Morgunblaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 18
FRÉTTASKÝRING Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Búið er að veiða þriðjung aföllum makríl sem úthlutaðvar á þessu fiskveiðiári.Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu var um síðustu helgi búið að landa 43.500 tonnum og í vikunni hafa nokkur uppsjávar- veiðiskip einnig komið til hafnar. Því má áætla að nú sé búið að veiða um eða yfir 45.000 tonn af makríl. Til dæmis landaði Grandaskipið Faxi RE um 400 tonnum og skip Eskju, Aðalsteinn Jónsson, 640 tonnum af hausuðum og frystum makríl í vikunni. Fleiri skip landa svo reglulega og skammta fisk- vinnslunni hráefni. Í heildina var 130.000 tonnum út- hlutað fyrir þetta fiskveiðiár, í þremur hlutum. Bróðurpartinn fengu þeir sem höfðu veiðireynslu á makríl, aðrir sem vildu spreyta sig með stór skip fengu 15.000 tonn og 3.000 tonn fóru til þeirra sem ætla að veiða á línu, handfæri og önnur minni veiðarfæri. Útgerðarmenn sem rætt var við í gær segja makrílveiðarnar ganga vel, en hann er að veiðast víðast hvar úti fyrir Austur- og Suðurlandi. „Við höfum verið að veiða hann allt frá Reykjaneshrygg og austur á Rauða torgið,“ segir Sindri Við- arsson hjá Vinnslustöðinni í Vest- mannaeyjum. Eitthvað örlar reyndar á því að fiskurinn sé minni en á sama tíma í fyrra, að sögn Gunnþórs Ingvasonar hjá Síldarvinnslunni, en það getur gert söluna eitthvað tregari en ella. Þetta er þó ekkert stórvandamál. Makríllinn er yfirleitt hausaður og slægður á meðan síldin er flökuð. Hann er mikið til seldur til Rúss- lands og annarra Austur-Evrópu- landa. Vilja fá að flytja aflaheimildir á milli ára og hámarka verðmæti Markmiðið hjá öllum er að vinna sem mest af aflanum til manneldis og til þessa hefur tekist að vinna meirihlutann þannig. Útgerðar- menn, bæði hjá Granda, Eskju, Vinnslustöðinni og Síldarvinnslunni svo nokkrar útgerðir séu nefndar, vilja hins vegar fá heimild til að geyma aflaheimildir í makríl á milli ára. Með því móti telja þeir að auð- veldara verði að reyna að veiða mak- rílinn lengra fram á haust, langt fram í september, en bíða á meðan hann er sem allra feitastur og líkleg- ur til að enda í bræðslu. „Það er heil- mikið spursmál fyrir okkur,“ segir Benedikt Jóhannsson, útgerðar- stjóri Eskju. Með því bætast við markaðir í Asíu, þ.e. Kína, Japan og fleiri löndum, þar sem eftirspurn sé eftir heilfrystum makríl. Verðið fyr- ir þær afurðir sé mun hærra en til Austur-Evrópu, svo ekki sé talað um ef fiskurinn er settur í bræðslu. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu og Hafrannsóknastofn- uninni eru ekki sérstök fiskifræðileg rök gegn því að leyfa mönnum þetta. Makrílveiðar Íslendinga eru nú þeg- ar ósjálfbærar og til viðbótar við það sem önnur ríki veiða, á heildina láta makrílstofnar í Norður-Atlantshafi eitthvað á sjá, en vonast er til að samningar takist um hlutdeild Ís- lendinga í þessum veiðum. Jón Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra kveðst aðspurður ekki fylgjandi því að veitt verði heimild til að flytja aflaheimildir einstakra útgerða á milli ára. Hann minnir á að það sem var úthlutað fyrir þetta ár hafi ekki verið varanlegar afla- heimildir og erfitt sé að segja til um hvernig þetta verði á næsta ári. Gert hafi verið samkomulag um að vinna sem mest til manneldis og hann vonist til þess að allt magnið verði veitt á ver- tíðinni nú. Búið að landa þriðj- ungi makrílsins í ár Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Búbót Sjómenn vilja fá að geyma aflaheimildir á milli ára ef tilraunir til að veiða hann langt fram á haust skila ekki árangri. 