Morgunblaðið - 21.08.2010, Page 37

Morgunblaðið - 21.08.2010, Page 37
Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2010 ✝ Guðmundur Helga-son múrarameist- ari fæddist hinn 24. júní 1933 á Árbakka í Hnífsdal. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Ísafirði hinn 14. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helgi Björnsson, f. 3. mars 1910, d. 16. ágúst 1987, og Kristjana Jón- asdóttir, f. 27. maí 1914, d. 25. júlí 1975. Systkini Guðmundar eru: Björn, f. 1935, Jónas Karl, f. 1937, d. 1980, Halldór Kristinn, f. 1938, Jón Hálfdán, f. 1947, d. 1966, Ólöf, f. 1950, Guðrún Þorgerður, f. 1953, Reynir, f. 1955 og Björk, f. 1959. Guðmundur kvæntist hinn 27. jan- úar 1957 eftirlifandi eiginkonu sinni, Steinunni Margréti Jóhannsdóttur Emma Sól, f. 2006, og Karitas Eva, f. 2009. d) Bára Björg, f. 1992. 2) Kristjana, f. 1961. 3) Hulda, f. 1968, maki Herbert Sveinbjörnsson. Dæt- ur þeirra eru a) Steinunn Margrét, f. 2006 b) Ingibjörg Ellý, f. 2007. 4) Bára, f. 1970, maki Kristinn Þór Kristinsson. Börn þeirra eru a) Arn- ar Már, f. 1992, b) Birna, f. 1998, c) Katla, f. 2004. Guðmundur lauk sveinsprófi í múrariðn frá Iðnskólanum á Ísa- firði 1959 og varð meistari í þeirri iðn. Hann starfaði sem múr- arameistari stærstan hluta sinnar starfsævi. Hann var fjárbóndi og hestamaður og var m.a. einn af stofnfélögum Hestamannafélagsins Storms og Hestamannafélagsins Hendingar. Guðmundur tók virkan þátt í félagsstörfum, var í Frímúr- arareglunni Njálu og söng í Sunnu- kórnum og Karlakórnum Erni í áratugi. Jarðarför Guðmundar fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, laug- ardaginn 21. ágúst 2010, og hefst athöfnin kl. 14. frá Hrísey, f. 27. jan- úar 1935. Foreldrar hennar voru Jóhann Vilhjálmur Ein- arsson, f. 13. sept- ember 1906, d. 3. október 1956, og Bára Sigtryggsdóttir, f. 16. júní 1911, d. 25. ágúst 1978. Börn Guðmundar og Steinunnar eru: 1) Jóhann Einars, f. 1956, maki Júlíana Bjarndís Ólafsdóttir. Dætur þeirra eru a) Guðný Ragna, f. 1973, maki Árni Frímann Jónsson. Dóttir þeirra er óskírð, f. 2010. b) Margrét, f. 1982, maki Hafþór Theódórsson. Börn þeirra eru Viktor Blær, f. 2002, og Ásta María, f. 2008. c) Guðlaug Lí- ney, f. 1986, maki Rögnvaldur Guðni Jóhannsson. Dætur þeirra eru Við erum seinna hollið. Okkar minningar um pabba eru því sam- tvinnaðar. Við með Spur og Conga í einhverri góðri laut með mömmu og pabba; við í ferðalagi á Saab-inum; við liggjandi í pabba og mömmu rúmi í myrkrinu að hlusta á útvarpsleikritið á fimmtudagskvöldum. Við með pabba í Hnífsdal, í kindahúsinu; liggjandi í heyhrúgu upp á kerrunni og pabbi á traktornum. Við í hesthúsinu, hesta- ferðum og hestamannamótum með pabba og mömmu. Við, Krissa, Jói, mamma og pabbi við eldhúsborðið á Seljalandsvegin- um. Löngu seinna, við með börnin okk- ar og heimsins besta afa. Elsku pabbi okkar, takk fyrir allt. Við eigum eftir að sakna þín, faðm- laga þinna og hlýju. Hulda og Bára Guðmundsdætur. Í dag kveðjum við þig, elsku afi, með miklum söknuði. Mikið er erfitt að sætta sig við að þú sért farinn frá okkur en við trúum því að þú sért kominn á betri stað, þar sem þér líð- ur vel og ert að tína aðalbláberin þín sem þér þótti alltaf svo gaman að gera. Við munum ávallt þakka fyrir dýr- mætu stundirnar sem við áttum með þér síðustu dagana og þær munu fylgja okkur um ókomna tíð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Við munum ávallt elska þig, elsku afi, og við skulum passa upp á ömmu Steinunni fyrir þig. Takk fyrir allt og allt, hjörtun okkar fylgja þér. Þínar afastelpur, Guðlaug Líney (Lauga) og Bára Björg. 14. ágúst lést öðlingurinn Guð- mundur Helgason múrarameistari, eftir baráttu í stuttan tíma við ill- vígan sjúkdóm. Guðmundur var elst- ur níu systkina. Hann fæddist í Hnífsdal og þar ólst hann upp við ástríki foreldra sinna. Strax og Guð- mundur hafði burði til fór hann að taka þátt í daglegum störfum sem buðust. Fór í sveit á sumrin og heill- aðist hann mjög af bústörfum. Faðir hans hafði alltaf kindur og hesta. Eftir gagnfræðiskólagöngu á Ísa- firði fór Gumundur að læra múrara- iðn á Ísafirði og starfaði við þá iðn alla sína starfsævi. Frá Akureyri kom ung stúlka í húsmæðraskóla, hún Steinunn og hafa þau saman gengið lífsgönguna hér á Ísafirði. Eins og áður sagði heilluðu bústörf Guðmund mikið og átti hann alltaf kindur og hesta. Lagði hann mikla vinnu í að sinna þeim eftir erfiðan dag í múrverkinu. Mjög kært var með Guðmundi og systkinum hans. Foreldrar hans