Morgunblaðið - 15.07.2010, Page 32

Morgunblaðið - 15.07.2010, Page 32
32 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2010 Matthías Árni Ingimarsson matthiasarni@mbl.is Tónlistarhátíðin Bræðslan verður haldin á Borgarfirði eystra í sjötta skiptið dagana 23.-25. júlí. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni í ár er sænsk/breska hljómsveitin Fanfarlo. Hljómsveitin var stofnuð árið 2006 af Svíanum Simon Balt- hazar sem gerir nú sveitina út frá Lundúnum ásamt þeim Amos Me- mon, Cathy Lucas, Justin Finch og Leon Beckenham. Í byrjun síðasta árs kom út fyrsta breiðskífa þeirra, Resevoir og vakti hún strax athygli fyrir skemmtilegt og melódískt indí- rokk. Einnig hefur ljósmynd á plötuumslaginu eftir Lilju Birg- isdóttur vakið athygli. Þá hafa lög eftir Fanfarlo ratað í sjónvarps- þætti eins og Grey’s Anatomy, House og nýverið heyrðist lagið „Atlas“ í nýjustu myndinni úr Twi- light-myndaflokknum. Fyrirgefðu ef ég vakti þig Þegar blaðamaður heyrði í for- sprakkanum Balthazar var fyrsta spurningin ósjálfrátt: „Fyrirgefðu Simon var ég nokkuð að vekja þig?“ „Nei, nei alls ekki. Ég hljóma bara oftast eins og ég sé nývakn- aður og er þannig svona fram til tíu á kvöldin. En ég var að klára viðtal fyrir nokkrum mínútum og þú ert annar blaðamaðurinn sem spyr mig að þessu í dag,“ segir Svíinn og hlær. Balthazar segir að hljómsveitin hafa haft í nógu að snúast síðan platan kom út og að sumarið hafi aðallega farið í að spila á stórum tónlistarhátíðum. „Það er búið að vera alveg brjál- að að gera hjá okkur síðan í október og við höfum eiginlega búið í ferða- töskum okkar. Þetta hefur reyndar aðeins róast síðastliðinn mánuð og við erum að reyna að vera sem mest í London og semja nýtt efni. En svo er platan okkar að fara koma út í Ástralíu seinna í mánuðinum, þann- ig við verðum að taka okkur smá- pásu frá því að semja og eftir Ísland förum við á tónleikaferðalag um Ástralíu, Japan, Taív- an.“ Ógnvekjandi – Er ekkert erfitt að gera nýja plötu á öllu þessu flakki? „Jú, við erum svona að semja hér og þar þegar við höf- um tíma. Öll þessi ferðalög trufla það, sem getur verið mjög stressandi. Það virðist vera auðveldara að semja sína fyrstu plötu, þar sem lög- in verða til yfir lengri tímabil. En núna þurfum við að setjast niður og semja, sem getur gert það að verkum að upplifunin að gera plötu númer tvö getur stund- um verið ögn ógnvekjandi.“ Balthazar segir ekkert hafa verið ákveðið með útgáfudag en hljóm- sveitin stefni þó á að fara í hljóðver á árinu og fólk megi búast við að sveitin fari nýjar leiðir á plötunni og prófa sig áfram með nýjan hljóm. Fólk hætt að kaupa plötur Þegar talið berst að Twilight seg- ist Balthazar hafa vitað að sú spurning ætti eftir að koma. „Ég ætla ekki að ljúga því að þetta séu uppáhalds bíómyndir mín- ar. En þegar tækifæri gefst að leyfa milljónum manns að heyra tónlist- ina þína, þá sé ekki hægt að hafna því. Svo er fólk því miður líka hætt að kaupa plötur í dag og við þurfum að borga leiguna eins og aðrir. En hlutir eins og Twilight og þættirnir eru í lagi, þú ættir að heyra sumt af því sem við höfum hafnað. Sumt gerir maður bara ekki, þó að það sé vel borgað.“ Tónleikarnir á Bræðslunni verða þeir fyrstu sem hljómsveitin heldur hér á landi en Balthazar segir að Ís- land hafi verið ofarlega á listanum yfir lönd sem Fanfarlo hefur langað að heimsækja og halda tónleika í. Fyrst Ísland svo Ástralía  Sænsk/breska hljómsveitin Fanfarlo er væntanleg til landsins  Söngvarinn Simon Balthazar segir sveitina ætla að prófa sig áfram með nýja hluti á næstu plötu Fanfarlo Hljómsveitin spilar í fyrsta sinn hérlendis á Bræðslunni á Borgarfirði eystri um aðra helgi. Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borg- arfirði eystri fer fram helgina 23. - 25. júlí næstkomandi. Forsala á hátíðina er í fullum gangi þessa dagana og gengur hún vel að sögn aðstandenda. En þegar hafa rúmlega 700 aðgöngu- miðar selst af þeim 800 sem eru í boði í forsölu. Verð að- göngumiða í forsölu er 5.500.- kr. en á staðn- um hækkar það í 6.500.