Fréttablaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 18
18 28. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR Nýr Landspítali hefur verið á teikniborðinu frá því fyrir aldamót. Fjöldi starfsmanna spít- alans hefur verið á launaskrá vegna verkefnisins og sérfræð- ingar erlendir sem innlendir hafa verið ráðnir til þess að undirbúa framkvæmdir. Af forvarsmönnum spítalans hefur því verið haldið á lofti að hinir erlendu aðilar hafi tvívegis komist að sömu niðurstöðu varðandi staðsetningu spítalans við Hringbraut. Látið að því liggja að um hafi verið að ræða „hlutlausa“ aðila. Staðreyndin er engu að síður sú að þessum aðilum hefur frá upp- hafi verið fullkunnugt um álit for- svarsmanna spítalans: Að hafa spítalann á Hringbrautarsvæðinu. Dæmi nú hver fyrir sig um „hlut- leysi“. Fyrir liggja teikningar að nýjum Landspítala við Hringbraut. Sitt sýnist hverjum um ágæti þeirra, einkum um staðsetninguna. Stjórn- endur spítalans yfir sig hrifnir en andmælendur hafa lítt haft sig í frammi. Af hálfu almennings hefur almennt áhugaleysi og drómi ein- kennt öll viðbrögð. Hinn almenni borgari skilur ekki hvernig má vera að á sama tíma og spítal- inn og heilbrigðiskerfið er látið finna rækilega fyrir fjársvelti er talað um gríðarlega fjárfestingu í nýbyggingu spítala sem reistur er fyrir lánsfé. Hjá hinum almenna borgara, sem á fullt í fangi með að ná endum saman, samrýmist fyrir- huguð mannvirkjagerð ekki alveg hans hugmyndum um forgangs- röðun í samfélaginu. Sem dæmi um áhugaleysi landsmanna hélt Læknafélag Reykjavíkur í haust opinn fund vegna verkefnisins, var hann auglýstur fyrir almenn- ing rækilega í fjölmiðlum. Um 100 manns mættu og á fund á vegum Reykjavíkurborgar um sama mál- efni mættu um 100 manns – sem sagt eins og í meðalfjölmenna erfi- drykkju. Capacent Gallup gerði nýlega skoðanakönnun fyrir Læknafélag Reykjavíkur, spurt var um stað- setningu, úrtakið var 2.350 manns. Tæp 27% voru fylgjandi því að nýr Landspítali risi við Hringbraut, 47,8% voru því andvíg en 25,5% tóku ekki afstöðu. Í viðtali við RÚV 20.09.2011 sagði Birgir Finnsson varaslökkviliðs- stjóri, sem á sæti í umferðarhópi þar sem sitja fulltrúar slökkviliðs- ins, borgarinnar og lögreglunnar, að ef menn hefðu byrjað á því að teikna nýjan spítala eingöngu út frá staðsetningu varðandi sjúkra- flutninga væri hann annars staðar en við Hringbrautina, meira mið- svæðis og stofnbrautir stærri. Fyrir skemmstu var farið yfir sögu verkefnisins í Kastljósi. Í úrklippu frá árinu 2007 var viðtal við þáverandi heilbrigðisráðherra og þá sem stóðu í forystu verk- efnisins á þeim tíma. Hrifningin var mikil og uppveðrunin slík að ætla mætti að um væri að ræða mesta heillaspor Íslandssögunnar. Þetta var allt æðislegt og flott og átti bara að verða tilbúið skömmu síðar. Í sömu samantekt var brot úr viðtali við þann sem þetta skrifar. Ég taldi óhyggilegt fyrir heimili að fara út í búð og kaupa flatskjá þegar ekki væri til fyrir brauði og mjólk á heimilinu. Við þessi orð stend ég enn í dag. Áætlaður byggingarkostnaður 1. áfanga hins nýja spítala mun vera í kringum 50 milljarðar. Til saman- burðar er andvirði þeirra 2.000 íbúða sem Íbúðalánasjóður hefur yfirtekið frá 2006 vegna skulda- vanda heimilanna um 21 milljarður. Alkunna er að byggingar kostnaður á Íslandi er ávallt vanmetinn og lenska hér að hann fari langt fram úr áætlun. Það er ugglaust rétt að allar byggingar núverandi Landspítala eru komnar á viðhaldstíma og það fyrir löngu. Viðhaldið er dýrt. En að framkvæma aðgerð sem aug- ljóslega er mjög umdeild og óaftur- kræf, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, ber vott um ótrúlega skamm- sýni og þráhyggju. Það er dýrt að