Fréttablaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 6
28. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR6 Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum þann 4. janúar á frábæru tilboði. Þú bókar fllugsæti og fjórum dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Verð kr. 49.900 Netverð á mann, flugsæti 4 – 17. janúar. Verð kr. 69.900 Netverð á mann, m.v. 4 í íbúð með 2 svefnherbergjum í 13 nætur. Verð kr. 89.900 Netverð á mann, m.v. 2 í studio/ íbúð í 13 nætur. Frá kr. 49.900 Kanarí 4. janúar í 13 nætur VIÐSKIPTI Íslandsbanki felldi niður 90% af þeim kröfum á Höfða- torg ehf. sem voru undir í nauða- samningi félagsins sem var sam- þykktur tveimur dögum fyrir jól. Höfðatorg, sem á og rekur Höfða- torgsbygginguna og óbyggðar lóðir í kringum hana, skuldaði 23 milljarða króna um síðustu ára- mót og var með neikvætt eigið fé upp á 10,6 milljarða króna. Pétur Guðmundsson, eigandi Eyktar og stjórnarformaður Höfðatorgs, vildi ekki veita upplýsingar um umfang þeirra samningskrafna sem liggja til grundvallar nauða- samningnum þegar Fréttablaðið leitaði eftir því í gær. Meginatriði nauðasamnings- frumvarpsins eru þau að lánar- drottnar Höfðatorgs fá 10% greiðslur upp í þær kröfur sem samningurinn nær til í formi nýs hlutafjár. Í frumvarpinu segir að í þessu felist að „samningskröfu- hafar samþykkja 90% niðurfell- ingu samningskrafna“. Íslandsbanki, sem var aðallán- veitandi Höfðatorgs, fær 72,5% eignarhlut í félaginu samkvæmt nauðasamningnum. Hinn kröfu- hafinn sem átti aðild að honum er Eykt ehf. Samkvæmt síðasta birta ársreikningi Eyktar var eigið fé félagsins jákvætt um 303 milljónir króna í lok árs 2010. Á meðal eigna þess var krafa á Höfðatorg ehf. upp á 509 millj- ónir króna. Á grundvelli þeirr- ar kröfu fékk Eykt 27,5% hlut í Höfðatorgi við endurskipulagn- ingu félagsins. Í tilkynningu sem Íslandsbanki sendi frá sér vegna Höfðatorgs hinn 22. desember síðastliðinn kom fram að Eykt hefði átt kröfu „vegna áfallins byggingarkostnaðar við verk- efnið“. Þar segir einnig að „aðrir kröfuhafar en Íslandsbanki og Eykt sem nú eiga félagið munu fá kröfur sínar greiddar“ enda séu þeir „smærri og áttu ekki aðild að nauðasamningnum“. Höfðatorg skuldaði samtals 23 milljarða króna um síðustu ára- mót. Félagið tapaði 226 milljónum króna í fyrra og eigið fé þess var neikvætt um 10,6 milljarða króna. Því er ljóst að að minnsta kosti sú upphæð hefur verið niðurfelld. thordur@frettabladid.is Milljarðakröfur á Höfðatorg afskrifaðar Í nauðasamningsfrumvarpi Höfðatorgs ehf. kemur fram að 90% af samnings- kröfum verði felldar niður. Félagið skuldaði 23 milljarða króna um síðustu áramót. Íslandsbanki og Eykt eignast Höfðatorg samkvæmt samningnum. LANDSVIRKJUN Lánið er til þriggja ára og að fjárhæð 200 milljónir Bandaríkja- dala. Þá er lánið með framlengingar- heimild um tvö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VIÐSKIPTI Landsvirkjun hefur skrifað undir samning um nýtt sambankalán á alþjóðlegum banka- markaði, hið fyrsta sem opinbert íslenskt fyrirtæki gerir frá banka- hruni. Um er að ræða fjölmynta veltilán til þriggja ára að fjárhæð 200 milljónir Bandaríkjadala, sem jafngildir 24,6 milljörðum króna. Landsvirkjun getur dregið á lánið og endurgreitt eftir þörfum. Þá er lánið með framlengingarheimild um tvö ár. Með lántökunni hefur Landsvirkjun lokið endurfjár- mögnun á sams konar láni sem var á gjalddaga í desember 2012. „Þetta lán er ekki ætlað sem endurfjármögnunarlán heldur má eiginlega kalla það yfirdrátt. Það sem við erum að gera er að endur- nýja okkar yfirdrátt,“ segir Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjár- málasviðs, og bætir því við að lánið sé hugsað til að mæta skammtíma- sveiflum í lausafé eða þá sem neyðar úrræði ef markaðir lokast tímabundið. Um lántökuna sáu Barclays Capital, Citigroup og SEB en auk þeirra tóku þátt í láninu Arion banki, JP Morgan, UBS, Lands- bankinn og Íslandsbanki. - mþl Fyrsta lánið á alþjóðlegum markaði sem opinbert fyrirtæki tekur frá hruni: Landsvirkjun endurnýjar veltulán TÆKNI Starfsmenn Volkswagen í Þýskalandi munu ekki lengur fá vinnutengdan tölvupóst í farsíma sína utan vinnutíma, samkvæmt samkomulagi við fyrirtækið. Starfsmönnum þótti mörgum óþægilegt að fá vinnutengdan póst í frítíma sínum. Nú fá þeir ekki tölvupóst í símann nema þegar þeir eru skráðir í vinnu, að því er fram kemur á vef BBC. Þetta á þó ekki við um æðstu stjórnendur fyrirtækisins, sem geta áfram lesið póstinn sinn að nóttu sem degi. - bj Breytingar hjá þýsku fyrirtæki: Senda ekki póst utan vinnutíma SÝRLAND, AP Sýrlandsstjórn kallaði herlið sitt frá borginni Homs í gær þegar fyrstu eftirlitssveitirnar frá Arababandalaginu voru komnar til landsins. Þegar eftirlitsmenn komu til Homs að kanna ástandið þar streymdu þúsundir mótmælenda út á götur til að upplýsa um atburði liðinna vikna og mánaða þar í borg. Aðgerðir stjórnarhersins gegn mótmælendum kostuðu að minnsta kosti 23 manns lífið í gær, til við- bótar þeim hundruðum manna sem létu lífið í vik- unni á undan. Þúsundir hermanna hafa tekið þátt í umsátri um borgina Homs síðustu vikur og mánuði. Áætlun Arababandalagsins, sem Bashar al Assad forseti samþykkti fyrir viku, felur í sér að sérsveitir hersins og öll þungvopn verði fjarlægð af götum borga landsins, viðræður hefjist við leiðtoga stjórn- arandstöðunnar og bæði fréttamenn og fulltrúar mannréttindasamtaka fái að fara inn í landið. Ekki var annað að sjá en að Assad og stjórnarher- inn hefðu hert aðgerðir sínar gegn mótmælendum í Homs fyrst eftir að samkomulag tókst við Araba- bandalagið en í gær varð breyting þar á. - gb Fyrstu eftirlitsmenn Arababandalagsins komnir til Sýrlands: Stjórnarherinn farinn frá Homs SKRIÐDREKI Í HOMS Hundruð manna hafa látist í aðgerðum stjórnarhersins gegn mótmælendum undanfarna viku. NORDIC PHOTOS/AFP HÖFÐATORG Fyrsti áfanginn var tekinn í notkun í byrjun árs 2008 og hýsir að mestu ýmsa starfsemi á vegum Reykjavíkurborgar. Annar áfanginn, nítján hæða turn, var opnaður í ágúst 2009. Um 70% hans eru sem stendur í útleigu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sami eigandi að Eykt og Höfðatorgi Eykt var áður í eigu Holtasels ehf., félags sem átti líka Höfðatorg ehf. Eigandi Holtasels er Pétur Guðmundsson. Félagið hefur ekki skilað árs- reikningi fyrir árin 2009 og 2010. Fréttablaðið greindi frá því í október að Holtasel og dótturfélög þess hefðu skuldað rúmlega 44 milljarða króna og verið með tæpa 22 milljarða króna í neikvætt eigið fé sam- kvæmt síðustu birtu ársreikningum þeirra. Eina félag samstæðunnar sem var með jákvætt eigið fé var Eykt ehf., sem er nú skráð í eigu félagsins Mókollur ehf. Eigandi þess félags er Pétur Guðmundsson. Mókollur var tómt félag um síðustu áramót. SKÚRINN TÓNLISTARTÍMARITIÐ FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Á TVEGGJA VIKNA FRESTI Þrjú myndbönd með nýjum lögum Páli Óskari á vísir i. s/popp ÞÚ KOMST VIÐ HJARTAÐ Í MÉR ÞORSLÁKSMESSUKVÖLD BETRA LÍF Fórst þú í kirkju um jólin? JÁ 12,2% NEI 87,8% SPURNING DAGSINS Í DAG Eiga lögreglumenn að hafa að- gang að skotvopnum í læstum hirslum í lögreglubílum? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.