Morgunblaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2010 FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Að öllu óbreyttu mun Íbúðalána- sjóður eignast tvær ókláraðar blokkir í Vindakór 2-8 í Kópavogi en félagið sem byggði þær lagði upp laupana fyrri hluta árs 2008. Blokkirnar, sem liggja undir skemmdum, yrðu fyrstu blokkirnar sem sjóðurinn eignast á höfuðborg- arsvæðinu frá því að efnahagslífið hrundi. Ein fjölskylda býr í blokk- unum. Byggingarfélagið Stafnás byggði blokkirnar og ætlaði að ljúka við þær í árslok 2007. Íbúð- irnar í Vindakór 2-8 eru fremur stórar, oft um 150 m² og þær áttu að vera afar vel búnar, m.a. átti að selja þær með tvöföldum ísskáp og nuddbaðkari. Stafnás lenti hins vegar í miklum erfiðleikum á árinu 2007 og varð gjaldþrota 2008. Blokkirnar komust þá í eigu VBS- fjárfestingarbanka, sem hafði lánað fyrir hluta framkvæmdanna, og þær eru nú í eigu HK fasteigna ehf., dótturfélags VBS. VBS er nú í slitameðferð, eins og kunnugt er. Boðnar upp 19. október Íbúðalánasjóður hafði einnig lánað Stafnási fyrir framkvæmd- unum og er á 1. veðrétti og þar sem ekki hefur verið greitt af lánunum hefur sjóðurinn gert kröfu um nauðungaruppboð á blokkunum tveimur. Sjóðurinn á þegar nokkrar af íbúðunum en framhaldsuppboð á 44 af 54 íbúðum mun fara fram 19. október nk. Framhaldsuppboð er lokastigið í uppboðsferlinu. Þá kom- ast allar íbúðirnar í eigu sjóðsins, nema þeim mun betra boð berist en það hlýtur að teljast ólíklegt. Þar sem ekki hefur verið lokið við að klæða blokkirnar að utan liggja þær undir skemmdum, sér- staklega önnur þeirra þar sem framkvæmdir eru komnar skemmra á veg. Verja skemmdum og selja Ásta H. Bragadóttir, fram- kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir að markmið sjóðsins sé að selja all- ar húseignir sem hann eignast. Sjóðurinn verði þó væntan- lega að byrja á að verja blokkirnar fyrir frekari skemmdum en vonandi vilji einhver verktaki kaupa og ljúka verkinu. Hún segir að þetta sé fyrsta blokkin sem sjóðurinn muni eignast á höfuðborgarsvæðinu og hún veit ekki til þess að fleiri blokkir á svæðinu séu á leið í fang sjóðsins. Tilboð ekki nógu há Viggó Viggósson, sem situr í stjórn HK fasteigna, segir að nokkrir hafi sýnt blokkunum áhuga. Þar sem miklar skuldir hvíli á blokkunum sé nánast ómögulegt að selja þær. Stærsti kröfuhafinn sé ÍLS. Söluverðið verði að duga fyrir þeim kröfum sem á húsunum hvíla, að öðrum kosti verði HK fasteignir að borga mismuninn. Viggó segir að því miður eigi HK fasteignir ekki fyrir því að loka húsunum og verja þau fyrir skemmdum. „Það kostar töluvert að loka þessum húsum. Og það er ekki nóg, það kostar líka töluvert að halda þeim heitum og verja þau fyrir innbrotum. Töluvert hefur verið brotist þarna inn,“ segir hann. Innrétting á íbúðunum var reyndar skammt á veg komin og t.d. var ekki búið að setja þar inn ísskápa og baðkör. Viggó bendir á að mál Vinda- kórs 2-8 sé ekki einsdæmi, víða hafi hálfbyggð hús verið boðin upp. Al- gjör óvissa sé um hvenær mark- aður verði fyrir eignir af þessu tagi, sérstaklega í ljósi þess að mikla fjármuni þarf til að ljúka við bygg- ingu þeirra. „Þetta er eitt af þess- um stóru dæmum sem menn náðu ekki að klára fyrir hrun. Það er fjöldi fjölbýlishúsa úti um allt sem eru í þessari stöðu,“ segir hann. Fjölskyldan sem býr í húsinu leigir af HK fasteignum og vissi af stöðu mála þegar hún flutti inn. Fær tvær blokkir í fangið  Íbúðalánasjóður mun eignast tvær ókláraðar blokkir í Vindakór þegar 44 íbúðir verða boðnar upp  Fasteignafélag VBS-banka getur ekki lokið við klæðningu og blokkirnar liggja undir skemmdum Morgunblaðið/Ómar Fokið Töluverðar skemmdir hafa orðið á annarri blokkinni vegna vatns og vinda enda er einangrun óvarin. Íbúðalánasjóður hefur keypt 692 eignir á nauðungarsölu á þessu ári. Auk þess var sjóðurinn kröfu- hafi vegna 100 eigna sem voru slegnar öðrum kröfuhöfum á uppboðum á þessu ári, samkvæmt upplýs- ingum frá sjóðnum. Íbúðalánasjóður á nú 868 húseignir og þar af eru komin kauptilboð í 13. Hann hefur eignast þær allar á nauðung- arsölum. Sjóðurinn leigir út fasteignir og skv. upplýsingum frá sjóðnum er leiguverð fundið út með aðstoð fasteignasala, íbúðin er verðmetin og einnig er kannað ráðandi leigu- verð hjá leigufélögum. Markaður- inn sé hvorki yfir- né undirboðinn. 