Fréttablaðið - 28.12.2011, Blaðsíða 38
28. desember 2011 MIÐVIKUDAGUR34
ÁRAMÓTAHEITIÐ
Spurningakeppni verður haldin á Bakkusi við
Tryggvagötu á fimmtudagskvöld þar sem viðfangs-
efnið er bandarísku gamanþættirnir Seinfeld sem
nutu mikilla vinsælda á tíunda áratugnum.
Höfundar spurninga eru tónlistarmennirnir og
vinirnir Sindri Már Sigfússon og Kolbeinn Gauti
Friðriksson. „Þetta er hugmynd frá Gauta. Hann
hefur áður haldið hip hop-spurningakeppni með
íslensku þema og hann var búinn að ganga með
þetta í hausnum að vera með Seinfeld-„quiz“,“ segir
Sindri Már. „Svo fékk hann mig með sér í þetta því
hann vissi að ég væri forfallinn Seinfeld-aðdáandi.“
Viðbrögðin við keppninni hafa verið mjög góð
og segir Sindri Már vel mögulegt að hún verði að
árlegum viðburði. Veglegir vinningar verða í boði
og þeir sem mæta í Seinfeld-búningum fá ókeypis
bjór. Bassaleikarinn Arnljótur Sigurðsson úr hljóm-
sveitinni Ojba Rasta! spilar Seinfeld-stefið á milli
spurninga og þeir Sindri og Gauti þeyta svo skífum
að keppni lokinni.
En hvað er svona skemmtilegt við þættina? „Þeir
eru lausir við alla tilfinningasemi. Það er tekið
grunnt á ástar- og tilfinningamálum og það eru
engin væmin atriðið í Seinfeld,“ segir Sindri og
heldur áfram: „Þeir geta oft verið djúpir og plottið
er oft úthugsað og gott. Svo eru karakterarnir líka
æðislegir.“ -fb
Engin væmin atriði í Seinfeld
AÐDÁENDUR SEINFELD Kolbeinn Gauti Friðriksson og Sindri
Már Sigfússon halda sitt fyrsta Seinfeld-spurningakvöld á
morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Við erum komnir mjög stutt á veg
með World War Z en hún verður
sérstök og mjög áhugaverð,“ segir
Unnsteinn Guðjónsson, eða Ummi
eins og hann er alla jafna kallaður.
Ummi vinnur hjá Moving Pict-
ures Company í London sem hefur
yfirumsjón með gerð tæknibrellna
fyrir kvikmynd Brad Pitt, World
War Z. Meðal verkefna Umma er
að hanna uppvakninga fyrir mynd
stórstjörnunnar.
Ummi er enginn nýgræðing-
ur í þessu fagi, hefur unnið við
kvikmyndir á borð við Batman
Begins, tvær Harry Potter-kvik-
myndir og svo myndina sem öllu
breytti; Avatar. Þrívíddartæknin
sem James Cameron bauð upp á
í þeirri mynd hefur gjörbylt allri
kvikmyndagerðinni í Hollywood
og gert starf Umma og fleiri tölvu-
tæknibrellumeistara að einu því
mikilvægasta í kvikmyndabrans-
anum um þessar mundir. Enda
viðurkennir Ummi að hann hafi
úr nægum verkefnum að moða.
„Þetta er mjög fínn tími til að
vinna í þessu,“ segir Ummi, sem
hætti nýlega hjá fyrirtækinu Cine-
site og er nú á mála hjá Moving
Pictures Company. „Þeir buðu
mjög góða stöðu og munurinn á
þeirra fyrirtæki og hinu sem ég
var hjá er að þeir hafa gríðarlega
mikið af verkefnum. Ég ræð mér
líka meira sjálfur og ber ábyrgð
á minni deild,“ útskýrir Ummi,
en Moving Pictures Company er
eitt virtasta og fremsta fyrirtæk-
ið í eftirvinnslu og tölvutækni-
brellum um þessar mundir og
sá meðal annars um þessa hluti
fyrir síðustu Harry Potter-mynd-
ina, X-Men: First Class og sjóræn-
ingjamyndina On Stranger Tides.
Áður en Ummi kvaddi sinn
gamla vinnustað lauk hann störf-
um við kvikmynd sem hefur verið
lengi inni á borði hjá honum,
John Carter. Myndin er byggð
á samnefndri sögu Edgar Rice
Burroughs, höfundar Tarzans, og
stikla úr henni var nýlega frum-
sýnd á netinu.
„John Carter var ekki auðvelt
verkefni og fór raunar ansi nálægt
því að keyra mörg fyrirtæki í þrot.
