Morgunblaðið - 24.09.2010, Page 7

Morgunblaðið - 24.09.2010, Page 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2010 Heilsuþing Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga verður haldið í dag, föstudag, á Grand hóteli. Þar verð- ur boðið upp á fyrirlestra, umræð- ur og kynningar á heilsueflandi fyr- irtækjum hjúkrunarfræðinga. Í kjölfarið verða haldin heilsueflandi námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga sem dr. Sólfríður Guðmundsdóttir hefur umsjón með. Á heilsuþinginu mun Félag ís- lenskra hjúkrunarfræðinga hrinda af stað átaki meðal hjúkrunarfræð- inga um heilsueflingu nú á haust- önn. Átakinu er ætlað að hvetja hjúkrunarfræðinga til þess að huga að eigin heilsu, finna leiðir til eigin heilsueflingar og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. Morgunblaðið/Kristinn Hlaup Hjúkrunarfræðingar ætla efla heilsu sína og annarra. Heilsuþing Í dag, föstudag, kl. 8:30-10:30 verð- ur haldinn fundur um félagslega einangrun á Grand hóteli. Fund- urinn er skipulagður af stýrihópi Evrópuráðsins 2010, sem er til- einkað baráttunni gegn fátækt og félagslegri einangrun. Haldin verða erindi þar sem m.a. verður rætt um verkefni Rauða krossins, Hlutverkasetrið verður kynnt og fjallað um úrræði í heima- þjónustu Reykjavíkurborgar. Að loknu erindi hvers og eins verður tekið við fyrirspurnum úr sal. Að- gangur er ókeypis og öllum opinn. Fundur um fé- lagslega einangrun Dagforeldrar í borginni eru upp til hópa ánægðir með starf sitt og þeim líður vel í vinnunni. Þetta kemur fram í nýrri viðhorfskönnun sem kynnt var í menntaráði Reykja- víkur í fyrradag. Samkvæmt könnuninni hefur meðalstarfsaldur dagforeldra hækkað síðustu fjögur ár, úr 11 ár- um í 14, og hafði þriðjungur þeirra starfað lengur en 21 ár við dag- gæslu á heimili sínu. Um 42% dag- foreldra höfðu leitað til daggæslu- ráðgjafa til að fá ráðgjöf eða stuðning í starfi og voru 72% þeirra ánægð með þá þjónustu. Um 66% töldu sig njóta nægilegs stuðnings í starfi, en þriðjungur taldi svo ekki vera. 90% foreldra voru ánægð með dagforeldrið. Foreldrar voru oftast ánægðir með aðstöðu, útiveru og dagskipulag, en ekki jafnánægðir með verðið á þjónustunni. Flestir ánægðir með dagforeldra Í dag, föstudag, kl. 17-22 verður Vísindavaka Rannís haldin í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Á Vísindavökunni munu yfir 70 sýnendur frá há- skólum, stofn- unum og fyrirtækjum kynna við- fangsefni sín fyrir almenningi á lifandi og skemmtilegan hátt. Gestir fá að skoða og prófa ýmis tæki og tól sem notuð eru við rannsóknir og skoða ýmsar afurð- ir. Lögð verður áhersla á lifandi vísindi og uppákomur á sviði og eru börn og ungmenni sérstaklega velkomin. Vísindavaka STUTT Átján ára bið senn á enda  Þroskahjálp fagnar flutningi á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga Landssamtökin Þroskahjálp fagna mjög flutningi málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. „Við höf- um beðið eftir þessu í 18 ár,“ segir Gerður Árna- dóttir, formaður samtakanna. Rætt hefur verið um flutning á málefnum fatl- aðra frá ríki til sveitarfélaga af og til síðan 1992 og í júlí sl. var undirritað samkomulag um fjárhags- legar forsendur fyrir flutningnum, sem verður að veruleika um næstu áramót. Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að hún telji að skipulag og stjórnun mála- flokksins sé að ýmsu leyti ábótavant. Í því sam- bandi er meðal annars bent á að ekki liggi fyrir formlega samþykkt heildarstefna, fjárveitingar taki ekki mið af reglubundnu mati, eftirlit með starfsemi þjónustuaðila sé ófullnægjandi og ekki sé hægt að fullyrða að jafnræði ríki meðal þjón- ustuþega. Gerður segir að fjárhagsástandið í samfélaginu sé visst áhyggjuefni en með breytingunni gefist tækifæri til þess að varðveita fjármagnið, sem sé í málaflokknum, og nýta það betur í þágu þeirra sem á því þurfi að halda. Gert er ráð fyrir að um 3.000 manns njóti um- ræddrar þjónustu hérlendis til þess að lifa eðlilegu lífi. Gerður segir að nú sé mikilvægast að endur- skoða réttindagæslu og eftirlit með þjónustunni enda komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar að þessi þáttur sé óviðunandi. Eins verði að sjá til þess að farið sé að lögum, nægt fjármagn sé fyrir hendi og menn fái þjónustu í samræmi við þarfir sínar. steinthor@mbl.is Fara verður að lög- um og tryggja nægt fjármagn sem og þjónustu. Gerður Árnadóttir LAUSNIR FYRIR FYRIRTÆKI | landsbankinn.is | 410 4000 Lausnir fyrir fyrirtæki Landsbankinn ætlar sér stóran hlut í uppbyggingu íslensks efnahagslífs og mun þjónusta fyrirtæki og einstaklinga í greiðsluvanda af enn meiri krafti en áður. Bankinn mun setja á stofn sérstakt svið sem eingöngu sinnir málum sem lúta að endurskipulagningu fyrirtækja. Úrræði Landsbankans til að takast á við greiðsluvanda fyrirtækja eru mörg, t.d.: E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 7 0 1 N B I h f. (L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . LÁN FÆRÐ Í 90% AF EIGNAVIRÐI GEGN EIGINFJÁRFRAMLAGI Miðað er við að færa skuldir í 90% af heildarvirði eða endurmetnu eignavirði gegn því að eigandi greiði a.m.k. 10% af heildarvirði. Ef eigandi greiðir umfram 10% inn á lánið er hægt að lækka skuldir um 1,5 krónur á móti hverri krónu eiginfjár á meðan skuldir eru umfram 70% af heildarvirði eða eignavirði. LÁN FÆRÐ Í 100% AF EIGNAVIRÐI ÁN EIGINFJÁRFRAMLAGS Miðað er við að færa skuldir í 100% af heildarvirði eða endurmetnu eigna- virði hjá fyrirtækjum með skuldir undir 750 m.kr. ef eigandi getur ekki lagt til lágmarks eigið fé. Úrræðið á við um fyrirtæki þar sem reksturinn byggir fyrst og fremst á eigendunum sjálfum. 25% HÖFUÐSTÓLSLÆKKUN LÁNA Fyrirtæki með lán í erlendri mynt eiga kost á að sækja um 25% höfuð- stólslækkun gegn því að lánunum sé breytt í óverðtryggð eða verðtryggð lán í íslenskum krónum. Úrræðið á við um fyrirtæki sem eru með meira en 50% af tekjum í íslenskum krónum eða eru ekki með beina tengingu við erlenda gjaldmiðla. FRYSTING – GREIÐSLA Á VÖXTUM ÁSAMT HLUTA AFBORGANA Hægt er að fá frestun á hluta eða öllum afborgunum lána í 12-24 mánuði ef fyrirtæki getur staðið undir greiðslu á vöxtum ásamt hluta afborgana. Lausnirnar eru háðar nánari skilmálum. Viðskiptavinir sem nýta sér úrræði bankans fyrirgera ekki rétti sínum leiði dómar eða lagasetning til betri niðurstöðu. Hafðu samband við fyrirtækjasérfræðing í næsta útibúi. Við tökum vel á móti þér um land allt. Nánari upplýsingar á landsbankinn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.