Morgunblaðið - 22.09.2010, Page 1

Morgunblaðið - 22.09.2010, Page 1
KYNJAVERUR FARA AFTUR Á STJÁ SLÆM KJÖR SÍGAUNA FISKAR MEÐ FERÐAMÖNNUM Í SKERJAFIRÐI MISRÉTTI Í EVRÓPU 15 NÝ ÞJÓNUSTA 10NÝTT DANSVERK 30 Fréttaskýring eftir Boga Þór Arason  Stofnað 1913  221. tölublað  98. árgangur  M I Ð V I K U D A G U R 2 2. S E P T E M B E R 2 0 1 0 Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Sumum liggur reiðinnar ósköp á en öðrum þykir í góðu lagi að bíða stundarkorn. Þessir ungu leik- skólasveinar sem ljósmyndari hitti í gær tóku öllu af stóískri ró. Sátu með nestið sitt á bekk og biðu eftir næsta vagni – og framtíðinni sjálfri. Morgunblaðið/Ernir Horft til framtíðar  Líklegt er að Seðlabanki Íslands lækki vexti í dag. Greiningardeildir Arion banka og Íslandsbanka spá því að lækkunin verði eitt prósentu- stig, en Landsbankinn 0,75 pró- sentustig. Þær forsendur sem tilgreindar voru fyrir vaxtalækkun í síðasta mánuði, stöðugt gengi krónunnar og verðbólguhjöðnun, eru fyrir hendi og því líklegt að niðurstaða peningastefnunefndar bankans verði sú að lækka beri vexti. Verði lækkunin heilt prósentustig fara stýrivextir niður í 6% og hafa ekki verið lægri í sex ár. Verðbólga mælist nú um 4,5%, en var 4,8% við síðustu vaxtaákvörðun, hefur hjaðnað nokkuð. Nokkur óvissa ríkir þó um þróun verðbólgu í framhaldinu, meðal annars vegna veikingar krónunnar undanfarið og þess að kjarasamn- ingar eru víða lausir. »14 Vaxtalækkun lík- legasta útkoman 1,0 0,5 0 -0,5 -1,0 -1,5 -2,0 -2,5 % Verðtryggð Óverðtryggð 14. sept. 15. sept. 16. sept. 17. sept. 20. sept. 21. sept. Heimild: GAMManagement hf. Ungum konum hefur fjölgað mjög í hópi þeirra kvenna sem leita skjóls hjá Konukoti. Ísabella Björnsdóttir, nemi í félagsráðgjöf og starfskona Konukots, segir að þótt ýmislegt sé í boði fyrir þessar konur sé stund- um eins og vanti sérsniðin úrræði fyrir ungar konur í neyslu. „Því það er svo mikil von ennþá í þeim, þetta eru flottar stelpur, þær eru bara á slæmum stað í lífinu og þurfa hjálp.“ Sjálfboðaliðar gegna mikilvægu hlutverki í rekstri Konukots en Ísa- bella byrjaði einmitt sem sjálf- boðaliði hjá athvarfinu og segir það bæði gefandi og skemmtilegt starf þótt stundum sé það líka strembið. Þær yngri sækja í fíkniefni Hún segir að kynslóðabil sé í neyslunni og séu yngri konurnar frekar háðar eiturlyfjum en þær eldri glími við áfengisvanda. Þó séu ekki allir skjólstæðingar Konukots í neyslu en flestar konurnar eigi við félagsleg og andleg vandamál að stríða. Ísabella telur fólk almennt ekki gera sér grein fyrir þörfinni fyrir athvarf af þessu tagi. „Hingað hafa komið nýjar konur í hverjum mán- uði það sem af er árinu. Yfirleitt eru þær mjög þakklátar fyrir það sem fyrir þær er gert og það er yndis- legt að fá að kynnast þeim.“ »9 Vantar úrræði fyrir ungar konur í neyslu Konukot Aldrei meiri aðsókn.  Ungar konur verða frekar háðar fíkniefnum – þær eldri háðar áfengi  Talið er að yfir milljón tonn af makríl hafi verið í íslenskri lög- sögu í sumar, meira en nokkru sinni fyrr. For- ystumenn Haf- rannsóknastofn- unar kynntu rannsóknir á útbreiðslu makríls í lögsögunni á fundi með fulltrúum frá Evrópusambandinu í gær og þar komu þessar upplýsingar fram. Minna hefur orðið vart við makríl síðustu daga og virðist hann á leið út úr lögsögunni eins og gerist á haustin. Norsk-íslenska síldin virð- ist hafa hopað fyrir makríl á hefð- bundnum slóðum sínum í sumar. Eins var síldin seinni að fita sig en síðustu ár. »12 Yfir milljón tonn af makríl í lögsögunni Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Verði þingsályktunartillögunum tveimur frá þingmannanefndinni um ákærur á hendur fyrrverandi ráð- herrum vísað til allsherjarnefndar eru taldar ákveðnar líkur á að ekki náist að ljúka afgreiðslu þeirra á þessu haustþingi og verður þá málið komið aftur á upphafsreit. Þetta er mat ákveðinna þing- manna sem telja að vendipunktur verði í málinu í dag þegar greidd verða atkvæði um hvort vísa beri málinu til þingmannanefndarinnar eða til allsherjarnefndar líkt og Ragnheiður Elín Árnadóttir gerði tillögu um í gær. Mikill óróleiki hefur verið á meðal stjórnarþingmanna í kjölfar gagn- rýni Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra á málsmeðferð þing- mannanefndarinnar og efasemda hennar um hvort Alþingi ætti að samþykkja tillögur um að ákæra þrjá eða fjóra fyrrverandi ráðherra. Gaf þingflokkur VG út tilkynningu í gær þar sem lýst var yfir fullu trausti til nefndarinnar. „Ef Alþingi nær ekki að klára mál- ið með atkvæðagreiðslu, á hvorn veg sem hún fer, tel ég að Alþingi sé þar með að bregðast skyldum sínum og þá beri að rjúfa þing og efna til kosn- inga,“ sagði Atli Gíslason. Gæti sofnað í nefnd  Atkvæðagreiðsla í dag um til hvaða nefndar tillögunum verður vísað  Óróleiki innan raða stjórnarþingmanna MVar forsætisráðherra »4  Ögmundur Jónasson dóms- málaráðherra horfir til þess að nýtt fangelsi verði reist á Hólms- heiði. Hann telur það að reisa nýtt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu hagfelldara en samsvarandi upp- bygging á Litla-Hrauni, meðal annars vegna tíðra flutninga fanga til yfirheyrslna. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir við byggingu fangelsisins verði boðnar út í haust. Þegar hefur verið fengin lóð og gengið frá skipulagi á Hólmsheiði. »2 Hólmsheiðin er talin hagfelld lausn Kenningar eru um að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi með gagnrýni sinni á þing- mannanefndina verið að reyna að koma í veg fyrir klofning inn- an flokksins ef þingflokkurinn styddi allur að draga þrjá ráð- herra fyrir landsdóm. Klofningi afstýrt? ORÐ FORSÆTISRÁÐHERRA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.