Morgunblaðið - 15.07.2010, Page 8

Morgunblaðið - 15.07.2010, Page 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2010 Eins og fram hefur komið í sam-tölum við bankastjóra Arion banka telur bankinn sig ekki geta gripið inn í þó að dótturfélag hans, Hagar, sé misnotað til að styrkja 365 miðla, félag í eigu fyrrverandi eiganda Haga.     Þetta er vitaskuld málflutningursem gengur ekki upp því að bankinn hlýtur að eiga að verja eignir sínar ef verið er að rýra verð- mæti þeirra.     Orð og aðgerðaleysi stjórnarHaga er þó enn meira sláandi. Stjórnarmenn geta ekki látið sem þeim komi rekstur félagsins ekki við. Þeir geta ekki vísað á fram- kvæmdastjóra félagsins um öll mál.     Í 68. gr. hlutafélagalaga segir: „Fé-lagsstjórn fer með málefni félags- ins og skal annast um að skipulag fé- lags og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi. Félagsstjórn og fram- kvæmdastjóri fara með stjórn fé- lagsins. Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur félagsins og skal í þeim efnum fara eftir þeirri stefnu og fyrirmælum sem félagsstjórn hefur gefið. Hinn daglegi rekstur tekur ekki til ráðstafana sem eru óvenjulegar eða mikils háttar.“     Stefnumarkandi ákvörðun um aðkaupa nær eingöngu auglýs- ingar af fyrrverandi eiganda Haga, sem að auki er sonur stjórnarfor- manns félagsins, hlýtur að teljast bæði óvenjuleg og mikils háttar ráð- stöfun.     Ætla stjórnarmenn í Högum aðláta misnotkunina á fyrirtæk- inu viðgangast áfram? Ábyrgð stjórnarmanna Veður víða um heim 14.7., kl. 18.00 Reykjavík 16 rigning Bolungarvík 14 heiðskírt Akureyri 12 léttskýjað Egilsstaðir 12 skúrir Kirkjubæjarkl. 14 skýjað Nuuk 13 skýjað Þórshöfn 10 alskýjað Ósló 21 heiðskírt Kaupmannahöfn 25 léttskýjað Stokkhólmur 27 heiðskírt Helsinki 29 heiðskírt Lúxemborg 21 þrumuveður Brussel 19 skúrir Dublin 18 léttskýjað Glasgow 14 skúrir London 19 skýjað París 21 skýjað Amsterdam 21 skúrir Hamborg 33 heiðskírt Berlín 32 heiðskírt Vín 33 léttskýjað Moskva 29 heiðskírt Algarve 27 heiðskírt Madríd 30 heiðskírt Barcelona 28 léttskýjað Mallorca 29 heiðskírt Róm 31 heiðskírt Aþena 31 léttskýjað Winnipeg 24 skýjað Montreal 25 skýjað New York 24 alskýjað Chicago 29 léttskýjað Orlando 32 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR KL. 12 Í DAG 15. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:42 23:27 ÍSAFJÖRÐUR 3:08 24:11 SIGLUFJÖRÐUR 2:49 23:56 DJÚPIVOGUR 3:02 23:05 Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Settur hefur verið á markað nýr ís- lenskur hugbúnaður fyrir iPhone- og iPod Touch-tæki. Hugbúnaðurinn, sem ber heitið Locatify Iceland, ger- ir notendum hans kleift að fá per- sónulega leiðsögn sögumanns um áhugaverða staði sem verða á vegi þeirra á ákveðnum tilbúnum ferða- áætlunum með aðstoð GPS-tækni. Hægt er að nálgast hugbúnaðinn án endurgjalds á netinu en greitt er fyr- ir hverja ferðaáætlun. Gullni hringurinn er aðalferðin þar sem leiðsögumaðurinn segir frá því helsta sem fyrir augu ber á ferð um Þingvelli, Gullfoss, Geysi og víð- ar hvort sem fólk er akandi eða gangandi. Bæði styttri og lengri ferðir eru síðan í boði, t.a.m. um Reykjavík, Hafnarfjörð og Borgar- fjörð, þar sem áhersla er lögð á sér- kenni hvers staðar fyrir sig. Ein ferðaáætlun fylgir endurgjaldslaust með hugbúnaðinum í samstarfi við tímaritið Grapevine og er þar greint frá því helsta sem er að gerast í miðbæ Reykjavíkur. Ný tækni opnaði leiðina „Kveikjan að þessu var nú bara sú þegar maður var að fara um landið hér áður fyrr með bókina Landið þitt Ísland. Maður vildi vita allt um sögu hvers hóls og hæðar. Þá sá maður þörfina fyrir þetta. Síðan gerðum við fyrstu frumgerðina að þessu árið 2005. Þá var hugmyndin sú að fólk gæti leigt sérútbúin tæki með hug- búnaðinum. Þá voru símarnir ekki orðnir það öflugir að þeir réðu við þetta. Síðan var það fyrir svona tveimur árum sem þessir nýju iP- hone-símar voru komnir í almenna eigu og þá var hægt að laga þessa tækni að slíkum símum og gera hana aðgengilegri fyrir fólk,“ segir Leifur Björn Björnsson hjá fyrirtækinu Locatify sem framleiðir hugbúnað- inn Locatify Iceland. Persónulegur leiðsögumaður í símanum  Nýr hugbúnaður fyrir ferðalanga Ljósmynd/Locatify ehf. Strokkur Viðmót Locatify Iceland eins og það birtist notendum. Locatify Iceland » Hugbúnaðurinn gerir ferða- mönnum kleift að fá persónu- lega leiðsögn á tilbúnum ferða- áætlunum í gegnum síma með hjálp GPS-tækni. » Hugbúnaðinn er hægt að nálgast á netinu án endur- gjalds en greiða þarf fyrir hverja ferðaáætlun fyrir sig sem náð er í. Ómissandi Hrein íslensk náttúruafurð ms.is E N N E M M / S ÍA / N M 4 18 5 0 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði tvær kannabisræktanir á þriðjudag. Upp úr krafsinu hafði hún yfir hundrað kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Annars vegar réðust lögreglu- menn inn í iðnaðarhúsnæði í Háa- leitishverfinu. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu voru atvik þau, að lögreglumenn við eftirlit í hverf- inu runnu á lyktina af plöntunum. Eftirleikurinn var því auðveldur. Húsráðandi, karlmaður á fertugs- aldri, játaði aðild sína að málinu en við húsleitina fundust um sjötíu kannabisplöntur. Þá fór lögregla einnig inn í fjöl- býlishús í Grafarvogi en þar fundust tæplega fjörutíu plöntur. Húsráð- andinn, sem einnig er karlmaður á fertugsaldri, var hins vegar ekki heima þegar lögreglan bankaði upp á hjá honum. Hann verður yfir- heyrður síðar. Fundu yfir hundrað kannabisplöntur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.