Fréttablaðið - 14.12.2011, Blaðsíða 6
14. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR6
VIÐSKIPTARÁÐ ÍSLANDS
ICELAND CHAMBER OF COMMERCE
ÖNNUR LEIÐ TIL AFNÁMS GJALDEYRISHAFTA
MORGUNVERÐARFUNDUR FIMMTUDAGINN 15. DESEMBER 2011
KLUKKAN 8.15-10.00 Á GRAND HÓTEL REYKJAVÍK (GULLTEIGUR)
Ný áætlun um afnám gjaldeyrishafta
Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild HÍ
Álitaefni við afnám hafta
Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland
Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur
Rökfræði áætlunarinnar um losun gjaldeyrishafta
Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri
Umræður og álit:
Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri,
Björn Rúnar Guðmundsson, skrifstofustjóri efnahagsmála í
efnahags- og viðskiptaráðuneytinu
Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur
Stjórn umræðna: Tanya Zharov, framkvæmdastj. lögfræðisviðs Auðar Capital
Fundarstjóri: Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands
Nýrri skýrslu um áhrif
gjaldeyrishafta verður
dreift á fundinum
Á fundinum verður kynnt tillaga vinnuhóps sérfræðinga úr röðum
atvinnulífs og háskóla að nýrri áætlun um afnám gjaldeyrishafta.
Áætlunin miðar að því að losa höft á um það bil einu ári, án þess
að verulegur þrýstingur verði á gjaldeyrismarkað og kostnaði
við afnámið verði haldið í lágmarki - Skráning á www.vi.is
Aðgangseyrir er 2.500 kr. með morgunverði sem hefst kl. 8.00
BELGÍA Rúmlega þrítugur maður,
vopnaður handsprengjum og skot-
vopnum, varð að minnsta kosti
þremur að bana á fjölförnu torgi í
borginni Liège í Belgíu um hádeg-
isbil í gær áður en hann svipti
sjálfan sig lífi.
Hann byrjaði á að varpa þrem-
ur handsprengjum á strætisvagna-
skýli og hóf síðan skothríð. Að sögn
vitna beindi hann síðan byssu að
sjálfum sér og svipti sig lífi. Lög-
regla sagði þó síðdegis í gær ekki
ljóst hvort hann hafi svipt sig lífi
viljandi eða hvort hann hafi orðið
sjálfum sér að bana fyrir slysni.
Hann var enn með nokkrar hand-
sprengjur á sér þegar hann lést.
Ein 75 ára kona lét lífið ásamt
tveimur unglingum, fimmtán ára
pilti og sautján ára stúlku. Þau
voru nýkomin úr prófi. Tvísýnt var
einnig um líf tveggja ára stúlku-
barns sem varð fyrir árásinni.
Að sögn lögreglu særðust að
minnsta kosti 123 að auki, sumir
það alvarlega að óvíst er hvort þeir
lifi af. Árásin var gerð á torginu
Saint-Lambert, sem er í hjarta
borgarinnar.
Árásarmaðurinn hét Narodine
Amrani. Hann var 33 ára gamall,
ættaður frá Pakistan en búsettur í
Liège. Þar hafði hann setið í fang-
elsi fyrir brot sem tengdust fíkni-
efnum, skotvopnum og kynferðis-
legu ofbeldi.
Fulltrúi belgíska innanríkis-
ráðuneytisins sagði í gær að Amr-
ani tengdist ekki hryðjuverkasam-
tökum, en hann átti að mæta fyrir
rétt síðar í gær.
Fjöldi vegfarenda hljóp inn í
nærliggjandi verslanir þegar árás-
irnar hófust eða inn á fornminja-
safn rétt hjá þar sem fólk komst
í skjól.
Lögreglan girti miðborgina af
og rýmdi götur, þar á meðal jóla-
markað sem er skammt frá árás-
arstaðnum. Einnig var komið upp
aðstöðu til að hlynna að hinum
særðu, meðan beðið var eftir að
hægt yrði að flytja þá á sjúkrahús.
Lögreglan sagði ekkert hæft í
fréttum, sem bárust fyrst eftir
árásina, um að maðurinn hefði
ekki verið einn að verki. Fjöl-
miðlar héldu því fram um tíma að
einn eða fleiri árásarmenn hefðu
flúið af vettvangi og óvíst hvar
þeir væru niðurkomnir. Lögregl-
an sagði heldur ekkert hæft í því
að árásin hefði tengst flótta úr
dómshúsi sem er nálægt árásar-
staðnum. gudsteinn@frettabladid.is
höfðu fund-
ist sárir eftir
árásina í gær-
kvöldi, auk þeirra fjögurra
sem létust.
123
Kastaði sprengjum
á strætisvagnaskýli
Að minnsta kosti fjórir létu lífið á fjölförnu torgi í belgísku borginni Liège í
gær, þegar 33 ára gamall maður hóf árás á fólk með sprengjur og byssur að
vopni. Að sögn lögreglu virðist sem maðurinn hafi verið einn að verki.
LÖGREGLA Á VETTVANGI Stórt svæði í miðborg Liège var girt af í kjölfar árásarinnar.
NORDICPHOTOS/AFPÖRYGGISMÁL Þrjú þúsund sjómenn
hafa sótt Slysavarnaskóla sjó-
manna á árinu 2011. Aldrei hafa
jafn margir sótt skólann og í ár.
Þá miklu aukningu sem varð á
aðsókn í skólann frá fyrri árum
má að mestu leyti rekja til örygg-
isfræðsluskyldu sem tók gildi
fyrir smábáta á árinu 2011.
