Morgunblaðið - 27.09.2010, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2010
Steingrímur J. Sigfússon fjár-málaráðherra, sá örþreytti
maður, er óþreytandi við að koma
Icesave-klafanum á íslensku þjóðina.
Nú hefur lítið sem ekkert heyrstaf Icesave-málum um nokkra
hríð. Einhverjir hafa haldið í þá von
að það þýddi að Steingrímur hefði
látið af því að reyna að knýja Breta
og Hollendinga til að taka við
greiðslu frá íslensk-
um skattgreið-
endum.
Svo er þó ekki þvíað Steingrímur
hefur upplýst að við-
ræður standi enn yf-
ir og að hann vonist
til að honum takist að gera nýjan
samning við Breta og Hollendinga.
Þessi afstaða Steingríms er mjögathyglisverð, ekki síst í miðri
landsdómsumræðunni. Það er alveg
sama hversu oft Bretar og Hollend-
ingar standa upp frá samningaborð-
inu, Steingrími tekst alltaf að draga
þá þangað aftur.
Afstaða Steingríms, og rík-isstjórnarinnar í heild, sýnir
hve nauðsynlegt það er að rannsókn
fari fram nú þegar á Icesave-málinu
og hvernig haldið hefur verið á
hagsmunum Íslendinga.
Meirihluti Atlanefndarinnar svo-kölluðu telur að slík rannsókn
sé ekki tímabær fyrr en samningar
hafi náðst við Breta og Hollendinga,
sem er öfugsnúin afstaða.
Nauðsynlegt er að rannsaka ántafar framgöngu Steingríms
og félaga til þess meðal annars að
koma í veg fyrir að þeir geti með
áframhaldandi blekkingarleik reynt
að þröngva nýjum samningum upp á
íslenska skattgreiðendur.
Steingrímur J.
Sigfússon
Rannsókn án
tafar á Icesave
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 26.9., kl. 18.00
Reykjavík 10 rigning
Bolungarvík 14 skýjað
Akureyri 16 alskýjað
Egilsstaðir 11 skýjað
Kirkjubæjarkl. 10 rigning
Nuuk 5 skúrir
Þórshöfn 8 skýjað
Ósló 8 heiðskírt
Kaupmannahöfn 15 alskýjað
Stokkhólmur 11 skýjað
Helsinki 10 heiðskírt
Lúxemborg 8 skýjað
Brussel 12 skúrir
Dublin 11 léttskýjað
Glasgow 13 léttskýjað
London 12 skýjað
París 12 skúrir
Amsterdam 12 léttskýjað
Hamborg 12 skúrir
Berlín 11 skúrir
Vín 11 skúrir
Moskva 15 léttskýjað
Algarve 23 heiðskírt
Madríd 22 heiðskírt
Barcelona 21 léttskýjað
Mallorca 22 skýjað
Róm 18 léttskýjað
Aþena 26 léttskýjað
Winnipeg 16 léttskýjað
Montreal 10 súld
New York 21 heiðskírt
Chicago 13 skýjað
Orlando 28 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
27. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:26 19:13
ÍSAFJÖRÐUR 7:31 19:17
SIGLUFJÖRÐUR 7:14 18:59
DJÚPIVOGUR 6:55 18:42
Ingibjörg Rósa Björnsdóttir
ingibjorgrosa@mbl.is
Tveir jarðskjálftar urðu seint á laugardagskvöld
við Hamarinn, undir norðvestanverðum Vatnajökli.
Sá fyrri klukkan 21.11, að stærð
3,5 en sá síðari klukkan rúm-
lega hálftólf, 3,7 að stærð, og
fylgdu tugir eftirskjálfta í kjöl-
farið. Að sögn Páls Einarssonar
jarðeðlisfræðings er ekki óal-
gengt að þarna verði skjálfta-
hrinur enda sé að hefjast óróa-
tímabil í Vatnajökli. Hins vegar
tengist þessi skjálftahrina ekki
beinlínis Grímsvötnum og ekki
um gosóróa að ræða eins og bú-
ast megi við á þessu svæði á næstunni. Páll hélt ein-
mitt fyrirlestur í tengslum við Vísindavöku í síð-
ustu viku undir yfirskriftinni „Hvar gýs næst?“ Þar
sagði Páll vísindamenn telja yfirgnæfandi líkur á
því að næsta eldgos á Íslandi yrði í Grímsvötnum,
og þá fyrr en síðar. Þar kom einnig fram að ekkert
benti til þess að eldfjallið Katla væri að lifna við í
framhaldi af eldgosinu í Eyjafjallajökli, óróinn í
Mýrdalsjökli væri svipaður og verið hefði síðustu
ár. Spár vísindamannanna byggjast á vöktun og
mælingum síðastliðna áratugi og telja þeir mjög
líklegt að gjósa muni í Grímsvötnum á næstunni.
