Morgunblaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2010 ✝ Þóranna SigríðurJósafatsdóttir fæddist á Siglufirði 23. desember 1947. Hún lést á krabba- meinsdeild Landspít- alans 14. september 2010. Foreldrar hennar voru Margrét Guðlaug Guðmunds- dóttir, f. 1917, d. 1992, og Jósafat Sig- urðsson, f. 1917, d. 2006. Alsystkini Þór- önnu eru: Sigurður Gunnar, f. 1949, Elen- óra Margrét, f. 1955, og Þorfinna Lydia, f. 1959. Hálfsystkini Þór- önnu, sammæðra, eru: Örn, f. 1938, Stella, f. 1939, og Hjördís, f. 1943, d. 2000. Hinn 1.7. 1967 giftist Þóranna eftirlifandi eiginmanni sínum, Jón- steini Jónssyni trésmíðameistara, f. 12.10. 1945. Foreldrar hans eru Ingibjörg Jónasdóttir, f. 1920, og Jón Þorsteinsson, f. 1921, d. 1993. Börn Þórönnu og Jónsteins eru: Elvar Freyr, f. 1966, sambýliskona Rebekka Lea Te Maiharoa, Grétar Jósafat, f. 1971, Jón Ingiberg, f. 1982, sambýliskona Viktoría Sig- urgeirsdóttir. Barna- börn Þórönnu og Jón- steins eru þrjú: Ásdís María Grétarsdóttir, f. 1993, en móðir hennar er Steinunn Ketilsdóttir; Aron Jónsteinn Elvarsson, f. 1992, og Þóranna Brynja Elvarsdóttir, f. 2000, en móðir þeirra er Ágústa Dröfn Guðmunds- dóttir. Þóranna ólst upp á Siglufirði og útskrif- aðist þaðan sem gagnfræðingur ár- ið1964. Hún útskrifaðist frá Kenn- araháskóla Íslands eftir diplomanám í leikskólafræði árið 2002. Árið 1968 flutti hún og mað- ur hennar í Kópavog, en síðustu 32 ár hefur heimili þeirra verið að Dalseli 9 í Reykjavík. Þóranna stundaði verslunarstörf á fyrri hluta starfsævinnar en síðustu 25 ár starfaði hún í leikskólum, síðast sem deildarstjóri í Leikskólanum Rjúpnahæð. Útför Þórönnu fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 24. september 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Þú ert horfin elsku móðir mín mildur Drottinn tók þig heim til sín. Eftir langan og strangan ævidag ljóma sló á fagurt sólarlag. Mínar leiðir lágu burt frá þér. Ljúfar kærleiksbænir fylgdu mér. Í veganesti fékk ég frá þér kjark sem fylgt mér hefur gegnum lífsins hark. Ég þakka af hjarta elsku móðir mín. Hve mild og hlý var alltaf höndin þín. Langt er síðan leiddir þú við hlið lítinn dreng út í sólskinið. Þín verður ávallt minnst með söknuði og gleði í hjarta. Elska þig óendanlega mikið og þú verður alltaf í hjarta mínu besta mamma í heimi. Þinn sonur, Grétar Jósafat (Jósi). Amma mín, Þóranna Sigríður Jós- afatsdóttir, er hjartahlýjasta mann- eskja sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Hún var alltaf svo yndisleg og góð við alla. Ég var svo lánsöm að alast upp með tvær mömmur og amma mín var önnur þeirra. Við vor- um í miklu sambandi í síma og ég var einnig oft hjá ömmu og afa í Dalseli. Þegar ég fæddist var amma svo ánægð að fá eina litla stelpu í fjöl- skylduna. Hún dekraði við mig alveg út í eitt og amma og afi voru alltaf svo góð við mig þegar ég var lítil og hugsuðu vel um mig. Amma var algjör snyrtipinni, hún þurfti að hafa allt „spikk and span“ og ég man eftir því þegar hún var veik, þá fór ég heim til hennar og ætlaði að hjálpa henni að skúra og þrífa. Amma útskýrði fyrir mér hvernig ég átti að skúra í einn og hálfan klukkutíma af því allt þurfti að vera fullkomið en ég var aðeins 10 mínútur að skúra. Amma mín var æðisleg og þótti vænt um alla í kringum sig. Hún hef- ur