Morgunblaðið - 15.07.2010, Page 31

Morgunblaðið - 15.07.2010, Page 31
Menning 31FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2010 Það er um að gera að fólk skemmti sér og skemmtanir og virðing geta farið vel saman 32 » Heimsfrumsýning á fyrsta hluta kvikmynda- flokks um Thor Vilhjálmsson rithöfund, Draumurinn um veginn, verður 29. júlí nk. en frumsýningin fer fram í Teatro Principal í San- tíagóborg á Spáni. „Myndaflokkurinn er á mörkum þess að vera heimildamyndir og leikið efni. Myndirnar verða í heildina fimm talsins og hver þeirra er í bíómyndarlengd,“ segir Er- lendur Sveinsson, höfundur, stjórnandi og framleiðandi myndaflokksins. Fyrsti hluti myndarinnar nefnist Inngangan og lýsir för Thors á slóðir pílagrímavegarins. Rithöfund- urinn hafði alið með sér þann draum í rúm 40 ár að ganga þennan veg en leiðin liggur eftir endi- löngum Norður-Spáni í stórbrotnu umhverfi Pýreneafjallanna og yfir til Frakklands. Mynd- in er að mestu leyti tekin upp á Spáni, en auk þess er endurlit heim til Íslands og til Frakk- lands. Þess má geta að Thor átti tvo mánuði í áttrætt þegar hann lagði upp í gönguna árið 2005. Sendi Atla Heimi sms „Í upphafi myndarinnar hittast Thor og tón- skáldið Atli Heimir Sveinsson, sem er góðvinur hans, á kaffihúsinu Mokka í Reykjavík. Atli Heimir hefur áhyggjur af þessu uppátæki Thors að ætla sér að ganga rúmlega 800 km leið kominn á níræðisaldurinn. Í sameiningu taka þeir ákvörðun um að Thor sendi Atla reglulega sms-skilaboð og láti vita um tilvist sína. Í sms- skilaboðunum mætast m.a. nútíð og fortíð,“ segir Erlendur. Eitt meginviðfangsefni mynda- flokksins auk ferðaþemans snýr að hinum sam- eiginlegu menningarrótum Evrópu og fæðingu Evrópuvitundar. Thor Vilhjálmsson hefur löngum verið þekkt- ur fyrir tungumálafærni en hann talar ein átta tungumál í myndaflokknum. Mikil vinna hefur farið í útlistun tungumálanna og íslenska útgáf- an verður sýnd með galískum neðanmálstexta. „Messudagur heilags Jakobs verður haldinn hátíðlegur fjórum dögum fyrir frumsýningu og í augum Spánverja er þetta mikill dýrðardagur. Dagurinn verður næst haldinn hátíðlegur eftir ellefu ár þannig að mér fannst brýnt að frum- sýna myndina á þessu ári í ljósi hátíðarhald- anna. Ekki síst þar sem Thor fagnar 85. aldurs- ári sínu á árinu og hlýtur heiðursorðu frá franska ríkinu,“ segir Erlendur. ingunn@mbl.is Draumurinn um veginn  Fyrsti hluti af fimm í kvikmyndaflokki um pílagrímsgöngu Thors Vilhjálmssonar árið 2005 frumsýndur í Santiago de Compostela Ganga Erlendur Sveinsson kvikmyndagerð- armaður skrásetti göngu Thors til Santiago. Kammersveit Reykjavíkur kemur fram á kammermús- íkhátíð á Mal- lorca í kvöld kl. 21, XXXII Deia International Music Festival. Sveitina skipa Martial Nardeau flautuleikari, Rut Ingólfsdóttir fiðlu- leikari, Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari, Þórunn Ósk Marinós- dóttir víóluleikari, Sigurgeir Agn- arsson sellóleikari og Richard Korn kontrabassaleikari. Tónleikarnir verða í óðalssetrinu Son Marroig. Tónleikar Tónleikar í óðals- setri á Mallorca Rut Ingólfsdóttir Í kvöld verða haldnir tónleikar í Oddsstofu, Skál- holtsbúðum, sem eru hluti af sum- artónleikaröð í Skálholtskirkju. Tónleikarnir hefj- ast kl. 20 og er yf- irskrift þeirra Hold og blóð: Mjúkar ástir og harðar. Á tónleikunum flytur tríó skipað Steinunni Arnbjörgu Stef- ánsdóttur, Mathurin Matharel og Brice Sailly verk eftir B. de Selma y Salverde, D. Ortiz, G. Frescobaldi og G. Picchi. Tónleikar Hold og blóð í Skálholti Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir Út er komin bókin Hvalir en það er JPV útgáfa sem gefur út. Í bókinni er fjallað um hvalateg- undir og er hún hugsuð til að mæta vaxandi þörf fyrir aðgengilegt efni um hvali. Textahöfundur bókarinnar er Sigurður Ægisson en Jón Baldur Hlíðberg myndskreytir. Bókmenntir Hvalir í máli og myndum Kápa bókarinnar Ingunn Eyþórsdóttir ingunn@mbl.is „Mér þykir ósköp vænt um þessa viðurkenningu. Henni fylgir einlægni, alúð og stórhugur sem að ég kann vel að meta,“ segir rithöfundurinn Thor Vil- hjálmsson sem veitt var heiðursorða franska ríkisins, Officier de l’Ordre national du Mérite, á þjóðhátíð- ardegi Frakka í gær. Á langri starfsævi hefur Thor þýtt bækur eftir franska höfunda, skrifaði greinar í franska vikuritið Nouvel Observateur og sat um tíma í stjórn Alliance Française hér á landi. Hjarta Thors hefur lengi