Fréttablaðið - 14.12.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 14.12.2011, Blaðsíða 36
14. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR24 Bróðir okkar, Guðni Marinó Guðnason fæddur á Ísafirði 25. júlí 1956, lést í Danmörku hinn 8. nóvember síðastliðinn. Útförin fór fram í Viborg hinn 14. nóvember. Sólveig Guðnadóttir Veturliði Guðnason Bjarnfríður Andrea Guðnadóttir Mágkona mín og frænka okkar, Elín Hallsdóttir frá Steinkirkju, Þórunnarstræti 108, Akureyri, lést á Dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 2. desember. Útför hennar fer fram frá Illugastaðakirkju mánudaginn 19. desember kl. 14.00. Lovísa Emilía Sigurbjörnsdóttir og bræðrabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét Lárusdóttir Skútustöðum, sem lést laugardaginn 3. desember, verður jarðsungin frá Skútustaðakirkju laugardaginn 17. desember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Suður-Þingeyinga. Höskuldur Þráinsson Sigríður Magnúsdóttir Baldvin Kristinn Baldvinsson Sólveig Þráinsdóttir Steinþór Þráinsson Hjörtur Þráinsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar og systur okkar, Huldu Margrétar Waddell guðfræðinema, Rauðalæk 42, Reykjavík, sem andaðist fimmtudaginn 1. desember. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heimahjúkrunar og krabbameinsdeildar 11 E, Landspítalanum fyrir ein- staka umönnun og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Örn Valsson systkini og fjölskyldur. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, frændi, bróðir og mágur, Halldór Hafsteins Hafsteinsson Brekkubæ 40, Reykjavík, andaðist á heimili sínu 7. desember síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 17. desember kl. 13.30. Lilja Hannibalsdóttir Sæunn Halldórsdóttir Gunnar Helgi Stefánsson Björn Hafsteinn Halldórsson Kristbjörg Stephensen Sverrir Daníel Halldórsson Elinóra Friðriksdóttir Guðmundur Smári Ólafsson Ingveldur Sæmundsdóttir Stefanía Auðbjörg Halldórsdóttir Lilja Jóna Halldórsdóttir Skúli Franz Hjaltason barnabörn og barnabarnabarn Lilja Halldórsdóttir frá Mel systkini og makar þeirra. Kristrúnar Helgu M. Waage Eðvaldínu Magneyjar Kristjánsdóttur Sérstakar þakkir til þeirra sem hjúkruðu þeim í veikindum þeirra. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför mæðgnanna Viðar G. Waage og fjölskylda Björk Magnúsdóttir og fjölskylda Bjarnheiður Magnúsdóttir og fjölskylda Gospelkór Jóns Vídalíns heldur tónleika í Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ fimmtudaginn 15. desember kl. 20. Jóna Hrönn Bolladóttir, verkefnastjóri kórsins, segir að í ár séu jólatónleikarnir jafnframt styrktartónleikar til styrktar Foreldrahúsinu/Vímulausri æsku sem heldur upp á 25 ára afmæli á þessu ári. Foreldrahúsið/Vímulaus æska hefur unnið ötullega að forvarnastarfi og veitt mörgum foreldr- um mikinn stuðning í gegnum árin. Kórinn er samstarfsverkefni Fjölbrautaskólans í Garða- bæ og Vídalínskirkju og segir Jóna Hrönn að kórastarfið sé metið sem valfag við skólann. Á fimmtudagskvöldið syngur kórinn jólalög úr heimi gospel- og dægurtónlistar undir stjórn Ingvars Alfreðssonar og það er sex manna hljómsveit sem spilar undir. Tvö þúsund krónur kostar inn fyrir fullorðna en 1.000 krónur fyrir