Fréttablaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 21
Kynning - Auglýsing Nú styttist óðum í áramót með t i lhey randi húll-umhæi. Fáir hlakka jafn mikið til og Örn Árnason leikari, sem er annálaður áhugamaður um flugelda og ætlar sem endranær að deila gleðinni með landsmönnum með sölu á öflugum skottertum að Víkurhvarfi 6 í Kópavogi. „Ég kem til með að selja skot- tertur eða það sem menn kalla kökur, og ekki annað. Þetta eru einar 23 mismunandi gerðir terta sem eru til aðgreiningar kallað- ar eftir íslenskum bæjarfélögum, Akureyri, Ísafjörður, Hrísey og svo framvegis,“ útskýrir Örn, sem á sjálfur heiðurinn að hönnun skot- tertanna í samstarfi við framleið- anda í Kína og flytur til landsins. Örn hóf innflutning og sölu á f lugeldum á tíunda áratug síð- ustu aldar, fyrst í samstarfi við aðra og svo á eigin vegum. Hann segist leggja heilmikla vinnu í að hanna virkni hverrar skottertu og Kínverjarnir eigi ekki í nein- um vandræðum með að uppfylla óskir hans. „Ég reyni að hafa fjölbreytta virkni í hverju skoti þannig að fyrst komi eldhali, hvellur og aftur sprenging. Svo eru mismun- andi litir á milli terta og kannski ein sem skýtur beint og önnur með blævæng og svo framvegis. Þannig að þetta er voldug sýning í þrepum og hugsuð fyrir þá sem ekki vilja verja öllu kvöldinu í að klára úr pokanum heldur púðra úr einni góðri tertu,“ upplýsir hann og getur þess að gæta verði ítrustu varkárni við notkun skottertanna því engin leikföng séu þar á ferð þótt ánægju megi hafa af. En er ekki gaman að sjá hug- myndirnar verða að veruleika? „Jú, auðvitað. Kökurnar einar og sér eru rosalega flott uppfinning. Maður er kannski með allt að 200 til 300 skot í einni skottertu í stað fjölda raketta þannig að þetta er mikil skrautsýning í háloftun- um og alveg geggjað að hugsa til þess að maður hafi sjálfur hannað brellurnar með framleiðandan- um.“ Inntur út í f lugeldaáhugann segir Örn hann hafa kviknað í æsku. „Ein fyrsta minningin er af gömlum karli sem bjó á fyrstu hæðinni í húsinu heima þegar ég var lítill polli. Hann mokaði flugeldum til okkar strákanna og leyfði okkur að prófa. Yfir þessu var einhver töfraljómi og þannig féll ég fyrir öllu rakettukyns, stóru sem smáu. “ Áhuginn hefur síður en svo minnkað með árunum að sögn Arnar og þvert á móti aukist ef eitt- hvað er. Nú taka hans eigin börn virkan þátt í skotgleðinni. „Þau eru öll með mér í þessu, bæði í að selja og sprengja. Konan fær hins vegar frí. Hún sér um heimilið á meðan og það er nú aldeilis næg vinna, að elda ofan í okkur og halda á lífi.“ En hefurðu mætt gagnrýni fyrir að vera í samkeppni við björgunar- sveitirnar um sölu á flugeldum? „Vissulega, ég get ekkert sagt við því annað en að þetta er löglegt og viðskiptavinurinn ræður hvert hann fer. Hins vegar flyt ég bara inn tvö prósent af heildinni og lít því ekki á sjálfan mig sem ógn við björgunarsveitirnar. Ég er bara valkostur með sérvöru, góð við- bót við flóruna.“ Þannig að þú myndir stóla á aðstoð björgunarsveitanna ef upp kæmi sú staða að þú villtist á fjöll- um? „Ætli ég verði ekki að gefa mér að björgunarsveitamenn fari ekki í manngreinarálit, ekki frekar en ég. Vonandi erum við öll vinir. Annars reyni ég bara eins og ég get að villast ekkert,“ segir hann og hlær. Skrautsýning í háloftunum Örn Árnason leikari veit fátt jafn skemmtilegt og að sprengja flugelda í faðmi fjölskyldunnar um áramót. Hann hefur jafnframt staðið fyrir innflutningi og sölu á flugeldum um árabil undir merkjum bomba.is og býður að þessu sinni upp á fjölbreytt úrval skotterta af bestu gerð. Örn Árnason leikari er forfallinn áhugamaður um flugelda. „Ég viðurkenni að þetta er hálfgerð geggjun. En þar sem ég nota ekki tóbak og neyti áfengis í litlum mæli sé ég ekkert athugavert við að brenna þessu svona en ekki ofan í mig.“ MYND/VALLI Opnunartímar Miðvikudagur 28. des . . . . . . . . . . .10-22 Fimmtudagur 29. des . . . . . . . . . . . . 10-22 Föstudagur 30. des . . . . . . . . . . . . . . .10-22 Laugardagur 31. des . . . . . . . . . . . . .10-16 Sérhönnuð 200 skota terta í íslensku fánalitunum, blá, rauð og hvít.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.