Morgunblaðið - 15.07.2010, Qupperneq 25
Þrúði með söknuði og sendum fjöl-
skyldu hennar og vinum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur. Sérstakar
samúðarkveðjur sendum við Evu,
Þóru og Dísu, sem vart viku frá henni
síðustu vikurnar. Þær veittu henni
ómælda ást og umhyggju með sinni
einstöku rósemi og hlýju. Megi englar
Drottins umvefja þær kærleika og
gefa þeim styrk til að takast á við
þessa erfiðu tíma.
Hvíl í friði kæra vinkona.
Sigrún Broddadóttir.
Þrúður mín. Ég kynntist þér þegar
ég hóf störf sem fulltrúi á Pósthúsinu
á Egilsstöðum í janúar 1989, en þú
varst starfsmaður þar ásamt öðrum
meðlimum saumaklúbbsins sem kon-
an mín er í.
Mér bar að stjórna ykkur og það
var ekki alltaf létt verk. Þú sagðir
reyndar aldrei styggðaryrði, en not-
aðir hárbeittan húmor þess í stað ef
þér fannst stjórnunarhæfileikum mín-
um ábótavant. Mér líkaði strax vel við
þig, hæfilega kaldhæðin og „ligeglad“,
og sást ætíð spaugilegu hliðina á mál-
unum. Þú varst góður gestur á heimili
okkar Þóru Siggu og gerðir lífið alltaf
skemmtilegra, þetta líf sem þú yfir-
gafst svo langt fyrir aldur fram.
Þegar þið Reynir fluttust til Dan-
merkur þá eðlilega minnkuðu sam-
skiptin, en við fjölskyldan fórum í
heimsókn til ykkar til Sønderborg
sumarið 2001 og það er eitthvert
skemmtilegasta sumarfrí sem ég
minnist. Þar var mikið hlegið og þið
Reynir sögðuð frá lífinu í Danmörku
með hæfilegum ýkjum og háði yfir
frændum vorum, krydduðu með jósk-
um hreim og drottningarkveðjum.
Ekki veit ég mikið um ástæður þess
að þið Reynir slituð samvistir, en ljóst
er þó að það varð mikið tilfinningalegt
umrót og biturleiki sem fylgdi í kjöl-
farið. Þið Reynir voruð bæði vinir
mínir og því ekki nokkur leið að taka
afstöðu með eða móti enda slík tilfinn-
ingamál aldrei einföld eða svarthvít.
Ég þykist vita að þú hafir yfirgefið
þetta jarðlíf með beiskju yfir að eiga
ókláruð mál en það skaltu vita Þrúður
mín, hvar sem þú ert, að þú varst og
ERT góð kona, því skaltu aldrei
gleyma. Öll gerum við mistök eða telj-
um að við hefðum getað gert hlutina
öðruvísi, þannig er það bara, við erum
öll breysk og enginn er fullkominn,
enda mikið skolli væri heimurinn leið-
inlegur ef svo væri. Við söknum þín
Þrúður mín, en ég vona að þú hafir
öðlast innri frið og óska þér alls góðs á
ferðalagi þínu um víddir nýs lífs.
Sigurður Ragnarsson,
Egilsstöðum.
Elsku glaði rauðtoppurinn okkar er
farinn frá okkur. Og þó að við vissum í
hvað stefndi er erfitt að sætta sig við
að yndisleg vinkona ekki er hér hjá
okkur meira – hennar er svo sárt
saknað. Þrúður, stelpurófan, að hún
hafi ekki fengið að vera hér eitthvað
aðeins lengur. Svo hræðilega ósann-
gjarnt.
Þrúði þekktum við fulla af lífsorku
og kátínu. Algjör dugnaðarforkur, og
alltaf stutt í bros og mikinn hlátur.
Alltaf glettin. Alltaf til í að sjá spaugi-
legu hliðina á lífinu. Glaðir, bjartir og
hlýir litir fylgdu henni líka. Aldrei eig-
um við eftir að horfa á appelsínugulan
lit öðruvísi en að minnast hennar. Svo
mikil hlýja í kringum hana. Og ekkert
vesen eða pjatt, hlutirnir voru eins og
þeir nú einu sinni komu fyrir. Hún
lifði lífinu lifandi okkar elsku vinkona.
