Fréttablaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 16
16 28. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 K A K A Á R S I N S 2 0 1 1 Kveðjum árið með stæl! Svakaleg 190 skota terta! Hrunskýrslurnar sögðu að á Íslandi skorti umræðuhefð. Reyndar held ég að þetta sé ekki einskorðað við Ísland. Víða gengur mönnum illa að höndla mál- efnalega umræðu. Á tímum Kalda stríðs- ins voru sósíalistar, ekki aðeins hér á landi heldur víða erlendis, afgreiddir sem aftaníossar Sovét manna þegar þeir tefldu fram málefnalegum rökum um mikilvægi jöfnuðar í þjóð- félaginu; hvort þeir vildu ekki líka senda alla í nauðungarvist til Síberíu! Þetta var gjarnan viðkvæðið til að slökkva á allri umræðu þegar reistar voru kröfur um þjóðfélagsumbætur. Hannes Hólmsteinn minnir okkur á þessa tíma, ekki síst með eigin efnistökum, þegar hann fjallar um sósíalista á Íslandi á árum áður. Það er ekki nóg með að hann sé ónákvæmur og fari rangt með, heldur eru hinir óþóknanlegu afgreiddir með skírskotun til þess kassa sem Hannes ætlar þeim í tilverunni. En hvernig komumst við út úr þessari smáu kassahugsun sem aldrei hlustar á rök, horfir bara til kassans sem einstak- lingunum skal troðið niður í til að svipta þá málfrelsi sínu? Nýlega fór fram umræða um hvernig ætti að standa að fyrirsvari Íslands gagn- vart EFTA-dómstólnum. Átti það áfram að vera efnahags- og viðskipta- ráðuneyti eða utanríkisráðu- neyti? Í ríkisstjórn vorum við ekki sammála en komumst engu að síður að niðurstöðu. Í utanríkismálanefnd fór fram nákvæmlega sams konar umræða, nema þar höfðu fjöl- miðlar engan áhuga á efnis- innihaldi umræðunnar heldur á því einu að einn stjórnarþing- maður var á sömu skoðun og þingmenn í stjórnarandstöðu. Sjónarmiðin voru með öðrum orðum ekki eftir flokkslínum fremur en í ríkisstjórn. Þetta varð stórfrétt og þótti mér örla á lönguninni til að kveða upp pólitíska útlegðardóma yfir þeirri þingkonu sem hafði vogað sér ofan í rangan kassa. Hvenær skyldum við vera tilbúin að takast á við málefnalega umræðu? HALLDÓR En hvernig komumst við út úr þessari smáu kassa- hugsun sem aldrei hlustar á rök... Ofan í kassana! Stjórnmál Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra Handstýring hollustunnar Um áramót kemur til hækkana á sköttum og vörugjöldum ýmiss konar vöruflokka. Sumar ráðstafanir eru til að afla fjár til að standa undir ríkisútgjöldum en aðrar eru af lýð- heilsuástæðum svokölluðum. Sumar vörur eru nefnilega óhollari en aðrar og þykir skattlagning heppilegt tól til að halda neyslu þeirra í skefjum. Handstýring lastanna Til dæmis hækkar heild- söluverð neftóbaks um þriðjung til að bregðast við aukinni neyslu. Merkilegt er hins vegar að innflutningur neftóbaks er heimilaður á meðan munntóbak er bannað. Ef neysla vöru, í hvaða mynd sem er, er álitin hættuleg, væri ekki hreinlega ráð að banna hana í stað þess að reyna að handstýra því upp í hvaða líkamsop hún er sett? Reiðinnar býsn Útsölurnar eru nú nýhafnar og má búast við því að fjölmargir neytendur eigi eftir að falla fyrir misgóðum tilboðum um mismikilvægar vörur. Annað sem má bóka er að Facebook mun fyllast af reiðu fólki sem sér ofsjónum yfir verslunaræði sam- borgara sinna. Er næsta víst að frasar eins og: „Vita þau ekki að það er kreppa?!“ fá að flakka. thorgils@frettabladid.is D agarnir milli jóla og nýárs skipta sköpum fyrir fjár- hag og rekstur björgunarsveita í landinu. Ástæðan er sú, eins þversagnakennt og það kann að virðast, að þá leggja tekjur af flugeldasölu grunninn að rekstri og tækjakaupum sveitanna. Fjáröflun til starfsemi sem gengur út á að bjarga byggir þannig á því að selja varning sem er í eðli sínu svo hættulegur að þrátt fyrir mikla fræðslu og forvarnir líða því miður ekki áramót að ekki verði óhöpp í meðförum fólks með þennan varning og í versta falli afar alvarleg slys. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að björgunar- sveitir hafi nægilegt fé til að geta haldið úti rekstri sínum og tækjakosti en eins og kunnugt er byggir starfsemi sveitanna algerlega á sjálfboðastarfi karla og kvenna sem tilbúin eru til að ganga út frá fjölskyldu sinni og vinnu þegar kallið kemur. Ekki þarf heldur að hafa mörg orð um það mikilvæga hlut- verk sem við blasir að björgunarsveitirnar gegna. Þær halda ekki einungis til fjalla að leita að týndum ferðamönnum. Þær gegna lykilhlutverki við björgunarstörf þegar náttúruhamfarir verða en auk þess má nefna verkefni eins og að liðsinna fólki við að komast á milli staða þegar veður eru viðsjál og framlag þeirra til að draga úr eignatjóni við þær aðstæður. Flugeldar þykja svo hættulegir að meðferð almennings á þeim er víða algerlega óheimil. Í þeim löndum er það eingöngu álitið á færi fagmanna að eiga við þetta sprengiefni sem breytist í lita- dýrð á himni þegar það er gengið í samband við eld. Meðan flugeldatekjur eru jafn snar þáttur í fjármögnun björg- unarsveitanna og nú er þá er auðvitað tómt mál að tala um að setja meiri skorður á meðferð almennings á flugeldum. Hins vegar má velta fyrir sér hvort málefnum björgunarsveitanna væri ekki betur fyrir komið með því að hlutur ríkisins væri meiri, þ.e. að hryggjarstykkið í rekstrarfé sveitanna væri skattfé. Einnig mætti hugsa sér afdráttarlausari gjaldtöku fyrir að minnsta kosti hluta þeirrar þjónustu sem björgunarsveitirnar veita. Þá væri hægt að taka upp umræðuna um öryggismál og flug- elda og taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt þyki að þessi hættulegi varningur fyrirfinnist á þorra heimila í landinu þar sem börn hafa meðal annars að honum aðgang. Að ekki sé minnst á hættuna sem hlýst af meðferð flugelda undir áhrifum áfengis. Nú er hin árlega umræða hafin um það hvort menn ætli að skipta við björgunarsveitir þegar þeir kaupa flugelda, íþrótta- félögin sín eða hreinlega þá sem bjóða besta verðið. Það verður auðvitað hver sá sem kaupir flugelda að eiga við sig. Hins vegar mætti stinga upp á því að björgunarsveitir auglýstu milli jóla og nýárs aðra möguleika til að styrkja sveitirnar fyrir þá sem ekki kaupa flugelda, þó ekki væri nema reikningsnúmer sem hægt væri að leggja inn á. Sala flugelda hefst í dag: Ljós og stjörnur á himni SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.