18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þegar RaulCastro,yngri bróð- ir byltingar- foringjans Fidels Castro, tók við stjórnartaum- unum á Kúbu, bundu margir vonir við að breytingar væru framundan og að hagur al- mennings í landinu færi brátt batnandi. Síðan eru liðin fjög- ur ár og enn bólar lítið á breytingum til batnaðar fyrir íbúa eyjunnar. Helsta von þeirra um betra líf er ennþá að þeim takist að flýja land og koma sér fyrir fjarri harðræði þeirra Castro-bræðra. Svo undarlegt sem það er þá hafa sumir Vesturlandabú- ar horft dreymnum augum til Kúbu og ýmissa annarra harð- stjórnarríkja á liðnum áratug- um. Flestir hafa að vísu fyrir löngu áttað sig á að það er ekki mikil sæluvist í sósíal- ismanum hjá Castro eða Kim Jong Il, en samt sjást menn enn skreyta sig með myndum af blóðugum byltingarfor- ingjum sem stuðlað hafa að miklum hörmungum víða um heim. Í fangelsum stjórnvalda á Kúbu eru líklega hundruð fanga sem hafa það eitt til sakar unnið að hafa andmælt stjórnvöldum og barist fyrir réttlátara samfélagi. Hver fjöldinn er nákvæmlega veit enginn, enda auðvelda stjórn- völd landsins ekki slíka upp- lýsingaöflun, auk þess sem talið er að sumir sem dæmdir eru í fangelsi fyrir hefðbundna glæpi séu í raun pólitísk- ir fangar. Um þessar mundir eru stjórnvöld á Kúbu að sleppa 52 pólitískum föngum lausum úr fangelsi og senda þá úr landi. Deila má um ágæti slíkra gjörninga, þar sem menn verða að velja á milli fangelsisvistar og útlegðar, en fyrir þessa fanga er þetta þó líklega jákvætt skref. Meira álitamál er hvort þetta er vísbending um breytt viðhorf stjórnvalda og í raun er fátt sem bendir til þess. Miklu frekar virðist um það að ræða að stjórnvöld séu að láta undan þrýstingi erlendis frá í kjölfar þess að tveir Kúbverj- ar hafa farið í mótmælasvelti með þeim afleiðingum að ann- ar er látinn. Harðstjórnin á Kúbu hefur sýnt að henni er ekki annt um hag landsmanna. Eftir fall Sovétríkjanna fyrir tveimur áratugum og nú eftir að staða helsta stuðningsmannsins, Hugos Chavez, forseta Vene- súela, hefur veikst, er erfiðara fyrir harðstjórnina að standa gegn utanaðkomandi þrýst- ingi. Þetta skýrir líklega lausn fanganna nú, en þrátt fyrir það virðist staða harð- stjóranna enn það sterk á Kúbu að lítil von er til þess að almenningur geti um frjálst höfuð strokið á næstu árum. Þrátt fyrir lausn 52 pólitískra fanga er ekki útlit fyrir stefnubreytingu } Kúgararnir á Kúbu Þeir eru ekki ímiklum tengslum við kjör almennings á Ís- landi sem leggja til að virð- isaukaskattur á matvæli verði hækkaður um 5-10 þúsund krónur á mánuði fyrir hverja fjölskyldu í land- inu. Þetta er sú hækkun sem fjölskylda sem eyðir nú 70.000 krónum á mánuði í mat þarf að taka á sig ef skattatillögur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verða að veruleika, eins og lesa mátti um í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í gær. Nú þarf í sjálfu sér ekkert að koma á óvart þótt starfs- menn Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins séu ekki í miklum tengslum við kjör almennings á Íslandi. Hitt er meira áhyggjuefni ef þeir sem þyrftu að vera betur tengdir telja slíkar hækkanir koma til greina. Þess vegna fer ekki hjá því að ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um skattatillögur Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins veki furðu. Jóhanna sagði, þegar fréttamenn náðu tali af henni á tröppum stjórn- arráðsins í fyrradag, að það væri „ábyggilega mjög erfitt, og vafasamt líka, að fara út í hækkanir á virðisaukaskatti á matvörum“, en útilokaði ekki slíkar hækkanir. Íslenskir skattgreiðendur, sem margir eru skuldum vafnir eftir að ríkisstjórninni mistókst að reisa skjaldborg um heimilin, geta með engu móti bætt á sig hærri skött- um. Það hjálpar almenningi ekkert að Jóhönnu þyki „vafa- samt“ og „erfitt“ að hækka skattana ef hún er þrátt fyrir það að undirbúa skattahækk- anir í stað þess að standa gegn þeim með afdrátt- arlausum hætti. Erfiði sem engum árangri skilar er ekki það sem Íslendingar þurfa á að halda} Engin