Morgunblaðið - 21.08.2010, Page 45

Morgunblaðið - 21.08.2010, Page 45
Dagbók 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2010 Páfagaukur týndist Hvítur páfagaukur, garri, tapaðist frá Hraunbæ 103 í Árbæ; ef einhver hefur orðið hans var þá vinsam- legast hringið í síma 552-3235. Vetrardagskrá Ríkissjónvarpsins Ég tek undir það, sem hefur birst hér um vetrardagskrá Ríkisútvarps og sjón- varps, og finnst held- ur betur af henni skorið, þegar hvorki Spaugstofan né Orð skulu standa verða á sín- um stað í dagskránni og á erfitt með að skilja hvað Sigrúnu Stef- ánsdóttur gengur til með þessu, þar sem þetta voru vinsælustu þættirnir í fjölmiðlunum og þeir, sem voru ómissandi að allra mati. Það fara líka fáir í fötin þeirra Pálma, Sigurðar, Arnar og Karls Ágústs, að því er þjóðfélagsádeil- una snertir. Það verður afar mikil eftirsjá að þeim. Kannski 365 miðlar fái þá til sín í lokaða dag- skrá eins og handboltann til þess eins að auka áhorfið og áskriftina? Það væri eftir þeim. Það er annars umhugsunarvert, að sú stofnun skuli geta staðið í slíkum fjár- útlátum, þar sem ég hélt, að eigandinn, Jón Ásgeir, og öll hans fyrirtæki væru á hausnum og fryst að auki. Mér finnst það þá skjóta skökku við, ef þeir geta keypt til sín efni á borð við handboltann og fengju svo Spaugstof- una til sín líka, sem ég hélt, að kostaði sitt. Hvar fást pen- ingarnir í það? Mér er spurn. Annars datt mér í hug, hvort þeir Spaugstofumenn gætu ekki látið þættina sína og það efni, sem þeir eiga í handraðanum, á DVD-diska, og gefið þá út með leyfi Ríkis- útvarpsins, svo að fólk geti skemmt sér við að horfa á þættina þeirra í vídeóinu heima í stofu. Ég kem þeirri hugmynd hér með á framfæri. GJS Ást er… … að vera stoltasti afinn og stoltasta amman. Velvakandi Trúarjátning ESB-mannsins“er yfirskrift vísu sem Páll Bergþórsson gaukaði að umsjónarmanni: Í Evrópusamband ég eindregið stefni, með andaktarsvip ég það ríki nefni með glýju í augum og undirgefni, svo áköf er trú mín í vöku og svefni. Árni Jónsson, sem treður upp fyrir Þingeyinga í einvígi við Húnvetninga á Bragaþingi, lands- móti hagyrðinga, tók orðum karlsins úr Skuggahverfinu ekki létt, sem vildi tefla fram liði úr 105, líklega vegna þess að þar býr Jón Ingvar Jónsson. Árni orti: „Hundraðogfimm“ höfundar í hópum fella tárin. Og með tungu öfundar Ingvar sleikir sárin. Sigrún Haraldsdóttir tók þegar undir orð Árna um skáldin í 105: Ekki er í þeim ærleg taug eða mikill dugur, sitja upp á sýndarhaug, suða eins og flugur. Sigrún bætti svo við afsakandi: „Kerlingarskepnan hefur áreið- anlega ort þetta.“ Skírskotaði hún þar til kerlingar á Skólavörðu- holtinu, sem hefur eldað grátt silfur við karlinn í Skuggahverf- inu síðustu daga í Vísnahorninu. Ekki leið á löngu þar til Jón Ingvar kvaddi sér hljóðs: „Ég fór á súlustað og hitti karlfauskinn úr Skuggahverfinu og hann sagði við mig á tólfta séníver eftir að hafa rifjað upp vísur síðustu daga: Hér er margt af hagleik gert sem hrindir burtu leiða en allt sem þykir einskis vert ort er norðan heiða.“ Jón Ingvar bætti við með stríðnisglampa í augum: „Þótti honum þó sérstaklega lítið til Sig- rúnar og Árna koma.“ Árni var fljótur að bregðast við, eins og nærri má geta, og svaraði: „Skækjan úr Skugga- hverfinu hringdi til mín þessa stöku, eftir viðkomu á „súlustaðn- um“: Sá ég mann á súlustað sveittan eftir juðið, og af viti ekkert kvað utan flugnasuðið.“ Ljóst má vera að engum mun leiðast á Bragaþingi. Vísnahorn pebl@mbl.is Af ESB og Bragaþingi Aðalfundur Samtaka um tónlistarhús verður haldinn þriðjudaginn 21. september kl. 17.00 í fundarsal FÍH Rauðagerði 27. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand MAÐUR FÆR MIKIÐ ÚT ÚR BÓKUM SVO DÆMI SÉ TEKIÐ... ER ÉG ORÐINN HÆRRI EN ÉG VAR FYRSTA KAST TÍMA- BILSINS ÞARNA FER HANN... BEINT YFIR HÖFNINA ...OG BEINT YFIR GIRÐINGUNA LÍKA ÉG VERÐ AÐ GERA ÞETTA RÉTT... KASTAÐU HONUM BARA BEINT YFIR HÖFNINA ÉG SÉ EKKI BETUR EN AÐ FÓLKIÐ Í HVERFINU HAFI LÝST VANTRAUSTI Á ÞIG ÞÚ ERT EKKI LENGUR FORSETI HVERFISRÁÐSINS TÆTIÐ ÖLL GÖGNIN! ÉG SÁ ÞIG Í MÓTMÆLUNUM Í SJÓNVARPINU Í GÆR. ER ALLT Í LAGI? JÁ, EN ÉG ER EKKI VISS UM AÐ ÉG HEFÐI ÁTT AÐ HVETJA HANN SVONA MIKIÐ NÚ? VILL HANN STANDA FYRIR FLEIRI MÓTMÆLUM? JÁ, LÖGREGLAN SLEPPTI MÉR MEÐ- LEIGJANDI ÞINN VAR ANSI GÓÐUR LEIÐTOGI! NEI, ÉG ÞARF AÐ FINNA LEIÐ TIL AÐ BORGA RESTINA AF LEIGUNNI Á MEÐAN HANN ER Í FANGELSI ÞAU GETA EKKI BARA LOKAÐ FYRIR RAFMAGNIÐ HJÁ OKKUR! ÞAU SEGJA AÐ ÞÚ HAFIR EKKI BORGAÐ ÞETTA ERU ÖRUGGLEGA MISTÖK LÆRÐU HEIMA... ÉG SKAL SJÁ UM ÞETTA... SEM ELECTRO! HVERNIG FINNST ÞÉR AÐ BÚA HÉRNA? ÞAÐ ER ÁGÆTT... EN MAÐUR VERÐUR AÐ FÓRNA ÝMSU ÉG GÆTI TIL DÆMIS ALDREI VERIÐ MEÐ VÍNKJALLARA Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.