Fréttablaðið - 14.12.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 14.12.2011, Blaðsíða 50
14. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR38 KÖRFUBOLTI Stórlið KR og Grinda- víkur mætast í sextán liða úrslit- um bikarkeppni KKÍ, Power ade- bikarnum, en dregið var í sextán liða úrslit hjá báðum kynjum í gær. KR-ingar eiga titil að verja og ef liðið ætlar að halda í doll- una þarf það að komast í gegn- um besta lið landsins í dag. Liðin mættust í DHL-höllinni á dögun- um og þá niður lægðu Grindvík- ingar lið meistaranna. KR mun líklega mæta til leiks með breytt lið enda báðir Bandaríkjamennirn- ir úr þeim leik farnir heim og nýir verða væntanlega komnir áður en þessi stór leikur fer fram. Leikur Stjörnunnar og Snæfells er ekki síður áhugaverður, en leik- ir þessara liða í vetur hafa verið frábær skemmtun. Í tvígang hefur aðeins munað einu stigi á liðunum þannig að óhætt er að veðja á að sá leikur verði áhugaverður í meira lagi. Leikirnir í kvennaflokki eru ekki eins spennandi enda sitja tvö sterk lið hjá í þessari umferð. Áhugaverðasta rimman er þó leik- ur Hauka og KR. - hbg í vali á Bíl árs Brimborg og Volvo áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð bílanna getur verið frábrugðin myndunum í auglýsingunni. Nánari upplýsinga ins 2012 r veita ráðgjafar Volvo á Íslandi. Bikarkeppni KKÍ 16 liða úrslit karla: Breiðablik - KFÍ KR - Grindavík Hamar - Þór Akureyri Tindastóll - Þór Þorlákshöfn Njarðvík - Höttur Stjarnan - Snæfell Fjölnir - Njarðvík B Skallagrímur - Keflavík 16 liða úrslit kvenna: Fjölnir - Laugdælir Þór Akureyri - Hamar Snæfell - Valur Njarðvík - Breiðablik Haukar - KR Sitja hjá: Grindavík, Stjarnan, Keflavík. Leikirnir fara fram 7.-9. janúar. Tveir stórleikir í sextán liða úrslitum í bikarkeppni karla í körfubolta: KR fær tækifæri til að hefna sín HANDBOLTI Karen Knútsdóttir, leikstjórnandi íslenska kvenna- landsliðsins, sýndi stáltaugar á vítalínunni á HM í Brasilíu og nýtti 13 af 14 vítum sínum í keppninni sem gerir 93ja pró- senta vítanýtingu. Enginn leikmaður á HM sem hefur tekið 14 víti eða meira hefur gert betur en Karen. Karen klikkaði aðeins á einu víti og það kom á móti Kína eftir að hún var búin að skora úr tíu í röð. Norska stelpan Linn Sulland er sú eina sem nær 90 prósenta nýtingu og hún þarf að skora úr næstu átta vítum sínum til að ná upp í nýtingu Karenar. - óój Karen Knútsdóttir á HM: Er með bestu vítanýtinguna KAREN KNÚTSDÓTTIR Var með frábæra vítanýtingu á HM. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Man. Utd varð fyrir enn einu áfallinu í gær þegar tilkynnt var að Darren Fletcher þyrfti að fara í frí vegna veikinda. Fletcher var líka frá í tvo mánuði undir lok síðasta tímabils vegna veikinda. Fletcher hefur verið að komast aftur á skrið en það er hreinlega hættulegt fyrir hann að spila knattspyrnu og því verður hann að fá nauðsynlega hvíld. Sjúkdómurinn sem Fletcher glímir við, sáraristilbólga, er sjaldgæfur og ræðst meðal ann- ars á ristilinn. Ljóst er að þessi veikindi gætu haft mikil áhrif á feril Fletchers og jafnvel bundið enda á hann. - hbg Man. Utd missir miðjumann: Ferill Fletchers er í hættu FLETCHER Greindist á dögunum með sáraristilbólgu. NORDICPHOTOS/GETTY FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N GRÍÐARSTERKIR KR réði ekkert við Grindvíkinga síðast er liðin hittust vestur í bæ. Nú mætast liðin í bikarnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.