Fréttablaðið - 14.12.2011, Blaðsíða 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sími: 512 5000
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011
LÖGREGLUMÁL Tveir starfsmenn
tveggja mismunandi símafyrir-
tækja eru taldir hafa látið grunaða
menn í rannsóknum hjá embætti
sérstaks saksóknara vita að verið
væri að hlera síma þeirra. Heim-
ildir Fréttablaðsins herma að emb-
ættið hafi lagt fram tvær kærur
til lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu (LRH) vegna þessa.
Starfsmennirnir liggja undir
grun um að hafa látið aðila sem
eru til rannsóknar vegna meintra
brota Milestone og annars ónefnds
félags vita að fyrirtækjunum sem
þeir starfa hjá hefði borist beiðni
frá lögreglu um að símar þeirra
yrðu hleraðir.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins vaknaði fyrst upp grunur
innan embættis sérstaks saksókn-
ara sumarið 2009. Þá fékk maður
sem var til rannsóknar í tengslum
við málefni Sjóvár og Milestone
vísbendingar um að sími hans
væri hleraður. Sérstakur saksókn-
ari kærði málið til LRH þar sem
embættið gat ekki rannsakað það
sjálft.
Í janúar 2010 vöknuðu síðan
grunsemdir um að annar einstak-
lingur sem var til rannsóknar hjá
embættinu hefði verið látinn vita
að sími hans væri hleraður. Talið
var að háttsettur starfsmaður
innan Skipta-samstæðunnar, sem
á meðal annars Símann, hefði látið
hinn grunaða vita um hlerunina.
Viðkomandi starfsmaður var
yfirheyrður hjá LRH vegna máls-
Nýr tilboðsbæklingur í dag
Tax free
20,32% afsláttur
á leikföngum
Jólaleikur
BYKO!
Vinningshafi gærdagsins er Gunnar G uð
björnsson Sjá nánar á www.byko.is
Nýr vinningur á hverjum degi
Matar- og kaffistell - 12.990 kr.
Vinningur dagsins:
dagar til jóla
10
Opið til 18.30
Nýtt kortatímabil
Miðvikudagur
skoðun 18
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Lífeyrissparnaður
14. desember 2011
292. tölublað 11. árgangur
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill
þurrkari >
Þvottavél Þurrkari12 kg
Amerískgæðavara
Amerískgæðavara
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16
Fjölnota nuddpúðiShiatsu nudd, titringur oginfrarauður hiti.
Hentar vel fyrir bak,herðar og fótleggi
Fjarstýring
17.950 kr.
Gefðu góða gjöf
B úist er við að mikill fjöldi ferðamanna sæki hátíðarhöld á Suður-heimskautslandinu í dag og á næstunni í tilefni þess að öld er liðin síðan norski landkönn-uðurinn Roald Amundsen náði manna fyrstur á suðurpólinn. Gunnar Egilsson pólfari hefur verið önnum kafinn við undirbún-ing þeirra.
„Ég hef verið að yfirfara og gera við tvo sex hjóla Ford Econoline í eigu fyrirtækisins ANI, sem sér um að fljúga með farþega, eldsneyti og búnað á suðurskautið frá Punta Arenas í Síle. Bílarnir sjálfir verða not-aðir til að flytja farþega áísfl b
suðurpólnum,“ upplýsir Gunnar og getur þess að á meðal farþega verði sjálfur Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, og hans fylgdarlið. „Norðmenn vilja heiðra sinn mann og þarna verða nokkrir af helstu fyrirmönnum þjóðarinnar samankomnir.“Gunnar hefur verið við störf á suðurheimskautinu síðan um miðjan nóvember og var ásamt fleiri methöfum boðið sérstak-lega að vera viðstaddur Amund-sen-hátíðina í dag, en eins og kunnugt er setti Gunnar hraða-met á suðurheimskautinu árið 2005 þegar hann ók á sérútbúnsex hjóla F d
Gunnar segist vera upp með sér að hafa verið boðið á hátíðina en ákvað að afþakka, meðal ann-ars til að geta sinnt verkefnum heima, og verður því víðs fjarri góðu gamni í dag. „Svo var mig líka farið að langa aftur heim,“ viðurkennir hann fúslega. „Hef farið þrisvar sinnum og langaði ekki að þvælast lengur þarna. Þetta var orðið fínt, alla vega í bili. Enda er heima best,“ segir hann.
Gunnar bætir við að hátíðar-höldunum ljúki formlega 12.janúar á næsta á i
Gerði bíl Stoltenbergs kláran fyrir suðurpólinn
Gunnar Egilsson pólfari yfirfór bíl sem mun flytja forsætisráðherra Noregs um suðurheimsskautið.
Jólavættir Reykjavíkur er yfirskrift jólaborgarinnar
Reykjavík 2011 sem Höfuðborgarstofa sér um að
skipuleggja. Hugmyndin er að upphefja íslenska
sagnahefð og tengja íbúa borgarinnar við gesti hennar
í gegnum samtöl og sögur. Sjá nánar á www.visitreykjavik.is/
SÉREIGNARSPARNAÐURMIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2011 Kynningarblað Sparnaður, lífeyrir, tryggingar, framtíðin, krónur, evrur, hagnaður.