allt sitt líf verið rosalega barngóð kona, hún átti okkur barnabörnin og hugsaði um okkur eins og við værum gullin hennar. Hún var líka að vinna á leikskólanum Rjúpnahæð og talaði oft um hvað krakkarnir þar væru yndisleg og öll börn voru svo velkom- in í hennar líf. Mér leið alltaf svo vel í Dalselinu hjá ömmu og afa og þegar ég var lítil þá var ég pottþétt á því að ég ætlaði að búa í Dalselinu þegar ég yrði stór. Takk amma fyrir að vera alltaf svona æðisleg og frábær manneskja. Það er búið að vera erfitt að kveðja þig því ég hélt að þú yrðir alltaf til staðar. Þú munt alltaf eiga stórt pláss í mínu hjarta. Ég elska þig meira en allt. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Ásdís María Grétarsdóttir. Þóranna systir mín var átta árum yngri en ég. Hún var fallegt barn, hnellin með ljósa lokka og hvers manns hugljúfi og ég minnist þess hvað hún var dugleg og lífleg hnáta. Þegar hún óx úr grasi komu fljótt fram þeir eiginleikar sem einkenndu hana alla tíð. Hún var hæglát í fasi og yfirveguð í orðum og gerðum. Hún var skynsöm og hafði ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum en var orðvör, talaði ekki illa um fólk, reyndi frekar að sjá það jákvæða í fari hvers og eins. Það var gott að leita til hennar með vandamál og það var hægt að treysta þagmælsku hennar og ráðum og alltaf var hún boðin og búin að rétta hjálparhönd þar sem þess var þörf. Hún var að jafnaði glaðlynd en frekar dul og flík- aði ekki tilfinningum sínum og kom það berlega í ljós í veikindum hennar en í þeim sýndi hún mikla hetjulund. Hún hafði yndi af því að umgangast börn og því kemur það ekki á óvart að mestan hluta starfsævi sinnar vann hún á leikskólum við gæslu og umönnun barna. Hún var heimakær og bjó sér og sínum fallegt og hlýlegt heimili sem ber vott um vandvirkni hennar og snyrtimennsku. Þangað var alltaf gott að koma enda vel tekið á móti gestum. Fjölskyldan, sem var henni svo kær, hefur misst mikið við fráfall hennar og vil ég votta Jón- steini, sonum, barnabörnum og öðr- um ástvinum hennar innilega samúð mína. Ég er Þórönnu þakklát fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og fjölskyldu mína og er hennar nú sárt saknað. Blessuð sé minning hennar. Stella. Þóranna systir og mágkona er fall- in frá eftir stutta en harða baráttu við krabbamein. Líf Þórönnu ein- kenndist af fórnfýsi, hlýju, góð- mennsku og umhyggju fyrir öðrum. Þessir eiginleikar hennar nutu sín ekki síst í starfi hennar með börnum, en hún starfaði við leikskóla í 25 ár, síðast sem deildarstjóri á leikskólan- um Rjúpnahæð. Í huga Þórönnu var tíminn afstætt hugtak og þegar gesti bar að garði var tekið á móti þeim af höfðings- skap og þeir fengu allan þann tíma sem þeir vildu. Þóranna naut sam- vista við aðra, ekki síst börn eins og fram hefur komið. Börn hennar og barnabörn geta öll borið vitni um þá takmarkalausu hlýju og væntum- þykju sem Þóranna auðsýndi þeim alla tíð. Jónsteinn og Þóranna höfðu komið sér vel fyrir í sælureit að Hofi í Gnúpverjahreppi og oftar en ekki nutu barnabörnin samvista við afa og ömmu þegar þau dvöldu þar. Sama er að segja um ferðir þeirra Jón- steins til æskustöðva þeirra á Siglu- firði, en í þeim ferðum komu þau ætíð við hjá okkur á Sauðárkróki. Það er margs að minnast frá sam- skiptum okkar við Þórönnu og