Löggjafinn hefur sett reglur
um að allir sem stunda sjó í
atvinnuskyni skuli sækja örygg-
isfræðslu ásamt endurmenntun á
fimm ára fresti. Nemendafjöldi
við Slysavarnaskóla sjómanna
hefur að sama skapi vaxið jafnt
og þétt í gegnum árin. - shá
Fræðsluskylda skilar árangri:
3.000 sjómenn í
slysavarnaskóla
ÆFING Mikill árangur hefur náðst í
öryggismálum sjómanna með tilkomu
skólans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FRAKKLAND, AP Dominique de
Villepin, fyrrverandi forsætis-
ráðherra Frakklands, ætlar að
bjóða sig fram gegn Nicolas Sar-
kozy í forsetakosningum í vor.
Villepin er fyrrverandi flokks-
bróðir Sarkozys en býður sig
fram á eigin vegum með stuðn-
ingi eigin stjórnmálaflokks, Ein-
huga lýðveldis, sem hann stofnaði
sumarið 2010. Honum er þó ekki
spáð miklum árangri enn sem
komið er.
Frambjóðandi Sósíalistaflokks-
ins er François Hollande. - gb
Fyrrverandi forsætisráðherra:
Býður sig fram
gegn Sarkozy
STANGVEIÐI Verð á veiðileyfum í
laxveiðiár á Kólaskaga í Rúss-
landi verður 5 til 30 prósent-
um lægra næsta sumar en var
í sumar sem leið. Þetta kemur
fram á vef Stangaveiðifélags
Reykjavíkur.
„Söluaðilar eru að aðlaga verð
sín að breyttum kaupmætti við-
skiptavina, sem að mestu koma
frá Evrópu og Bretlandseyjum,“
segir svfr.is um ástæðu lækkun-
arinnar í Rússlandi. „Veiðileyfa-
salar þar í landi óttast verulega
það efnahagslega umrót sem á
sér stað beggja vegna Atlants-
hafsins.“
Leiga fyrir veiðirétt í nokkr-
um íslenskum ám hefur aftur á
móti hækkað í nýlegum útboðum
og veiðiréttareigendur hafa sagt
svigrúm til meiri hækkana. - gar
Búast við falli í kaupmætti:
Rússar lækka
laxveiðileyfin
HILMAR HANSSON Íslenskir veiðimenn
eru hagvanir á Kólaskaga.
FASTEIGNIR Alls var 105 kaupsamn-
ingum um fasteignir þinglýst á
höfuðborgarsvæðinu í síðustu
viku, 2. til 8. desember, og heild-
arvelta nam 3,1 milljarði króna.
Á sama tímabili á síðasta ári
var 81 kaupsamningi þinglýst og
heildarvelta nam 2,6 milljörðum.
Meðalupphæð á hvern kaupsamn-
ing lækkaði hins vegar, úr 32,6
milljónum króna á samning í 29,6
milljónir. Taka skal fram að það
er ekki lýsandi fyrir meðalverð
eigna þar sem fleiri en ein eign
getur verið á einum samningi. - þj
Fasteignamarkaður í vikunni:
Fleiri kaupsamn-
ingar en í fyrra
Fá ekki sandspyrnu í námu
Kvartmíluklúbburinn fær ekki að
nota Undirhlíðarnámu í Hafnarfirði til
keppnishalds í sandspyrnu. Vatns-
veitustjóri benti skipulagsnefnd
bæjarins á að aðeins eru fimm
metrar niður á grunnvatn í nyrsta
hluta námunnar. Bærinn ætlar þó að
ræða við Kvartmíluklúbbinn um aðrar
mögulegar staðsetningar.
HAFNARFJÖRÐUR
EFNAHAGSMÁL Tæpir 17 milljarðar
hafa sparast í vaxtagjöld á því að
ná fjárlagahallanum niður. Hann
nam hæst tæpum 216 milljörðum
árið 2008 en er nú kominn niður
í tæpa 50 milljarða króna. Þetta
kemur fram í tölum frá fjármála-
ráðuneytinu sem Skúli Helgason,
þingmaður Samfylkingarinnar,
vitnaði í á Alþingi í gær.
„Þetta sýnir hvað þessi mikla
áhersla á að ná fjárlagahallanum
niður getur skipt miklu máli. 17
milljarðar eru nálægt þeirri upp-
hæð sem við setjum í alla háskóla
á einu ári og svipuð upphæð sem
Fjárlagahallinn hefur minnkað um tæpa 170 milljarða á þremur árum:
Ríkið sparar 17 milljarða í vaxtagjöld
Uppsafnaður vaxtasparnaður vegna minni halla*
5% 5% 5%
Halli 2008 216
Halli 2009 139,3 76,7
Halli 2010 123,3 92,7
Halli 2011 47,3 168,7
Vaxtasparnaður 3,835 4,365 8,435 Samtals: 16,905
*Í MILLJÖRÐUM KRÓNA
fer í alla framhaldsskóla á einu
ári,“ segir Skúli.
Frumvarp um ráðstafanir í
ríkisfjármálum, bandorminn svo-
kallaða, var tekið til annarrar
umræðu á Alþingi í gær. Umræð-
ur stóðu enn yfir þegar Fréttablað-
ið fór í prentun. Efnahags- og við-
skiptanefnd hefur lagt til ýmsar
breytingar á frumvarpinu. - kóp
KJÖRKASSINN
Fylgdist þú með íslenska
kvennalandsliðinu í handbolta
á heimsmeistaramótinu?
JÁ 60,4%
NEI 39,6%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Eyðir þú meiru í jólagjafir í ár
en í fyrra?
Segðu skoðun þína á visir.is