Morgunblaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2010
Tónlistarhátíðin G! Festival hefst í dag í bænum Götu í
Færeyjum. Hátíðin var fyrst haldin árið 2002 og þá seld-
ust um þúsund miðar á hana. En í bænum hvar Þrándur
gamli bjó búa í kringum þúsund manns og fyrir nokkrum
árum var slegið met þegar seldir voru yfir 6000 miðar.
Hátíðin hefur ávallt verið lofuð mikið í alþjóðlegu tónlist-
arpressunni fyrir áhugaverða og skemmtilega tónlist og
ekki síst fyrir einstaklega fallegt umhverfi en aðalsviðið
er einmitt staðsett á ströndinni í bænum.
Íslenskar hljómsveitir hafa verið duglegar að sækja
hátíðina ásamt því að Eivør Pálsdóttir hefur ávallt verið
dugleg að spila á hátíðinni í heimabæ sínum. Í ár verða
það FM Belfast og sigurvegarar tónlistarkeppninnar
Þorskastríðsins, Bárujárn, sem verða fulltrúar Íslands á
hátíðinni. Það ætti því að vera mikið stuð þegar FM Bel-
fast stígur á svið í kvöld og ekki ætti það að fara minnk-
andi á laugardaginn þegar komið er að Bárujárni að
skemmta gestum. Undanfarin ár hafa hljómsveitir og
tónlistarmenn eins og Úlpa, Mugison, Dr. Spock, Em-
sími, Hjálmar Hoffman og Pétur Ben komið fram á há-
tíðinni sem hefur fest sig í sessi sem ein sú áhugaverð-
asta hvert sumar.
Aðstandendur hátíðarinnar hafa ávallt lagt meg-
ináherslu á að bjóða upp á það besta frá Færeyjum og af
hinum Norðurlöndunum. Hvert ár er boðið upp á hljóm-
sveitir sem teljast til stóru númeranna á G! Festival og í
ár eru það Arch Enemy og Moto Boy frá Svíþjóð, Nep-
hew frá Danmörku, FM Belfast frá Íslandi, rokkararnir í
Tý og að sjálfsögðu Eivør Pálsdóttir.
matthiasarni@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
G! Hljómsveitin Bárujárn stígur á svið á tónlistarhátíðinni G! Festival í Færeyjum um helgina.
FM Belfast og Bárujárn á G! Festival
SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI,
KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU
OG ENSKU
TALI
HHHHH
“ÓMENGUÐ SNILLD YST SEM INNST.”
“HÚN HEFUR SVO SANNARLEGA ALLA
BURÐI TIL AÐ VERÐA VINSÆLASTA OG
BESTA MYND SUMARSINS”
S.V. - MBL
HHHHH
„ÞETTA VERÐUR EKKI MIKIÐ BETRA“
- Þ.Þ FRÉTTABLAÐIÐ
HHHH
"TOY STORY 3 ER ÞAÐ BESTA
SEM ÉG HEF SÉÐ Í BÍÓ Á ÞESSU
ÁRI HINGAÐ TIL OG ÉG GET
EKKI BEÐIÐ EFTIR AÐ SJÁ HANA
AFTUR!"
- T.V. KVIKMYNDIR.IS
HÖRKUSPENNANDI, FYNDIN OG FRUMLEG!
EIN FERSKASTA ÍSLENSKA KVIKMYND Í LANGAN TÍMA!
AÐALHLUTVERK: DARRI INGÓLFSSON, ÍSGERÐUR ELFA GUNNARSDÓTTIR,
GUNNAR EYJÓLFSSON, JÓN PÁLL EYJÓLFSSON, MAGNÚS JÓNSSON, HJALTI RÖGNVALDSSON
LEIKSTJÓRI: HJÁLMAR EINARSSON TÓNLIST: KARL PESTKA
„Oft snertir Boðberi
áhorfandann með
grípandi hætti og
kveikir eftirvæntingu
og heilabrot.“
HHH
„Hnyttin á sinn
kaldhæðnislega hátt.“
S.V. - Mbl
„FÓLK ÆTTI ENDILEGA
AÐ SJÁ BOÐBERA“
ÞÞ - FBL
HHH
MJ - PRESSAN.IS
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
HHHHH
- P.H. BOXOFFICE MAGAZINE
Ein vinsælasta mynd sumarsins
Kirsten Stewart, Robert Pattinson og Taylor Lautner
eru mætt í þriðju og bestu myndinni í Twilight seríunni
„BESTA TWILIGHT MYNDIN TIL ÞESSA“
- ENTERTAINMENT WEEKLY
HHHH
- P.D. VARIETY
HHHH
- K.H. THE HOLLYWOOD REPORTER
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
SHREK: SÆLL ALLA DAGA ísl. tal kl. 6 - 8 L
GROWN UPS kl. 10:10 L
KILLERS kl. 8 - 10:10 L
BOÐBERI kl. 6 14
SHREK: SÆLL ALLA DAGA 3D ísl. tal kl. 6 L
SHREK: FOREVER AFTER 3D enskt tal kl. 8 - 10 L
LEIKFANGASAGA 3 ísl. tal kl. 6 L
TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl. 8 12
BOÐBERI kl. 10:30 14
SHREK: SÆLL ALLA DAGA ísl. tal kl. 8 L
SHREK: FOREVER AFTER enskt tal kl. 10 L
THE A-TEAM kl. 10 12
BOÐBERI kl. 8 14
/ KEFLAVÍK / SELFOSSI/ AKUREYRI
Í kvöld fer fram lokahátíð listhópa
Hins hússins í Ráðhúsi Reykjavíkur,
en viðburðurinn hefur hlotið nafnið
Vængjasláttur. Hátíðin hefst kl. 20 í
Tjarnarsal og fram munu koma allir
þeir listhópar sem hafa starfað á
vegum Hins hússins í sumar.
Dagskráin verður afar fjölbreytt
en meðal þeirra viðburða sem á boð-
stólum verða og hóparnir hafa verið
að kljást við má nefna götuleikhús,
ljóðalestur, dans, hljóðfæraleik,
myndlist, teiknimyndasögur og ljós-
myndun.
Vængja-
sláttur í
RáðhúsinuBristol Palin, dóttir fyrrverandi for-setaframbjóðandans Söruh Palin,
hefur fyrirgefið barnsföður sínum,
Levi Johnston, fyrir að hafa talað
illa um fjölskyldu hennar í fjöl-
miðlum. Í yfirlýsingu frá Bristol seg-
ir að þau séu byrjuð aftur saman og
jafnvel á leiðinni upp að altarinu.
Móðir hennar er þó ekki eins fljót
að fyrirgefa, en Levi, sem hefur far-
ið ófögrum orðum um tengdamóð-
urina, segist iðrast þess mjög og að
um bernskubrek hafi verið að ræða.
„Ég sé fyrir framtíð þar sem það
verður mögulegt að við séum öll
saman á þakkargjörðarhátíðinni og
það verði ekki vandræðalegt,“ sagði
Bristol um möguleikana á sáttum í
fjölskyldunni. „En hann (Levi) verð-
ur að láta verkin tala.“
Biður um
fyrirgefningu