Morgunblaðið - 15.07.2010, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.07.2010, Qupperneq 16
16 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2010 Þjóðhátíðardagur Frakka, Bastilludagurinn, var haldinn hátíðlegur í gær. Hér sést Nicolas Sarkozy forseti við liðskönnun á Champs Elysees í París um morguninn áður en hefðbundin hersýning hófst. Sarkozy á mjög í vök að verjast; í könnunum segjast aðeins 23% aðspurðra vera sátt við hann. Reuters Hátíð í París Bastilludagurinn Landslið Þjóð- verja í knatt- spyrnu stóð sig framar vonum á heimsmeistara- mótinu í Suður- Afríku, náði þriðja sæti, þrátt fyrir fjarveru Michaels Ballack sem var meiddur. En nú er komið upp undarlegt mál sem sagt er frá í breska blaðinu Guardian. Umboðs- maður Ballacks segir að liðið sé ekki nógu vígreift vegna þess að það sé „fullt af hommum“. Sagt er frá ummælum umboðs- mannsins, Michaels Becker, í tíma- ritinu Der Spiegel. Blaðamaðurinn Aleksander Osang tók viðtal við Bec- ker fyrir mótið og segir að Becker hafi tilgreint nokkra leikmenn sem væru samkynhneigðir. Einnig að fyrrverandi landsliðsmaður væri reiðubúinn að afhjúpa umrædda leikmenn. Samkynhneigð er mikið felumál í fótboltaheimi Þýskalands, aðeins einn leikmaður hefur komið opinberlega út úr skápnum. Becker, sem er lögfræðingur að mennt, sagði aðspurður um einn af nýju mönnunum í landsliðinu, sem er að meðaltali mjög ungt að árum, að sá væri „að hálfu leyti hommi“. Leika ekki nógu fast Osang hefur eftir Becker að nýr, þokkafullur og léttleikandi stíll liðs- ins, sem er einkum þakkaður þjálf- aranum Joachim Löw, væri afleiðing þess að margir leikmenn væru sam- kynhneigðir. Á liðnum árum hefði landsliðið leikið af mun meiri hörku. Sagðist Becker álíta að liðið léki ekki nógu fast til að komast í úrslit. Að sögn blaðamanns Spiegels tal- aði Becker svo hátt að ljóst var að hann vildi að aðrir nærstaddir blaða- menn heyrðu það sem hann sagði. En þeir hafi látið duga að kinka kolli, ljóst hafi verið að málið hafi verið velþekkt í röðum þeirra. kjon@mbl.is Kyn- hneigðin að falli? Þýska landsliðið sagt skipað samkynhneigðum Þjálfari Þjóðverja Joachim Löew. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Flutningaskipið Amalthea, sem er skráð í Moldóvu en í leigu líbýskra stuðningsmanna Palestínumanna á Gaza, sigldi síðdegis í gær í átt til El Arish í Egyptalandi en áður hafði ísraelski flotinn meinað því að sigla til Gazaborgar. Skipið er hlaðið um 2000 tonnum af mat og lyfjum til Gazabúa. Gervihnattamyndir á netinu, sem námu GPS-sendingar frá skip- inu, sýndu að það var í um 52 sjó- mílna fjarlægð frá El Arish en á litlum hraða. Forsætisráðherra rík- isstjórnar Hamas-samtakanna á Gaza, Ismail Haniyeh, hvatti skip- verja til að láta ekki hrekja sig frá ströndum Gaza. „Við vonum að við getum treyst þjóðum íslams til að hjálpa okkur við að brjóta á bak aftur hafnbannið,“ sagði hann í ræðu. Ísraelar krefjast þess að fá að rannsaka allar vörur sem fluttar eru til Gaza til að koma í veg fyrir vopna- smygl. Þeir halda uppi hafnbanni á spilduna þar sem um 1,5 milljónir Palestínumanna búa. Í lok maí hertóku ísraelskir her- menn skip sem flutti gögn til Gaza og féllu níu tyrkneskir stuðnings- menn Gazabúa í átökum við her- mennina. Atburðinn vakti mikla reiði víða um heim og hafa ísraelsk stjórnvöld í kjölfarið slakað á höml- um á landflutningum með nauðsynj- ar inn á Gaza. Þeir halda hins vegar fast við rétt sinn til að meina skipum að sigla til Gaza og hótuðu að her- taka Amaltheu ef nauðsyn krefði. „Allir sem vilja flytja þangað vörur sem ekki eru hættulegar, þ.e. skotfæri og þess háttar, geta farið með þær um El Arish eða Ashdod [hafnarborg í Ísrael],“ sagði Dan Meridor, aðstoðarforsætisráðherra Ísraels, í gær. Talsmenn samtakanna í Líbýu sem leigðu skipið sögðu að enn væri stefnt að því að sigla til Gaza en að- gerðir Ísraela gerðu það illfram- kvæmanlegt. Og Ísraelar hótuðu að beita valdi ef þess þyrfti. Reyna enn að sigla til Gaza  Ísraelar stöðvuðu för skips á vegum Líbýumanna með hjálpargögn Reuters Á sjó Palestínskur sjómaður á báti sínum við höfnina í Gazaborg. Áfrýjunardómstóll í Bandaríkj- unum hefur hnekkt þeirri stefnu FCC, eftirlitsstofnunar stjórnvalda í Washington frá árinu 2004 að