Morgunblaðið - 22.09.2010, Síða 30

Morgunblaðið - 22.09.2010, Síða 30
30 MENNINGFréttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2010 Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is „Allt vatn er horfið af yfirborði jarðar þannig að aðstæður í þessu nýja verki eru aðrar en í Bláa lóninu í fyrra!“ segir Damien Jalet, fransk- belgíski dansarinn og danshöfundurinn kunni í samtali við Morgunblaðið, en nýtt verk hans, Ernu Ómarsdóttur og Gabríelu Friðriksdóttur myndlistarmanns verður sýnt á Stóra sviði Borg- arleikhússins snemma í október. Þar er um að ræða fyrstu frumsýningu leikársins hjá Íslenska dansflokknum. Hið nýja verk, „Transaquania – Into thin Air“ er sjálfstætt framhald af því óvenjulega „Transa- quania – Out of the Blue“ sem sýnt var í Bláa Lón- inu vorið 2009 og kynjaverurnar sem hreiðruðu um sig í Grindavík því enn á ferðinni. Þar skorti ekki vatnið eins og nærri má geta en betur við hæfi að setja framhaldið upp á sviði. Langur fundur – töfrar Jalet dásamar mjög samstarfið við þær Ernu og Gabríelu og raunar það að vinna á Íslandi. „Við unnum fyrst saman 2005 og það gekk strax mjög vel. Við erum mikið fyrir að gera tilraunir og hóf- umst strax handa við það. Í okkar hópi starfar hver listamaður sannarlega ekki í sínu horni held- ur má segja að verkið verði til á löngum, sameig- inlegum fundi. Ég myndi lýsa samstarfi okkar þannig að til verði einhvers konar töfrar. Það er frábært að vinna með Ernu og Gabríelu. Ég er upptekinn við mörg verkefni í öðrum löndum en kem reglulega hingað vegna þess hve hér er gott að vera og starfa. Náttúran hér hefur mjög sterk áhrif á mig,“ segir Jalet við blaðamann. Hann segir öll þrjú raunar hrífast mjög af nátt- úrunni. „Við hrífumst öll mjög af því afli sem í náttúrunni býr og verkin okkar snúast mikið um hana; hvað þarf til þess að lifa af við mismunandi aðstæður og hvernig brugðist er við í hvert sinn. Breytingarnar eru augljóslega mjög miklar frá fyrra verkinu þó svo þau eigi mikið sameiginlegt í raun,“ segir Jalet. „Náttúran er gríðarlega áhugavert umfjöll- unarefni; möguleikarnir eru í raun óendanlegir.“ Samtal við aðra veröld „Að þessu sinni vildum við fást við eitthvað allt annað. Og til þess að munurinn yrði sem mestur var eðlilegt að fara úr veröld vatnsins alla leið yfir í þurrkinn. Spurningin um það hvernig verurnar þroskast við þær aðstæður er jafn spennandi og við fengumst við í fyrra verkinu. Þar var til að mynda áhuga- vert að velta fyrir sér önduninni, nú er þyngdaraflið meira í brennidepli.“ Tónlistin í verkinu er í höndum Ben Frost og Valdimars Jóhannssonar sem Jalet hælir einnig í hástert. Dansinn, myndlistin og tónlistin skapar mjög sterka heild, segir hann. „Verk Gabríelu eru til dæmis afar skúlptúrísk og við reynum að gæða þau lífi. Verk- ið er samtal okkar dansaranna við veröld hennar. Myndlík- ingar eru margar og skemmtilegar. Hvað er það að vera maður? Hvaðan komum við? Hvert förum við?“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Gott samstarf Dansararnir Damien Jalet og Erna Ómarsdóttir á æfingu á dögunum. Þau semja verkið ásamt Gabríelu Friðriksdóttur myndlistarmanni. Hrífumst öll mjög af því afli sem í náttúrunni býr  Samstarfið eins og langur fundur þar sem til verða töfrar, segir Damien Jalet Damien Jalet sem samdi verkið sem frumsýnt verður 7. október, Transaquania – Into thin Air, ásamt Ernu Ómarsdóttur og Gabríelu Friðriksdóttur, er mjög þekktur dansari. Þessi kunni listamaður hefur unnið sem dansari og danshöfundur með helstu flokkum í Evrópu á því sviði. Damien hefur skapað eigin verk og einnig verið í nánu samstarfi með Sidi Larbi Cherkaoui, einum af stærstu nöfnunum í dansheiminum í dag. Damien hefur einnig unnið með þekktum listamönnum af öðrum sviðum. Gagnrýnendur og blaðamenn Morgun- blaðsins hrifust af verki Ernu, Jalet og Gabrí- elu í Bláa lóninu í fyrra og völdu það sýningu ársins. „Danssýning þar sem svið, umgjörð og uppspretta verksins var Bláa lónið. Með samspili danslistar, gjörningalistar, tónlistar og náttúru náðu aðstandendur sýningar- innar að nálgast formið á nýjan og áhuga- verðan hátt, sem ekki