Morgunblaðið - 27.09.2010, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Ekkert er fjallað um byggingu
samgöngumiðstöðvar í yfirstand-
andi viðræðum samgönguyfirvalda
og lífeyrissjóða um fjármögnun
stórra verkefna í samgöngumálum.
Byggingin var á meðal verkefna
sem hrinda átti í framkvæmd við
gerð stöðugleikasáttmálans sumarið
2009. Heimildarmenn sem komu að
þeim undirbúningi eru orðnir
vantrúaðir á að ráðist verði í þessa
byggingu í Vatnsmýri. Boltinn sé
hjá Reykjavíkurborg sem virðist lít-
ið hafa aðhafst í málinu að und-
anförnu.
„Það voru mér mjög mikil von-
brigði að fyrrverandi meirihluti [í
borgarstjórn] skyldi ekki standa við
það loforð sem þau gáfu í vetur að
auglýsa deiliskipulagið í tæka tíð og
fyrir kosningar. Það var ekki gert.
Síðan er komin gjörbreytt borg-
arstjórn og ég veit ekki hvar málið
er statt í borgarkerfinu,“ segir
Kristján L. Möller, fyrrv. sam-
gönguráðherra, sem stýrir viðræð-
unum við lífeyrissjóði fyrir hönd
samgönguráðherra.
,,Við vorum búin að teygja okkur
eins og við gátum í vetur og gera
allar þær breytingar sem óskað var
eftir af hálfu borgaryfirvalda gagn-
vart hugmyndinni um staðsetningu
norðan við Loftleiðahótelið. Við
höfðum gengið til móts við það allt
saman og það var ekkert eftir nema
að ljúka þessu í borgarkerfinu. Það
voru mér því mikil vonbrigði að
fyrrverandi meirihluti, með Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur í broddi fylk-
ingar, skyldi ekki klára það dæmi
eins og loforð höfðu verið gefin
um,“ segir Kristján.
Farið yfir málin
Páll Hjaltason, formaður skipu-
lagsráðs Reykjavíkurborgar, segir í
svari við fyrirspurn blaðsins að
þetta verkefni sé í skoðun hjá
skipulagsráði. „[…] við fengum
kynningu frá hagsmunaaðilum núna
í vikunni. Ekki var tekin ákvörðun
um afgreiðslu málsins á þeim fundi
og er verið að fara yfir málin.“
Enn óvissa um miðstöðina
Kristján L. Möller segir það mikil vonbrigði að síðasti borgarmeirihluti hafi ekki
staðið við gefin loforð Verkefnið er til skoðunar að sögn formanns skipulagsráðs
,,Við vorum búin
að teygja okkur
eins og við gátum í
vetur.“
Kristján Möller
Sighvatur Björg-
vinsson lætur af
störfum sem
framkvæmda-
stjóri Þróunar-
samvinnustofn-
unar Íslands um
áramótin. Frá
þessu segir í frétt
á vefsetri stofn-
unarinnar. Fram
kemur að starf-
inu hafi Sighvatur sagt lausu frá og
með 1. október með þriggja mánaða
uppsagnarfresti. Nýr yfirmaður,
sem utanríkisráðherra skipar, tekur
því við starfinu um áramót.
Haft er eftir Sighvati, sem verður
sjötugur snemma á næsta ári, að
hann hafi íhugað að láta af störfum
fyrir tveimur árum. Vegna efna-
hagshrunsins hafi hann hins vegar
ákveðið að doka við og sjá hver
framvindan yrði. Nú sé staðan vel
ásættanleg og miðað við fjárlög
næsta árs sé gefinn kostur á að fara
af stað með ný verkefni. Í dag vinna
Íslendingar að þróunarverkefnum í
fimm löndum, það er Malaví, Nami-
bíu, Mósambík, Níkaragva og Úg-
anda.
Sighvatur Björgvinsson tók við
starfi framkvæmdastjóra Þróun-
arsamvinnustofnunar Íslands árið
2001. Þar á undan var hann lengi
þingmaður Alþýðuflokksins og ráð-
herra, ritstjóri Alþýðublaðsins auk
þess að sinna ýmsum fleiri störfum.
sbs@mbl.is
Sighvatur
hættir
hjá ÞSSÍ
Sighvatur
Björgvinsson
Á förum um áramót
eftir um tíu ára starf
SVIÐSLJÓS
Ingibjörg Rósa Björnsdóttir
ingibjorgrosa@mbl.is
Um 120-130 manns hafa verið teppt-
ir inni í Þórsmörk frá í gærdag en
ófært er yfir Steinsholtsá vegna
mikilla vatnavaxta í kjölfar úrhellis á
svæðinu. Að auki eru árfarvegir
kringum Eyjafjallajökul flestir
grunnir fyrir vegna eðju eftir eld-
gosið í jöklinum í vor. Þannig flæddi
yfir þjóðveg 1 á tveimur stöðum
undir Eyjafjöllum í gærkvöldi, við
Svaðbælisá og Holtsá. Rigningu var
spáð fram yfir miðnætti á svæðinu
kringum Eyjafjallajökul en í dag
spáir Veðurstofan suðaustanátt og
lítilli eða engri úrkomu fyrr en með
kvöldinu.