bannað skuli að nota gróf blóts- og klámyrði í útsendingum útvarps- og sjónvarpsfyrirtækja. Fram til þessa hefur verið hægt að sekta stöðvar fyrir brot á regl- unni, að sögn BBC. En dómstóllinn úrskurðaði að það hefði í reynd „heftandi“ áhrif á tjáningarfrelsi stöðvanna að banna allt sem talið væri „augljóslega ögrandi“ tilvís- anir í kynmök, kynfæri og úrgangs- efni líkamans þar sem ekki væri skilgreint vandlega hvað væri ögr- andi. Með reglunni væri ýtt undir ótta hjá starfsfólki stöðvanna. kjon@mbl.is Mega nú blóta og klæmast Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tíminn á eftir að leiða í ljós hversu mikil lyftistöng nýafstaðin heims- meistarakeppni í knattspyrnu á eftir að reynast ferðaþjónustunni í Suð- ur-Afríku. Miðað við þá gífurlegu athygli sem beindist að landinu vegna keppninnar ætti ferðaþjónustan að eiga hægara um vik að koma sér á framfæri og sækja fram á nýjum og óplægðum mörkuðum. Framkvæmd keppninnar hjálp- ar hér til en hún þótti takast prýði- lega, svo ekki sé minnst á marga bráðskemmtilega leiki sem talað var um. Þá rættust hrakspár um glæpa- öldu ekki og leið mánuðurinn þegar keppnin fór fram án þess að neikvæð frétt næði að yfirskyggja leikdag. Metin falla Áhuginn var geysimikill. Þannig voru áhorfsmet slegin í fjölmörgum ríkjum og má nefna að tæplega 25 milljónir Bandaríkja- manna fylgdust með úrslitaleik Spánverja og Hollendinga í Jóhann- esarborg síðasta sunnudag. Höfðu þá aldrei jafnmargir fylgst með knattspyrnuleik í Bandaríkjunum en til samanburðar fylgdust 18 millj- ónir Bandaríkjamanna með úrslita- leik Ítalíu og Brasílíu í Pasadena í Kaliforníu í júlímánuði 1994. Samanlagt horfðu yfir 700 millj- ónir manna á úrslitaleikinn að þessu sinni og höfðu þá aldrei jafnmargir fylgst með einstökum viðburði í sög- unni, ef frá er talin opnunarhátíð sumarólympíuleika, sem um millj- arður manna fylgdist með síðast. Eins og eldur í sinu Áhugi Asíubúa á keppninni eykst stöðugt, ekki síst í fjölmennasta rík- inu, Kína, þar sem um 52 milljónir manna fylgdust með leik Þýskalands og Argentínu í 8-liða úrslitunum. Endanlegar tölur yfir áhorf á keppnina liggja ekki fyrir og á því eftir að koma í ljós hvort met var slegið að þessu sinni. Hingað til hafa flestir horft á keppnina í Suður- Kóreu og Japan, eða samanlagt 26,4 milljarðar manna, samanborið við þá 24,2 milljarða manna sem fylgdust með keppninni í Þýskalandi 2006. 0 10 20 30 40 Heimild: Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA Grafík: Simon Scarr/ RNGS Stækkað kort Áhorf heims- byggðarinnar á úrslitaleikinn (áætlun) Yfir 700 milljónir Meðaltalstölur yfir áhorf heima í stofu (Tekur ekki til úrslitaleiksins 11. júlí) Samanlagt áhorf S-Afríka S-Afríka gegn Úrúgvæ (16. júní Slær öll áhorfsmet í Suður-Afríka Brasilía Meðaláhorf á hvern leik liðsins í keppninni Meðaláhorf er hvergi meira. Kína - Argentína gegn Þýskalandi (3. júlí) Mesta einstaka áhorf á einstakan leik í sögu keppninnar í einni útsendingu * Áhorf á eina útsendingu ** S-Afríka, Þýskaland, Bretland, Ítalía, Spánn, Bandaríkin, Mexíkó, Brasilía, Austurríki, Kína, Japan Japan - Paragvæ gegn Japan (29. júní) Bretland England gegn Alsír (18. júní) Holland Úrúgvæ gegn Hollandi (6. júlí) Þýskaland Þýskaland gegn Spáni (7. júlí) Metáhorf í Þýskalandi Spánn Þýskaland gegn Spáni (7. júlí) Ítalía Ítalía gegn Paragvæ (14. júní) Bandaríkin Bandaríkin gegn Gana (26. júní) Aldrei höfðu jafn margir fylgst með leik karlaliðsins í fótbolta. 10,15 milljónir 46,5 milljónir 52 milljónir* 19 milljónir* 19 milljónir*14 milljónir 32 milljónir 8,15 milljónir* +4% +5% +19% +24% +24% +41% 45 milljónir*19 milljónir 11 lykilmarkaðir** Þýskaland gegn Argentínu (3. júlí) 144,2 milljónir Bretland Ítalía Bandaríkin Kína Japan Spánn ÁHORF Á VÖLDUMMÖRKUÐUM AUKNING Í ÁHORFI FRÁ KEPPNINNI 2006 (tekur ekki til S-Afríku) ÁHORF Á HM Í KNATTSPYRNU Tölur yfir áhorf á heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu í Suður-Afríku sýna að mun fleiri fylgdust með keppninni í sumar en þegar hún fór fram í Þýskalandi fyrir fjórum árum. Var áhuginn svo mikill að met var slegið í einstökum ríkjum. Heimsbyggðin var límd við skjáinn  Gífurlegt áhorf á HM í S-Afríku

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.