Morgunblaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2010 FRÉTTASKÝRING Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Áætlað er að fullum afköstum í kjöl- far endurbóta í álveri Alcan í Straumsvík verði náð um mitt ár 2014. Í gær tilkynnti fyrirtækið að ráðist yrði í framkvæmdir sem kosta munu 347 milljónir dollara, eða sem nemur um 40,6 milljörðum króna á núverandi gengi. Ekki er þó um eig- inlega stækkun álversins að ræða, heldur verða straumleiðarar og ann- ar búnaður uppfærður í því skyni að auka rafstrauminn sem veitt er á ál- framleiðslukerin, en með því móti er hægt að auka framleiðslugetuna. Ekki þarf að stöðva vinnslu meðan á uppfærslunni stendur, að undan- skildum þeim kerum sem unnið er að hverju sinni. Ætlunin er að ná 20% framleiðsluaukningu að fram- kvæmdunum loknum. Við það fer framleiðslugetan úr 189 þúsund tonnum á ári í 228 þúsund tonn. Tæknilega flókið verkefni „Verkefnið kom til vegna nauð- synjar þess að bæta öryggisaðbún- að, en þróaðist út í tækifæri til að auka framleiðsluna. Verkefnið reyndist mjög tæknilega flókið, en var þróað með þeim hætti að það sýndist gerlegt og var samþykkt af Rio Tinto [móðurfélagi Alcan á Ís- landi hf.]. Stækkunaraðgerðirnar verða gerðar án þess að vinnsla stöðvist, nema á þeim hluta sem breytt er hverju sinni,“ sagði Pieter Taljaard, verkefnisstjóri stækkun- arverkefnisins, á kynningarfundi í gær. Umsjón með framkvæmd verk- efnisins verður alfarið í höndum ís- lensku verkfræðistofunnar HRV, sem mun annast hönnun, innkaup og framkvæmdir í samvinnu við Alcan. HRV hafa unnið fyrir álver um árabil en þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið sér algjörlega um svo stórt verkefni, að sögn Skapta Vals- sonar, forstjóra. Mikil þekking hafi safnast saman hjá fyrirtækinu og þetta bæti enn við hana. „Við verðum með meira rekstr- aröryggi, við verðum með endurnýj- un á rafmagnsbúnaði þannig að við verðum með öruggari rekstur á ker- skálunum,“ sagði Rannveig Rist, forstjóri Alcan, í samtali við Morg- unblaðið. „Við misstum nú út einn kerskála árið 2006, þannig að þetta minnkar líkur á því. Við bætum hreinsibúnaðinn þannig að við náum að hreinsa hvert tonn af áli betur sem fer frá okkur,“ bætir hún við. Útblástur mun dragast saman um 10% á hvert tonn, en að teknu tilliti til framleiðsluaukningar mun hann aukast um 5-7% í heildina. Ekki varð ljóst hvort mögulegt væri að fara í fyrirhugaðar fram- kvæmdir fyrr en raforkusamningur Alcan og Landsvirkjunar var frá- genginn í vikunni. Samningurinn gildir til ársins 2036, og tryggir Alc- an 75MW orku umfram það sem fyr- irtækið kaupir í dag. Ekki fyrsti kostur Sú leið sem nú er farin til að auka framleiðslu álversins er ekki endi- lega fyrsti kostur fyrirtækisins. Auðveldara hefði verið að stækka ál- verið og taka í notkun ný ker. Sú leið var hins vegar felld í íbúakosn- ingu og því er þetta gert með þess- um hætti, að sögn Rannveigar. Hún segir framleiðsluna í verk- smiðjunni, eins og hún er í dag, hafa verið komna að þanmörkum. Því hafi verið ákveðið að fara í straumhækkunarverk- efnið nú. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flókið verkefni Pieter Taljaard, verkefnisstjóri stækkunarverkefnisins, Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi og Skapti Valsson, forstjóri HRV. Tugmilljarða uppfærsla  Framleiðslugeta álvers Alcan í Straumsvík mun aukast um 20% að loknum upp- færsluframkvæmdum  Heildarkostnaðurinn yfir 40 milljarðar króna Pétur Óskarsson, talsmaður sam- takanna Sólar í Straumi, segir þá leið, sem Alcan fer við fram- leiðsluaukningu nú, vera ásætt- anlega. „Þetta er í raun bara eðli- leg þróun sem ásér stað núna, að fyrirtækið lagi til hjá sér innan- húss og auki framleiðsluna, og við gerum enga athugasemd við það“ segir Pétur. Samtökin Sól í Straumi lögðust gegn fyrirhugaðri stækkun álvers- ins í Straumsvík á sínum tíma, en sú fyrirætlan var felld í atkvæða- greiðslu íbúa Hafnarfjarðar. „Það sem var í uppsiglingu á sínum tíma var náttúrulega margfalt það sem nú er að gerast. Það átti að þre- falda verksmiðjuna, en nú er verið að auka framleiðsluna um 20%. Við höfum frá upphafi ekki gert at- hugasemdir við þær hugmyndir og ekki fjallað um þær eitt eða neitt,“ segir Pétur. Ekkert við aukningu að athuga  Innanhússtiltekt Alcan eðlileg þróun Pétur Óskarsson Hörður Arn- arson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að vaxta- kjör Landsvirkj- unar í nýlegu skuldabréfaút- boði fyrirtækisins séu mjög ásætt- anleg. Fyrirtækið sótti sér 100 milljónir dollara með 6,5% vöxtum, fyrir milligöngu Deutsche Bank. „Miðað við mark- aðsaðstæður eru þetta mjög eðlileg kjör. 6,5% fastir vextir er hagfellt eins og er. Það er í rauninni með ólíkindum að við náum þessum kjör- um meðan Írland seldi rík- isskuldabréf með 6,1% vöxtum á svipuðum tíma og við gáfum okkar bréf út,“ segir Hörður. Fyrirtækið geti til langs tíma rekið sig með fjár- magnskostnaði viðlíkan þeim sem fylgdi nýgengnu skuldabréfaútboði: „Okkar fjárfestingar þola 6,5% vexti miðað við arðsemismat, þó vaxtakjör hafi vissulega verið betri á und- anförnum árum. En sé horft fram á veginn bind ég vonir við að Lands- virkjun fái enn betri vaxtakjör,“ seg- ir Hörður. Landsvirkjun sé nú nán- ast með nægt fé til að mæta öllum gjalddögum erlendra lána fram til ársloka 2012. Hörður segir að Landsvirkjun gæti í raun greitt nið- ur öll erlend lán á 10-12 árum, yrði ekki ráðist í frekari framkvæmdir. Betri kjör vegna Búðarháls Búðarhálsvirkjun er næsta stóra verkefni Landsvirkjunar. Hörður segir að ætlunin sé að sækja erlenda fjármögnun fyrir því verkefni, eða á bilinu 150-200 milljónir dollara. Framkvæmdin verður fjármögnuð með lánsfé að um það bil tveimur þriðju. Hörður telur að vaxtakjör Landsvirkjunar vegna fjármögn- unar á Búðarhálsvirkjun verði tals- vert betri en nú síðast: „Útboðið um daginn var fyrsta erlenda skuldabréfaútboð íslensks fyr- irtækis, ég hef trú á að hið næsta verði okkur hagstæðara.“ Orkan frá Búðarhálsvirkjun verð- ur að mestu seld til álversins í Straumsvík. Álverið þarf á 75 mega- wöttum að halda, svipuðu og Búð- arhálsvirkjun mun framleiða. Hagfellt eins og er að fá 6,5% vexti Hörður Arnarson Því hefur verið haldið fram að nýr orkusamningur Alcan og Landsvirkjunar, sem er for- senda framkvæmdanna nú, sé mjög hagstæður fyrir Lands- virkjun. Spurð hvort það þýddi að hann væri síður hagstæður fyrir Alcan vildi Rannveig ekki fallast á það. „Samningurinn er nokkuð sem við sættum okkur við. Það er hægt að orða það þannig. En það er alltaf þann- ig þegar menn semja að þeir verða að kom- ast að niðurstöðu sem báðir aðilar eru sáttir við,“ segir Rannveig. Sátt við kjör ORKUSAMNINGUR 347 milljónir dollara sem fjárfest verður í verkefninu, um 40 milljarðar króna 470 ársverk sem verkefnið kallar á í heild sinni á framkvæmdartímanum 228.000 tonn af áli sem álverið getur fram- leitt á ári eftir aukningu 20% framleiðsluaukningin sem reiknað er með að náist að fullu árið 2014 26 ár sem nýr raforkusasmningur Alc- an og Landsvirkjunar gildir ‹ FRAMLEIÐSLUAUKNING › » Jóhann Ágústsson, fyrrverandi aðstoð- arbankastjóri Lands- bankans og stjórnar- formaður Visa, lést í gærmorgun, 80 ára að aldri. Jóhann fæddist í Reykjavík 4. maí 1930. Foreldrar hans voru Ágúst Markússon veggfóðrunarmeistari og Guðrún Guðmunds- dóttir húsmóðir. Jó- hann var næstyngstur fjögurra systkina. Eftirlifandi eiginkona Jóhanns er Svala Magnúsdóttir, en þau gengu í hjónaband árið 1952. Þau eignuðust þrjú börn, Magnús f. 1954, Guðmund Örn f. 1960 og Sól- veigu Fríðu f. 1972. Barnabörn Jó- hanns urðu alls sjö talsins. Eftir að Jóhann lauk gagnfræða- prófi hóf hann strax störf hjá Landsbank- anum. Árið 1952 lá leiðin síðan til Parísar þar sem hann hóf störf hjá Union Euro- pean-bankanum. Jó- hann sótti fjölmörg námskeið í fjár- málum, meðal annars í Oxford-skóla á Eng- landi. Einnig starfaði hann við Scand- inavian Bank í Lond- on. Eftir að Jóhann kom aftur til Ís- lands hóf hann aftur störf hjá Landsbankanum og varð að end- ingu aðstoðarbankastjóri þar til hann hætti við 68 ára aldur. Jóhann var stjórnarformaður VISA á Íslandi um 14 ára skeið, en hann var einn stofnenda fyrirtæk- isins hér á landi. Andlát Jóhann Ágústsson WWW.LEIKFELAG.IS NÆSTU SÝNINGAR 24.- 25. SEPT. Í HOFI MIÐASALA Á NETINU: LEIKFELAG.IS NETFANG: MIDASALA@LEIKFELAG.IS SALA AÐGÖ NGUMIÐA Á WWW.LE IKFELAG.IS “Hörkushow” Mbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.