En þetta er eitt besta verkefni sem
ég hef gert og ég var á heimavelli
í því sem ég var að gera. Mynd-
in er eitt stærsta verkefnið sem
hefur verið unnið í London,“ segir
Ummi, sem hafði yfirumsjón með
því að hreinsa burt allan vitnis-
burð um tölvutæknibrellur og
„animation“ eða kvikun og hafði
tvo til fjóra starfsmenn sér til
halds og trausts. Þeir sem hafa
séð stikluna geta rétt ímyndað sér
hvernig sú vinna hefur verið.
freyrgigja@frettabladid.is
UNNSTEINN GUÐJÓNSSON: HJÁ FREMSTA TÆKNIBRELLUFYRIRTÆKI HEIMS
Hannar uppvakninga fyrir
næstu stórmynd Brad Pitt
MIKIÐ BRELLUVERK
Fyrsta stiklan úr John Carter
var frumsýnd fyrir skemmstu,
en Ummi Guðjónsson (til
vinstri) kom að gerð hennar.
Hún er mikið tæknibrelluþrek-
virki og hafði Ummi yfirumsjón
með því að hreinsa út allan
vitnisburð um tölvutæknibrell-
ur og kvikun. Ummi hannar
þessa dagana uppvakninga
fyrir nýjustu kvikmynd Brad
Pitt, World War Z.
„Að hraða efnaskiptunum í
líkamanum. Það er að minnsta
kosti ofarlega í huganum þessa
stundina.“
Gunnar Hansson leikari.
„Ég get alveg fullyrt að spjaldtölvur voru
mikið keyptar í jólagjafir, rétt eins og spáð
hafði verið,“ segir Gunnar Jónsson, sölu-
stjóri Tölvulistans.
Spjaldtölvan var jólagjöfin í ár að mati
sérskipaðs hóps neyslu- og neytendafröm-
uða Rannsóknarseturs verslunarinnar.
Hópurinn virðist hafa hitt naglann á höf-
uðið, í það minnsta samkvæmt Gunnari í
Tölvulistanum, sem segir spjaldtölvuna
hafa verið mjög vinsæla í desember. „Það
er rosaleg aukning á milli ára í sölu á
spjaldtölvum. Mikill áhugi og mikil sala.“
Gunnar segir Apple iPad og spjaldtölvur
frá Asus hafa verið vinsælastar, þó að sú
fyrrnefnda taki eflaust fyrsta sætið.
Vilhjálmur Marinósson hjá versluninni
Tölvuvirkni tekur í sama streng og segir
spjaldtölvuna hafa selst mjög vel. „Við seld-
um miklu meira en stóð til,“ segir hann.
„Þetta var klárlega jólagjöfin
í ár. Að mínu mati. Ódýrari
vélar voru aðallega keyptar.
Fólk var ekkert í þessum
dýru.“
Það eru þó ekki allir á
sama máli, en Sigurður Helgi
Ellertsson hjá versluninni
Macland segir iPad-spjald-
tölvuna ekki hafa selst neitt
sérstaklega vel. „iPhone var
miklu vinsælli,“ segir hann.
„Fólk beið ekkert í röðum
eftir iPad.“ - afb
Spjaldtölvan stóð undir væntingum
JÓLAGJÖFIN Í ÁR Spjaldtölvurnar seldust vel í versl-
unum Tölvulistans, þar sem Gunnar Jónsson starfar.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ástþór Magnússon, sem hefur
bæði boðið sig fram í forseta- og
alþingiskosningum og er þjóð-
þekktur friðarsinni, er fjölhæfur
maður eins og flestum ætti að vera
kunnugt. Hann hefur nú stofnað
fyrirtækið Kozy vörur ehf. ásamt
dóttur sinni, Ölmu Björk Ástþórs-
dóttur, sem verður til heimilis í
Garðabæ. Tilgangur
félagsins er, eins
og það er orðað
í Lögbirtinga-
blaðinu, vefnað-
arvörufram-
leiðsla,
innflutn-
ingur og
verslun í
heild-
sölu og
smá-
sölu.
Eins og Fréttablaðið greindi frá
á Þorláksmessu er það Ragnar
Bragason sem mun leikstýra
kvikmynd eftir bók Steinars Braga,
Hálendið, í samstarfi við fram-
leiðslufyrirtækið ZikZak. Fyrst
þarf Ragnar hins vegar að klára
kvikmyndina Málmhaus með þeim
Þorbjörgu Helgu Dýrfjörð, Halldóru
Geirharðs og Ingvari
E. Sigurðssyni í
aðalhlutverkum.
Sú mynd verður
hins vegar gerð
undir merkjum
Mystery
Ísland,
þeirra
Davíðs
Óskars
Ólafs-
sonar
og
Árna
Filipp-
usson-
ar. - fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
UM
HVE
RFISMERKI
Prentgripur
141 825
Suðurhraun 1 Garðabæ Sími: 59 50 300 www.isafold.is
við prentum
BÆKLINGA