Morgunblaðið - 24.09.2010, Síða 18

Morgunblaðið - 24.09.2010, Síða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2010 Morgunblaðið/Ernir Ráðherra Steingrímur boðaði meiri niðurskurð á næsta ári. Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Skattar móta hegðun fólks og fyrir- tækja og lágmarka þarf neikvæð áhrif þeirra. Kom þetta fram í máli Vilhjálms Egilssonar, framkvæmda- stjóra Samtaka atvinnulífsins, á skattafundi SA og Viðskiptaráðs. Vilhjálmur segir að hagkvæmast sé að hafa breiða skattstofna með lág- um prósentum. Á fundinum voru kynntar tillögur SA og Viðskiptaráðs um breytingar á skattalögum og er þar m.a. lagt til að tekjuskattur á fyrirtæki verði aftur lækkaður í 15 prósent og að ný ákvæði um skattlagningu arðs að hluta til sem launatekjur verði felld brott. Sagði Vilhjálmur að til að standa undir aukinni skattbyrði, meðal ann- ars auðlegðarsköttum, þyrftu eigend- ur smærri fyrirtækja að taka meira fé úr fyrirtækjum sínum. Vegna þess að hluti arðsins er skattlagður sem launatekjur þarf eigandinn að taka enn meira fé út, og nýtist það fé því ekki til uppbyggingar fyrirtækisins. Þá nefndi Vilhjálmur að þegar reiknaður er fjármagnstekjuskattur af vergum fjármagnstekjum, þ.e. nafnverðsávöxtun, gæti raunveruleg skattlagning verið mun meiri en skattprósentan segir til um. Við ákveðnar aðstæður gæti fjármagns- tekjuskattur verið hærri en tekju- skattur, þegar horft er til raunávöxt- unar fjármagns. Er í tillögunum lagt til að heimilt verði að draga vaxta- gjöld frá fjármagnstekjum við út- reikning skattsins, líkt og viðgengst erlendis. Steingrímur J. Sigfússon, fjár- málaráðherra, sagði á fundinum það ranghugmynd að aðlögun í ríkisfjár- málum hefði aðallega verið á skatta- hliðinni. Frumtekjur ríkissjóðs hefðu aukist um 2,5 prósent af vergri lands- framleiðslu en útgjöld dregist saman um fjögur prósent af landsfram- leiðslu. Árið 2011 er gert ráð fyrir því að frumjöfnuður hafi batnað um 9,7 pró- sent af landsframleiðslu og að 78 pró- sent aðlögunarinnar komi á gjalda- hliðinni. Með öðrum orðum verði meira skorið niður af útgjöldum en tekið verði inn í formi skatta. Því eigi tal um skattpíningu ekki rétt á sér. Í umræðum eftir ræðu Steingríms voru þessi ummæli gagnrýnd og sagði Þórður Magnússon, stjórnar- formaður Eyris Invest, m.a. að þegar skattprósenta hækkaði gætu skatt- tekjur ríkisins minnkað rétt eins og sala á vöru getur dregist saman þeg- ar söluverð er hækkað. Breiðir skattstofnar með lágum prósentum  Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð vilja að létt sé á skattbyrði fyrirtækja, sem nú geri rekstur þeirra erfiðan Stuttar fréttir ... ● Miklar sviptingar hafa verið á skuldabréfamark- aði í vikunni. Í fyrradag hafði skuldabréfamark- aðurinn lækkað um 8% á tímabili, en við lokun markaða hafði sú lækkun gengið til baka að nokkru leyti. Miklar sveiflur voru á flestum skuldabréfaflokkum. Til að mynda höfðu bréf á gjalddaga árið 2044 lækkað um 11% á þremur dög- um. Í fyrradag var veltan á skuldabréfa- markaði tæplega 36 milljarðar króna samkvæmt viðskiptayfirliti frá Kauphöll Íslands, en það er mesta velta á þeim markaði síðan 7. október 2008, þegar margir forðuðu sér með fé sitt í örugg- ara skjól skuldabréfa í kjölfar hruns fjármálakerfisins. Stöðugleiki náðist þó á skuldabréfamarkaðnum í gær, en