Páli brá þó ekki við þegar hræringarnar hófust í
Vatnajökli um helgina og segir skjálftana á laug-
ardagskvöld ekki hafa verið stóra og ekki hægt að
leggja mikla merkingu í þessa skjálftahrinu. Þó sé
hún eftirtektarverð í ljósi þess að vísindamenn telji
vaxandi líkur á gosi undir Vatnajökli. „Þetta verður
allt að skoðast í samhengi. Til dæmis kom skjálfta-
hrina við Hamarinn um 8-9 mánuðum áður en gosið
hófst í Gjálp 1996, og er litið svo á að hún hafi verið
hluti af aðdraganda þess goss.“
Hamarinn er sérstök eldstöð sem stendur í jaðr-
inum á Vatnajökli og er í röð fyrirbrigða sem
mynda virka svæðið í jöklinum, ásamt t.d. Gríms-
vötnum og Skaftárkötlum.
Hrinan ekki gosórói í Grímsvötnum
Páll Einarsson
Hvar gýs næst?
» Næsta eldgos á Íslandi verður í Gríms-
vötnum á næstunni, segja vísindamenn.
» Skjálftahrina við Hamarinn eftirtekt-
arverð í ljósi aðdraganda gossins í Gjálp
1996.
» Hrinan nú bendir þó ekki til að gosórói sé
að hefjast.
» Katla er enn róleg en undarlegar hreyf-
ingar í Austmannabungu í Mýrdalsjökli sem
fylgst er með.
Þessa dagana eru staddir hér á landi um þrjátíu krakk-
ar á ellefta ári sem eru úr fámennustu byggðunum á
austurströnd Grænlands. Þau eru hér í sundkennslu í
laugunum í Kópavogi en bæjaryfirvöld þar hafa lengi
verið bakhjarlar þessa verkefnis sem Kalak, vinafélag
Íslands og Grænlands, stendur fyrir. Sökum skilyrða í
heimalandinu er sundkunnátta Grænlendingum mikil-
væg og eru laugarnar stundaðar grimmt meðan á Ís-
landsdvölinni stendur. Í gær var hins vegar gert hlé á
náminu og farið í bíó og á pitsastað í Smáralind og
bragðað á flatbökum sem eru ólíkar þeirri matarhefð
sem er við lýði meðal Grænlendinga.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Grænlandsbörnin gæða sér á pitsum
Stund milli stríða í sundkennslunni
Meirihluti þátttakenda í könnun Gall-
up fyrir RÚV vill að fjórir fyrrverandi
ráðherrar verði ákærðir fyrir lands-
dómi. Fram kom í fréttum Útvarps að
fólk með lægri tekjur vill frekar ákæra
en hinir tekjuhærri. Einnig vilja yngri
kjósendur frekar ákæra en þeir eldri.
Úrtakið í könnuninni, sem var net-
könnun, gerð 16. til 23. september, var
1200 manns. Svarhlutfall var 65%.
Afstaða þeirra sem svöruðu fór
mjög eftir því hvaða flokka þeir styðja.
Þannig sögðust 30% stuðningsmanna
Sjálfstæðisflokks vilja að Geir H.
Haarde yrði ákærður, 26% sögðust
vilja að Árni M. Mathiesen yrði
ákærður, 33% vilja að Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir verði ákærð og 31%
segist vilja að Björgvin G. Sigurðsson
verði ákærður.
69% kjósenda Samfylkingar vilja að
Árni verði ákærður, 65% vilja ákæra
Geir, 45% Ingibjörgu og 31% vill
ákæra Björgvin.
Um 2/3 kjósenda Framsóknarflokks
vilja að Geir, Árni og Ingibjörg verði
ákærð. Um helmingur vill ákæra
Björgvin. Um 84% kjósenda VG sögð-
ust vilja að Árni yrði sóttur til saka,
82% vilja að Geir verði ákærður, 76%
sögðust vilja að Ingibjörg yrði ákærð
og um 60% vilja að Björgvin sæti
ákæru.
Meirihluti
vill ákæra