bjuggu í Hnífsdal og leit hann alltaf inn er hann átti erindi í Hnífsdal. Guðmundur var söngelsk- ur og söng hann í áraraðir í Sunnu- kórnum. Þegar við Diddi fórum að byggja okkur heimili í Hnífsdal sá Guðmundur um allt múrverk fyrir okkur og aðstoðaði okkur á allan hátt við bygginguna, ásamt bræðrum sín- um. Sem elstu systur dekruðu þeir bræður mikið við mig. Ég vil þakka bróður mínum allan stuðning og hjálp er hann hefur sýnt mér. Ég sakna hans mikið. Ísafjörður og Hnífsdalur var hans heimabyggð allt æviskeiðið, einlægur og sannur var hann í elsku sinni til Ísafjarðar og Hnífsdals, vildi veg þeirra og Ísfirð- inga sem mestan og bestan. Elsku Steinunn mín, við sendum þér og börnum þínum og fjölskyld- um þeirra einlægar samúðarkveðjur. Lífssaga Guðmundar var dáðrík saga dugnaðar og samviskusemi. Blessuð sé minning míns kæra bróð- ur. Ólöf og Kristján. Guðmundur, bróðir minn, lést hinn 14. ágúst sl. eftir mjög erfiða sjúkdómslegu frá því í janúar, og langar mig til að minnast hans með nokkrum orðum. Hann var elstur af 9 systkinum og því sjálfkjörinn for- ingi systra og bræðra enda var hann þeim góð fyrirmynd, notaði aldrei vín eða tóbak. Undirritaður var tveim árum yngri og áttum við góða samferð alla tíð. Guðmundur fór mjög ungur í sveit til föðurbróður okkar í Minni-Hatt- ardal, Jóns Björnssonar, og var þar í 5 sumur og líkaði þeim vel hvorum við annan. Eftir það gekk hann með bóndabakteríuna í maganum í mörg ár. Guðmundur var mjög góður íþróttamaður og keppti í mörg ár á skíðum og varð m.a. Vestfjarða- meistari í svigi, hann var einnig skíðakennari nokkra vetur. Þá gekk hann í knattspyrnufélagið Vestra á Ísafirði eins og svo margir í Hnífsdal og þótti góður knattspyrnumaður og var fastur liðsmaður þar í mörg ár. Þá var hann einn af stofnendum íþróttafélagsins Reynis í Hnífsdal og keppti og starfaði fyrir félagið í mörg ár. Eftir lok Gagnfræðaskólans á Ísa- firði fór Guðmundur í Iðnskólann og lærði múraraiðn sem hann starfaði við meðan heilsan leyfði. Á miðju sumri 1965 fór hann ásamt fimm öðr- um félögum sínum norður í Skaga- fjörð til að kaupa hesta og átti hann síðan alla tíð hesta sem hann hafði yndi af. Síðar kom hann sér upp litlu fjárbúi sem hann hafði gaman af að hugsa um og hafði hann þá fullnægt bóndabakteríunni sem hafði alltaf blundað í honum. Guðmundur var söngmaður góður og hafði mjög gaman af söng og mús- ík og söng hann í mörgum kórum á Ísafirði, þar á meðal Sunnukórnum og Karlakórnum. Fyrir tæpum 30 árum gekk hann í frímúrarastúkuna Njálu á Ísafirði og átti þar gott starf meðan hann hafði heilsu til og gegndi þar trúnaðar- störfum. Guðmundur var dagfarsprúður maður og þótti vænt um fjölskyldu sína, þar er genginn góður drengur. Ég kveð með söknuði góðan bróðir. Við Maja sendum Steinunni og fjölskyldu okkar innilegustu samúð- ar kveðjur. Björn Helgason. Guðmundur Helgason Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800                          ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS PÁLS GUÐMUNDSSONAR, áður til heimilis að Sléttuvegi 13, Reykjavík, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli fimmtudaginn 29. júlí. Valgerður Jónsdóttir, Ágúst Ingi Jónsson, Margrét Theodórsdóttir, Gísli Hafþór Jónsson, Jóhanna Úlfarsdóttir, Ásrún Jónsdóttir, Árni Már Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRÐAR BJARNAR HAFLIÐASONAR, áður til heimilis að, Fífuhvammi 21, og Sjafnargötu 6. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar í Kópavogi fyrir alúð og hlýhug í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Ásta Marteinsdóttir, Smári Elfar Þórðarson, Vilhjálmur Þórðarson, Heiðdís Sigursteinsdóttir, Marteinn Bjarnar Þórðarson, Arnar Þórðarson, Bjarnheiður Þóra Þórðardóttir, Sigurður Eggert Ingason, barnabörn og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför bróður míns, frænda okkar og vinar, EYJÓLFS EGILSSONAR, Hverahlíð 13, Hveragerði. Sérstakar þakkir til Dvalarheimilisins Áss fyrir frábæra umönnun. Ættingar og vinir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, VIÐAR BENEDIKTSSON skipstjóri, Vesturbergi 117, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 13. ágúst. Útför fer fram frá Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 24. ágúst kl. 13.00. Brynja Guðbjörg Valgeirsdóttir, Berglind Viðarsdóttir, Björn Þórir Sigurðsson, Kristjana Viðarsdóttir, Daníel Traustason, Benedikt Viðarsson, Hólmfríður Sylvía Traustadóttir og afabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.