Fréttablaðið - 14.12.2011, Blaðsíða 4
14. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR4
FANGELSI Gæsluvarðhaldsúrskurð-
ir verða sífellt algengari. Þeim
hefur fjölgað um 60 prósent síðan
árið 1996 sé miðað við síðasta ár
og var þá meðalfjöldi daga í gæslu-
varðhaldi um þrettán dagar. Íbúum
landsins fjölgaði á sama tíma
um tæp 20 prósent. Í fyrra voru
úrskurðir 139 talsins.
Samkvæmt nýjustu tölum frá
Fangelsismálastofnun hafa aldrei
verið fleiri fang-
ar í fangelsum
landsins en í ár,
en þeir eru 177
talsins. Í fyrra
voru þeir 151.
Meðaltals-
fjöldi fanga í
fangelsum sem
afplána þriggja
ára dóm eða
hær r i hefur
hækkað um meira en helming síð-
ustu ár, en í fyrra var fjöldinn rúm
64. Árið 2005 afplánuðu tæplega 29
fangar slíka dóma.
Í dag eru um 370 manns á biðlista
eftir plássi í afplánun í fangelsum
landsins, samkvæmt Páli Winkel,
forstjóra Fangelsismálastofnunar.
„Á sama tíma og fjöldi einstak-
linga eykst ár frá ári, hefur klef-
um ekki fjölgað,“ segir Páll. „Fang-
elsismálastofnun stýrir þessu með
engu móti.“
Páll segir að nýtt fangelsi sé
brýnt til að bregðast við þess-
ari fjölgun, en nauðsynlegt sé að
byggt verði fjölnotafangelsi sem
geti einnig tekið á móti skamm-
tímavistun samhliða lengri afplán-
unardómum.
Gert er ráð fyrir 190 milljónum
króna til hönnunar á nýju gæslu-
varðhalds-, móttöku- og kvenna-
fangelsi í fjárlögum fyrir næsta
ár. Það kemur fyrir að gæsluvarð-
haldsklefar standa auðir og því
segir Páll það vera nauðsynlegt að
hanna nýja fangelsið svo að hægt sé
að nýta það sem best.
Brynjar Níelsson, formaður Lög-
mannafélags Íslands, segir menn
búna að gleyma þeirri grunnreglu
að enginn ódæmdur maður skuli
sviptur frelsi sínu.
„Ég hef verið að berjast gegn
þessu í 20 ár, þessari miklu gæslu-
varðhaldsnauðsyn,“ segir Brynjar
og bætir við að hans tilfinning sé
þó sú að gæsluvarðhaldstíminn hafi
styst á síðustu árum og lögreglan
hafi farið varlegar með að krefjast
þess.
„Það er að segja þar til sérstakur
saksóknari fór að setja menn í
gæsluvarðhald í málum sem hafa
verið til rannsóknar lengi og brotin
kannski framin fyrir þremur árum
síðan,“ segir Brynjar. „Það er mér
algjörlega hulið hvernig það getur
verið í þágu rannsóknarhagsmuna.“
sunna@frettabladid.is
manns bíða
nú eftir plássi
til að afplána
dóma í fangelsum landsins.
370
MEXÍKÓ, AP Hermenn í Mexíkó
handsömuðu á mánudag glæpa-
foringjann Raul Lucio Hernan-
dez. Hernandez, sem oft er kall-
aður „Hinn heppni“, stýrði hinni
illræmdu Zetu-klíku. Hans var
ákaft leitað og var 150 milljónum
króna heitið til höfuðs honum.
Flestir af Zetunum eru fyrrver-
andi hermenn sem hafa villst af
vegi réttvísinnar. Klíkan var áður
hluti af Flóaklíkunni en klauf sig
frá henni í fyrra.
Átök milli eiturlyfjaklíkanna og
við her og lögreglu í Mexíkó eru
talin hafa kostað rúmlega 25 þús-
und manns lífið síðustu tvö ár. - þj
Eiturlyfjastríðið í Mexíkó:
„Hinn heppni“
var handtekinn
LÖGREGLUMÁL Tvær líkamsárásir
voru kærðar til lögreglu í Vest-
mannaeyjum eftir helgina.
Í heimahúsi lenti maður í
átökum við húsráðanda og fengu
báðir áverka í andlit eftir átökin.
Auk þess var hinn gestkomandi
með sár á baki, líklega eftir egg-
hvasst áhald. Maðurinn þurfti að
leita aðstoðar læknis til að loka
sárinu.
Hin árásin átti sér stað fyrir
utan veitingastaðinn Lundann.
Þar kastaði kona bjórglasi í andlit
manns sem skarst í andlitinu. - jss
Tvær árásir í Eyjum:
Fékk sár eftir
egghvasst áhald
DÓMSMÁL Tveir ungir menn, 18
og 24 ára, hafa verið dæmdir í
þriggja og sex mánaða skilorðs-
bundið fangelsi fyrir stórfelld
þjófnaðarbrot. Þeir stálu meðal
annars miklu magni af skartgrip-
um, sem sumir voru gamlir, og
fjölmörgum fleiri dýrum munum.
Mennirnir brutust inn í þrjú
íbúðarhús á Akureyri þar sem
þeir létu greipar sópa. Auk skart-
gripanna sem þeir stálu á öllum
stöðunum höfðu þeir á brott með
sér dýran sjónvarpsskjá, tölvur,
myndavél, upptökuvél, 150 minja-
gripaskeiðar og tugi þúsunda í
peningum í íslenskri og erlendri
mynt. Einnig kipptu þeir með sér
tveimur tegundum af blóðþrýst-
ingslyfjum og einu spjaldi af
róandi lyfi sem einnig dregur úr
ofnæmisviðbrögðum
Mennirnir voru gripnir á víða-
vangi eftir vettvangsrannsókn
lögreglu á þriðja innbrotinu.