V iðbótarlífeyrissparnaður er enn þá einn besti kosturinn sem fólk getur valið í sparnaði. Það mun ekki breytast þrátt fyrir þær breytingar sem boðaðar hafa verið núna um ára-
mótin,“ segir Lárus Páll Pálsson, verk-
efnastjóri lífeyrismála hjá Íslandsbanka. „Einn helsti kosturinn er auðvitað mót-
framlag vinnuveitanda, sem er bund-
ið í f lesta kjarasamninga, og það mun ekki breytast við þessar aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar.“ Lárus segir að viðbótar-
lífeyrissparnaður njóti áfram ákveðinna skattafríðinda þrátt fyrir breytingarn-
ar, til dæmis sé ekki greiddur fjármagns-
tekjuskattur af ávöxtuninni og í dag sé sá skattur 20%. „Í ljósi þess að séreign-
arsparnaður er yfirleitt til fjölda ára er ávöxtun alla jafna talsverður hluti af sparnaðinum og getur það skipt máli varðandi lokaniðurstöðu. Þegar þess-
ir kostir eru teknir með í reikninginn er það ekki nokkur spurning að allir launa-
menn sem á annað borð geta lagt fyrir ættu að hefja viðbótarlífeyrissparnað og þeir sem eru nú þegar að spara ættu að halda ótrauðir áfram þrátt fyrir fyrir-
hugaðar breytingar af hálfu ríkisstjórn-
arinnar.“
En eru það rétt skilaboð sem verið er að senda með því að draga úr kostum þessa sparnaðar? „Við teljum að mikil-
vægi sparnaðar hafi aldrei verið meira, sérstak lega ef l í feyrissjóðir sjá ek k i fram á að ná 3,5% raunávöxtunarkröfu, þá þurfa launþegar að byggja upp sinn eigin sparnað til að koma til móts við
þær aðgerðir sem óhjákvæmilega þarf að grípa til ef sú staða verður viðvarandi.
Við álítum einnig að það þurfi að auka
fjárfestingu í landinu og sparnaður er í sjálfu sér fjárfesting sem ætti alla jafna að koma at-
vinnulífinu til góða ef rétt er að henni staðið.“
Hvers vegna ætti að spara
í viðbótarlífeyrissparnað?
„Við teljum að mikilvægi sparnaðar hafi aldrei verið meira,” segir Lárus Páll Pálsson, verkefnisstjóri lífeyrismála hjá Íslandsbanka
MYND/GVA
HVER ER BESTI KOSTURINN?
„Lífeyrisþjónusta Íslandsbanka býður
upp á fjölmargar fjárfestingarleiðir þar
sem viðskiptavinir geta valið allt frá
verðtryggðum bankareikningum yfir í
fjárfestingarleiðir með ríkisskuldabréfum
og hlutabréfum,“ segir Lárus Páll og
heldur áfram. „Við leggjum áherslu á
að leiðbeina viðskiptavinum okkar og
veita einstaklingsbundna þjónustu þar
sem m.a. er kannað viðhorf viðkomandi
til áhættu og síðan farið yfir vænlegar
leiðir til þess að mæta væntingum hvers
og eins. Innistæða á lífeyrisreikningum
sveiflast til dæmis mjög lítið nema í takt
við verðbólgu en aðrar fjárfestingarleiðir
sveiflast meira. Viðskiptavinir geta einnig
blandað fjárfestingarleiðum saman og
sett þann hluta sem þeir vilja lágmarka
áhættu með inn á lífeyrisreikning, en sett
svo ákveðinn hluta í áhættumeiri fjár-
festingarleiðir sem sveiflast meira en geta
hugsanlega gefið meira af sér.“
HVAÐ Á AÐ GERA EF
SKATTAFRÁDRÁTTURINN VERÐ
UR LÆKKAÐUR ÚR 4% Í 2%?
Lárus segir að mikilvægt sé að spara
þrátt fyrir þessar breytingar. „Það þarf að
hafa í huga að þó að lækkunin nemi 2%
þarf að leggja til hliðar 2,5% af brúttó-
launum í reglulegan sparnað til þess
að ná sama árangri vegna mismunandi
skattareglna á sparnaðarformunum. Sem
dæmi lækkar má aðarlegur sparnaður
einstaklings sem er með 300.000 kr.