börn, eldri borgara og öryrkja. Jóna Hrönn lofar mikilli gleði og sveiflu og segir kórinn hafa á að skipa mörgum frábærum einsöngvurum. Miðar eru seldir við innganginn í Fjölbrautaskólanum og í Vídal- ínskirkju og Foreldrahúsinu Borgartúni 6 í þessari viku. Jólatónleikar Gospel- kórs Jóns Vídalíns HRESS KÓR Gospelkór Jóns Vídalíns heldur tónleika á morgun. Nýtt hefti Stínu – Tímarits um bókmenntir og listir er komið út og af því tilefni verður upplestrarkvöld í Nýlistasafninu klukkan 20 í kvöld. Þar munu nokkrir þeirra höfunda sem efni eiga í tímaritinu lesa upp úr verk- um sínum. Meðal þeirra sem fram koma eru Guð- bergur Bergsson, Kristín Ómarsdóttir, Hallgrímur Helgason, Kormákur Braga- son, Kristín Eiríksdóttir og Kristín Svava Tómasdóttir. Kynnir er Kári Tulinius. Upplestrarkvöldið hefst eins og áður sagði klukkan 20 í Nýlistasafninu og verða léttar veitingar í boði. Tímaritið Stína hefur komið út tvisvar á ári síðan 2006. Í ritstjórn eru Guð- bergur Bergsson, Kristín Ómars, Hallgrímur Helga- son og Kormákur Bragason. Upplestrarkvöld Stínu í Nýló Einn þeirra sem lesa upp í Nýlistasafninu í kvöld er Guð- bergur Bergsson. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Yfir tvö hundruð manns vöknuðu snemma klukkan átta í gærmorgun og lögðu leið sína í Norræna húsið á Lúsíu- hátíð, sem haldin er 13. desember ár hvert. Sænski barnakórinn Lúsíukórinn á Íslandi flutti hefð- bundin jólalög í tilefni dagsins undir stjórn Mariu Ceder- borg. Stundin var afar hátíðleg í Norræna húsinu þegar börnin birtust með kertaljós sem lýstu upp myrkrið. Að loknum tónleikum var boðið upp á kaffi og glögg, Lúsíu- ketti og piparkökur. Í stað þess að senda út jólakort bauð Norræna húsið vinum og samstarfsfólki á þessa hátíð og þakkaði þannig fyrir samfylgdina og samstarfið á árinu sem er að líða. Í Svíþjóð og víðar á Norðurlöndunum er Lúsíuhátíðin í hávegum höfð. Samkvæmt gömlum sænskum heimildum vekur elsta dóttirin á heimilinu foreldra sína að morgni dags og færir þeim kaffi og lúsíuketti, smábrauð krydd- uð saffrani, sem gerir þau fallega sólgul og ilmandi. Hún er með kertaljósakrans í hárinu, klæðist hvítum kyrtli og syngur Lúsíusöngva. Systur hennar hjálpa til og klæðast einnig hvítum kyrtlum en bera aðeins eitt kerti í hendi sér. Blítt sungið við kertaljós LJÓMANDI LÚSÍA Hátíðleg stund var í Norræna húsinu í gærmorgun. Vinir Dóra halda sinn árlega Jólablúsgjörning fimmtu- daginn 15. desember klukk- an 21 á Rúbín. Vinirnir eru Halldór Bragason gítarleikari og söngvari, Guðmundur Pét- ursson gítarleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Davíð Þór Jónsson á Ham- mondorgel og Jón Ólafsson bassaleikari. Hljóðmaður er Jón Skuggi. Jólablús Vina Dóra hefur notið mikilla vinsælda árum saman, enda þykir hann um margt öðruvísi en aðrir við- burðir á þessum árstíma. Gjörningstollur er 2.500 krónur og hægt er að panta miða með tölvupósti á blues- fest@blues.is þar sem kemur fram nafn og sími og fjöldi miða. Miðar eru einnig seld- ir við innganginn frá kl. 19 á fimmtudagskvöldið. Rúbín býður upp á léttan jólablúsrétt í tilefni dagsins. Jólablúsgjörning- ur Vina Dóra VINIR DÓRA fremja blúsgjörning á Rúbín á fimmtudagskvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.