Fréttablaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 34
28. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR30 sport@frettabladid.is KÖRFUKNATTLEIKSLIÐ KR hefur nælt sér í góðan liðsstyrk fyrir átökin í Iceland Express-deild karla eftir áramót. Tveir nýir Kanar eru á leiðinni. Annar heitir Josh Brown og er bakvörður. Hann kemur frá Dinamo Búkarest í Rúmeníu þar sem hann var með 21 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali i leik. KR hefur líka nælt sér í stóran leikmann sem heitir Rob Ferguson. Hann kemur frá Defensor í Úrúgvæ en hann hefur einnig leikið í Þýskalandi. Enska úrvalsdeildin: Arsenal-Wolves 1-1 1-0 Gervinho (7.), 1-1 Steven Fletcher (38.) Swansea-QPR 1-1 1-0 Danny Graham (13.), 1-1 Jamie Mackie (58.). Norwich-Tottenham 0-2 0-1 Gareth Bale (55.), 0-2 Gareth Bale (67.) STAÐAN: Man. City 18 14 3 1 53-15 45 Man. United 18 14 3 1 47-14 45 Tottenham 17 12 2 3 34-19 38 Chelsea 18 10 4 4 36-21 34 Arsenal 18 10 3 5 34-26 33 Liverpool 18 8 7 3 21-14 31 Newcastle 18 8 6 4 25-22 30 Stoke City 18 7 4 7 18-28 25 WBA 18 6 4 8 19-26 22 Everton 17 6 3 8 18-20 21 Norwich City 17 5 6 6 27-31 21 Aston Villa 18 4 8 6 19-23 20 Fulham 18 4 7 7 19-24 19 Swansea City 18 4 7 7 17-22 19 Sunderland 18 4 6 8 22-22 18 QPR 18 4 5 9 18-32 17 Wolves 18 4 4 10 20-33 16 Wigan Athletic 18 3 5 10 15-35 14 Bolton 18 4 0 14 22-41 12 Blackburn 18 2 5 11 25-39 11 Deildarbikar kvenna: Stjarnan-Fram 25-36 (11-19) Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragnarsdóttir 9, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 5, Sandra Sigur- jónsdóttir 2, Helena Örvarsdóttir 2, Sólveig Lára Kjærnested 2, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 2, Rut Steinsen 1, Lilja Lind Pálsdóttir 1, Guðrún Hrefna Guðjónsdóttir 1. Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 7, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 7, Elísabet Gunnarsdóttir 6, Sunna Jónsdóttir 6, Birna Berg Haraldsdóttir 4, Marthe Sördal 3, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Hekla Rún Ámundadóttir 1. Valur-HK 33-27 Mörk Vals: Þorgerður Anna Atladóttir 6, Hrafnhild- ur Ósk Skúladóttir 6, Ágústa Edda Björnsdóttir 5, Karólína Lárusdóttir 5, Dagný Skúladóttir 4, Heiðdís Guðmundsdóttir 2, Hildur Marín Andrés- dóttir 2, Kristín Guðmundsdóttir 2, Anna Úrsula Guðmundsdóttir 1. Mörk HK: Elín Anna Baldursdóttir 8, Brynja Magnúsdóttir 6, Harpa Baldursdóttir 5, Elva Björg Arnarsdóttir 2, Jóna Sigríður Halldórs- dóttir 2, Arnar Björk Almarsdóttir 1, Elísa Ósk Viðarsdóttir 1, Sigríður Hauksdóttir 1, Guðrún Erla Bjarnadóttir 1. Deildarbikar karla: Haukar-Fram 31-19 Mörk Hauka: Stefán Rafn Sigurmannsson 7, Gylfi Gylfason 5, Tjörvi Þorgeirsson 4, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 4, Freyr Brynjarsson 3, Heimir Óli Heimisson 3, Þórður Rafn Guðmundsson 2, Árni Steinn Steinþórsson 2, Einar Pétur Pétursson 1. Mörk Fram: Sigurður Eggertsson 9, Róbert Aron Hostert 4, Einar Rafn Eiðsson 2, Matthías Bernhöj Daðason 1, Arnar Snær Magnússon 1, Stefán Baldvin Stefánsson 1, Ægir Hrafn Jónsson 1. Leik FH og HK var ekki lokið er Fréttablaðið fór í prentun. Sænski körfuboltinn: Sundsvall-Örebro 94-84 Jakob Örn Sigurðarson skoraði 28 stig fyrir Sundsvall. Hlynur Bæringsson skoraði 17 stig og tók 11 fráköst. Pavel Ermolinskij skoraði 11 stig og gaf 11 stoðsendingar. Norrköping-Jämtland 72-86 Brynjar Þór Björnsson skoraði 9 stig fyrir Jämt- land. 08 Stockholm HR-Lf Basket 64-83 Helgi Már Magnússon skoraði 5 stig fyrir Stockholm. Þýski handboltinn: Huttenberg-Grosswallstadt 29-32 Sverre Jakobsson komst ekki á blað í liði Gross- wallstadt. Lübbecke-Hannover Burgdorf 26-30 Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 5 mörk fyrir Hannover. Vignir Svavarsson 3 og Hannes Jón Jónsson