Ekki hvarflaði að okkur að Þrúður
væri komin til Kaupmannahafnar til
að deyja. Eftir mörg ár í Sønderborg
ákveður Þrúður að breyta um um-
hverfi, og flytja til okkar, já, byrja
nýtt líf í stórborginni! Hefur nú ald-
eilis þurft dugnað til að flytja hingað
til Kaupmannahafnar, um miðjan vet-
ur, frá góðum vinum og föstum
römmum á Jótlandi. Fyrst að finna
íbúð, og já, allt sem því fylgir. Hún
hengir sjálf upp lampa, og borar göt
um alla veggi fyrir hillur og myndir.
Í Valby, „bænum hennar“, eignast
hún yndislegt og fallegt heimili.
Hennar eigin handavinna og listaverk
prýddu heimilið; málverk, tré-
listaverk, útsaumur – og allt unnið af
svo mikilli handlagni og gleði. Alltaf
var hún yndisleg heim að sækja,
kræsingar á borðum í formi matar og
drykkjar – og svo var bara hlegið!
Vini eignaðist hún strax í hverfinu,
Þrúður, kappklædd, í hvaða veðri sem
var, hjólaði „Valby sína“ þvera og
endilanga til að kynnast hverfinu og
íbúum þess. Þessi vetur var svo snjó-
þungur að við vinkonurnar, sem bú-
um langt hver frá annarri, vorum
heldur latari að hittast en við eigum
að okkur að vera en við hlökkuðum
allar heilmikið til vorsins og sumars-
ins, þá færum við að lifa lífinu til fulls.
Allt sem við ætluðum að gera saman.
Nú erum við auðvitað í sárum, og með
augun full af tárum, yfir því að hafa
verið að fresta gamanstundunum á
meðan við höfðum lífið saman. Það
var ekki eftir neinu að bíða fyrir
Þrúði. Við höfum verið mjög sorg-
mæddar. Tíminn með Þrúði á sjúkra-
húsinu situr enn djúpt í okkur. Fyrst
kom hún á Rigshospitalet, svo á
Bispebjerg Hospice og síðast á líkn-
ardeildina í Kópavogi. Það verður erf-
itt að gleyma þeim erfiða tíma. Þegar
við vorum einar með henni var hún
svo sár og reið yfir að fá ekki að lifa
lífinu lengur en þegar fleiri voru í
heimsókn kom lífskrafturinn og lífs-
gleðin fram í henni og stundum var
varla að sjá að hún væri veik, svona
langaði hana að lifa lífinu áfram. Og
svo gerðist þetta allt svo hratt. Stór
vinahópur á eftir að sakna góðrar vin-
konu. Á erfiðan hátt hefur Þrúður
gefið okkur áminningu um að lifa líf-
inu alla daga og vera góð hvert við
annað. Blessuð sé minning yndislegr-
ar stúlku. Elsku Eva og elsku Þóra,
missir ykkar og fjölskyldunnar er
mikill.
Guðrún (Gulla), Birta, Herdís
(Dísa) og Sigurbjörg (Sibba).
Minningar 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2010
✝ Sigríður Árna-dóttir fæddist á
Akranesi 23. júní
1941. Hún lést á
Landspítalanum hinn
7. júlí sl.
Foreldrar hennar
voru hjónin Steinunn
Þórðardóttir hús-
móðir, fædd 26. júlí
1915, dáin 29. ágúst
2005, og Árni H.
Árnason vélstjóri,
fæddur 7. júní 1915,
dáinn 11. apríl 1991.
Árni og Steinunn
bjuggu allan sinn búskap á Akra-
nesi. Systkini Sigríðar eru: Bjarni,
f. 1939; Þórður, f. 1942; Emilía Pet-
rea, f. 1943; Ingibjörg, f. 1945; Sig-
rún, f. 1946; Árni Sigurður, f. 1949,
febrúar 1973, maki Íris Dröfn
Árnadóttir, f. 1. febrúar 1979. 3)
Petronella, f. 2. mars 1978, maki
Valmundur Árnason, f. 29. júní
1982. Börn þeirra eru: Magnús
Máni, f. 10. mars 2003 og Kristján
Andri, f. 4. maí 2006. Barn Krist-
jáns með Herborgu Jónsdóttur,
Margrét, f. 25. september 1969,
maki Jóhannes Vilbergsson, f. 12.
júlí 1969. Börn þeirra eru: Páll
Valdimar, f. 7. júlí 1997; Herborg
Agnes, f. 7. september 1999, og
Kristinn Vilberg, f. 26. mars 2002,
Sigríður ólst upp á Akranesi og
bjó þar alla tíð. Hún vann lengi á
símstöðinni á Akranesi, var heima-
vinnandi húsmóðir meðan börnin
voru að alast upp en hóf þá störf við
símsvörun á Sjúkrahúsi Akraness.
