Morgunblaðið - 15.07.2010, Síða 33
Menning 33FÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2010
Það var mikil stemning í kínverska
kvikmyndahúsinu Grauman’s í
Hollywood síðastliðinn þriðjudag
þegar stórmyndin Inception var
frumsýnd. Gagnrýnendur halda vart
vatni yfir henni og hefur hún nú þeg-
ar hlotið 9,6 stjörnur af 10 mögu-
legum á kvikmyndavefnum IMDB.
Það var hinn breski Christopher
Nolan sem leikstýrði og sá um hand-
rit myndarinnar en hann hefur leik-
stýrt myndum á borð við The Dark
Knight og The Prestige. Myndin In-
ception skartar meðal annars stór-
stjörnunum Leonardo Di-
Caprio, Michael Caine,
Joseph Gordon-Levitt, Ell-
en Page og Marion Cotil-
lard.
Myndin verður frum-
sýnd hér á landi hinn 23.
júlí næstkomandi.
hugrun@mbl.is Reuters
Stórstjörnur Nolan er þekktur fyrir að fá fræga leikara til liðs við sig.
Inception-æði
í Hollywood
Rómantík Myndin er ekki bara byssur og hasar. Meistari Michael Caine hefur leikið í 4 myndum Nolans.Svalir Gordon-Levitt og DiCaprio með byssurnar á lofti.
Sæt Leikstjórinn
Christopher Nol-
an og kona hans
mættu í sínu fín-
asta pússi.
Flottur Tom Hardy leið vel í sviðsljósinu. Carrie-Anne Moss Matrix leikkonan á dreglinum. Svartur Lukas Haas ekki beint sumarlegur.Bláeygður Cillian Murphy er fagureygður.
Bítillinn Paul McCartney fagnar
nú sigri sínum á skyndibitakeðj-
unni McDonald’s, en hann krafðist
þess nýlega að plaköt af hljóm-
sveit hans, Bítlunum, yrðu fjar-
lægð úr útibúi hennar í heimaborg
þeirra, Liverpool.
McCartney hefur verið græn-
metisæta frá árinu 1971 og segist
ekki vilja leggja nafn sitt við neitt
sem viðkemur kjötvinnslu.
McCartney hefur verið iðinn við
að kynna málstað sinn og léði
meðal annars heimildarmynd
dýraverndunarsamtakanna PETA,
Kentucky Fried Cruelty, rödd
sína.
Þá setti hann á laggirnar
bresku herferðina „Kjötfríir
mánudagar,“ sem hvetur fólk til
að sniðganga kjöt einn dag í viku.
Enga Bítla á
McDonald’s
McCartney Bítillinn margfrægi hefur ekki
borðað kjöt í tæplega 40 ár.
Í fyrsta sinn sem Daniel Radcliffe tók þátt í
Broadway-sýningu var hann mestmegnis nak-
inn í leikritinu Equus. Í þetta skiptið verður
hann hins vegar í fötum og mun þurfa að syngja
heilmikið.
Harry Potter-stjarnan tekur þátt í söngleik í
fyrsta sinn á fimmtugustu afmælisuppsetningu
sýningarinnar How to Succeed in Business
Without Really Trying á Broadway sem myndi
útleggjast „Hvernig á að ná árangri í við-
skiptum, eiginlega án þess að reyna það.“
Sýningar hefjast í febrúarmánuði á næsta ári
og mun Daniel leika J. Pierrepoint Finch, ungan
mann sem rís fljótt í viðskiptaheiminum, úr
póstdeildinni yfir í skrifstofu aðstoðarforstjór-
ans. Söngleikurinn var síðast settur á svið árið
1995 með hinum góðkunnu leikurum Matthew
Broderick og Megan Mullally í aðalhlutverkum.
Þá mun Tony- og Emmy-verðlaunahafinn Rob
Ashford sjá um leikstjórn og dans sýning-
arinnar sem verður frumsýnd þann 26. febrúar.
Daniel Radcliffe
á Broadway
Broadway Daniel Radcliffe tekur þátt í uppsetningu
þekkts söngleiks á Broadway.