Fréttablaðið - 14.12.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.12.2011, Blaðsíða 22
14. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR22 Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, Álfheiður Jónasdóttir Aðalgötu 25, Ólafsfirði, sem lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 5. desember, verður jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 17. desember kl. 14. Jakob Ágústsson Sigurbjörn Jakobsson Regína Vilhjálmsdóttir Hafsteinn Jakobsson Birgitta Guðjónsdóttir Ruth Jakobsdóttir Rúnar Helgi Kristinsson og barnabörn. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Signý Thoroddsen sálfræðingur, Álfheimum 62, andaðist á Líknardeild Landakotsspítala 11. des- ember. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. desember kl. 13.00. Bergljót Njóla Jakobsdóttir Ármann Jakobsson Sverrir Jakobsson Æsa Guðrún Bjarnadóttir Katrín Jakobsdóttir Gunnar Sigvaldason og barnabörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Okkar ástkæri sonur, faðir, tengda- faðir, unnusti, bróðir og mágur, Ragnar Leifur Þrúðmarsson rafvirki, Hoffelli, Hornafirði, andaðist föstudaginn 9. desember. Útför hans verður gerð frá Hoffellskirkju laugardaginn 17. desember. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að leyfa Hoffellskirkju að njóta þess. Hólmfríður Leifsdóttir Þrúðmar Sigurðsson Snæbjörn Sölvi Ragnarsson Þrúðmar Kári Ragnarsson Waraporn Chanse Hildur Björg Ragnarsdóttir Heiðar Ingi Eggertsson Gunnþóra Gunnarsdóttir Þrúðmar Þrúðmarsson Ingibjörg Æ. Steinsdóttir Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir Sigurbjartur Pálsson Rúnar Þrúðmarsson Erna Hlín Þórðardóttir Elsku frænka okkar, Anna Sigurbjörg Tryggvadóttir Sólvöllum 17, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 16. desember kl. 13.30. Systrabörn Hreinn Gunnlaugsson andaðist á Dvalarheimilinu Felli hinn 4. desember sl. Útför verður frá Fossvogskapellu föstudaginn 16. desember næstkomandi kl. 15.00. Þuríður Ragnarsdóttir Gullsmiðurinn Stefán Bogi Stefáns- son opnaði verslunina Metal design á Skólavörðustíg 2 fyrir skemmstu. „Ég hef verið að smíða vörur úr silfri og aðeins úr gulli að undanförnu og þegar þetta húsnæði bauðst gat ég ekki látið það fram hjá mér fara,“ segir Stefán, sem er með nokkrar línur sem allar hafa skírskotun til náttúrunnar. Ströndina vinnur hann með nýstárlegum hætti. „Ég nota krabbaskel til að forma æðótt munstr- ið sem minnir á sporin sem öldurnar skilja eftir sig í svörtum sandi,“ lýsir Stefán. Af öðrum línum má nefna lambagras, fjólu og sóley, sem bera tilheyrandi munstur. Stefán hefur starfað við gullsmíði í þrjátíu ár og meðal annars smíðað fjölda kirkjumuna. „Ég lærði hjá Sig- mari Ó. Maríussyni hér heima en hélt svo til náms í Danmörku þar sem ég lagði sérstaka áherslu á kirkjumuni eins og kertastjaka, könnur og vasa og hef ég smíðað kaleika, oblátubox og aðra muni fyrir einar fjörutíu kirkjur.“ Stefán starfaði eftir nám hjá gullsmiðnum Hans Hansen á Strikinu um tíma áður en hann hélt heim á ný. „Nú, þegar ég var búinn að koma mér upp svolitlum lager fannst mér tilvalið að koma þessari náttúruafurð á markað,“ segir hann. Stefán smíðar aðallega úr silfri en hann segir það hafa sótt í sig veðr- ið að undanförnu. „Það er heppilegt því þó að verð á bæði gulli og silfri hafi hækkað gríðarlega er verðið á silfrinu viðráðanlegra.“ Stefán notar auk þess steina, perlur og hraun til skrauts. Hann segir náttúruáhrifin í takt við tíðarandann. „Á svona tímum breytist fólk og fer að horfa til gras- rótarinnar og þess sem gefur lífinu gildi. Það er auðvelt að detta í sama gír og hann er alls ekki sá versti, enda formin í náttúrunni óendanleg. vera@frettabladid.is METAL DESIGN: NÝTT GULLSMÍÐAGALLERÍ VIÐ SKÓLAVÖRÐUSTÍG Mótar silfur með krabbaskel Stefán hefur starfað við gullsmíði í þrjátíu ár og meðal annars smíðað fjölda kirkjumuna. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL RÚNARSSON Þennan dag árið 2003 var tilkynnt að fyrrver- andi forseti Íraks, Saddam Hussein, hefði fund- ist í holu skammt frá heimabæ sínum Tikrit. Ekkert hafði sést til Saddams síðan bandaríski herinn réðst inn í Írak í apríl sama ár, en Uday og Qusay, synir hans, voru drepnir af banda- rískum hermönnum í júlí. 25 milljónir dala voru boðnar hverjum þeim sem gæti gefið upplýsingar um dvalarstað Saddams og þegar tilkynnt var að hann hefði fundist fylgdi sögunni að einn úr hans eigin fjölskyldu hefði gefið vísbendingar um ferðir hans. Holan sem Saddam fannst í var svokölluð „köngulóarhola“, tveggja metra djúp og rúmaði einungis eina manneskju. Saddam var vopn- aður byssu þegar hann fannst en veitti enga mótspyrnu við handtökuna. Saddam var hengdur samkvæmt dómsúr- skurði 30. desember árið 2006. ÞETTA GERÐIST 14. DESEMBER ÁRIÐ 2003 Saddam Hussein finnst í holu ÞÝSKA TÓNSKÁLDIÐ CARL PHILIPP EMANUEL BACH (1714-1788) lést þennan dag árið 1788. „Tónlistarmaður getur ekki snert aðra nema hann sé snortinn sjálfur.“ Merkisatburðir 1934 Golfklúbbur Reykjavíkur er stofnaður og hét þá „Golf- klúbbur Íslands“. 1935 Um mestallt Ísland geisar fárviðri og varð mikið mann- tjón. Tuttugu og fimm manns fórust, símalínur slitnuðu niður og skemmdir urðu á húsum. 1939 Sovétríkin eru rekin úr Þjóðabandalaginu vegna innrás- arinnar í Finnland en það stríð var síðar nefnt vetrarstríð- ið. 1977 Ofviðri samfara stórflóði veldur tjóni víða á suðurströnd Íslands, til dæmis á Stokkseyri. Þetta voru talin mestu flóð á tuttugustu öldinni. 1989 Í Síle eru haldnar fyrstu lýðræðislegar kosningarnar í sextán ár. Stefán notar krabbaskel til að móta muni sem tilheyra línu sem hann nefnir ströndin. Hér má sjá sýnis- horn úr línu sem nefnist Fjóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.