verðtryggð bréf hækkuðu lítillega og óverðtryggð lækkuðu um rúmlega 1,3%, samkvæmt GAMMAxi-vísitölunni. Velta var engu að síður talsverð, eða rúmlega 30 milljarðar króna. Hækkun á skuldabréfum frá ársbyrjun er engu að síður talsverð þrátt fyrir lækkun vik- unnar. Þannig hefur GAMMA: GBI- vísitalan hækkað um tæplega 12% frá ársbyrjun. Miklar sviptingar á skuldabréfamarkaði Kauphöll Íslands. ● Christian Baha, sem stýrir vog- unarsjóðnum Su- perfund, fékk hlut- verk í myndinni „Wall Street: Mo- ney Never Sleeps“, sem er framhald Oliver Stone-mynd- arinnar „Wall Street“ frá árinu 1987. Baha á það að þakka vináttu við leikstjórann, sem hefur fjárfest í sjóðnum. Alls hefur sjóður þessi 1,2 milljarða dollara til umráða. Baha er að sjálfsögðu í hlutverki vogunarsjóðstjóra í myndinni, en Michael Douglas er sem fyrr í hlut- verki hins ákveðna fjármálajöfurs Gordons Gekkos. Að sögn er myndin lítt dulbúin árás á hinn umdeilda fjár- festingabanka Goldman Sachs. Vogunarstjóri fær hlut- verk í Wall Street 2 Christian Baha viðsnúning á síðari hluta ársins 2009 hafi einkaneyslu slegið niður aftur á fyrri helmingi þessa árs. Allar vís- bendingar ganga þó í þá átt að síðari hluti ársins 2010 verði betri og að landsframleiðslutölur fari að sýna viðsnúning á ný. Áframhaldandi slaki verður í efna- hagslífinu á næstu árum, ef marka má spána. Landsframleiðslan mun ekki skreppa meira saman, en vöxtur hennar verður langt undir langtíma- hagvexti, sem hefur að meðaltali ver- ið um 3,9 prósent. Spáir greiningar- deildin því að hvergi meðal OECD ríkja muni mælast jafn lítill hagvöxt- ur og á Íslandi árin 2010 og 2011. Þá segir þar að litlar fjárfestingar séu framundan, meðal annars vegna ruðningsáhrifa frá hallarekstri ríkis- sjóðs, þar sem fjárfestar leita í öruggt skjól frekar en að fara út í áhættumeiri fjárfestingar á vegum einkafyrirtækja. Ríkið tekur meira til sín Þá hljóti öll sú óvissa, sem ríkir um skattastefnu ríkisins, íhlutun stjórn- valda og skuldastöðu fyrirtækja að draga úr fjárfestingarhvata. Í spánni er einnig bent á sívaxandi hlut ríkisins í hagkerfinu. Frá stríðs- lokum hafi hlutdeild einkaneyslu í landsframleiðslu farið úr 80 prósent- um í 50 prósent og hefur aldrei mælst lægri en nú. Þetta megi rekja til fall- andi kaupmáttar og skuldakreppu al- mennings. Minnkandi vægi einka- neyslu jafnt og þétt síðastliðinn áratug endurspegli meðal annars hvernig ríkið hafi tekið meira til sín af tekjum fólks í formi skatta. Hið góða er þó að mati greining- ardeildarinnar að verðbólguhorfur séu góðar og að allar líkur séu á því að verðbólgan haldist undir verð- bólgumarkmiði Seðlabankans út árið 2013. Atvinnuleysi muni minnka, en þó ekki hratt, enda sé útlit fyrir að efnahagsbatinn verði veikur á tíma- bilinu. Spá því að hagvöxtur á næsta ári verði nær enginn  Greiningardeild Arion banka segir að hagkerfið muni ekki skreppa meira sam- an, en hagvöxtur verði veikur á næstu árum  Verðbólga verði þó ekki mikil Morgunblaðið/RAX Spá Greiningardeild Arion banka gerir nú ráð fyrir því að framkvæmdum við álverið í Helguvík verði slegið á frest og gerir ekki ráð fyrir þeim í spá. Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Hagvöxtur á næsta ári verður aðeins um 0,5 prósent, ef spá greiningar- deildar Arion banka rætist, en grein- ingardeildin kynnir spána í dag. Er í spánni gert ráð fyrir því að ekkert verði af framkvæmdum í Helguvík á árinu, en hins vegar er Búðarhálsvirkjun ennþá inni í spánni. Spá greiningardeildar Arion banka er því mun svartsýnni en spár fjár- málaráðuneytis og Seðlabankans. Í nýjustu útgáfu Peningamála Seðlabankans er gert ráð fyrir því að hagvöxtur á næsta ári verði 2,4 pró- sent, sem þó er minna en gert hafði verið ráð fyrir áður af hálfu bankans. Fyrri spá hafði gert ráð fyrir 3,4 pró- senta hagvexti árið 2011, en forsend- ur varðandi stóriðjuframkvæmdir hafa breyst. Fjármálaráðuneytið spáði því svo haustið 2009 að hagvöxtur árið 2011 yrði 2,8 prósent og að það ár yrði við- snúningur í atvinnulífinu. Það ár ger- ir ráðuneytið ráð fyrir að stóriðju- framkvæmdir verði meiri en árin á undan og önnur fjárfesting sömuleið- is. Bæði spá fjármálaráðuneytis og Seðlabanka gera, eins og sjá má, ráð fyrir mun meiri stóriðjuframkvæmd- um á næsta ári en gert er í spá Arion. Þar segir að eftir nokkuð snöggan Hagvaxtarspá » Greiningardeild Arion spáir 5,2 prósenta samdrætti í hag- kerfinu í ár og að hagvöxtur verði 0,5 prósent árið 2011. » Árin 2012 og 2013 verður hagvöxtur á bilinu 2,1 til 2,2 prósent, ef marka má spána. » Verðbólga verður á bilinu 1,6 til 2,8 prósent á tímabilinu. Þórður Gunnarsson thg@mbl.is A-hluti Reykjavíkurborgar var rekinn með tæp- lega 1,4 milljarða tapi fyrir fjármagnsliði á fyrstu sex mánuðum ársins, samkvæmt óendurskoðuð- um árshlutareikningi. Afkoma A-hluta er um það bil einum milljarði króna betri en fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir. Að teknu tilliti til skatta og áhrifa hlutdeildarfélaga nam tap af rekstri A-hluta 854 milljónum króna, sem er um það bil 700 millj- ónum króna minna tap en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Skýrist það aðallega af tveimur atriðum. Annars vegar námu tekjur af fasteignaskatti 400 milljónum meira en gert hafði verið ráð fyrir. Í annan stað var svokallaður „annar rekstrarkostn- aður“ 600 milljónum lægri en áætlað hafði verið. Aðrir kostnaðar- og tekjuliðir Reykjavíkurborgar stóðust í meginatriðum, í það minnsta hvað A- hlutann varðar. Fjármagnsjöfnuður jákvæður Sé litið til A- og B-hluta Reykjavíkurborgar var rekstrarniðurstaða jákvæð um 2,1 milljarð króna, fyrir fjármagnstekjur og fjármagnsgjöld. Fjár- magnsjöfnuður A- og B-hluta var jákvæður um rúmlega 2,1 milljarð á fyrstu sex mánuðum ársins, en gert hafði verið ráð fyrir 2,4 milljarða tapi. Langstærsta eining B-hluta Reykjavíkurborgar er Orkuveita Reykjavíkur, en skuldir félagsins nema á þriðja hundrað milljarða. Gengi krónunn- ar hefur styrkst nokkuð það sem af er ári. Bók- færður gengismunur í A- og B-hluta Reykjavík- urborgar er enda jákvæður um 11 milljarða. Gengisþróun hjálpar  Rekstur A-hluta betri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir  Fasteignaskattur skilaði 400 milljónum meira Morgunblaðið/Eggert Reykjavík Gengisstyrking krónunnar bætir af- komu A og B-hluta verulega á fyrri hluta árs.                                            !"# $% " &'( )* '$* ++,-. +/0-/+ +++-,+ .0-1+2 +3-40+ +1-1/, ++1-5, +-21.4 +55-+ +,2-,3 ++,-45 +/+-., +++-/4 .0-152 +3-4,/ +1-524 ++5-0/ +-2114 +55-12 +,4-0. .05-+.55 ++,-54 +/+-13 ++.-+5 .0-522 +3-,+, +1-5/2 ++5-4+ +-2504 +5/-+1 +,4-4,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.