Morgunblaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Hæstiréttur dæmdi í gær 77 ára karlmann, Svein- björn Tryggvason, í tveggja ára fangelsi fyrir kyn- ferðisbrot gegn stúlku. Maðurinn var fundinn sek- ur um að hafa tælt stúlkuna með gjöfum til að hafa við sig kynferðismök frá árinu 2002, þegar stúlkan var fjórtán ára, þar til hún var orðin 18 ára. Stúlkan kveðst hafa kynnst manninum árið 2000 þegar hún vann í verslun. Hann hafi boðið henni bílfar heim en einnig boðið henni vinnu og gefið henni peninga og skartgripi. Skömmu síðar bauð maðurinn henni afnot af ljósabekk sem hann hafði á heimili sínu en eftir nokkur skipti bað hann hana að afklæðast, tók af henni vídeómyndir og hafði við hana samfarir. Meðan á sambandi þeirra stóð gaf maðurinn henni mikla fjármuni, greiddi fyrir hana ökunám, keypti handa henni skartgripi, föt og margt fleira. Ákærði neitar sök í málinu en kvaðst almennt vera gjafmildur maður og sagði samband þeirra ekki hafa orðið kynferðislegt fyrr en stúlkan hafði aldur til. Neyslan fjármögnuð með fé frá ákærða Dómurinn taldi þó sannað að maðurinn hefði átt kynferðislegt samneyti við stúlkuna nánast dag- lega frá upphafi sambands þeirra fram undir tví- tugt. Þá segir stúlkan að sér hafi liðið mjög illa meðan á sambandinu stóð. Hún hafi fljótlega byrj- að að „deyfa sig“ með fíkniefnum og passað sig á því að vera alltaf vel deyfð áður en hún fór heim til mannsins. Fíkniefnaneyslan var að stórum hluta fjármögnuð með peningum frá ákærða. Nær dauða en lífi af fíkniefnum Stúlkan segir sambandi þeirra hafa lokið eftir að móðir hennar hafi sótt hana í samkvæmi þar sem hún var nær dauða en lífi af fíkniefnaneyslu. Fram að þessu hélt hún kynferðislegu sambandi sínu við manninn leyndu. Stúlkan hóf í kjölfarið meðferð hjá sálfræðingi og náði tökum á fíkn sinni og hefur nú verið án fíkniefna í tvö ár. Auk refsingar er mann- inum gert að greiða stúlk- unni 1,2 milljónir í miska- bætur auk málskostnaðar. Leiddist út í fíkniefnaneyslu  77 ára maður dæmdur fyrir að tæla stúlku frá 14 til 18 ára aldurs til samfara  Gaf henni pening til neyslu  Stúlkan byrjaði að „deyfa sig“ með fíkniefnum Mótorbáturinn Háey frá Húsavík strandaði í gær við Hólshöfða, skammt frá Raufarhöfn, en björg- unarmönnum tókst að koma bátnum aftur á flot. Að sögn fréttaritara Morgunblaðsins á Raufar- höfn eru fjórir í áhöfn bátsins og amaði ekkert að þeim. Björgunarsveitirnar Pólstjarnan frá Raufarhöfn og Hafliði frá Þórshöfn voru kall- aðar út vegna strandsins. Björgunarskipið Gunnþór tók Háeyna í tog til Raufarhafnar. Björgunarmenn losuðu bát af strandstað Morgunblaðið/Erlingur B. Thoroddsen Danir hafa frá árinu 2004 vísað 46 Norðurlandabúum úr landi á grund- velli þess, að þeir væru félagsleg byrði á þjóðfélaginu. Borgaranefnd Norðurlandaráðs segir, að allir íbúar norrænu ríkjanna eigi að njóta sömu réttinda og þess vegna verði nor- rænu ríkin að koma sér saman um sameiginlega túlkun á norræna sátt- málanum um félagsleg réttindi. Borgara- og neytendanefnd Norð- urlandaráðs spurði í janúar ríkis- stjórnir norrænu ríkjanna hvaða reglur giltu um brottvísun norrænna ríkisborgara. Í svörunum kom fram að stjórnvöld bæði í Svíþjóð og Dan- mörk geta vísað norrænum ríkis- borgurum úr landi ef þeir eru fé- lagsleg byrði á þjóðfélaginu. Tölurnar sýna hins vegar, að aðeins Danir framfylgja þessum reglum. Meðal annars hefur komið