Morgunblaðið - 21.08.2010, Page 8
Steingrímur J.
Sigfússon.
Már
Guðmundsson.
Öruggar heimildir eru fyrir því aðSteingrímur J. Sigfússon sé enn
einu sinni kominn á fulla ferð við að
siga á sjálfan sig og þjóðina rukk-
urunum frá Bretlandi og Hollandi.
Undirbúningurinn innan lands ereinnig kominn af stað. „Lekið“
var frétt um að Landsvirkjun ætti
erfitt með að fá lán vegna þess að
Icesave-„skuldbindingarnar“ væru
enn í uppnámi.
Í leiðinni var því einnig „lekið“ aðvondu karlarnir, fjármálaráð-
herrar Hollands og Bretlands, ættu
sæti í stjórn Framkvæmdabanka
Evrópu og gætu notað sér þá stöðu
til að kúga Íslendinga.
Ef tímaröðin er hefðbundin stend-ur nú yfir aðdráttur í bréf þeirra
skátadrengja sem ávallt eru við-
búnir.
Bréf Seðlabankans mun síðan ber-ast á réttum tíma með magn-
þrunginni spá um að allt fari á
versta veg ef ekki verði þegar gefist
upp fyrir Icesave-kröfunum.
Þeir snúningalipru ritarar pant-aðra bréfa hafa þegar reynt að
útskýra hvers vegna dómsdagsspár
þeirra í kringum synjun forsetans
og síðan þjóðaratkvæðagreiðsluna
sællar minningar reyndust full-
komlega innihaldslausar þegar til
kom.
Hvenær mun renna upp fyrirþessu liði öllu að þjóðin er fyrir
löngu búin að sjá í gegnum það?
Enn sækja karlar Kiðhús heim
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2010
Í dag, laugardaginn 21. ágúst
verður farin gönguferð frá
Hellisheiðarvirkjun til Nesjavalla-
virkjunar. Gengið verður upp Sleggjubeinsskarð
og upp á Vörðuskeggja sem er 805 metra hár.
Þaðan verður farið niður í Kýrdal og í Nesjavalla-
virkjun. Gangan tekur u.þ.b. 6 klst. og er frekar erfið, að jafnaði um brattar
fjallshlíðar. Nauðsynlegur búnaður eru góðir gönguskór, góður hlífðar-
fatnaður og nesti. Orkuveita Reykjavíkur leggur til ferðir frá Reykjavík
í Hellisheiðarvirkjun og til baka frá Nesjavallavirkjun og er mæting
í höfuðstöðvar Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1 kl. 10:00. Áætlaður komu-
tími til baka er kl. 18:00. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Leiðsögu-
maður er Hans Benjamínsson, kynningarfulltrúi Hellisheiðarvirkjunar.
Hellisheiðarvirkjun –
Nesjavalla -
virkjun
• Orkuveita Reykjavíkur rekur
stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/O
R
K
50
28
1
05
/1
0
Athugið að efni dagsins getur riðlast af
ýmsum ástæðum og er því bent á að nánari
upplýsingar er að finna á vef Orkuveitunnar.
Veður víða um heim 20.8., kl. 18.00
Reykjavík 12 skýjað
Bolungarvík 7 alskýjað
Akureyri 9 skýjað
Egilsstaðir 7 skúrir
Kirkjubæjarkl. 11 alskýjað
Nuuk 13 léttskýjað
Þórshöfn 10 alskýjað
Ósló 17 skýjað
Kaupmannahöfn 20 skýjað
Stokkhólmur 18 léttskýjað
Helsinki 18 léttskýjað
Lúxemborg 26 heiðskírt
Brussel 27 heiðskírt
Dublin 21 léttskýjað
Glasgow 20 skýjað
London 21 skýjað
París 28 heiðskírt
Amsterdam 25 heiðskírt
Hamborg 23 heiðskírt
Berlín 25 heiðskírt
Vín 23 skýjað
Moskva 15 skýjað
Algarve 31 heiðskírt
Madríd 32 léttskýjað
Barcelona 27 léttskýjað
Mallorca 31 léttskýjað
Róm 30 skýjað
Aþena 32 heiðskírt
Winnipeg 22 léttskýjað
Montreal 18 léttskýjað
New York 30 heiðskírt
Chicago 30 léttskýjað
Orlando 32 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
STAKSTEINAR
VEÐUR KL. 12 Í DAG
21. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:38 21:25
ÍSAFJÖRÐUR 5:32 21:41
SIGLUFJÖRÐUR 5:14 21:24
DJÚPIVOGUR 5:05 20:57
Skemmdir sem urðu þegar eldur
kom upp í álverinu í Straumsvík í
fyrrakvöld valda röskun á fram-
leiðslu fyrirtækisins. Ekki verður
hægt að afhenda allar pantanir á áli
til kaupenda á réttum tíma. „Elds-
voðinn veldur truflunum í starfsemi
okkar,“ segir Ólafur Teitur Guðna-
son, talsmaður Alcan á Íslandi, í
samtali við Morgunblaðið.
