Fréttablaðið - 08.11.2011, Page 38

Fréttablaðið - 08.11.2011, Page 38
8. nóvember 2011 ÞRIÐJUDAGUR30 Skraut- og listmunaviðgerðir Geri hluti eins og nýja (úr hvaða efni sem er) Jón Vilhjálmsson Sími 690-8969 Geymið auglýsinguna Geri hluti eins og nýja (úr hvaða efni sem er) Geri líka við málverk Jón Vilhjálmsson Sími 690-8069 Geymið auglýsinguna 250 bestu kvikmyndir sögunnar 999 999 999 999 999 1.499 KRINGLAN OG LAUGAVEGUR 44 591 5300 · WWW.SKIFAN.IS Nú geta viðskiptavinir Skífunnar gengið að bestu kvikmyndum sögunnar samkvæmt 30 milljón atkvæðum notenda Internet Movie Database (www.imdb.com) Úrvalið er í Skífunni! SJÓNVARPSÞÁTTURINN „Ef þú spyrðir mig í janúar væri svarið Gettu betur, en núna eru það Dexter og Klovn.“ Edda Hermannsdóttir sjónvarpskona. „Okkur fannst fjölmiðlar á Íslandi einfaldlega ekki vera að sinna jað- aríþróttum nógu vel,“ segir Arnar Guðni Jónsson, einn þriggja fram- leiðenda á nýjum þáttum sem nefnast Shadez of Reykjavik og fjalla um jaðaríþróttir á Íslandi. Þættina er að finna á vefsíðunni Youtube og nú þegar hafa yfir tvö þúsund manns horft á fyrsta þáttinn sem fór á netið í síðustu viku. Með Arnari standa Elvar Heimisson og Máni Kjartansson að þáttunum en í honum eru, auk umfjallana um jaðarsport, tónlist- armyndbönd, faldar myndavélar, gamanþættir og viðtöl. „Við erum bara venjulegir hjólabrettastrák- ar sem höfum engan áhuga á fót- bolta eða handbolta og langaði að gera þátt sem snerist um aðrar íþróttir með gamansömu ívafi,“ segir Arnar en þeir félagarnir hafa verið að leika sér við kvik- myndagerð lengi. „Við höfum allir mikinn áhuga á kvikmyndagerð og eigum helling af efni hérna heima í nokkra þætti í viðbót.“ Arnar segir að jaðarsportið, eins og hjólabretti og snjóbretti, sé mjög vinsælt á Íslandi og er nafn- ið Shadez of Reykjavik tilvísun í hvernig hjólabrettaiðkun og annað jaðarsport er í skugganum. „Þættirnir eiga að höfða til allra aldurshópa en sérstaklega til ungs fólks á framhalds- og háskólaaldri.“ - áp Taka jaðaríþróttir úr skugganum VINSÆLL ÞÁTTUR Arnar Guðni Jónsson, Elvar Heimisson og Máni Kjartansson standa að þáttunum Shadez of Reykjavík en yfir tvö þúsund manns hafa séð fyrsta þáttinn á Youtube. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Strákarnir eru ofsalega kurt- eisir, en þeim finnst verst að tapa fyrir kvenmanni,“ segir Ragn- heiður Sigurðardóttir, stuðnings- fulltrúi í búsetukjarna fyrir geð- fatlaða. Ragnheiður er komin í níu manna úrslit á Íslandsmeistara- mótinu í póker sem hófst á Hótel Örk á föstudaginn. Lokaborðið verður spilað á Icelandair Hótel Reykjavík Natura næsta laugar- dag. Ragnheiður er fyrsta konan til að ná þessum árangri og viður- kennir að spilarar á mótinu hafi verið undrandi að sjá hana ná svo langt. „Það var einn sem sagði að ef ég væri enn þá inni í mótinu þegar tvö borð væru eftir þá yrði mér slátrað. Honum varð ekki að ósk sinni,“ segir hún í léttum dúr. Ragnheiður segir að hún spili póker örsjaldan og yfirleitt við aðrar konur. Síðast tók hún þátt í stelpupókermóti í febrúar. „Ég bjóst við að ég færi heim á laugar- daginn. Svo fór mér að ganga vel og ég tók þetta sallarólega,“ segir Ragnheiður. Hún er ýmsu vön úr starfi sínu og segir af og frá að sálfræðihernaður annarra póker- spilara hafi áhrif á hana. „Þeir hringla ekkert í hausnum á mér. Ekki að ræða það. Þeir ná ekki að kjafta mig út úr neinum pottum.