Fréttablaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 28
28. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR24
við hlustum!
Í myndlistinni er árið 2011
ár bókarinnar, og þá fyrst
og fremst þeirrar sem olli
miklu fjaðrafoki, Íslensku
listasögunnar.
Óhætt er að segja að skiptar skoð-
anir séu um bækurnar fimm um
sögu íslenskrar myndlistar, en von-
ast má til þess að bækur um einstök
tímabil eigi nú greiðari aðgang að
útgáfu en áður en þessi heildarsaga
kom út. Fengur er að verkinu fyrir
þann mikla fjölda listfræðinema
sem nú er við Háskóla Íslands og
nema Listaháskólans. Fræðasvið
íslenskrar myndlistar er vaxandi
og þar er margt gott fólk að vinna
mikilvægt starf.
Önnur útgáfa setti einnig mark
sitt á árið. Crymogea, Útúrdúr,
Opna og Uppheimar gefa allar
út bækur og verk um og tengd
íslenskri myndlist. Nýtt tímarit um
samtímalistir íslenskra kvenna,
Endemi, leit dagsins ljós en ný kyn-
slóð ungra listakvenna horfist enn
og aftur í augu við að jafnrétti er
langt frá náð.
Einkasýningar og kastljós fjölmiðla
Af einkasýningum sem upp úr
stóðu á árinu má til dæmis nefna
sýningu Ingibjargar Jónsdóttur
í Listasafni ASÍ, sýningu Ingu
Þóreyjar Jóhannsdóttur á sama
stað og sýningu Hannesar Lárus-
sonar í Kling og Bang sem heldur
áfram öflugri starfsemi. Í Hafnar-
borg var flott sýning á verkum
Eggerts Péturssonar og nú í lok
árs á verkum þeirra Hildar Bjarna-
dóttur og Guðjóns Ketilssonar.
Ragnar Kjartansson lauk ári i8
með glæsibrag, en sýning hans,
Song, stendur enn yfir.
Spennandi sýningar hafa verið
bæði í Listasafni Reykjanesbæjar
og Listasafni Árnesinga; á báðum
stöðum er unnið metnaðarfullt
starf. Sá metnaður sem einkenndi
starfsemi Listasafns Kópavogs,
Gerðarsafns fyrir nokkrum árum
hefur ekki verið eins sýnilegur
undanfarið en blómstraði í lok árs
með sýningu á list kvenna í sam-
starfi við útgáfu Endemis. Kastljós
fjölmiðla beindist í stutta stund að
sýningunni Koddu í Nýlistasafn-
inu, í tengslum við umræðu um
sæmdarrétt, en gagnrýnið inntak
sýningarinnar fór fyrir lítið. Ljós-
myndasafn Reykjavíkur heldur
áfram áhugaverðu og ómissandi
sýningarhaldi.
Erfitt er að fjalla um sýning-
ar á landsbyggðinni sem undir-
rituð hefur ekki séð, en Listasafn
Akureyrar setti upp áhugaverðar
sýningar á árinu, meðal annars
einkasýningar þeirra Gústavs
Geirs Bollasonar og Kristínar
Gunnlaugsdóttur. Því miður er
ómögulegt að nefna allt sem hugur
stendur til í pistli eins og þessum.
Stóru söfnin og sýning ársins
Listasafn Íslands heldur áfram
að vera með góðar en fáar sýn-
ingar sem standa verulega
lengi. Sýningin á verkum Louise
Bourgeois var fréttnæm hér á
landi og vonandi hafa margir heim-
sótt hana, en hún stóð í hátt á fjórða
mánuð. Sýningin Hljóðheimar var
flott framtak hjá Listasafni Íslands
og í tengslum við hana fengu fjöl-
margir af yngri kynslóðinni tæki-
færi til að kynna verk sín. Á vegum
Listasafnsins var fyrsti áfangi sýn-
ingarinnar Þúsund ár opnaður í
Þjóðmenningarhúsi.
Listasafn Reykjavíkur er öflugt í
starfsemi sinni, viðburðavæðingu,
innflutningi erlendra listamanna
og sýningum á verkum yngri
listamanna allt í bland. Nokkrar
sýningar standa upp úr hjá Lista-
safni Reykjavíkur á árinu. Þar má
nefna sýninguna Áfangastaðir í
upphafi árs og Sýning sýninganna
á Kjarvals stöðum, einnig sýn-
inguna Kjarval snertir mig sem
er einstaklega vel heppnuð. List
kvenna á greiðan aðgang að Lista-
safni Reykjavíkur í D-sal og lista-
konur hafa verið með innsetningar
í stökum sölum en enn er beðið
eftir viðamiklum yfirlitssýningum
á list einstakra listakvenna.
Að mínu mati er sýning Lista-
safns Reykjavíkur, Sjónarmið
– Á mótum myndlistar og heim-
speki, sýning ársins í íslenskum
myndlistarheimi. Þau vinnubrögð
að kalla saman nokkra sýningar-
stjóra, útgáfa fróðlegrar sýningar-
skrár með greinum þeirra og ekki
síst sýningin sjálf sem varpaði
nýju ljósi á íslensk listaverk og
sýndi þau í réttu samhengi við
alþjóðlega strauma og stefnur – allt
þetta er nokkuð sem maður vonast
til að sjá meira af hérlendis.
Ástæða til bjartsýni
Í heildina er árið 2011 jákvætt ár.
Útgáfustarfsemi á sviði mynd-
listar hefur aukist, fræðasvið er
sívaxandi og hefur að skipa æ
fleira frábæru fólki. Því miður
er ástæða til að minna á að langt
er frá því að jafnrétti kynjanna
sé náð en þá um leið jákvætt að
kraftmikil ný kynslóð sé að vinna
í þeim málum.