tvö. Magdeburg-Wetzlar 31-25 Kári Kristján Kristjánsson skoraði 7 mörk fyrir Wetzlar, þar af 4 úr vítum. ÚRSLIT UTAN VALLAR Sigurður Elvar Þórólfsson segir sína skoðun NBA-körfuboltinn í Bandaríkjunum hófst með látum á jóladag eftir ömurlegt verkbann sem stóð yfir í nokkra mánuði. Áður en lengra er haldið er best að viðurkenna að ég held með Golden State Warriors. Það hefur ekki verið dans á rósum – alls ekki. Fyrstu minningar mínar frá NBA-körfuboltanum voru úrslitaviðureignir LA Lakers og Philadelphia 76‘ers á RÚV þar sem Bjarni Felixson lýsti eldgöml- um leikjum eins og þeir væru brakandi ferskir. Viðureignir Boston Celtics og LA Lakers næstu ár þar á eftir með þá Magic Johnson og Larry Bird fremsta í flokki voru sjónvarpsefni sem ekki mátti missa af. Og með tilkomu Michael Jordan var ekki aftur snúið. Á undanförnum vikum hef ég séð brot úr fjölmörgum gömlum úrslitaleikjum á NBA TV. Þar hefur eitt lítið atriði vakti athygli mína. Bird, Magic og Jordan – þeirra kynslóð var ekkert að gefa einhverjum gaurum „fimm“ eftir hvert einasta víta- skot. Þeir stóðu einfaldlega við vítateiginn og biðu eftir frákastinu og voru með „hittu bara úr helv... skotinu“ svipinn. Á einhverjum tímapunkti fóru körfuboltamenn og konur að gefa hvort öðru „fimm“ í hvert einasta skipti sem einhver tekur vítaskot. Það er gefið „high five“ fyrir drullulélegt víti sem fer ekki ofan í og líka fyrir þau sem fara ofan í. Þetta fer óendanlega í taugarnar á mér. Hver byrjaði eigin- lega á þessu? Hvað er svona flókið við að taka vítaskot í körfu- bolta? Þú færð frið til þess að taka skotið, þú færð að því virðist óendanlegan tíma til þess að taka skotið. Tíminn sem fer í þetta er ótrúlega lengi að líða þegar maður hefur andstyggð á þessu „gef mér fimm kjaftæði“. Ég legg til að þetta aðkallandi mál verði tekið fyrir á næsta fundi stjórnar Körfuknattleikssam- bands Íslands. Og eftir þann fund verði því lýst yfir með formlegum hætti að Ísland verði fyrst allra landa til þess að banna „gefðu mér fimm“ kveðjuna í vítaskotum í körfubolta. NBA-deildin yrði ekki lengi að feta í fótspor Íslendinga ef ég þekki David Stern rétt. Og veröldin yrði miklu betri fyrir vikið. Hver byrjaði á þessu „gefðu mér fimm“ kjaftæði? KÖRFUBOLTI NBA-deildin í körfu- bolta fór vel af stað í Bandaríkj- unum um jólin og sjónvarps- áhorf á opnunarleikina á jóladag var mun meira en á sama tíma fyrir ári. Alls voru fimm leikir sýndir á jóladag á bandarískum sjónvarpsstöðvum. Um 6,2 millj- ónir sáu þá leiki en í fyrra var þessi tala 6 milljónir. Leikur Chicago Bulls og LA Lakers er í þriðja sæti yfir mesta áhorf allra tíma á deildar- leik á ABC-sjónvarpsstöðinni. Leikur Miami Heat gegn Lakers á síðasta tímabili og viðureign sömu liða árið 2004 eru þar fyrir ofan. LA Clippers virðist ætla að vera vinsælt í vetur, enda nýbúið að fá stórstjörnuna Chris Paul til liðsins. Leikur LA Clippers gegn Golden State Warriors var með 69% meira áhorf en leikur Port- land gegn Golden State fyrir ári. Kapalsjónvarpsstöðvar eru einnig sáttar við áhorfið á NBA. Leikur Boston Celtics gegn New York Knicks fékk 48% meira áhorf en leikur sömu liða á sama tíma fyrir ári. Það er því ljóst að aðdáendur NBA-deildarinnar hafa ekki snúið baki við deildinni þrátt fyrir langt verkbann og bið eftir því að boltinn byrjaði. Könnun sem gerð var meðan á verkbann- inu stóð sýndi að meirihluta fólks var sama um verkbannið en fólk flykktist síðan að tækj- unum þegar boltinn byrjaði að rúlla á ný. Byrjun deildarinnar hefur verið áhugaverð þar sem LA Lakers og meistarar Dallas hafa bæði tapað fyrstu leikjum sínum. - seth NBA-deildin: Mikil aukning á áhorfi CHRIS PAUL Hjálpar til við að auka áhorfið á leiki Clippers. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Það verða Fram og Valur sem mætast í úrslitum deildarbikarkeppni kvenna en bæði lið unnu örugga sigra í gær. Haukar mæta annað hvort FH eða HK í úrslitaleik karla. Haukarnir niðurlægðu Fram í gær með tólf marka mun. Úrslitaleikur kvenna fer fram klukkan 18.15 en úrslitaleikur karla hefst klukkan 20.00. Leik- irnir fara báðir fram í íþróttahús- inu Strandgötu í Hafnarfirði. - hbg Deildarbikarkeppni HSÍ: Úrslit í dag FÓTBOLTI Tottenham er nú sjö stigum á eftir toppliðunum frá Manchester og á enn leik inni. Spurs er ekkert á því að gefa eftir og kláraði sinn leik eftir jólin ólíkt flestum öðrum toppliðunum. Arsenal klúðraði sínum leik. Flestir gerðu ráð fyrir frekar auðveldum sigri Arsenal gegn Úlf- unum. Það byrjaði vel hjá heima- mönnum því Gervinho kom þeim yfir eftir aðeins nokkurra mínútna leik. Úlfarnir gáfust þó ekki upp frekar en áður og Steven Fletcher jafnaði fyrir hlé. Arsenal réði ferðinni í síðari hálfleik og Úlfarnir misstu mann af velli stundarfjórðungi fyrir leikslok. Umdeildur dómur og ekki síst í ljósi þess að Alex Song hefði getað fengið að líta rauða spjald- ið skömmu áður er hann sýndi af sér meiri ruddaskap en leikmaður Wolves. Sóknarþungi heimamanna var mikill á lokamínútunum en Hennessey varði allt sem á markið kom og bjargaði stigi fyrir sína menn sem þeir fögnuðu vel og innilega. „Við virtumst ekki vera nógu slakir í þessum leik. Við vorum að þvinga spilið of mikið því okkur langaði svo mikið að vinna. Þetta er pirrandi en við verðum að taka það jákvæða úr leiknum og halda áfram veginn,“ sagði svekktur stjóri Arsenal, Arsene Wenger. „Það er ekki hægt að neita því að þetta er pirrandi en ég get ekki kvartað yfir frammistöðunni og baráttu leikmanna,“ sagði Wenger sem gat ekki annað en hrósað Wayne Hennessey, markverði Wolves. „Hann átti leik lífs síns. Leik- menn Wolves börðust síðan eins og brjálæðingar og þeir fá prik í kladdann fyrir það. Við máttum samt ekki við þessu jafntefli og það svíður.“ Heiðar Helguson var í liði QPR sem sótti Swansea heim í dag. Swansea hefur komið á óvart í vetur og aðeins fengið tvö mörk á sig á heimavelli sem er minnst allra liða í deildinni. Heimamenn byrjuðu leikinn vel og Danny Graham kom þeim yfir með laglegu skoti frá vítateig. Jamie Macken jafnaði fyrir QPR í síðari hálfleik og þar við sat í frekar jöfnum leik. „Það er svekkjandi að hafa ekki fengið öll stigin. Dómarinn átti að dæma hendi er þeir skoruðu og það fer í taugarnar á mér að hann skildi ekki hafa flautað,“ sagði Neil Warnock, stjóri QPR, en hann var ekki í neinu jólaskapi. Graham sjálfur sagði að það hefði ekki verið neitt athugavert við mark hans. „Ég kom ekki viljandi við bolt- ann með hendinni. Svo áttum við að fá víti í seinni hálfleik sem við fengum ekki. Við vorum því óheppnir líka og erum jafn svekktir og þeir að fá ekki öll stigin,“ sagði Graham. Lokaleikur dagsins var síðan viðureign Norwich og Tottenham. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill. Spurs réði ferðinni en gekk illa að skapa sér færi. Besta færið fékk Gareth Bale en skot hans fór yfir markið. Eftir aðeins tíu mínútur í síðari hálf- leik náði Bale að bæta fyrir mis- tökin með því að skora með skoti frá vítateig. Sanngjörn staða. Tíu mínútum síðar átti Bale ótrúlegan sprett upp allan vallar- helming Norwich. Varnarmenn Norwich náðu honum ekki og Bale vippaði smekklega yfir markvörð- inn. Frábært mark og öruggur sigur Spurs í höfn. henry@frettabladid.is Spurs eltir Manchesterliðin Tottenham fór ekki í jólaköttinn eins og svo mörg önnur topplið á Englandi. Gareth Bale sleppti greinilega hangikjötinu og var í toppformi er Spurs lagði Norwich. Arsenal missti af mikilvægum stigum gegn tíu Úlfum. FAGNAÐ Bale og Emmanuel Adebayor fagna í gær. Adebayor lagði upp fyrra mark Bale í gær. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.