Því starfi sinnti hún uns hún varð
að láta af störfum vegna veikinda.
Útför Sigríðar fer fram frá Akra-
neskirkju í dag, fimmtudaginn 15.
júlí 2010 og hefst athöfnin kl. 14.
d. 2000; Ólína Elín, f.
1950; Guðmundur, f.
1952, d. 1952; Stein-
unn, f. 1954 og Guð-
mundur, f. 1956. Hinn
17. október 1970 gift-
ist Sigríður eftirlif-
andi manni sínum
Kristjáni S. Kristjáns-
syni. Hann er fæddur
16. október 1947 í
Vestmannaeyjum.
Börn Sigríðar og
Kristjáns eru:. 1)
Harpa, f. 24. júní
1970, maki Sigurður
Brynjarsson, f. 12. nóvember 1968.
Börn þeirra eru: Kristján Már, f. 21.
mars 1995; Sigríður Tinna, f. 31.
mars 2003 og Steinunn Ella, f. 13.
desember 2006. 2) Kristján, f. 27.
Við systkinin minnumst elskulegr-
ar systur okkar með miklum söknuði.
Sigga var næstelst í ellefu barna hópi
mömmu og pabba. Sem elsta systirin
öðlaðist hún þess vegna mikla reynslu
í barnaumönnun og vinnu á heimilinu.
Það ríkti mikil kátína og samheldni
hjá mömmu og pabba sem smitaðist
til okkar krakkanna. Veraldlegur
auður var af skornum skammti en
þeim mun meira af þeim auði sem
mölur og ryð fá ekki grandað. Það má
segja að það hafi alltaf verið fullt hús
heima því auðvitað fylgdu margir vin-
ir þessum stóra barnahóp en ávallt
voru allir velkomnir á Suðurgötuna.
Sigga var lífsglöð og sá að öllu
jöfnu spaugilegu hliðarnar á hlutun-
um, hún var orðheppin og orðheldin,
dugleg til vinnu og vel liðin. Hún eign-
aðist góðan mann, hann Kidda, og
með honum þrjá gimsteina, Hörpu,
Kidda yngri og Petu. Þau ásamt Mar-
gréti dóttur Kidda voru Siggu eitt og
allt.
Sigga var mikið náttúrubarn og
hafði mjög gaman af því að skoða
fugla og steina og fóru þau Kiddi víða
um landið til þess. Lífsgæði Siggu
skertust mikið þegar hún veiktist af
Parkinson – MSA. Það gerði það að
verkum hún varð að hætta að vinna
og kom í veg fyrir að hún kæmist í
þráðar fjöruferðir og fuglaskoðun,
síðasta fjöruferðin var á fjórhjóli með
Gumma, bróður hennar hinn 15. maí
síðastliðinn.
Í eigingirni okkar hefðum við sann-
arlega viljað hafa hana lengur með
okkur, en við þessi óvæntu endalok
þökkum við fyrir að hún þurfti ekki að
kveljast lengur. Við höfum mikið að
þakka fyrir og minnast. Hugur okkar
er hjá Kidda og börnunum og biðjum
við Guð að hjálpa þeim að vinna úr
sorginni og byggja upp góða framtíð.
Blessuð sé minning góðrar systur.
F.h. systkinanna,
Emilía P. Árnadóttir.
Nú þegar Sigga, mágkona mín,
kveður kemur sorg og söknuður sem
fylgir stundum sem þessum. Minning-
arnar hrannast upp enda af nógu að
taka eftir fimmtíu ára samfylgd. Sam-
fylgd sem hófst með sambandi mínu
við Badda, stóra bróður Siggu. Það
voru forréttindi að komast inn í og
kynnast fjölskyldunni á Suðurgötu 16
og verða ein af þeim, mikil samheldni
og mikið fjör, oft fullt af vinum og
kunningjum krakkanna á 16 en alltaf
nóg pláss. Það er mikil hjartahlýja í
þessum stóra hópi. Sigga var mikill
fagurkeri og þegar hún stofnaði sitt
eigið heimili kom það vel í ljós. Hún
átti fallegt heimili sem hún skapaði
sér Kidda og börnunum og hafði
mikla ánægju af að annast. Hún var
snillingur í að raða húsgögnum og
hlutum og breytti oft inni hjá sér og
þegar ég vildi breyta hjá mér kallaði
ég Siggu til. Hún var kát og skemmti-
leg og gaman að vera nálægt henni,
hún var vinsæl hvar sem hún kom og
hvar sem hún vann. Hún og Kiddi
hennar eignuðust þrjú börn, Hörpu,
Kidda yngri og Petu en fyrir átti
Kiddi Margréti sem Sigga tók opnum
örmum.