Eldurinn kom upp seint á fimmtu-
dagskvöld. Slökkvilið höfuðborg-
arsvæðisins sendi allan tiltækan
mannskap á vettvang og tók ekki
langan tíma að ráða niðurlögum
eldsins. Orsökin er talin sú að bráðið
ál hafi lekið í kjallara og kveikt þar í
rafmagnsköplum
Að sögn Ólafs Teits er nú beðið
eftir varahlutum svo hefjast megi
handa um viðgerðir og á meðan
verða truflanir í starfseminni. Hve
lengi þær vara ætti að skýrast fljót-
lega eftir helgina. sbs@mbl.is
Röskun á framleiðslu í
Straumsvík eftir eldinn
Morgunblaðið/Eggert
Álverið í Straumsvík Talið er að bráðið ál hafi kveikt í rafmagnsköpplum.
Hrafn Bragason,
lögfræðingur og
fyrrverandi hæsta-
réttardómari, fer
fyrir óháðri nefnd
sem gera mun út-
tekt á starfsemi líf-
eyrissjóðanna fyrir
bankahrun. Með
honum í nefndinni
eru Guðmundur
Heiðar Frímanns-
son, siðfræðingur og prófessor við
Háskólann á Akureyri, og Katrín
Ólafsdóttir, hagfræðingur og lektor
við Háskólann í Reykjavík.
Stjórn Landssamtaka lífeyris-
sjóða óskaði eftir því við ríkis-
sáttasemjara í júní að hann skipaði
nefnd þriggja „óháðra, óvilhallra og
hæfra einstaklinga“ sem fengi það
hlutverk að gera úttekt á fjárfest-
ingastefnu, ákvarðanatöku og laga-
legu umhverfi lífeyrissjóðanna í að-
draganda bankahrunsins, frá
árslokum 2006. Nefndin hefur ráðið
Kristján Geir Pétursson lögfræðing
sem starfsmann. Gert er ráð fyrir
því að hún skili skýrslu til stjórnar
Landssamtaka lífeyrissjóða fyrir lok
þessa árs.
Arnar Sigurmundsson, formaður
Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að
lífeyrissjóðirnir hafi orðið fyrir
miklu höggi eins og aðrir fjárfestar í
bankahruninu. Sjóðirnir hafi farið
misjafnlega út úr hruninu en að
meðaltali hafi þeir ekki orðið verr úti
en lífeyrissjóðir í Evrópu og Am-
eríku. Þó sé mikilvægt að fram fari
óháð rannsókn á aðdraganda þess.
Fyllt í gat rannsóknarnefndar
Arnar bætir því við að rannsókn-
arnefnd Alþingis hafi fjallað minna
um lífeyrissjóðina en vonast hafi
verið eftir en hafi talið ástæðu til að
skoða þessi mál betur. Með skipan
nefndarinnar sé reynt að fylla í þá
eyðu. helgi@mbl.is
Rannsaka fjárfest-
ingar lífeyrissjóða
Hrafn
Bragason
Guðmundur Heiðar
Frímannsson
Katrín
Ólafsdóttir
Nefnd skipuð til að rannsaka starf-
semi lífeyrissjóðanna fyrir hrun