Morgunblaðið - 21.08.2010, Side 26

Morgunblaðið - 21.08.2010, Side 26
26 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2010 Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Ísraelar og Palestínumenn hafa samþykkt að hefja á ný beinar samningaviðræður en allar slíkar viðræður hafa legið niðri undanfarna tuttugu mánuði. Þetta kom fram í máli Hillary Clinton, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, á blaða- mannafundi í Washington í gær. Þá hafa deiluaðilarnir einnig komið sér saman um að sett verði tímamörk á viðræðurnar sem nemi einu ári. Mikill ágreiningur sem fyrr Stjórnmálaskýrendur telja að þótt jákvætt sé að sest verði aftur að samningaborðinu séu líkurnar á að viðræðurnar skili sér í friðarsamn- ingi litlar enda sé sem áður mjög al- varlegur ágreiningur um mörg grundvallarmál eins og t.a.m. land- nemabyggðir Ísraela á palestínsku landi, framtíðarlandamæri sjálf- stæðs palestínsks ríkis og stöðu Jerúsalemborgar. Viðræður í Washington Clinton sagði að Barack Obama Bandaríkjaforseti hefði boðið Ben- jamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínumanna, að hefja friðarviðræðurnar í Wash- ington 2. september nk. Einnig hefði Mohamed Mubarak, forseta Egyptalands, og Abdullah Jórd- aníukonungi verið boðið til viðræðn- anna. „Viðræðurnar ættu að fara fram án skilyrða og í góðri trú og skuldbindingu um að ná árangri sem skili sér í betri framtíð fyrir alla íbúa þessa heimshluta,“ sagði Clinton. Friðarviðræður hefjist aftur Reynt að koma friðarviðræðum á milli Ísraela og Palestínumanna af stað á ný Reuters Viðræður Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnir á blaðamannafundi í Washington að leiðtog- ar Ísraela og Palestínumanna hafi samþykkt að hefja á ný friðarviðræður eftir tuttugu mánaða hlé. Fjöldi látinna í aurskriðunni sem féll í Gansu- héraði í norðvesturhluta Kína fyrr í þessum mánuði er nú kominn í 1.407 manns og er 358 manna enn saknað. Meira en 1.700 manns hafa verið fluttir af svæðinu í kjölfar þess að skriðan féll. Gert er ráð fyrir að reist verði meira en eitt þúsund tjöld til bráðabirgða fyrir þá sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. „Fólkið þarf væntanlega að búa í tjöldunum í vetur þannig að um verður að ræða vetrartjöld,“ er haft eftir kínverskum embættismanni í frétt CNN-fréttastofunnar. Miklar rigningar hafa átt sér stað í Kína síðan í lok maí á þessu ári og er aurskriðan afleiðing þeirra. Reuters 1.407 manns látnir eftir aurskriðu í Kína Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Doris Leuthard, forseti sambandsstjórnar Sviss, sagði á blaðamannafundi sl. miðvikudag að stjórn landsins hefði komist að þeirri niðurstöðu að tví- hliða samningar þess við Evrópusambandið væru sú leið sem tryggðu hagsmuni þess best. Vangaveltur hafa verið uppi um að Sviss yrði hugsanlega aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) en ljóst er af orðum Leut- hard að slík aðild er ekki á dagskrá. Svissneskir kjósendur höfnuðu aðild að EES- samningnum í þjóðaratkvæði árið 1992, en þess í stað hafa svissnesk stjórnvöld samið um 120 tví- hliða samninga við Evrópu- sambandið á þeim sviðum sem þau hafa kosið að eiga í sam- starfi við það. Leuthard sagði á blaða- mannafundinum að tvíhliða samningarnir tryggðu Sviss þann sveigjanleika sem landið þyrfti á að halda. Ljóst væri að tvíhliða samningarnir nytu mest stuðnings í Sviss. Þó væri ljóst að ákveðin vanda- mál fylgdu samningunum vegna stækkunar Evr- ópusambandsins en Leuthard sagðist sannfærð um að hægt yrði að leysa úr þeim. Vilja ekki verða aðilar að EES  Stjórnvöld í Sviss telja að hagsmunir landsins verði áfram best tryggðir með tví- hliða samningum við ESB  Fundnar verði lausnir á vandamálum sem koma upp Doris Leuthard Sviss og Evrópusambandið » Svisslendingar eru aðilar að Fríversl- unarsamtökum Evrópu (EFTA) ásamt Íslandi, Noregi og Liechtenstein. » Svissneskir kjósendur höfnuðu aðild að EES-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór árið 1992. » Þess í stað hafa Svisslendingar gert um 120 tvíhliða samninga við ESB á þeim sviðum sem þeir hafa viljað samvinnu á. Stjórnvöld í Pakistan hafa ákveðið að samþykkja neyðaraðstoð frá Indverjum vegna mikilla flóða sem geisað hafa í landinu að undan- förnu í kjölfar hitabeltisrigninga og kostað yfir 200 manns lífið. Aðstoð Indverja er að andvirði um 5 milljónir bandaríkjadala og þykir ekki síst tíðindi fyrir þær sak- ir að ríkin tvö hafa í áratugi eldað saman grátt silfur, einkum vegna deilna um héraðið Kasmír. PAKISTAN Reuters Flóð Pakistanskur maður fer leiðar sinnar í flóðunum með aðstoð báts. Samþykkja aðstoð frá Indverjum Stjórnvöld í Rússlandi og Armeníu hafa gert með sér samkomulag um að rússneskir herir verði í Armeníu til árs- ins 2044. Í tilefni af samningsgerð- inni fullvissaði Dimitrí Medvedev, forseti Rúss- lands, Armena um að Rússar myndu verja þá yrði ráðist á þá af nágrönnum þeirra í Aser- baídsjan. ARMENÍA Dimitrí Medvedev Rússneskir herir í Armeníu til 2044 Þingkosningar í Ástralíu fara fram í dag og ríkir alger óvissa um það hvernig þær kunni að fara. Fylgi stærstu flokkanna, Jafnaðarmanna- flokksins og Frjálslynda flokksins, hefur mælst mjög svipað í síðustu skoðanakönnunum. Ýmsir stjórnmálaskýrendur telja að svo kunni jafnvel að fara að í fyrsta skipti í sjötíu ár muni minni- hlutastjórn ráða ríkjum á þingi landsins. ÁSTRALÍA Möguleiki talinn á minnihlutastjórn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.