Fréttablaðið - 08.11.2011, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 08.11.2011, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 8. nóvember 2011 25 Jessica Biel ætlar aldrei að tjá sig opinberlega um sam- band þeirra Justins Timberlake. Þetta kemur fram í við- tali við leikkonuna í desember-útgáfunni af Elle þar sem hún prýðir forsíðuna. Biel og Timberlake hafa verið sund- ur og saman undanfarin ár en fjölmiðlar greindu frá því að ástarblossinn hefði kviknað á milli þeirra fyrir skömmu eftir að þau hafa verið aðskilin í dágóðan tíma. Biel ræðir um feril sinn, sem hefur verið nokkuð köfl- óttur, af mikilli hreinskilni í viðtalinu en þegar talið barst að sambandi þeirra Timberlakes kom annað hljóð í strokk- inn. „Ég ætla ekki að tala um það,“ segir Biel og bætir því við að þegar leikarar byrji saman sé það einfaldlega mikil tilviljun. „Þetta er aldrei eitthvað sem fólk ætlar sér.“ Leikkonan viðurkenndi hins vegar að hún sæi það fyrir sér einn daginn að eignast börn og giftast. „Ég var samt aldrei þannig stelpa að mig dreymdi um stórt brúðkaup og draumaprinsinn.“ Kjaftar ekki frá ENGAR UPPLÝSINGAR Jessica Biel ætlar ekki að tala um samband sitt og Justins Timberlake í blöðunum, það sé einfaldlega ekki hennar stíll. NORDICPHOTOS/GETTY Norræna spunasöng- hljómsveitin IKI hlaut um helgina dönsku tónlistar- verðlaunin fyrir sam- nefnda plötu sína í flokki djassraddtónlistar. Anna María Björnsdóttir er fulltrúi Íslands í sveitinni sem hefur vakið mikla athygli þrátt fyrir að hafa einungis verið starfandi í tvö ár. Hljómsveitin er skip- uð níu söngkonum sem koma frá fjórum Norður- landanna og spinna þær alla tónlist á staðnum án nokkurs undirbúnings. Tónlistarkennurum stúlknanna hefur tekist vel til, en tveir þeirra voru tilnefndir til verðlaunanna í sama flokki og IKI. Það voru djasssöngkonan Hanna Boel og Sigurður Flosason saxófónleikari. - bb IKI hlýtur dönsku tónlistarverðlaunin ANNA MARÍA BJÖRNSDÓTTIR Fótboltakappinn David Beckham er sagður hafa gegnt lykilhlut- verki í því að fá meðlimi rokk- sveitarinnar The Stone Roses, sem lagði upp laupana árið 1996, til að taka upp þráðinn á nýjan leik. Beckham hefur verið heitur aðdáandi sveitarinnar frá unga aldri, en hljómsveitarmeðlimir og Beckham eru frá Manchester í Englandi. Haft er eftir heimildarmanni að þegar Beckham hafi frétt af mögulegum sáttum söngvarans Ians Brown og gítarleikarans Johns Squire hafi hann tjáð Mani, bassaleikara sveitarinnar, að hann yrði að gera allt sem hann gæti til að ná sveitinni aftur saman. Beckham ræddi svo við Ian Brown þegar þeir hittust á Old Traf- ford í sumar og lýsti yfir þrá sinni fyrir endurkomu The Stone Roses. Beckham varð að ósk sinni en sveitin tilkynnti í október að hún myndi koma fram á þrennum tón- leikum í Bretlandi næsta sumar. Beckham hjálpaði til SÁTTASEMJARI David Beckham var lítill polli í Manchester þegar hann kynntist tónlist The Stone Roses. Vandræðagemlingur- inn Lindsay Lohan komst enn og aftur í heimspressuna þegar hún lauk fangelsisvist sinni um helgina nán- ast jafn fljótt og hún hóf hana. Lohan sat inni í heila fjóra og hálfan tíma, en dómurinn hljóðaði upp á 30 daga. Ástæðan sem gefin var fyrir hinni örstuttu fangelsisvist var plássleysi, því ekki var hægt að koma Lohan fyrir í yfirfullu fangelsinu. Lohan lýkur afplánun FRELSINU FEGIN Lohan braut enn og aftur skilorð vegna dóms fyrir ölvunarakstur frá árinu 2007.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.