Nokkuð af þýfinu fannst við leit
á þeim og við yfirheyrslur ját-
uðu þeir brot sín. Við húsleit lög-
reglu á heimili þeirra fannst enn
meira þýfi og einnig átta kanna-
bisplöntur, sem þeir voru einnig
dæmdir fyrir.
Báðir eiga mennirnir sakaferil
að baki, mismunandi alvarlegan
þó. - jss
Stálu miklu magni af skartgripum í þremur innbrotum á Akureyri:
Tveir skartgripaþjófar dæmdir
AKUREYRI Mennirnir brutust inn í þrjú
hús á Akureyri og létu greipar sópa.
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
18°
6°
8°
5°
9°
8°
6°
6°
21°
7°
18°
7°
24°
3°
9°
13°
5°Á MORGUN
8-20 m/s
Hægast austan til.
MÁNUDAGUR
Strekkingur A- og SA-
lands annars hægari.
-3
-3
-5
-5
-4-3 -3
-3
-3
-2
0
0
0
0
1
2
1
2
0
2
-6
7
9
13
5 6
15
11
9
11
15
5
5
11
20
NORÐANÁTT
verður ríkjandi
næstu daga með
snjókomu eða élja-
gangi norðanlands
en bjartara veðri
sunnan til þó þar
megi einnig búast
við éljum af og
til. Það fer heldur
kólnandi og lítur út
fyrir frost á landinu
öllu eftir daginn
í dag.
Ingibjörg
Karlsdóttir
veður-
fréttamaður
FRAKKLAND, AP Fáni Palestínu var
dreginn að húni við höfuðstöðv-
ar UNESCO, Menningarmála-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna,
í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn
í gær.
Palestína varð hluti af stofnun-
inni í október síðastliðnum eftir
að mikill meirihluti ríkja kaus
með inngöngu ríkisins. Mikil
fagnaðarlæti brutust út í París
í gær þegar fáninn var dreginn
að húni. „Þetta er sannarlega
söguleg stund,“ sagði Mahmoud
Abbas, forseti Palestínu, í ræðu
sinni við athöfnina í gær. Hann
sagðist vonast til þess að þetta
væri góður fyrirboði varðandi
inngöngu Palestínu í aðrar stofn-
anir. - þeb
Söguleg stund í París:
Palestínufáni
dreginn að húni
FÁNAR Í PARÍS Palestínski fáninn við hlið
fána UNESCO í París í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Fólk án reynslu fái forgang
Ungmenni sem ekki hafa vinnu-
reynslu og ungt fólk sem annars
hefur ekki önnur tækifæri en að fara
á fjárhagsaðstoð eiga að fá forskot á
sumarstörf samkvæmt fyrirmælum
sem borgarráð Reykjavíkur beinir til
velferðarsviðs, ÍTR og mannauðsskrif-
stofu borgarinnar sem eiga að gera
tillögur um verklag við sumarstörf
vegna næsta sumars.
ATVINNUMÁL
NOREGUR Norski blaðamaðurinn
og rithöfundurinn Åsne Seier-
stad var fyrir millidómstigi í
Noregi í gær sýknuð af ákæru um
að hafa rofið friðhelgi einkalífs
í tengslum við
skrif bókarinn-
ar Bóksalinn í
Kabúl.
Fjölskyldan
Rais, sem hún
hafði verið
samvistum við
í marga mánuði
í Kabúl í Afgan-
istan, hafði
stefnt Seier-
stad fyrir að afhjúpa ýmis einka-
mál fjölskyldunnar. Seierstad og
bókaforlagið Cappelen Damm
voru í fyrrasumar dæmd til að
greiða bóksalanum og eiginkonu
hans 250 þúsund norskar krón-
ur, jafngildi rúmlega 5 milljóna
íslenskra króna, í bætur.
Lögmaður fjölskyldunnar segir
að nýja dóminum verði áfrýjað.
- ibs
Bóksalinn í Kabúl:
Dómi undir-
réttar snúið við
ÅSNE SEIERSTAD
Varðhaldsúrskurðum
fjölgað um 60 prósent
Gæsluvarðhaldsúrskurðum hefur fjölgað um 60 prósent síðan árið 1996. Fangar
í afplánun hafa aldrei verið fleiri en það sem af er ári. 370 einstaklingar bíða nú
eftir plássi í fangelsi. Nauðsynlegt að bregðast við, segir fangelsismálastjóri.
EINANGRUNARGANGUR LITLA-HRAUNS Meðaltalsfjöldi daga fanga í einangrun á
síðasta ári var 13 dagar og voru 117 manns úrskurðaðir í einangrun. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
PÁLL WINKEL
Spil fyrir jólin!
T-Max 2500 pund - kr. 32.900
T-Max 9500 pund - kr. 139.900
Verðdæmi:
Sérfræðingar í bílum
Opnunartími verslunar:
Alla virka daga frá kl. 8-18.
Vagnhöfði 23 - S: 590 2000
benni.is - verslun@benni.is
Ný sending komin í hús af dráttarspilum. Gott úrval!
Nauðsynlegt m.a. á jeppann,
fj órhjólið og í bátaskýlið
GENGIÐ 13.12.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
215,8242
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
119,99 120,57
186,88 187,78
158,27 159,15
21,280 21,404
20,535 20,655
17,453 17,555
1,5416 1,5506
185,47 186,57
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson
orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-
5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is