Nú þegar við höfum eignast
tónlistarhús væri ekki úr vegi
að huga að alvöru húsakynnum
fyrir list sögunnar, því hvorki
húsakynni Listasafns Íslands né
Þjóðmenningarhús eru hentug til
frambúðar. En þrátt fyrir viðvar-
andi fjárskort eru sýningahald
og önnur starfsemi á myndlistar-
sviðinu ótrúlega frjó og öflug og
því full ástæða til bjartsýni og
jákvæðni.
Tónlist ★★★
Værð
Hjörtur Ingvi Jóhannsson og
Sveinn Dúa Hjörleifsson
Stef
Táp og fjör
Það sætir engum sérstökum
tíðindum að tenórsöngvari flytji lög
á borð við Svanasöng á heiði eða
Mamma ætlar að sofna. Og gefi
sönginn út á geislaplötu.
Stóru fréttirnar eru að lögin eru í
nýjum útsetningum píanóleikarans
á plötunni. Það er Hjörtur Ingvi
Jóhannsson, sennilega þekkt-
astur fyrir að vera hljómborðs-
leikari hljómsveitarinnar Hjaltalín.
Útsetningarnar eru ýmist fyrir
píanó eða strengi, og þær eru hver
annarri skemmtilegri. Þær koma
líka á óvart. Ég skellti upp úr þegar
Minni karla byrjaði. Og það var
ekki hæðnishlátur.
Sveinn er ágætur söngvari, syngur
hvert lag af þægilegri einlægni
og túlkun hans er blátt áfram og
einföld. Að vísu er söngurinn á
köflum dálítið litlaus og ómótaður
– það mætti vera meiri kraftur hér
og þar. Ég hef á tilfinningunni að
rödd Sveins sé ekki fullþroskuð.
Enda er hann ungur að árum.
Píanóleikurinn er líka stundum
dálítið stirður, þótt hann sé fjör-
legur. En strengjaleikur Pálínu
Árnadóttur, Hrafnkels Orra Egils-
sonar, Ara Vilhjálmssonar og fleiri
listamanna er flottur. Og útsetning-
arnar gera geisladiskinn eigulegan.
Jónas Sen
Niðurstaða: Góður söngur og
skemmtilegar útsetningar.
ÁR BÓKARINNAR, KVENNA-
BARÁTTUNNAR OG FRÆÐANNA
Dansverkið On Misunderstanding verður frum-
sýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í kvöld.
Margrét var einn þriggja danshöfunda sem
fengu úthlutað vinnuaðstöðu í átta mánuði við K3-
danssmiðjuna í Hamborg í fyrra. Þar vann hún að
verkinu On Misunderstanding, sem var frumsýnt
í Kampnagel-leikhúsinu í Hamborg í fyrra. Verkið
verður sýnt í fyrsta sinn á Íslandi í kvöld.
Þrír dansarar koma fram í verkinu; Margrét
sjálf, Saga Sigurðardóttir og Dani Brown.
Um leikmynd og búninga sá Elín Hansdóttir
myndlistar maður, en hún á einnig heiðurinn af
leikmyndinni í Svörtum hundi prestsins sem
frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu í haust.
Margrét Bjarnadóttir hefur unnið sem sjálf-
stætt starfandi danslistamaður frá því hún braut-
skráðist með BA-gráðu af danshöfundabraut
ArtEZ-listaháskólans í Hollandi 2006. Hún er einn
stofnmeðlima í leikhópnum Ég og vinir mínir sem
vakið hefur athygli fyrir sýningarnar Húmanímal
og Verði þér að góðu. Fyrir fyrrnefndu sýninguna
hlutu hún og Saga Grímuverðlaunin sem dans-
höfundar ársins, auk þess sem Margrét var valin
dansari ársins.
On Misunderstanding verður sýnd þrisvar
sinnum í Kassanum, í kvöld, annað kvöld og á
föstudagskvöld.
On Misunderstanding í Kassanum
ÚR ON MISUNDERSTANDING Margrét Bjarnadóttir frumsýndi
verk sitt í Þýskalandi í fyrra en frumflytur það á Íslandi í kvöld.
JÓLATÓNLEIKAR MÓTETTUKÓRS HALLGRÍMSKIRKJU verða haldnir í Hallgrímskirkju í kvöld
og annað kvöld klukkan átta. Einsöngvari er Þóra Einarsdóttir sópransöngkona, Daði Kolbeinsson leikur á óbó,
Áshildur Haraldsdóttir á flautu og orgelleikari er Björn Steinar Sólbergsson. Stjórnandi er Hörður Áskelsson.
Heimir & Kolla
vakna með þér í bítið
Fréttir, fróðleikur
og frábær tónlist
alla virka morgna
kl. 6.50 – 9.00
24
menning@frettabladid.is
RAGNA
SIGURÐAR-
DÓTTIR
fer yfir
myndlistarárið
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
A
G
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Sýning á verkum Louise Bourgeoise (neðri mynd) í Listasafni Íslands sætti tíðindum
en Sjónarmið (efri mynd) í Listasafni Reykjavíkur var sýning ársins að mati greinar-
höfundar.
JÓLATÓN EIKAR MÓTETTUKÓRS HALLGRÍMSKI KJU verða haldni í Hallgrímskirkju í kvöld
og annað kvöld kluk an átta. Einsöngvari er Þóra Einarsdóttir sópransöngkona, Daði Kolbeinsson leikur á óbó,
Áshildur Haraldsdóttir á flautu og orgelleikari er Björn Steinar Sólb rgsson. Stjórnandi er Hörður Áskelsson.