hefur sést mikið af hér á landi,“ sagði í umsögn blaðsins þeg- ar árið 2009 var gert upp um áramótin. Litla myndin hér til hliðar er úr sýn- ingu Ernu, Gabríelu og Jalets í Bláa lón- inu á síðasta ári. Ný og áhugaverð nálgun í fyrra GÆFURÍKT SAMSTARF Kínó klúbburinn, sem hefur verið í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur um nokkurt skeið, sýnir kvikmyndina Foggy Mountains Breakdown More Than Non-Foggy Mountains á fimmtudag kl. 20:00. Myndin, sem er eftir Jessie Stead, er unnin með blandaðri tækni þar sem fram koma að minnsta kosti níu afbrigði af bluegrass- laginu „Foggy Mountain Breakdown“ eftir Lester Flatt og Earl Scruggs. Jessie Stead býr og starfar í New York. Kvik- myndir hennar hafa meðal annars verið sýndar í Museum of Modern Art, Antohology Film Archi- ves og á ýmsum kvikmyndahátíðum. Kvikmyndir Kínó klúbburinn sýnir blágresi Úr Foggy Mount- ains Breakdown. Útgáfuhátíð verður haldin á Korpúlfsstöðum á morgun kl. 18 vegna útgáfu geisladisks Kammerkórs Suðurlands, Iepo Oneipo/Heilagur draumur. Diskurinn er gefinn út af Smekkleysu en á honum flytur kórinn verk breska tónskálds- ins sir John Tavener. Stjórn- andi kórsins er Hilmar Örn Agnarsson. Með kórnum syngja Guðrún Jóhanna Ólafs- dóttir sópran og Hrólfur Sæmundsson barítón. Diskur þessi hefur hlotið afar jákvæða gagn- rýni í tónlistarritinu Gramophone. Á disknum leikur hljómsveit undir stjórn Hjörleifs Valssonar við söng kórs og einsöngvara. Tónlist Iepo Oneipo/ Heilagur draumur Breska tónskáldið John Tavener. Laugardaginn 25. september mun söngvarinn Þorsteinn Eggertsson segja frá sjálfum sér, lífinu í Garðinum og tilurð lagatexta sinna og óperusöngv- ararnir Davíð og Stefán munu syngja lögin við textana. Helgi Már Hannesson mun leika með á píanó. Þorsteinn fæddist í Keflavík en ólst upp í Garð- inum frá eins árs aldri þar til hann var fimmtán ára. Þor- steinn hefur á ferli sínum m.a. sungið með Hljóm- sveit Guðmundar Ingólfssonar í Keflavík og í kefl- vísku hljómsveitinni Beatniks. Skemmtunin fer fram í Miðgarði í Garði, sal grunnskólans þar í bæ, og hefst kl. 17. Aðgangseyrir er 1.500 kr. Tónlist Söngskemmtun með Þorsteini Þorsteinn Eggerts- son söngvari. Kómedíuleikhúsið á Ísafirði sýnir nýtt íslenskt leikverk, Bjarni á Fön- ix, í Slippsalnum á Mýrargötu 2. Sýningarnar verða næstkomandi föstudagskvöld og sunnudagskvöld. Leikritið segir frá Bjarna Þor- laugarsyni skipherra á skútunni Fönix sem barðist við hátt í 30 Fransmenn um miðja nítjándu öld. Bardaginn stóð yfir í heila fjóra klukkutíma og gekk Bjarni óskadd- aður af vettvangi. Skömmu síðar fannst sjórekið lík af einum Fransmanni og voru uppi kenningar um að Bjarni hefði orðið hans bani. Mál var dómtekið og þurfti Bjarni þá að spyrja sig þeirrar samviskuspurningar: Drap ég mann eða drap ég ekki mann? Verkið er einleikur úr smiðju Kómedíuleikhússins. Leikari er Ár- sæll Níelsson sem jafnframt er höf- undur ásamt leikstjóra verksins, Elfari Loga Hannessyni. Leikmynd og búninga gerir Marsibil G. Krist- jánsdóttir. Bjarni á Fönix er fyrsta frumsýn- ing Kómedíuleikhússins á þessu leikári. Sagt frá Bjarna á Fönix Kómedíuleikhúsið sýnir í Slippsalnum Hetjusaga Ársæll Níelsson sem Bjarni Þorlaugarson skipherra. Eins og algengt er orðið með róman- tískar gamanmyndir frá Hollywood er markið sett lágt 32 » Kanadíski rithöf- undurinn Dou- glas Coupland er þekktastur fyrir bækur sínar en honum er fleira til lista lagt. Þannig kynnti hann fyrir stuttu nýja fatalínu sem hann hefur hann- að og sigraði síð- an í samkeppni um minnisvarða um kanadíska slökkviliðsmenn sem far- ist hafa við skyldustörf. Coupland lagði stund á eðlisfræði en fór síðan í hönnunarnám og starfaði sem hönnuður í Tókýó en varð að hætta í vinnunni af heilsu- farsástæðum og sneri sér að rit- störfum. Hann sló í gegn með fyrstu bókinni, Generation X, sem kom út 1991, en af öðrum bókum hans má nefna Microserfs, Girlfri- end in a Coma, Hey Nostradamus! og jPod. Minnisvarði eftir verðlaunatillögu Couplands verður reistur í Ottawa. Coupland hann- ar minnisvarða Douglas Coupland

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.