692 eignir slegnar ÍLS á árinu ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Á 868 HÚSEIGNIR Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Stjórnendur Norðuráls ætla að einbeita sér að því að reisa álverið í Helguvík í þremur 90 þúsund tonna áföngum, þannig að árleg framleiðslugeta þess verði að því loknu 270 þúsund tonn. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er Norðuráli ekkert að vanbúnaði að hefja framkvæmdir um leið og samkomulag um orkukaup og nauðsynleg leyfi liggja fyrir. Áætlanir fyrirtækisins hafa gert ráð fyrir að byggt yrði 360 þúsund tonna álver í fjórum áföngum en að sögn Ragnars Guðmundssonar, forstjóra Norðuráls, er hugmyndin núna sú að byggja álverið í þremur áföngum. Þegar því verði lokið verði hægt að vinna að fjórða áfanganum þegar aðstæður leyfa. Að sögn hans er auðveldara að ná utan um verkefnið með þessum hætti á þessu stigi. „Við gerum ráð fyrir að um leið og staðfestingar frá orkufyrirtækjunum liggja fyrir getum við farið af stað. Það getur gerst mjög hratt,“ segir Ragnar. Skipulagsmál komin á skrið Haldinn var fjölmennur sam- ráðsfundur fulltrúa sveitarfélaga á Suðurnesjum, orkufyrirtækja, stjórnvalda, ASÍ, SA og fleiri aðila í gær um stöðu Helguvíkurverk- efnisins og orkuöflunar á Suður- nesjum. Fyrsti fundur þessara að- ila var haldinn í lok ágúst að frumkvæði iðnaðarráðherra og er markmiðið að ryðja úr vegi fjölda hindrana. ,,Við erum bjartsýnni en við vor- um áður,“ sagði Ásmundur Frið- riksson, bæjarstjóri í Garði, eftir fundinn. Hann segir að ráðning Runólfs Ágústssonar sem verkefn- isstjóra til að samræma vinnu allra sem að því koma hafi gefið góða raun. „Það er greinilegt að frá því að við hittumst fyrir rúmum mán- uði hafa menn tekið við sér.“ Ásmundur segir að margs konar jákvæðar upplýsingar hafi komið fram á fundinum. Skipulagsmál sveitarfélaganna á Reykjanesi sem hafa flækt málið eru nú að komast fyrir vind, að sögn hans. Albert Albertsson, aðstoðarfor- stjóri HS Orku, upplýsti á fundin- um að tilraunaborun á Reykjanesi gæfi mjög góðar vonir og háhita- svæðið ætti að geta staðið undir raforkuframleiðsluaukningu Reykjanesvirkjunar. Niðurstöð- urnar verða sendar Orkustofnun eftir helgina með ósk um aðvirkj- unarleyfi verði gefið út. ,,Það var upplýst að borholan á Reykjanesi gæfi gríðarlega mikinn kraft sem er mjög jákvætt. Menn telja núna að orkusvæðið á Reykja- nesi sé stærra en talið var,“ segir Ásmundur. Viðræður í gangi um orkusölu Á fundinum kom einnig fram að skipulagsmál í Grindavík væru í ágætum farvegi og er talið að sam- komulag sé í sjónmáli á milli HS Orku og Grindavíkur vegna hug- mynda um virkjun í Eldvörpum. Viðræður eru í gangi á milli HS Orku og Norðuráls um orkusölu til álversins en viðræður við Orku- veitu Reykjavíkur ganga hægar fyrir sig. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, bendir á að vinnu sveitarfélaga við deiliskipulag sé ólokið og mikil- vægt sé að hraða henni. Að sama skapi verði sveitarfélögin Hafnar- fjörður og Grindavík, sem hafi þá orkustefnu að nýta eigi orku á þeirra svæði innan bæjarmarkana, að horfa á þessi mál út frá hags- munum þjóðarinnar. „Atvinnu- svæði svona verksmiðju er allt suð- vesturhornið.“ Norðurál áformar um 270 þúsund tonna álver í þremur áföngum  Tilraunaholan á Reykjanesi lofar góðu  Skriður kominn á undirbúning vegna Helguvíkurálvers Morgunblaðið/RAX Orka Rannsóknarholan vekur vonir um að hægt sé að virkja meira. Ásmundur Frið- riksson, bæjarstjóri í Garði, segir mjög jákvætt að Norður- ál skuli nú vera tilbúið að einbeita sér að því að ljúka fyrstu þremur áföngunum við byggingu álvers í Helguvík í stað þess að stefna strax á að reisa það í fjórum áföngum. Þetta geri að verkum að auðveldara eigi að vera að tryggja álverinu raforku en orkuþörfin eftir að fyrstu þrír áfang- ar álversins í Helguvík verða að veru- leika yrði um það bil 450 MW eða um 150 MW fyrir hvern áfanga. Uppbyggingin gæti staðið yfir í sex til tíu ár. „Allan þann tíma erum við að tala um 2.000 störf við þessa upp- byggingu. Það er því gríðarlega mikil- vægt að koma þessu verkefni í gang. Það er verkefni okkar núna. Ég er bjart- sýnni eftir þennan fund en áður,“ segir Ásmundur. Bjartsýnni á verkefnið 2.000 STÖRF Á 6-10 ÁRUM Ásmundur Friðriksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.