Sigga veiktist af Parkinson - MSA
fyrir nokkrum árum og lagðist sjúk-
dómurinn þungt á hana. Nokkrum
dögum fyrir andlát hennar var hún
lögð inn á Sjúkrahús Akraness og þar
áttum við góða stund saman sem ég er
mjög þakklát fyrir. Nú er Sigga mín
laus við erfiði og kvalir sem fylgdu
sjúkdómi hennar. Takk fyrir sam-
fylgdina, kæra mágkona, og hittumst
hressar hinum megin. Ég votta Kidda
og börnunum öllum samúð mína. Guð
geymi ykkur öll.
Áslaug Hjartardóttir.
Við kveðjum Siggu frænku með
söknuði og þakklæti í huga. Sigga var
góð frænka sem var gott að koma til.
Hún var mikil barnakona og hafði
gaman af að fylgjast með frænkum og
frændum vaxa úr grasi og alltaf tilbú-
in að hjálpa ef á þurfti að halda.
Við sjáum Siggu í anda í kaffi með
ömmu, afa og Adda frænda á „16“
himinhæða og kannski búið að baka
eina græna.
Guð styrki ykkur í sorginni, elsku
fjölskylda.
Sigríður Ása og
Steinunn Birna.
Ertu horfin? Ertu dáin?
Er nú lokuð glaða bráin?
Angurs horfi’ ég út í bláinn,
autt er rúm og stofan þín,
elskulega mamma mín.
Gesturinn með grimma ljáinn
glöggt hefir unnið verkin sín.
Ég hef þinni leiðsögn lotið,
líka þinnar ástar notið,
finn, hve allt er beiskt og brotið
burt er víkur aðstoð þín,
elsku góða mamma mín.
Allt sem gott ég hefi hlotið,
hefir eflzt við ráðin þín.
Þó skal ekki víla og vola,
veröld þótt oss brjóti í mola.
Starfa, hjálpa, þjóna, þola,
það var alltaf hugsun þín,
elsku góða mamma mín.
Og úr rústum kaldra kola
kveiktirðu skærust blysin þín.
Flýg ég heim úr fjarlægðinni,
fylgi þér í hinzta sinni,
krýp með þökk að kistu þinni,
kyssi í anda sporin þín,
elsku góða mamma mín,
Okkur seinna í eilífðinni
eilíft ljós frá guði skín.
(Árni Helgason.)
Elsku mamma mín,
takk fyrir allt og allt.
Ég er sú sem ég er, þökk sé þér.
Hvíl í friði
Þín elskandi dóttir,
Petronella Kristjánsdóttir.
Mikið ofur þótti mér vænt um hana
Siggu frænku mína, sem var elsta
systirin í tíu barna hópi ömmu og afa
á Suðurgötunni. Sem barn kallaði ég
hana Siggu stóru, til aðgreiningar frá
Siggu Þórðar, vinkonu minni. Ýmis-
legt skýrði að við tengdumst sterkum
böndum. Við fórum prúðbúnar í
myndatöku til Óla ljósmyndara sem
tók af okkur fallegar myndir, aldurs-
munurinn 22 ár, báðar saklausar hvor
á sinn hátt. Seinna þegar Sigga
„stóra“ var gift Kidda „stóra“ og
börnin Harpa og Kiddi komin í heim-
inn, varð hún fyrsti vinnuveitandi
minn þegar ég réð mig í vist til að
passa Hörpu fjögurra ára og Kidda
eins árs. Sigga vann á þá á símanum.
Ég minnist pössunardaga ellefu ára
gömul, að hengja út á snúru, hita súpu
í hádeginu og halda á kraftmiklum
Kidda á mjöðminni. Stundum gisti ég
á Kirkjubrautinni þegar Kiddi var í
Norðursjónum. Þá sat ég á kvöldin
fyrir framan hljómflutningstækin og
hlustaði á „Hinstu bón blökkukon-
unnar“ og „Á kránni“ og söng af inn-
lifun. Þegar húsbóndinn kom í land
var hátíð í bæ, gjafir, útlent appelsín í
litlum flöskum og Sigga eldaði lær-
issneiðar í raspi og uppbakaða asp-
assúpu með rjóma. Tilkomumikið
þótti þegar þau keyptu sér upphækk-
anlegan Citroën sem ég ferðaðist í
með fjölskyldunni um Strandirnar,
ekki síst til að skoða fugla og steina
sem var alla tíð sameiginlegt áhuga-
mál hjónanna. Sumarkaupið dugði
fyrir nýju gulbrúnu Eska-hjóli og
stoltið var mikið. Í þessum minning-
um er Sigga í huga mér hlý, með
glettið blik í auga.