minn- ingabrotin safnast upp. Okkur eru m.a. minnisstæðar ferðir okkar og barna okkar á Jónsmessuhátíðirnar að Hofi þar sem þau Þóranna og Jón- steinn mættu ævinlega klyfjuð af mat og öðru góðgæti handa öllum þeim sem þiggja vildu. Þá áttu þau jafnan aukafatnað handa þeim sem þangað komu vanbúnir. Það er óhætt að segja að enginn hafi farið þaðan svangur frá borði. Gestrisnin og góð- vildin héldust hönd í hönd í öllu sem Þóranna tók sér fyrir hendur. Þóranna var heimakær og lagði mikið upp úr fallegu heimili. Hún var jólabarn og lagði nótt við dag til að heimilið liti sem best út um jólin. Þetta var einkennandi fyrir allt sem hún aðhafðist hvort heldur var í einkalífi sínu eða starfi þar sem hún lagði sig alla fram af mikilli alúð, natni og metnaði. Hannyrðir hennar bera þessum eiginleikum fagurt vitni, en barnabörn okkar njóta góðs af þessum áhuga hennar og eiga flík- ur frá henni sem sem hvarvetna vekja athygli. Þóranna var um margt einstök kona og þeir sem henni kynntust eru vafalaust betra fólk fyrir bragðið. Við kveðjum ástkæra systur og mág- konu. Hennar er sárt saknað, en minningin lifir. Við vottum Jónsteini, sonum þeirra og fjölskyldum okkar innileg- ustu samúð. Lydia og Þorkell. Þú tími eins og lækur áfram líður um lífsins kröppu bugður alltof fljótt. Markar okkur mjög svo undan svíður, minnir á þig, gengur títt og ótt. Það var að morgni þriðjudagsins, 14. september, sem elskuleg mág- kona mín, yfirgaf þessa jarðvist á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut. Hetjulegri baráttu við þennan illvíga sjúkdóm var lokið. Þetta var skammvinn barátta, en mágkona mín hafði verið greind í byrjun júlí. Það var aðdáunarvert hversu mikið æðruleysi hún sýndi þegar þessi sjúkdómsgreining lá fyr- ir. Hún hafði á orði að nú væri þetta á valdi æðri máttarvalda að ákveða hver framvindan yrði en hét jafn- framt sjálfri sér að vera jákvæð hvað sem á dyndi. Við það stóð hún til hinstu stundar. Mér voru afar dýrmætar þær stundir, sem mér gafst til að sitja við hlið hennar, ásamt eiginkonu minni og systur hennar, á meðan á veik- undunum stóð, og spjalla við hana um heima og geima. Í öllum þessum aðdraganda að því sem koma skyldi og ekki varð umflúið, gaf þessi hlé- dræga kona mér í raun aðra sýn á merkingu orðsins „hetja“. Ég kynntist elskulegri mágkonu minni árið 1972, þegar ég og systir hennar, Elenóra, kynntumst. Mág- kona mín tók mér frá fyrstu tíð með kostum og kynjum og á milli okkar ríkti ávallt gagnkvæm virðing og væntumþykja. Mágkona mín var mikil húsmóðir. Þess ber heimili hennar glöggt vitni. Hún var mikið jólabarn og hafði mikla ánægju af að undirbúa heimilið fyrir komu jólanna. Því var það mér alltaf sér- stakt tilhlökkunarefni að heimsækja hana á afmælisdaginn hennar, 23. desember, því að það var þá eins og maður fyndi fyrst að jólin væru kom- in þetta árið, og ekki skemmdu kræsingarnar fyrir. Mágkona mín var einstök kona. Aldrei heyrði ég hana hallmæla nein- um né öfundast yfir velgengni ann- arra. Mágkona mín var hlý kona, sem umvafði börnin mín, eins og væru þau hennar eigin, og eftir að þau uxu úr grasi og stofnuðu eigin heimili, þá fylgdist hún vel með þeim, því ekki vantaði sannan áhuga henn- ar á velferð þeirra. Því er kannski ekki furða þó hún hafi lagt fyrir sig, sem ævistarf, umönnun barna