Best að halda kyrru fyrir
Þrír hópar eru fastir í Básum,
Húsadal og Langadal í Þórsmörk,
alls milli 120-130 manns. „Hér er
u.þ.b. 50 manna nýliðahópur frá
Hjálparsveit skáta í Kópavogi, allir í
góðu yfirlæti,“ sagði Arnar Ásgríms-
son, skálavörður í Langadal, í sam-
tali við Morgunblaðið í gærkvöldi en
þá voru strandaglóparnir að und-
irbúa kvöldvöku. Fólkið er á aldr-
inum 17-30 ára og var í nýliðaferð á
vegum hjálparsveitarinnar en þau
gengu frá Emstrum niður í Þórs-
mörk á laugardag. „Þau voru nú svo
heppin að þeim var sagt að koma
með nesti fyrir laugardagskvöldið en
fengu svo óvænta hamborgaraveislu
og áttu því aukanesti fyrir kvöldið í
kvöld. Annars hefði nú matur verið
af skornum skammti.“ Arnar kann-
aði aðstæður á svæðinu í gær í sam-
ráði við aðra skálaverði og var tekin
ákvörðun um að halda mann-
skapnum inni í Mörk. „Steinsholtsá
er kolófær og hinar mjög vatns-
miklar, ekki kannski djúpar en
Hvanná t.d. er mjög skorin og leið-
inleg. Það væri kannski hægt að
komast þetta ef lífið lægi við en með-
an allt er í góðu er best að halda
kyrru fyrir og leyfa þessu að ganga
yfir.“ Arnar sagði stöðugt hafa rignt
frá því í gærmorgun en ef veðurspá
gengi eftir myndi stytta upp fljót-
lega eftir miðnætti. „Þá tekur það
ána svona sjö klukkutíma að jafna
sig svo það verður í fyrsta lagi um
hádegi sem fólk getur farið að hugsa
sér til hreyfings hér.“
Litlar skemmdir á veginum
Undir Eyjafjöllum hækkaði
hratt og stöðugt í ám eftir því sem
rigndi í gær og var stöðugt mokað
upp úr farvegum Holtsár og Svað-
bælisár. Að sögn Bjarna Jóns Finns-
sonar, yfirverkstjóra Vegagerð-
arinnar á svæðinu, var það gert til að
koma í veg fyrir að vatn flæddi yfir
brýrnar en þá hefði vatnið grafið
sundur veginn við enda brúnna og
þjóðvegur 1 rofnað. Þótt árnar hafi
flætt yfir veginn í gærkvöldi urðu
sáralitlar skemmdir á honum og í
samtali við Morgunblaðið um klukk-
an tíu í gærkvöldi var Bjarni Jón
bjartsýnn á að þær yrðu óverulegar
ef spár um uppstyttu í nótt rættust.
„Okkur sýnist að úrkoman sé að
minnka þannig að við erum frekar
bjartsýnir á að þetta sleppi.“
Flóð og ófærð á Suðurlandi
Flæddi yfir þjóðveg 1 undir Eyjafjöllum Vinnuvélar mokuðu stöðugt upp
úr árfarvegum Rúmlega eitt hundrað ferðalangar enn tepptir í Þórsmörk
Hellidemba
» Úrkoma á Vatnsskarðs-
hólum í Mýrdal mældist um
70 mm frá því á laugardags-
morgun til sunnudagskvölds.
» Mikil eðja í ám í kring-
um Eyjafjallajökul veldur því
að farvegir þola illa vatna-
vexti í kjölfar haustrigningar.
» 120-130 manns í þremur
hópum inni í Þórsmörk bíða
þess að vatnið sjatni.
» Rigning og rok var á
svæðinu í gærdag, hviðurnar
í Þórsmörk fóru upp í
25m/s.
» Ár flæddu yfir Suður-
landsveg undir Eyjafjöllum en
ollu ekki miklum skemmdum
» Veðurspá gerir ráð fyrir
meiri úrkomu í kvöld.
Ljósmynd/Árni Bjarnason
Flóð Við Holtsá undir Eyjafjöllum rann vatn í stríðum straumum yfir veginn á um 150 metra kafla. Litlar skemmdir urðu þó á veginum.
Á Alþingi í dag eru þrjú mál á dag-
skrá en þingfundur hefst klukkan
10.30. Verður haldið áfram að fjalla
um skýrslu þingmannanefndarinnar
sem fjallaði um skýrslu rannsókn-
arnefndar Alþingis.
Að henni lokinni hefst síðari um-
ræða um þingsályktunartillögu Atla
Gíslasonar, Lilju R. Magnúsdóttur,
Sigurðar I. Jóhannssonar, Eyglóar
Harðardóttur og Birgittu Jóns-
dóttur um málshöfðun gegn fjórum
fyrrverandi ráðherrum. Þriðja mál á
dagskrá er svo síðari umræða um
þingsályktunartillögu Magnúsar
Orra Schram og Oddnýjar Harðar-
dóttur um málshöfðun gegn þremur
fyrrverandi ráðherrum. Greiða þarf
atkvæði um tillögurnar í síðasta lagi
á fimmtudag þegar haustþingi lýkur.
Þá hefur Samfylkingin í Kópavogi
boðað fund í kvöld þar sem fjallað
verður um skýrslu þingmannanefnd-
arinnar og munu þeir tveir þing-
menn Samfylkingarinnar sem áttu
sæti í nefndinni, þau Magnús Orri
Schram og Oddný Harðardóttir, tala
á fundinum, gera grein fyrir skýrsl-
unni og svara fyrirspurnum.
Magnús Orri
Schram
Oddný
Harðardóttir
Skýrslan
áfram til
umræðu
Samfylking fundar