Síðan eru liðin mörg ár ég óx úr
grasi, sambandið minnkaði og við
hittumst helst í tengslum við fjöl-
skylduviðburði, en alltaf var sérstakt
samband milli okkar og Sigga gauk-
aði oft að mér góðum gjöfum. Lífs-
vefur okkar þróast oft í aðra átt en við
hugðum. Ást og væntumþykja duga
ekki alltaf. Eitthvað sem byrjar sem
eðlilegt viðbragð við óeðlilegum að-
stæðum þróast í að ætla að reyna að
axla ábyrgð sem maður hefur ekki
vald á, laga sig að aðstæðum og sjálfs-
ástin minnkar. Stórt áfall kom svo
fyrir nokkrum árum þegar Sigga
greindist með parkinsonssjúkdóminn
sem þróaðist hratt og gerði henni erf-
itt um vik. Í þeim veikindum var
mamma henni mikill stuðningur bæði
í læknisferðum og sem andlegur fé-
lagi.
Við Lalli bróðir sendum ykkur,
elsku Kiddi, Harpa, Peta, Kiddi litli,
Margrét og fjölskyldur, hlýjar kveðj-
ur og vonum að minning um góða
konu hjálpi ykkur á komandi tímum. Í
ljóði sem þýtt hefur verið úr sanskrít,
segir meðal annars: „Gæt þessa dags,
því hann er lífið sjálft og í honum býr
allur veruleikinn og sannleikur tilver-
unnar … Sé honum vel varið um-
breytir hann hverjum gærdegi í verð-
mæta minningu og hverjum
morgundegi í vonarbjarma.“ Það er
von okkar að þessi orð geti orðið okk-
ur leiðarljós.
Helena Guttormsdóttir.
Lítil, snaggaraleg, glaðleg og
gjarnan með gamanyrði á vör og oft
var hún að flýta sér. Og það má segja
að fljótt hafi hún kvatt. Þannig var
hún Sigga, vinkona mín, sem ég kveð
með miklum trega í dag en samgleðst
henni þó að vera laus undan erfiðum
sjúkdómum sem hún hefur tekist á
við undanfarin misseri.
Kynni okkar hófust fyrir alvöru er
við fórum að vinna saman í móttöku-
deildinni á Sjúkrahúsi Akraness en
þar hafði hún þann starfa að svara í
símann og taka á móti fólki sem átti
leið á stofnunina. Henni fór það sér-
staklega vel úr hendi, átti létt með að
tala við fólk og þá var nú húmorinn
ekki langt undan. Það var yndislegt
að hlæja með henni og þótt að hún
gæti verið kjarnyrt og sagt eins og
henni bjó í brjósti var það gert þannig
að ekki særði. Kannski var það þessi
létti húmor sem að hjálpaði til þegar
gefa tók á bátinn. Það var t.d. erfitt
fyrir hana að þurfa að hætta vinnu
vegna sinna veikinda.
Sigga var mikið náttúrubarn og
það var með hennar bestu stundum
þegar hún gat verið að tína steina og í
fuglaskoðun með Kidda sínum. Síðast
skoðaði ég steinasafnið hennar fyrir
nokkrum mánuðum og það er með
ólíkindum hvað þau hjónin hafa kom-
ist yfir að tína mikið og fjölbreytt safn
steina.
Með þessum fátæklegu kveðjuorð-
um þakka ég fyrir samfylgdina. Það
var oft gaman hjá okkur og þó að ég
felli tár við að skrifa þessar línur þá er
gleðin yfir að hafa verið þér samferða
og átt þig að yfirsterkari. Ég hefði
kosið að hafa þig miklu lengur, fríska
og heilbrigða. Það er bjart yfir minn-
ingu þinni.
Vertu kært kvödd, Sigga mín, með
þökk fyrir allt og allt.
Ég sendi ástvinum öllum innilegar
samúðarkveðjur .
Rún Elfa Oddsdóttir (Lella).
Sigríður Árnadóttir