á leik- skólum bæði í Reykjavík og Kópa- vogi, því hún var sönn barnagæla. Það er með miklum trega sem ég í dag kveð elskulega mágkonu mína. Ég þakka henni samfylgdina í þessi tæpu 40 ár og bið Guð almættisins að blessa hana og varðveita um alla ei- lífð. Jónsteini, Elvari, Jósa, Jóni Ingiberg, tengdadætrum, aldraðri tengdamóður, barnabörnum og systkinum votta ég mína dýpstu samúð og bið þann sem öllu ræður að veita þeim þann styrk, sem þarf, til að vinna bug á sorginni. Það er gott að taka ráð í tíma því tíminn ráð öll ber í hendi sér. Á endanum er úti þessi glíma, sjálf eilífðin nú tekur móti mér. (Valgeir Skagfjörð) Sigurður H. Ingimarsson. Í dag er mikill sorgardagur, elsku yndislega vinkona okkar hún Þór- anna er farin. Heilsteyptari og hjartahlýrri stúlku höfum við sjaldan kynnst. Okkur finnst við svo óend- anlega rík að hafa fengið að kynnast svona yndislegri manneskju eins og henni Þórönnu okkar. Fjölskyldan hennar var alltaf efst í hjarta hennar, demantarnir hennar þrír voru henn- ar líf og yndi ásamt barnabörnunum. Börn höfðu alltaf átt stað í hjarta hennar enda gerði hún það að ævi- starfi sínu að hugsa um börn. Minn- ingarnar um þessa fallegu og góðu stúlku eru svo margar og allar fal- legar og yndislegar. Hún sá alltaf það fallega í manninum og hún trúði alltaf á það góða í öllum. Farðu í friði góða vinkona, þér fylgir hugsun góð og hlý. Sama hvað á okkur dynur aft- ur hittumst við á ný. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Elsku Jónsteinn, Elvar, Jósi og Jón Ingiberg, hugur okkar og hjarta er hjá ykkur á þessum erfiða tíma, megi Guð gefa ykkur styrk til að tak- ast á við þessa erfiðu daga. Kær- leikskveðjur sendum við ykkur öllum sem eigið sárt um að binda vegna fráfalls elsku Þórönnu, hennar verð- ur sárt saknað en minningarnar um góða stúlku ylja hjartarótum. Hjartans samúðarkveðjur vegna fráfalls elsku fallegu mágkonu minn- ar, Ari, Lilja, Jón Helgi og Alexander. Á örfáum vikum var einstök kona hrifin á brott og djúpt skarð höggvið í fjölskyldu sem hún lætur eftir sig. Þóranna var engri lík, svo elskuleg og yfirveguð að maður gæti tileinkað sér marga af hennar eiginleikum. Ég minnist Þórönnu aldrei nema sér- staklega vel til hafðrar og er mér minnistætt úr æsku að fara til henn- ar og hlakka til að fá að mála mig. Synir mínir heimsóttu hana einnig og hlökkuðu til að fá að fikta í öllu skrautinu hennar, en heimili hennar og Jónsteins er dúkkuhúsi líkast. Þær systur, Þóranna og mamma, höfðu sérstaka unun af því að tala lengi saman í síma. Því var því iðu- lega kennt um, ef síminn var á tali, að nú hlyti mamma að vera að tala við Þórönnu! Ég hitti Þórönnu í síðasta sinn á spítalanum rúmri viku áður en hún kvaddi. Ég mátti til með að brosa, því þrátt fyrir að vera máttfarin af veikindunum þá var hún afar huggu- leg. Þarna var allt til staðar; huggu- Þóranna Sigríður Jósafatsdóttir HINSTA KVEÐJA Þín hlýja og góða sál mun aldrei gleymast. Þitt bros svo bjart og gleði svo mikil. Þín nærvera svo hlý og góð. Það er sárt að kveðja eins góða konu og þú hefur að geyma. Þín verður sárt saknað, elsku frænka mín. Ég veit að Guð verður með þér. Þinn frændi, Jón Helgi Arason. legt andlit, varalitað brosið, innileg persóna – allt nema hárið og mátt- urinn. Hún eyddi sínum dýrmætu kröftum í að dást