í heildarlaun um 6.000 kr. við þessar
breytingar en til þess að ná sama árangri
við 67 ára aldur þarf hann að leggja um
4.400 kr. af útborguðum launum til hliðar
miðað við sambærilega ávöxtun.“
Mikið álag
Páll Óskar kominn með
sinaskeiðabólgu eftir stífa
törn við áritanir á plötum.
fólk 42
BÓKMENNTIR Nýjasta bók Yrsu Sigurðar-
dóttur, Brakið, hefur velt Einvíginu
eftir Arnald Indriðason úr efsta sæti
metsölulista bókaútgefanda sem Rann-
sóknarsetur verslunarinnar tekur
saman. Þetta er í annað sinn á þrem-
ur vikum sem Yrsu tekst að koma bók
sinni á toppinn en Arnaldur hefur átt
þar fast sæti undanfarin ár. Bækur
þeirra verða samanlagt prentaðar í 45
þúsund eintökum og ef að líkum lætur
munu Íslendingar fjárfesta í þessum
tveimur glæpasögum fyrir 215 millj-
ónir íslenskra króna fyrir þessi jól.
Yrsa var auðvitað kampakát með
niðurstöðuna þótt hún vilji lítið gera
úr samkeppninni við Arnald. „Hún er
ekki á milli okkar, maður verður fyrst
og fremst að hugsa um sjálfan sig. Hver
bók er einstakt verk og þó að það gangi
vel núna er ekki öruggt að það gangi
vel næst.“ - fgg / sjá síðu 42
Yrsa Sigurðardóttir veltir Arnaldi Indriðasyni úr toppsæti sölulistans í annað sinn:
Harður slagur um toppsætið
YRSA SIG-
URÐARDÓTTIR
ARNALDUR
INDRIÐASON
Grunaðir vissu um hleranir
Starfsmenn tveggja símafyrirtækja eru grunaðir um að hafa látið sakborninga vita að símar þeirra hafi
verið hleraðir. Sérstakur saksóknari hefur kært tvö slík tilvik til lögreglu. Annað málið snýr að Milestone.
SNJÓKOMA eða éljagangur
norðanlands en nokkuð bjart
sunnan til. Strekkingsvindur eða
allhvasst NV-lands, á annesjum
N-lands og allra austast.
VEÐUR 4
0
0
0
1
1
Samkvæmt upplýsingum, sem símafyrirtækin létu Fréttablaðinu í té í byrjun
nóvember vegna umfjöllunar um símahleranir, á aðeins lítill hópur tækni-
manna, valinn af öryggisstjóra, að hafa vitneskju um það hvaða símanúmer
er verið að hlera á vegum lögreglu. Beiðni um hlerun berst frá lögreglunni
inn á lokað vefsvæði, sem eingöngu þessi hópur hefur aðgang að. Tækni-
mennirnir undirrita allir trúnaðaryfirlýsingu vegna þessara starfa sinna og eru
því bundnir strangri þagnarskyldu. Stjórnendur símafyrirtækjanna eru ekki í
hópnum og eiga ekki einu sinni að vita hverjir eru í honum, sögðu fyrirtækin.
Ströng þagnarskylda
ins. Hann hefur látið af störfum.
Rannsókn á meintum brotum
sem áttu sér stað innan Milestone
hefur staðið yfir frá því snemma
árs 2009. Hún snýst um hvort
helstu stjórnendur Milestone
og Sjóvár, sem var dótturfélag
þess, hefðu gerst brotlegir við
lög. Fréttablaðið greindi frá því í
nóvember að rannsókn væri lokið í
málinu. Það er nú inni á borði sak-
sóknara sem þarf að ákveða hvort
ákært verði á grundvelli rann-
sóknarinnar. - þsj, jss
Grimmdarverk í Belgíu:
Minnst sex
látnir og yfir
hundrað sárir
BELGÍA, AP Maður vopnaður
handsprengjum og skotvopnum
banaði fimm í belgísku borginni
Liège í gær áður en hann svipti
sig lífi. Í gærkvöldi hafði verið
staðfest að minnst 120 til við-
bótar væru sárir eftir árásina,
sumir svo illa að þeim væri vart
hugað líf.
Maðurinn varpaði hand-
sprengjunum að strætóskýlum
við fjölfarið torg í borginni áður
en hann hóf skothríð. Belgísk
yfirvöld fullyrða að hann teng-
ist ekki hryðjuverkasamtökum.
Fyrstu fregnir hermdu að
þrír hefðu látist, 75 ára kona,
fimmtán ára piltur og sautján
ára stúlka. Í gærkvöldi greindi
belgíska sjónvarpsstöðin 7sur7
svo frá því að tvítugur maður
og tæplega tveggja ára stúlka
hefðu látist af sárum sínum.
Morðinginn, Narodine
Amradi, dæmdur ofbeldismað-
ur af pakistönskum ættum, var
búsettur í Liège. - sh, gb / sjá síðu 6
Á VETTVANGI VOÐAVERKS Lögreglumenn rannsaka vettvang árásarinnar og skrásetja vandlega það sem fyrir augu ber. Á milli
þeirra sést lík sem búið er að hylja með ábreiðu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Hannes áttræður
Hannes Pétursson skáld
fagnar áttatíu ára afmæli
í dag.
menning 28
Með gull í höndunum
Nýkrýndir Norðurlanda-
meistarar unglinga í
sundi fá hrós frá frönskum
þjálfara sínum.
sport 39