hjálp í erfiðinu L ögum nr. 15/1998 um dómstóla með síðari breytingum var breytt í maí á þann veg að dóms- málaráðherra skal hlíta úrskurði fimm manna dómnefndar sem metur hæfi umsækjanda um dómarastarf í héraði eða Hæstarétti. Nefndin er skipuð mönnum sem Hæstiréttur, Lögmannafélag Íslands, dómstólaráð og Alþingi velur. Fælist í þessu nokkur réttarbót ef ekki væri gerður sá fyrirvari að samþykki Alþingi tillögu ráð- herra um að öðrum umsækjanda en þeim hæf- asta verði veitt embættið er honum heimilt að skipa þann umsækjanda. Hér á landi tíðkast meirihlutastjórnir nær eingöngu og framkvæmdavaldið fer í raun með löggjafarvaldið í skjóli þingmeirihluta og flokksaga. Í slíku stjórnkerfi fer illa á að fela löggjafanum skipun dómara; hið pólitíska fram- kvæmdavald ræður þar lögum og lofum. Með einföldum meirihluta lýðræðislega en fyrst og fremst pólitískt kjörinna þingmanna er ráðherra heimilt að fara á svig við lögboðið hlutlægt hæfismat sérfróðra manna. Þannig gefst ráðríkum ráðherra færi á að fá blessunarstimpil löggjafans á ráðningu dómara sem kann að byggja á annarlegum sjónarmiðum. Vegur þetta að sjálfstæði dómstólanna því fram- kvæmdavaldinu er í reynd framselt ákvörðunarvald um hver skuli gegna embætti dómara. Krafa um aukinn meirihluta Alþingis fyrir skipan dómara myndi þjóna sjálfstæði dómstólanna og réttaröryggi borgaranna bet- ur. Jafnvel má hreyfa því að fyrirvari af þessu tagi eigi ekki rétt á sér yfir höfuð; löggjafinn og þar með framkvæmdavaldið eigi ekki að hafa fingurna í því hver fer með dómsvaldið. Lögin eru að vísu sett í tíð stjórnar sem þrátt fyrir nokkuð sterkan þingmeirihluta er gjarna ósamstiga. Þessari stjórn lánaðist sennilega ekki þótt hún reyndi að koma sín- um óskadómara. En Íslendingar eiga að venjast sterkri for- ystu og samstöðu þeirra sem fara með stjórn- artögl og hagldir. Hefðbundinni, samheldinni og agaðri íslenskri ríkisstjórn væri hægt um vik að skipa einn af sínum útvöldu sonum til dómarastarfa. Þetta kann að virðast fjarlægur veruleiki, fjarlæg martröð, en sé litið til annálaðasta lýðræðisríkis heims getur að líta pólitískt skipað dómarastóð sem ráðið er vegna afstöðu sinna til dauðarefsinga, fóstureyðinga og byssueignar. Reyndar virðist að undanförnu einnig vera litið til kynferðis og lit- arháttar. Þetta kann að vera óraunhæf bölsýni eins og mál standa í dag en síðar meir kann íslenskt réttarkerfi að þurfa að súpa seyðið af þessum fyrirvara. Er hér um að ræða tilræði við dómstólana; það liggur í dvala og er meinlaust nú en í meðförum valdamanna síðari tíma get- ur það reynst stórhættulegt. Fyrir liggur að nýr hæstaréttardómari verður ráðinn í haust auk þess sem rætt er um að fjölga dómurum við réttinn. Nokkur fjöldi dómararáðninga er því á næsta leiti. Við hljótum að fylgjast spennt með. skulias@mbl.is Skúli Á. Sigurðsson Pistill Tilræði við dómstóla í dvala STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Árni Friðriksson, rannsóknaskip Hafró, leggur upp í langan makr- íltúr hinn 20. þessa mánaðar. Túrinn verður 25 dagar og verður farið allt í kringum landið til að kanna dreifingu makríls. Sam- kvæmt upplýsingum frá stofn- uninni eru menn spenntir að sjá hvað kemur út úr ferðinni og hafa fengið fréttir af makríl al- veg uppi í landsteinum við norð- anvert landið og á Ströndum. Sveinn Sveinbjörnsson verður leiðangursstjóri og segir hann að makríllinn hafi ekki fundist mik- ið vestan Kolbeinseyjarhryggs í fyrra og svæðið út af Vest- fjörðum hafi þá ekki verið kann- að sérstaklega. Í fyrra hafi samt borist talsvert af fregnum af makríl á grunnslóðinni fyrir norðan og líklega hafi hann lok- að hringnum í kringum landið þá. Nú ætlar Árni Frið- riksson hins vegar allan hringinn og skoða þetta rækilega. Árni í kring- um landið MAKRÍLL ALLS STAÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.