að og hrósa öllu fólkinu í kringum sig. Þóranna ætlaði sér að sigrast á þessum illviga sjúkdómi, en varð að lúta í lægra haldi. Hennar er sárt saknað, en eftir lifa verðmætar minningar. Elsku Jónsteinn, Elvar, Jósi, Jón Ingiberg og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Ykkar frænka, Margrét Silja. Eftir stutta baráttu í þínum veik- indum ertu farin, elsku Þóranna móðursystir mín. Þú varst æðrulaus og tókst þeim veikindum með mikilli yfirvegun sem einkenndi þig alla tíð. Þú ert hluti af flestum mínum æskuminningum. Alla öskudaga klæddum við Sigurður bróðir og Jón Ingiberg okkur í eins svakalega bún- inga og okkur gat dottið í hug og sungum fyrir sælgæti eins og venjan er. Á meðan voruð þið mamma búnar að koma ykkur þægilega fyrir í eld- húsinu og tókuð á móti okkur með kræsingar eftir annasamar húsvitj- anir okkar frændsystkina. Eins þeg- ar ég sem lítil skotta fylgdi mömmu til þín í litun og plokkun sem var þín sérgrein og fylgdist agndofa með þessum aðgerðum ykkar. Seinna meir fékk ég sjálf að koma til þín, þú gafst þér ætíð tíma til að taka á móti mér. Þín væntumþykja og hugulsemi hefur fylgt mér alla tíð. Þegar ég vildi ekki halda stúdentsveislu þá komst þú nú samt til mín. Þegar ég átti 25 ára afmæli komstu til mín og gafst mér silfurhring sem mér þykir einstaklega vænt um. Þú áttir eins hring. Þú hafðir einstaklega fallega handskrift sem ég sem barn lagði mikinn metnað í að herma eftir með mjög misjöfnum árangri. Með þeirri handskrift skrifaðir þú fallega texta til mín þegar tilefni var til og notaðir orð eins og „elsku vina“ sem mér þótti afskaplega sjaldgæft og fallegt. Eftir að ég og Brynjar eignuðumst dóttur okkar fyrir tveimur og hálfu ári hefur þín hugulsemi eingöngu aukist og við alltaf fundið fyrir hversu vænt þér þótti um þessa litlu frænku þína enda varstu barngóð með eindæmum. Arngrímur apaskott sem þú gafst henni er uppáhaldsbókin hennar og krossinn sem þú sendir henni fyrir mánuði hangir fyrir ofan rúmið hennar. Við signum krossinn á kvöldin og tölum fallega um Þórönnu frænku. Þú varst einstök kona. Þú munt alltaf eiga stóran hluta af hjarta mínu og huga, elsku frænka mín og ég mun aldrei gleyma þér. Ég vildi að dóttir mín hefði fengið tækifæri til að kynnast þér. Elsku Jónsteinn og fjölskylda. Ykkar missir er mikill. En eftir situr minningin um einstaka konu sem umvafði alla með góðmennsku sinni og kærleik. Það er ykkar ríki- dæmi. Hvíl í friði, elsku frænka. Rakel Sif Sigurðardóttir. Mikið er erfitt að kveðja svona yndislega konu eins og Þórönnu sem snerti hjarta mitt svo djúpt og ég mun ávallt vera þakklát fyrir að hafa kynnst og átt sem einn af bestu vin- um mínum. Þóranna og Jónsteinn reyndust okkur ávallt vel í gegnum árin og það sem ég hef lært í gegnum þessa kveðjustund er að taka tíman- um ekki sem sjálfsögðum hlut, að gera ráð fyrir að hafa þá sem við elskum með okkur um ókomna tíð. Ég hef átt margar góðar stundir með Þórönnu og fjölskyldu sem ég mun varðveita í mínu hjarta. Ég vil votta Jónsteini og fjölskyldu samúð mína og bið guð að vera með þeim á þess- um erfiðu tímum. Minning þín mun lifa sterk í hjörtum okkar allra. Steinunn Ketilsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Þór- önnu Sigríði Jósafatsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.