gera ekki neitt, segja forsvarsmenn spítalans. En er ekki ennþá dýrara að ráðast í svo umfangsmikið verk- efni ef undirstöðurnar eru ekki sterkari en raun ber vitni? Forsvarsmenn spítalans virðast komnir í öngstræti í umræðunni. Hönnunarstjóri spítalans var í útvarpsviðtali í haust vegna umræðu um samgöngur við spít- alann. Fram kom að mikið væri hugsað um aðra samgöngumáta en einkabílinn, eins og að leggja áherslu á góða aðstöðu fyrir gang- andi og hjólandi vegfarendur, meðal annars með nokkur hundruð reiðhjólastæðum! Er virkilega raunhæft að ætla að byltingar sé að vænta í ferða- máta Íslendinga á næstu árum, að hér fari menn meira og minna hjól- andi í öllum veðrum á næstu ára- tugum? Ekki held ég það, þar sem vegalengd milli heimilis og vinnu- staðar lengist sífellt. Þá kom fram að styrkja ætti almenningssam- göngur, hefur einhver heyrt það áður? Ekki útilokaði hönnunarstjór- inn að breyta þyrfti stofnbrautum eitthvað en benti þó á að starfs- menn spítalans á leið til vinnu væru yfirleitt fyrr á ferðinni en aðrir!(?) Miklabraut /Hringbraut ber ákveðinn umferðarþunga, varla meiri en þann sem nú er. Í öðru orð- inu er af forsvarsmönnum talað um að ekki þurfi að ráðast í samgöngu- bætur. Í hinu orðinu að það þurfi að byggja umferðarstokk undir Miklu- brautina og mislæg gatnamót til þess að létta á umferðarþunga um götuna. Talað hefur verið um göng undir Öskjuhlíðina án þess að fyrir liggi nánari upplýsingar um þau. Þá hefur verið rætt um að til- tölulega stór hópur starfsmanna búi nálægt Landspítalanum við Hringbraut. Sé tekið mið af byggða- þróun næstu áratuga eykst vega- lengd milli heimilis og vinnustaðar stöðugt. Starfsmannafjöldinn, nú 5.000, mun stöðugt aukast og búa á dreifðara svæði. Í könnun um skipulagsslys og skipulagsklúður sem gerð var meðal félaga í Arkitektafélagi Íslands, Félagi íslenskra lands- lagsarkitekta og Skipulagsfræð- ingafélagi Íslands og birt var nýlega var Höfðatorg í fyrsta sæti, í öðru til fjórða sæti höfnuðu háhýsin í Skuggahverfinu, Háskól- inn í Reykjavík og Borgartún en í fimmta sæti fyrirhugaður Land- spítali við Hringbraut, sem meðal annars var kallaður „skrímsli með umferðarslaufum og ferlegum vafningum sem vonandi munu aldrei rísa“. Ríkiskassinn er tómur. Það eru ekki peningar til þess að reka heil- brigðisþjónustuna. Hagræðing er ekki lengur valkostur í stöðunni. Þjónustuskerðing við sjúklinga er orðin kaldur veruleiki og mun aukast við óbreyttar aðstæður. Á sama tíma sitja spekingar í heilbrigðisvísindum í sínum fíla- beinsturni og skeggræða um vís- indasamfélagið í Vatnsmýrinni og hið hámenntaða háskólasjúkrahús við Hringbraut. Þetta væri í sjálfu sér ekkert tiltökumál ef peningarn- ir væru til og almenn sátt ríkti um verkefnið. Hvorugt er fyrir hendi. Um er að ræða fyrri grein af tveimur. Nýr Landspítali: Slys aldarinnar? Áramótin eru sá tími þegar Íslendingar safnast saman og gera sér glaða kvöldstund, skjóta flugeldum til að fagna nýju ári og kveðja það gamla. Margir eru kappsamir við þessa iðju en þá er slysahættan mest og gamanið getur breyst í viðveru á slysa- deild með brunasár eða verri meiðsl. Til að koma í veg fyrir það þarf að umgangast flugelda með varúð. Verum góð fyrirmynd barnanna okkar, látum áfengi vera og förum eftir leiðbeining- um. Þá er líklegt að við förum inn í nýtt ár með bros á vör eftir mikinn ljósagang með tilheyrandi sprengingum. Undirbúið ykkur vel Flugelda skal alltaf geyma á öruggum stað þar sem börn ná ekki til og fjarri allri eldhættu. Farið vel yfir þær leiðbeiningar sem fylgja flugeldunum og ákveðið hvar skjóta á þeim upp. Þegar skotstaður er valinn er gott að hafa í huga að fjarlægð frá næstu húsum á að vera a.m.k. 20 