slegið með Frakklandi eða allt frá því að hann lærði og stundaði nám í Sorbonne-háskólanum skömmu eftir síðari heims- styrjöldina. Að hans sögn var lendingin í París upp- hafið að mikilli vegferð, auk þess að vera til þess ætl- uð að nærast og eflast í iðuköstum og straumröstum menningar og lista í heimsmiðjunni sjálfri. „Þessi heiður kórónar drauma mína frá því að ég var korn- ungur. Það var eins og ég lenti fallhlíf í miðri Par- ísarborg. Fyrsta morguninn í stórborginni tókst ég allur á loft, það vantaði 23 sentímetra upp á að ég næði niður á gangstéttina, ég var svo glaður og eft- irvæntingin var svo mikil. Ég hugsaði: Hér vil ég vera um stundarsakir. Alla tíð síðan hef ég haft þessi tengsl við Frakkland og viðhaldið þeim,“ segir Thor um sín fyrstu kynni af borginni fögru. Menningarleg útrás frá París Fyrsta skáldsaga Thors Maðurinn er alltaf einn kom út árið 1950 en dvölin syðra var kveikja af mörgum síðari verka hans. Mikilla áhrifa gætir frá árunum í Frakklandi í verkum Thors. Þrátt fyrir að Frakkland eigi hug hans og hjarta þá heilluðu töfrar Suður-Evrópu hann víðar og í Róm árið 2009 hlaut hann m.a. heiðursviðurkenningu úr stofnun Dante Alighieri fyrir að stofna og stýra Íslandsdeild félags- ins í áratug. „Ég gerði menningarlegar og mannlegar útrásir frá París, fyrst til Ítalíu þar sem ég dvaldi mánuð í borginni Flórens og baðaði mig í endurreisnarmenningunni. Í fram- haldinu flakkaði ég um Ítalíu endilanga í þrjá mánuði. Annað sumar lá leið mín til Spánar en þá var einræðisherrann Franco við völd. Spánskur listmálari, vinur minn í París, sagði mér að raka af mér skeggið í snarhasti, undir oki fasista átti enginn að skera sig úr. Ég skeytti engu um skegg- skurðinn og ferðaðist hvarvetna um Spán og kynntist einhverju yndislegasta fólki sem ég hef átt samneyti við um dagana. Á langferðum um Spán í járnbrautarlestum var setið á hörðum trébekkjum, fólkið bauð manni upp á nesti, vínsopa og sígarettur sem að mér þóttu vondar. Fólkið hafði svo fallegt hjartalag að það var engin leið að af- þakka,“ segir Thor um gestrisni Spánverja. „Það líður ekki sá dagur að ég þakki fyrir þessa stórbrotnu tíma,“ segir Thor, djúpt snortinn yfir ljúfum minningum. Heimþrá til Frakklands „Ég hef alltaf haft eins konar heimþrá til Frakklands. Franskur andi er svo sterkur, öflugur og kröfuharður. Þessi agasemi sem ætluð er til árangurs.“ Aðspurður út í franskar nútímabókmenntir kveðst hann ávallt vera forvitinn um menningararfleið landsins. „Ég er forvitinn um það sem vaknar í París og Frakklandi yfirleitt og andanum sem fylgir í kjölfarið. Mig langar til að vita og skilja og það mun aldrei breyt- ast.“ Því fer fjarri að skáldið sé sest í helg- an stein og enn sinnir Thor ritstörfum af mikilli ástríðu. „Ég hef aldrei verið í betra formi,“ segir rithöfundurinn fjölhæfi að lok- um og uppljóstrar að hann sé á kafi við að koma nýrri skáldsögu á leiðarenda. Heimþrá til Frakklands  Thor Vilhjálmsson hlýtur heiðursorðu franska ríkisins  Hjartað slær með Frakklandi  Vinnur að nýrri skáldsögu og segist aldrei hafa verið í betra formi Morgunblaðið/Árni Sæberg Heiður Thor tók við heiðursorðunni á þjóðhátíðardegi Frakka í gær. Sendiherra Frakklands á Íslandi, Caroline Dumas, sæmdi hann henni í Ráðhúsinu. Thor Vilhjálmsson er fæddur í Edinborg 12. ágúst 1925. Hann stundaði nám við norrænudeild Háskóla Íslands og hélt síðan utan til framhaldsnáms í Nottingham og Par- ís. Rithöfundurinn á um margt grónar rætur í íslenskri skáldsagnargerð. Fyrsta bókin hans kom út árið 1950 en síðan þá hefur hver bókin rekið aðra og hefur Thor hlotið margar viðurkenningar fyrir ritstörf sín. Á meðal þekktari verka hans er Grá- mosinn glóir sem hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs árið 1987. Verk hans hafa jafnframt verið þýdd á fjölmörg er- lend tungumál. Í gegnum tíðina hefur Thor gegnt marg- víslegum störfum í þágu menningarmála. Ber þar helsta nefna setu hans í stjórn Rit- höfundasambands Íslands, stöðu forseta Bandalags íslenskra listamanna og árum saman var hann stjórnarmeðlimur Alliance Française á Íslandi. Thor er einn stofnenda Bókmenntahátíðar í Reykjavík og menn- ingartímaritsins Birtings sem sett var á laggirnar árið 1955. Auk ritstarfa, hefur Thor lagt stund á myndlist og haldið sýn- ingar á verkum sínum. Blómlegur ferill VERÐUR 85 ÁRA Á ÁRINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.