýna að sveppur- inn er ekki eins smitandi og við óttuðumst og það má vinna á honum með kælingu. Frábært, set ég fótinn í ísskápinn í smá stund þá? Nei, í fljótandi nítrógen í 15 sekúndur! Hugsaðu um sumarfríið fyrir vestan Elza! Þetta verður leikur einn! Heyyy ! Ekkert mál! Við getum plokkað sveppinn í burt í eitt skipti fyrir öll! Uuu viltu kannski eiga hann? Endilega! Ég reyni að safna þeim! Uuggg Ekki misskilja mig Sara en það er skrítið að þú sért í gömlum fötum af mömmu minni. Af hverju? Sko, þegar ég hugsa um mömmu í þessum gallabuxum er ég... ... uu... ,,, er ég.. ... við það að æla. Finnst þér það óþægilegt? Þetta er Action Man. Hann hefur verið í Víetnam, Eyðimerkur- stormi, Írak og lent tvisvar í ryksugunni. Og ég get keypt mér sportbíl! LÁRÉTT 2. klettahyrna, 6. frá, 8. saur, 9. farvegur, 11. tveir eins, 12. bit, 14. enn lengur, 16. pot, 17. þjálfa, 18. óðagot, 20. pfn., 21. traðkaði. LÓÐRÉTT 1. þungi, 3. innan, 4. peningar, 5. svelg, 7. fáskiptinn, 10. dorma, 13. útsæði, 15. massi, 16. margsinnis, 19. eldsneyti. LAUSN LÁRÉTT: 2. múli, 6. af, 8. tað, 9. rás, 11. uu, 12. glefs, 14. áfram, 16. ot, 17. æfa, 18. fum, 20. ég, 21. tróð. LÓÐRÉTT: 1. farg, 3. út, 4. lausafé, 5. iðu, 7. fálátur, 10. sef, 13. fræ, 15. magn, 16. oft, 19. mó. Dr. Agnar Háls-, nef- og eyrnalæknir Ákveðin lenska er í opinberri umræðu að tala niður til fólks sem ber svo sterkar skoðanir til ákveðins málstaðar að það gæti, samkvæmt hefðbundinni orðræðu, hve skynsamleg sem hún er, kallast öfgar. Að grípa til þeirrar skilgreiningar að um öfgar sé að ræða virðist með öðrum orðum oft nóg til að gera lítið úr málflutningi þeim sem gagnrýndur er hverju sinni. UPP er komin umræða um baráttuað- ferðir femínista sem ekki hugnast öllum. Annað væri nú; sama hvað fólki finnst um réttmæti boðskaparins er verið að boða býsna róttæka breytingu á sam- félaginu. Sem er gott. Samfélög eiga reglulega að taka snarpar beygjur og jafnvel stökkbreytast. MARGIR hafa orðið til að gagnrýna máflutning ákveðinn femínista, sagt hann einkennast af of miklum alhæfing- um og öfgum til að verða fjöldahreyf- ing. Vel má svo vera. Það að líka ekki aðferðirnar er hins vegar ekki á nokk- urn hátt ástæða til þess að styðja ekki málstaðinn. Þetta á við um þá sem gagnrýna baráttuna fyrir jafnrétti, gegn auðsöfnun, fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju og ýmsu fleiru. Brattar yfirlýsingar sem koma við kaunin á fólki, tjöld á Austurvelli, langar greinar um baráttumál sín; fólki má finnast hvað sem er um aðferðirn- ar en styðji það málstaðinn á það að yppta öxlum og leggja sitt af mörkum á sinn hátt. ÞAÐ að öfgar séu til í samfélaginu ætti að vera merki um heilbrigðan jarðveg fyrir skoðanaskipti. Og það á líka við um nei- kvæðar öfgar. Við getum haft áhyggjur af því að þjóðernisrembingur sé að verða of áberandi, að rasismi sé að skjóta upp sínum ljóta kolli og að alls kyns fordómar séu að verða plagsiður. Gegn slíku berjumst við með rökum og öfgum ef okkur þykir það betra. EN að rífast um skilgreiningar á hug- tökum, hvort það að hugnast ekki þetta þýði að menn séu femínistar en ekki jafn- réttissinnar, hvort það að vera femínisti þýði þetta eða hitt, hvort þessi baráttu- aðferðin sé líklegri til árangurs en hin; það er afskaplega ófrjó umræða. Vissu- lega er ekkert að því að menn stundi slíka umræðu, telji þeir hana nauðsynlega. Okkar er valið. ÖFGAR eiga að vera hreyfiafl samfélags- ins. Stundum er ástand mála einfaldlega þannig að öfgafullur málflutningur hristir aðeins upp í vitundinni. Því ber að fagna. Síðan er bara að taka saman höndum og berjast fyrir því að hreyfingin sé til góðs, en dragi okkur ekki út í forarpytt fordóma. Öfgar eru nauðsynlegar

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.