- kr. Hátíðin hefur styrkt sig í sessi sem einn af áhugaverðari tónlistar- viðburðum landsins und- anfarin ár. Í gegn- um tíðina hafa þar komið fram tónlistarfólk og hljóm- sveitir á borð við Emilíana Torrini, Damien Rice, Belle & Sebastian, Magni, Lay Low, Þursaflokkurinn, Megas og Senuþjófarnir, Páll Ósk- ar og Monika og Eivör Pálsdóttir svo fáein séu nefnd. Að jafnaði hafa rúmlega 1.000 manns sótt Borgarfjörð Eystri heim þegar há- tiðin fer fram sem verður að telj- ast ágætis viðbót við íbúafjöldann sem telur um 100 manns. Í ár koma fram m.a. Fanfarlo, Dikta, KK & Ellen, 200.000 Naglbítar og sig- urvegarar Músíktilrauna Of Mon- sters and Men. Bræðslan fékk nýlega Eyrarrós- ina við hátíðlega athöfn að Bessa- stöðum en Eyrarrósin er sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggð- inni. Íbúafjöldinn fer úr 100 í 1000 á Borgarfirði eystri BRÆÐSLAN 2010  Nú styttist í að opnunarviku listahátíðarinnar Villa Reykjavík ljúki. Fjöldi tónleika hefur verið haldinn í miðborginni síðastliðna viku og í kvöld verða haldnir tón- leikar og götupartí hjá skemmti- stöðunum Bakkus og Venue. Her- legheitin hefjast kl. 20 og munu hljómsveitirnar Nolo, MSN (Me, the Slumbering Napoleon), Markús and the Diversion Sessions og Benni Hemm Hemm spila fyrir gesti og gangandi. Lokatónleikar og götu- partí Villa Reykjavík Fólk Hinir árlegu Nei – baráttutónleikar gegn kynferðisofbeldi verða haldnir í fjórða sinn fimmtudaginn 15. júlí á Sódómu Reykjavík. Húsið verður opnað kl. 19 en tónleikarnir hefjast kl. 20. Tónleikarnir eru fyrsti liðurinn í Nei-átaki sumarsins en að átakinu stendur Nei-hreyfing gegn kynferðisofbeldi sem starfar innan Femínistafélags Íslands og hef- ur vakið mikið umtal á síðustu árum. „Átakið snýst um að vekja karla til um- hugsunar um eðli og alvöru nauðgana og við ætlum að víkka það aðeins út og fjalla þá einnig um vændi, mansal, klámvæðingu og svo framvegis, en í grunninn er það þetta sem er efst á baugi. Svo er gott að nefna að við höfum starfað mikið um verslunarmanna- helgina á skemmtunum landsins. Það er um að gera að fólk skemmti sér og skemmtanir og virðing geta farið vel saman,“ segir Arnar Gíslason, einn talsmanna átaksins sem flestir ættu orðið að þekkja. Fólk sem vill mæta, styðja málstaðinn og skemmta sér um kvöldið er velkomið og fjöld- inn allur af hljómsveitum gefur vinnu sína: Agent Fresco, Árstíðir, Bróðir Svartúlfs, Fræbblarnir, Lay Low, Myrra Rós, Orphic Oxtra og Retro Stefson. „Við höfum haldið þeirri línu að vera ekkert að rukka inn og fólk svona leggur til það sem það getur, sumir borga 500 kall aðrir 5.000 kall og peningarnir fara bara í að styrkja þetta átak,“ segir Arnar að lokum. gea@mbl.is Nei – baráttutónleikar gegn kynferðisofbeldi Nei Baráttutónleikarnir eru í kvöld kl. 20.  Nýr skemmti- og tónleikastaður verður opnaður í kvöld þar sem Grand Rokk var áður til húsa og hefur hann fengið nafnið Faktorý. Í kvöld hefst mikið opnunarpartí þar sem Benni Hemm Hemm og ein hressasta hljómsveit landsins, Retro Stefson, leiða saman hesta sína. Benni og Retro Stefson hafa nýlega lokið upptökum á nýrri plötu Benna sem kemur út á næstu mánuðum, þar sem Retro Stefson leikur undir söng Benna. Efri hæð Faktorý verður opnuð stundvíslega kl. 21 og er ókeypis inn á tón- leikana í kvöld. Benni Hemm Hemm og Retro Stefson í kvöld  Sumartónleikaröð Jazzklúbbsins Múlans heldur áfram í Risinu, Tryggvagötu í kvöld. Á tónleik- unum gefst áheyrendum kostur á að heyra tvö ólík dúóatriði flytja tónlist af ólíkum uppruna. Fram koma Kristjana Stefánsdóttir söngkona og Agnar Már Magn- ússon píanóleikari sem munu leika mörg af sínum uppáhaldslögum allt frá ABBA til Errol Garner. Síðan koma fram Daníel Friðrik Böðv- arsson gítarleikari og Ari Bragi Kárason trompetleikari. Þeir leika frumsamda tónlist af ýmsum toga og freista þess að feta ótroðnar slóðir. Tónleikar Múlans fara fram í Ris- inu (áður Glaumbar), Tryggvagötu 20, þeir hefjast kl. 21 og er 1.500 króna aðgangseyrir, 1.000 krónur fyrir nemendur. Tvær hliðar dúóforms- ins á Múlanum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.