metrar og undirstöður sléttar og stöðugar. Undirbúið stöðugan skothólk fyrir rakettur og gerið viðunandi ráðstafanir ef dýr eru í nágrenninu. Best er að halda þeim innandyra meðan skotið er. Pabbar og mömmur nota líka hlífðargleraugu Hafið tilbúna ullar- eða skinn- hanska á alla fjölskylduna, þeir veita vernd gegn bruna á höndum. Einnig ættu hlífðargleraugu að vera til staðar fyrir alla þá sem eru úti að skjóta upp eða fylgjast með ljósadýrðinni. Góð regla er að fara yfir slökkvitæki og annan eldvarnarbúnað í húsinu (reyk- skynjara, teppi) fyrir jól og ára- mót. Mesta slysahættan er dagana í kringum áramótin sjálf. Þá slasast helst unglingsdrengir sem eru að fikta með flugelda, taka þá í sundur og gera eigin sprengjur. Slys tengd því fikti hafa mörg hver verið mjög alvar- leg og áverkar oft bæði á andliti og á höndum. Dæmi eru um ein- staklinga sem hafa misst hluta af útlim, fengið ævilangt lýti, tapað sjón og jafnvel látið lífið. Mikil- vægt er að foreldrar ræði þessi mál við börn sín og fylgist vel með iðju þeirra í kringum ára- mótin. Hinn hópurinn sem er í hættu eru fullorðnir karlmenn, sem helst slasast um áramótin sjálf þegar þeir ganga óvarlega um flugeldana. Oft er áfengi með í spilinu en óþarfi er að taka það fram að þetta tvennt á aldrei saman. Flestir slasast á höndum en augnslys eru líka algeng þó svo að alvarlegum augnslysum hafi fækkað undanfarin ár, en það má þakka almennri notkun flugelda- gleraugna. Flest flugeldaslys verða þegar leiðbeiningum er ekki fylgt Það er yndislegt að fá að koma heim í jólafrí þegar maður býr ekki lengur á landinu kalda. Hvergi í heiminum er jólalegra eða hátíð- legra en á Íslandi á jólum. Íslend- ingar kunna að halda jól betur en nokkrar aðrar þjóðir að mínu mati. Svo á það svo vel við að hafa jóla- snjóinn sem gerir birtu jólaljós- anna enn fallegri. Mér finnst líka að það ríki einstök samkennd og hlýja í garð náungans á jólunum á Íslandi. Já, þetta er mín upplifun í hvert sinn sem ég kem til að halda jól hér heima. Íslendingar eru líka fyrstir þjóða til að taka upp nýjungar, eða það segi ég öllum erlendum vinum og kunningjum sem spyrja mikið um land og þjóð. Ég var því svolítið undrandi þegar við umræður við vini mína hér um líffæragjafir kom í ljós að ekki er búið að taka upp þann sið hér á landi að spyrja nýja ökuskír- teinishafa hvort þeir vilji gerast líffæragjafi. Þetta er gert í Banda- ríkjunum og er þá sett lítið rautt hjarta í eitt horn ökuskírteinisins sem segir allt sem þarf við slíkar aðstæður. Í Bandaríkjunum er ökuskírtein- ið mikið notað sem persónuskilríki og nægir það t.d. þegar flogið er á milli fylkja, svo allir sem hafa bíl- próf ganga með það á sér. Þegar fólk verður fyrir slysi er gott að vita strax hvað má gera ef viðkom- andi hefur það ekki af og þá er allt til reiðu til að bjarga öðrum manns- lífum. Líka hlýtur það að vera auð- veldara fyrir aðstandendur ef slíkt hefur verið ákveðið af gjafanum sjálfum. Það er líka einhvern veginn svo auðveld ákvörðun að taka, þegar maður er spurður við endur- nýjun ökuskírteinis hvort maður vilji vera líffæragjafi. Það fannst mér og ég er viss um að það muni mörgum finnast og þá er þessi ákvörðun staðfest. Ég vil leggja það til að þeir sem um þessi mál sjá setji þá reglu að umsækjandi ökuskíteinis sé spurður hvort hann vilji vera líffæragjafi og fá lítið sætt hjarta í hornið á ökuskír- teininu sínu, sem ef til vill gæti bjargað mörgum mannslífum. Hjarta í ökuskírteinið Nýr Landspítali Guðjón Baldursson læknir Flugeldar Gunnar Stefánsson sviðsstjóri hjá Landsbjörgu Líffæragjafir Margrét S. Sölvadóttir fasteignasali og kennari í Seattle

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.