“ Hefð er fyrir því að undanmót séu haldin víða um land fyrir Íslandsmeistaramótið í póker. Þannig vinna spilarar sér inn þátttökurétt á mótinu, en aðrir punga út 60 þúsund króna þátt- tökugjaldi. Synir Ragnheiðar tóku þátt í undanmótum og unnu aukamiða, sem þeir buðu mömmu sinni. „Mér finnst gaman að spila, bridds og alls kyns spil. Þann- ig að ég ákvað að slá til – ég átti helgar frí í vinnunni,“ segir Ragn- heiður, sem náði talsvert betri árangri en synirnir, sem duttu út á fyrsta degi mótsins. „Þeir fengu að kenna á því greyin og fengu á sig skot; að sú gamla væri að slá þeim við.“ En nú er hún komin í úrslit og vinningsféð hleypur á milljón- um. Það liggur því beinast við að spyrja hvort hún sé búin að redda sér fríi í vinnunni á laugardag- inn? „Yfirmaður minn sagði að ég þyrfti að gera mér grein fyrir því að ég væri á vakt á laugardaginn,“ segir Ragnheiður létt og bætir við að hann hafi verið að grínast. „Því verður reddað.“ Ragnheiður segir að það sé gaman að vera fyrsta konan til að komast í úrslit á mótinu og hvet- ur fleiri konur til að taka í spil. „Þetta er ekkert karlasport,“ segir hún. „Þetta er bara gaman.“ atlifannar@frettabladid.is RAGNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR: EINN SAGÐI AÐ MÉR YRÐI SLÁTRAÐ Slær sonum sínum við á stærsta pókermóti ársins FYRST Í ÚRSLIT Ragnheiður er fyrsta konan sem kemst í úrslit á Íslandsmeistara- mótinu í póker, sem hófst í Hveragerði á föstudaginn. Lokaborðið verður spilað á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Nú erum við bara að bíða eftir tilskild- um leyfum og stefnan er að opna staðinn um næstu mánaðamót,“ segir Baldur Gauti Gunnarsson, einn þriggja ungra frumkvöðla sem ákváðu að hætta að sitja heima um helgar og opna í stað þess nýjan skemmti- stað á Egilsstöðum. Þeir Baldur, Andri Valsson og Sigbjörn Þór Birgisson eru allir fæddir og uppaldir á Egilsstöðum og hafa á síðustu misserum flutt aftur í heimabæinn eftir námsdvöl í Reykjavík og erlendis. Þrátt fyrir stærð Egilsstaða og þjónustu- hlutverk bæjarins fyrir Austurland hefur verið heldur dauft yfir skemmtanalífi íbúa síðustu mánuði. Fréttablaðið sagði frá lokun Kaffi Egilsstaða í sumar, og enginn skemmtistaður hefur verið starfræktur í bænum síðan. „Það hefur náttúrulega bara verið hundleiðinlegt. Ef ég væri tvítugur fyndist mér ekkert rosalega gaman hérna. Skemmtistaðir eru auðvitað hálfgerðar undirstöðustofnanir í samfélögum.“ Bald- ur segir þá félagana hafa rætt hugmyndina meira í gríni en af alvöru fyrst um sinn og ekki ákveðið að slá til fyrr en fyrir rúmum mánuði. „Það þýðir ekki að væla endalaust yfir því að aðrir geri ekki hlutina, maður verður bara að gera þá sjálfur. Svo er óneit- anlega mjög skemmtilegt að geta gert eitt- hvað fyrir samfélagið hérna.“ Æskuvinir opna skemmtistað á Egilsstöðum FRAMTAKSSAMIR Nýi skemmtistaðurinn verður til húsa í gömlu símstöðinni á Egilsstöðum og mun draga nafn sitt af byggingunni. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN KOMDU Í ÖLL HELSTU PARTÝIN MEÐ OKKUR m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.