Morgunblaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 11
Barnaefni í dag, er það nú della. Ekki það að éghorfi mikið á barnaefni, ekki svona á síðustu ár-um. Til þess horfi ég á of mikið á klám. Nei,djók – ég er alltaf á fésbók og gúggúlínunni.
Fjarri mér að ætla að normalísera nokkurn skapaðan
hlut, ég er tussufínn og borga Icesave upp í topp.
Að því sögðu:
Síðast þegar ég gjóaði augum á skjáinn hjá fjögurra ára
gömlum frændum mínum sá ég þar sprangandi tíu ára
pjakk sem gekk undir nafninu Benedikt tíundi eða Ben
10. Ósköp venjulegur krakki nema það að með einhvers
konar armbandi getur hann brugðið sér í nánast allra
kvikinda líki. Þessi skartgripur og kraftar hans koma sér
vel fyrir Benna sem sífellt er að koma sér í allskonar æv-
intýri sem ég skil ekkert í. Nákvæmlega ekki neitt.
Þau krefjast þess alltént að hann breyti sér með
hjálp armprjálsins í framandi geimfyrirbæri á borð
við Fýlufluguna, Hitahöggið, Óða rakkann og
Draugskrípið. Já, sæll. Þessi Ben 10. er með því
skrítnasta sem ég hef séð og samt hef ég sko
verið á netinu. Dísess, maður!
Þetta var litlu skárra fyrir tíu árum. Þá
var það pókímon-draslið. Ég man glögg-
lega eftir öðru frændsystkinasetti að
leika sér með undarlegar fígúrur
sem slógust án góðrar ástæðu og
betrumbættust eða þróuðust á
darwinska vísu í hvert skipti sem
þær lögðu andstæðing að velli.
Svo var bara hnussað þegar ég
skildi ekki neitt í þessari vitleysu. Gott ef annað
þeirra systkina átti ekki lyklakippu sem
klæmdist þegar maður potaði í kviðinn á henni; æpti við
potið „píka, píka, píkatsjú!“ Japanskt fyrirbæri, þetta
pókímon. Undarlegheitin útskýrð.
Ég ætla ekki einu sinni að byrja á að tala um sýru-
trippið sem Stubbarnir eru. Læt eitt þéttingsfast skriflegt
stubbaknús nægja. *stubbaknús!*
En þetta hefur ekki alltaf verið svona, fjarri því. Ég
þarf bara að hugsa aftur til áranna 1989 til 1992, þá lífið
var mjólk og hafrakex.
Og þá horfði ég, barnið sem ég var, á Turtles.
Það – sjáið nú til – það var eðlilegt barnaefni;
fjórar stökkbreyttar táningsskjaldbökur,
nefndar í höfuðið á endurreisnarlista-
mönnum, síétandi pitsur og menntaðar í
ninjalistum af hálfmennskri rottu í bleik-
um náttslopp, sem berjast hatramm-
lega við mannlegan dósaopnara
sem hyggur á heimsyfirráð
ásamt nashyrningsmanni,
stökkbreyttu villisvíni, vís-
indaflugumanni og her vél-
menna sem talandi heili úr
annarri vídd lagði til.
Allt mjög eðlilegt. Eðlilegt,
segi ég – eðlilegt!
Skúli Á. Sigurðsson | skulias@mbl.is
»Fjarri mér að ætla að normalíseranokkurn skapaðan hlut, ég er tussu-
fínn og borga Icesave upp í topp.
Heimur Skúla
GRILLVEISLA
Í KRÓNUNNI LIN
DUM
kl. 1600 í dag!
LINDUM
OPIÐ ALLA DAGA KL. 10-20
Við heilgrillum lamb í samvinnu við
Landssamtök sauðfjárbænda – komdu og smak
kaðu!
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2010
Annað kvöld, laugardagskvöld,
verður svo sveitaball haldið í miðri
höfuðborginni.
„Við endum hátíðina á sveitaballi
með Skítamóral og DJ Atla. Það er
öðruvísi stemning en kvöldið áður en
mjög skemmtileg. Það má reyndar
ekki koma með sitt eigið áfengi en ég
mæli með lopapeysu og gúmmítútt-
um, það er spáð smárigningu og get-
ur orðið kalt í tjaldinu svo í guðanna
bænum ekki mæta í hælaskóm. Hlý
föt og þægilegir skór eru málið,“ seg-
ir Ósk kankvís.
Þrjú tjöld og góð spá
Ósk var á fullu við skipulagningu
hátíðarinnar þegar blaðamaður náði í
hana í gær og sagði hún undirbúning-
inn aldrei hafa gengið svona vel.
„Oft hefur verið svo brjálað veð-
ur að við höfum, liggur við, verið að
setja tjaldið upp sama dag og hátíðin
byrjar, en núna erum við tímanlega
og í þessum töluðum orðum erum við
að setja upp barina, borðin og stólana
og gera miðasöluna tilbúna.
Það hafa aldrei verið jafnmörg
tjöld og jafnstórt svæði og í ár. Þetta
hefur alltaf farið fram í einu tjaldi en
núna erum við með eitt risatjald og
tvö önnur minni, svæðið er líka girt
af. Þetta er viðamesta Októberfestið
hingað til. Í fyrra mættu 2.000 manns
þótt veðrið væri ekki gott en núna er
spáin ágæt svo við búumst við góðri
mætingu.“
Spurð hvaða þýðingu hátíðin hafi
fyrir nemendur Háskóla Íslands seg-
ir Ósk hana vera mikla. „Það er alltaf
gaman að lyfta sér upp með vinum
sínum og skólafélögum, fólk verður
að fá smápásu frá bókunum. Þetta er
stærsti viðburðurinn á háskólaárinu
og stemningin í skólanum fyrir hátíð-
inni áþreifanleg,“ segir Ósk.
Miðasala á hátíðina er á Midi.is.
Hægt er að kaupa armband á hátíð-
ina sem gefur aðgang alla dagana en
einnig er hægt að kaupa sig inn á stök
kvöld. Ef miðarnir seljast ekki upp
verður einnig miðasala við inngang-
inn.
Morgunblaðið/Ernir
l skemmta
Endilega …
… skellið ykkur í salsasveiflu
Gaman Suðrænn dans er sjóðheitur.
aðferð til að kynnast öðru fólki.
Nú er um að gera að munstra sig í
dansinn, af nógur er að taka, hvort
sem það eru penir samkvæm-
isdansar, dillandi diskódansar, rífandi
rokk, brjálað breik, sveiflandi salsa,
hömlulaust afró eða eitthvað annað.
Drífa sig!
Allskonar dansnámskeið fara af stað
á haustin og um að gera að liðka
legginn og skella sér á eitt eða fleiri
slík námskeið, annaðhvort til að rifja
upp gamla takta eða læra eitthvað al-
veg nýtt.
Dans er skemmtileg leið til að
halda sér í formi og auk þess kjörina