Morgunblaðið - 27.09.2010, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 27.09.2010, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 2010 Opið: má-fö. 12:30 -18:00, Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp.201 S: 517 7727 www.nora.is og á Facebook. Fyrir bústaðinn og heimilið Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. Ylfa Kristín K. Árnadóttir ylfa@mbl.is Björgunarsveitarmenn úr Kyndli frá Kirkjubæjarklaustri björguðu á laug- ardagskvöldið þremur mönnum sem fastir voru í bíl á eyri í Núpsvötnum. Sigurður Daði Friðriksson björg- unarsveitarmaður synti 40 metra í þungum straumi til mannanna en mikil rigning var á Suður- og Suðaust- urlandi á laugardaginn og henni fylgdu miklir vatnavextir í ám. „Það var bara tekið baksundið á þetta,“ segir Sigurður Daði en bíllinn hallaðist mikið og álitu björgunarsveitarmennirnir það aðeins tímaspursmál hvenær hann ylti eða eyrin færi á kaf. Of mikill straumur til að hægt væri að vaða Útkallið vegna mannanna, sem voru í veiðiferð, barst um kvöldmatarleytið. Tveir bílar voru sendir strax á vettvang en samkvæmt þeim upplýsingum sem björg- unarsveitarmönnum bárust í upphafi höfðu mennirnir komist úr bílnum og á land. Þegar komið var á vettvang kom í ljós að sú var ekki raunin. „Við skoðuðum öll vöð sem við þekktum í ánni en þau voru öll ómöguleg. Okkur grunaði að eyrin myndi fara á kaf því það var mikil rigning,“ segir Sigurður Daði. Hafa aðrir björgunarmenn á staðnum jafnvel talað um að „úrhellisdemba“ hefði verið meðan á björgunarstörf- unum stóð. Upphaflega reyndu björgunarsveitarmenn að vaða til mannanna en fljótlega varð ljóst að það væri ekki hægt vegna þess hve straumurinn í ánni var þungur. Jarðýta var kölluð til, björgunarstóll og fluglínutæki en með því hefði verið hægt að skjóta línu yfir eyrina með rakettu. Ekki kom þó til þess að nota þyrfti björgunar- stólinn eða fluglínutækið þar sem Sigurður Daði ákvað að freista þess að synda yfir. „Mig langaði að prufa að synda, athuga hvort ég hefði það ekki. Við gerðum okkur klár í það en það var bara tilviljun að það var ég en ekki einhver annar sem synti yfir,“ segir Sigurður Daði. Mennirnir voru sprækir „Það var mikill straumur náttúrlega og ég þurfti að fara ofarlega út í því mig rak hratt. Það var bara tekið baksundið á þetta. Ég náði akkúrat í land neðst á eyrinni og hefði því ekki mátt fara mikið neðar út í,“ segir Sig- urður Daði en að hans sögn voru mennirnir sprækir þeg- ar hann náði til þeirra. „Ég tek línuna yfir og þeir taka í hana með mér og við strekkjum hana yfir eyrina frá landi. Það var bundinn gúmmíbátur í þá línu og aðra sem er í landi. Svo drógum við bátinn varlega yfir. Ég setti mennina í björgunarvesti og hjálma og skellti þeim í bát- inn. Svo vorum við dregnir yfir.“ Sigurður Daði og mennirnir voru komnir í land milli kl. 22 og 23 en Sigurður Daði og fleiri björgunarsveit- armenn voru ekki komnir til síns heima fyrr en rúmlega 6 á sunnudagsmorgun þar sem langan tíma tók að koma jarðýtunni á staðinn og losa bílinn. Vann mikið björgunarafrek í straumhörðum Núpsvötnum  Synti 40 metra í þungum straumi  Mikil úrkoma á Suður- og Suðausturlandi og miklir vatnavextir í ám Ljósmynd/Ingibjörg Eiríksdóttir Bjargvættur Sigurður Daði Friðriksson á leið út í ána í línu til að bjarga mönnum sem lentu í erfiðleikum. Sigurður Daði Friðriksson Yfir 250 milljónir króna hafa safn- ast í átaki Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur til byggingar al- þjóðlegrar tungumálamiðstöðvar sem einnig mun hýsa kennslu er- lendra tungumála við Háskóla Ís- lands. Átakið hófst í vor í tilefni af 80 ára afmæli Vigdísar og vegna þess að í sumar voru 30 ár liðin frá sögulegu forsetakjöri hennar og embættistöku. Um 800 milljónir króna hafa nú safnast til verkefn- isins en enn vantar 400 milljónir til að fjármagna bygginguna að fullu. Framlögin koma að stærstum hluta frá innlendum aðilum en jafnframt berst stuðningur erlendis frá og þar munar mest um 100 milljóna styrk frá A.P. Møller- sjóðnum í Danmörku og um 20 milljóna króna styrk frá fær- eyskum stjórnvöldum og fyr- irtækjum, segir í tilkynningu frá Háskólanum. Vegleg bókagjöf Niðurstaða átaksins var kynnt í gær, á Evrópska tungumáladeg- inum, í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar, og við það tækifæri var Vig- dísi Finnbogadóttur færð að gjöf bók með textum 27 íslenskra rit- höfunda sem þeir hafa skrifað sér- staklega henni til heiðurs og prent- smiðjan Oddi gaf prentun bókarinnar í sama skyni. Í bókinni fjalla rithöfundarnir á ólíkan hátt um mikilvægi tungumálakunnáttu fyrir Íslendinga. Með bókinni vilja þeir leggja Vigdísi lið í baráttu hennar fyrir því að alþjóðleg tungumálamiðstöð geti orðið að veruleika. Pétur Gunnarsson rit- höfundur, sem á verk í bókinni, færði Vigdísi fyrsta eintakið. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Há- skóla Íslands, færði fyrir hönd skólans einstaklingum, fyrirtækjum og samtökum kærar þakkir fyrir stuðning og rausnarlegt framlag og sagði að það hefði verið ómetanlegt að skynja slíka velvild á þessum erfiðu tímum. Með samstilltu átaki gætu Íslendingar ráðist í metn- aðarfullt verkefni sem mundi styrkja íslenska tungu og um leið þekkingu á tungum og menningu annarra þjóða. Í gær voru einnig stofnuð hollvinasamtök til stuðn- ings byggingu alþjóðlegu tungu- málamiðstöðvarinnar undir heitinu Vinir Vigdísarstofnunar. Ragnheið- ur Jónsdóttir, formaður STÍL, Samtaka tungumálakennara á Ís- landi, stýrði stofnfundi velunnara- samtakanna en samtökin hyggjast leggjast á árar með stofnuninni og Vigdísi. sunna@mbl.is Skynja velvild á erfiðum tímum Morgunblaðið/Árni Sæberg Gjöf Pétur Gunnarsson rithöfundur færði Vigdísi Finnbogadóttur gjöf frá sér og 26 öðrum rithöfundum. Rektor HÍ fylgist með. 250 milljónir hafa safnast í átaki Stofn- unar Vigdísar Finnbogadóttur til byggingar tungumálamiðstöðvar. 800 milljónir vantar enn til að fjármagna bygginguna að fullu ‹ TUNGUMÁLAMIÐSTÖÐ › »

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.