fram að þunguð íslensk kona fékk fyrirmæli um að hafa sig á brott frá Danmörku haustið 2009. Fram kemur á vef Norðurlanda- ráðs, að borgaranefndin bauð Birthe Rønn Hornbech, samþættingarráð- herra Dana, til samráðsfundar í Malmö nú í september. Ráðherrann svaraði því til í bréfi að hann sæi ekki nauðsyn þess að halda slíkan fund. Svarið féll ekki í góðan jarðveg hjá þingmönnum í Norðurlandaráði. Ville Niinistö, finnskur formaður nefndarinnar, segir að Danir eigi að segja sig frá sáttmálanum geti þeir ekki uppfyllt hann. Danska blaðið Politiken hefur eftir Niinistö, að önn- ur Norðurlönd eigi að þrýsta á Dani að túlka sáttmálann með sama hætti og önnur aðildarríki, þannig að allir norrænir innflytjendur hafi sömu réttindi. gummi@mbl.is Danir vísa norræn- um borgurum frá  Sagðir brjóta vinnumálasáttmála Stjórn Hagsmunasamtaka heim- ilanna hefur boðað til fjölmiðla- kynningar sem nefnist „Grunnur að þjóðarsátt“ í sal Þjóðmenning- arhússins klukkan tíu í dag. Kynntar verða kröfur samtak- anna um leiðréttingu á húsnæð- islánum heimilanna og tillögur að nýju húsnæðislánakerfi. Boða til fundar um grunn að þjóðarsátt Íslendingar voru ekki meðal þeirra sem gengu út undir ræðu Mahmouds Ahmadinejads, forseta Írans, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna í gærkvöldi. Þar sagði Írans- forseti að margir aðhylltust þá kenningu að öfl innan bandarísku ríkisstjórnarinnar hefðu lagt á ráðin um hryðjuverka- árásirnar á Bandaríkin árið 2001. „Meirihluti bandarísku þjóð- arinnar og aðrar þjóðir og stjórn- málamenn taka undir þetta,“ sagði Ahmadinejad. Gengu þá fulltrúar Bandaríkjanna og nokkurra ann- arra vestrænna ríkja úr salnum. Hvorki Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra né Össur Skarp- héðinsson utanríkisráðherra voru í salnum þegar Ahmadinejad flutti ræðu sína, samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmanni utanríkis- ráðherra. Íslenskir sendimenn í salnum gengu ekki út. Fulltrúar Norðmanna sátu einnig áfram. Þýska vikublaðið Die Zeit gerði sér frétt úr því í gær er utanríkis- ráðherra og íslenska sendinefndin virtust dotta yfir ræðu Roberts Mugabes, forseta Simbabve. Íslendingar gengu ekki út vegna ræðu Íransforseta Mahmoud Ahmadinejad – Þú finnur fjölda girnilegra uppskrifta að kvöldmatnum á www.gottimatinn.is Hæstiréttur taldi manninn hafa nýtt sér yfirburði sína gagn- vart stúlkunni vegna aldurs- og þroskamunar. Maðurinn var dæmdur fyrir brot á 3. mgr. 202. gr. almennra hegning- arlaga en þar segir: „Hver sem með blekkingum, gjöfum eða á annan hátt tælir barn yngra en 18 ára til samræðis eða ann- arra kynferðismaka skal sæta fangelsi allt að 4 árum.“ Í héraðsdómi, sem stað- festur var af Hæstarétti, var litið til þess að ákærði hafði ekki áður sætt refs- ingu. Hámarks- refsing 4 ár NÝTTI SÉR YFIRBURÐI Hrinda á af stað víðtækri endur- skoðun á stjórnun, verklagi, ferl- um og meðferð gagna er tengjast virðisaukaskattsinnheimtu. Ráðist verður strax í þá endurskoðun og hún unnin eins hratt og kostur er. Er ástæðan stórfellt fjársvika- mál, sem kom upp í síðustu viku. Fram kemur á vef fjár- málaráðuneytisins að áhættumat og áhættustjórnun verði hert, endurbætur gerðar á innri og ytri ferlum, svo sem aðkomu starfsfólks, afgreiðsluhraða og kröfum til stofnenda og stjórn- enda fyrirtækja. Innheimta skattsins endurskoðuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.