Morgunblaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þegar í ljóskom aðekkert var að marka endur- skoðaða reikn- inga þriggja stærstu banka Íslands blasti við að þeim yrði ekki bjarg- að. Þeir höfðu verið étnir upp innan frá. Staðan var bölvuð og kraftaverk var að Seðlabankanum tækist að halda öllum greiðslukerfum opnum, standa af sér lausa- fjárárás á bankakerfið með seðlaforða sínum, þótt það stæði tæpt og ábyrgjast í senn umfram lagaskyldur öll greiðslukort landsmanna og mikilvægustu aðdrætti til landsins. Þetta tókst vegna þess að bankanum hafði lán- ast að standa af sér næstum óbærilegan þrýsting um að henda öllum gjaldeyrisforða landsins á bálið sem útrásar- afglaparnir höfðu kveikt. Núverandi seðlabankastjóri sagði mánuði eftir hrun að hann hefði viljað henda forð- anum á bálið. Hann var engu að síður ráðinn til núverandi starfa og ráðningin sögð vera eindæma fagleg. Þegar núverandi ríkis- stjórn komst til valda, fyrst sem minnihlutastjórn, var komin kyrrð á framan- greinda þætti, en auðvitað mikið uppbyggingarstarf framundan. Kominn var tími til að horfa til framtíðar. En það var því miður ekki gert. Sett var í bakkgírinn og svo gefið í. Því hefur bati al- mennings verið svo síðbúinn eins og fólkið í landinu finn- ur á sjálfu sér. Nauðsynlegt hefði verið að fara þegar með gagn- rýnum hætti yfir útgjöld hins opinbera og koma í veg fyrir óþarfa eyðslu og skera burtu eða fresta útgjöldum þar sem fært væri. Tryggja þurfti að fyrirtæki sem ættu von um að lifa og vaxa fengju skilyrði til þess og greiða þurfti götu nýrra fjárfestinga. Skapa þurfti sátt um grunvallaratvinnu- vegi landsins og byggja grunn endurreisnarinnar á þeim. Ef þetta dygði ekki til gat komið til greina að afla með varúð viðbótartekna með tímabundnum aðgerð- um. Hin „nýja“ stjórn undir forystu þaulsætnustu þing- manna landsins gerði allt öf- ugt. Hún efndi til átaka um Evrópumál eins og að keppi- keflið væri að sundra þjóðinni. Fékk hún reynd- ar atbeina sálu- félaga úr stjórn- arandstöðunni, hinna sömu sem reynst höfðu óþurftarmenn þjóðar- hags með því að vera helstu klappstýrur aflanna sem settu Ísland á höfuðið. Hóf hún því næst atlögu gegn ímynduðum óvinum sínum í stjórnkerfinu, því hún taldi að hið byltingarkennda and- rúmsloft sem tímabundið var gæfi enn tækifæri til þess. Fyrir þeirri freistingu féll hún. Því næst hóf hún að hækka alla þá skatta sem lækkaðir höfðu verið síðustu tvo áratugina og með því að drepa í dróma þá viðleitni sem var til þess að byggja upp og brjótast fram, sem var hin brýnasta þjóðarþörf. Ofsköttun af því tagi ofan í kreppuástand er uppskrift að kyrrstöðu fyrst í stað og afturkippi síðar. Gjaldeyris- höft, sem lofað hafði verið að stæðu stutt, voru steypt í form, því búið var að koma fyrir kjarklausum komm- issörum, ættuðum út stjórn- arliðinu, í Seðlabankann og sjálfstæði hans um leið verið flutt undir skrifstofumenn í viðskiptaráðuneytinu. Þegar uppskrúfaðir skatt- stofnar hættu að skila því sem þeim var ætlað, sem lá í augum uppi að myndi ger- ast, þá var ekki annar kost- ur til en að fara á vitlausasta tímanum í niðurskurðinn, sem hefði átt að byrja á. En ríkisstjórnin hafði enga framtíðarsýn. Hún ætlaði að skattleggja þjóðina með öf- undarsköttum út úr vand- anum. Hún var á móti er- lendum fjárfestingum. Hún hélt uppi samfelldum áróðri gegn grundvallaratvinnu- vegum á borð við sjávar- útveg, landbúnað og íslensk- an iðnað. Mannvænlegt fólk flýði land í stórum stíl. Lof- aðar aðgerðir um skjald- borg um heimili voru hjómið eitt, og það sem þó var gert kom svo seint og var svo snúið í framkvæmd að það gerði illt verra. Framtíðin var ekki og er ekki á dagskrá þessarar rík- isstjórnar. Vonandi fær framtíðin tækifæri til að gjalda henni í sömu mynt áður en það verður um seinan. Öfug formerki eru einkennistákn nú- verandi stjórnvalda} Óvinur framtíðarinnar Þ egar fyrstu tölvurnar komu á mark- aðinn var ekki nema fyrir sér- þjálfað fólk að nota þær. Notand- inn þurfti að kunna tungumál tölvunnar og samskiptin fóru ein- göngu fram í skrifuðu máli. Apple breytti öllu þessu þegar fyrsta Mac- intosh-tölvan með myndrænu notendaviðmóti var framleidd. Hægt var að opna skjöl með því að smella með mús á mynd af skjali, svo dæmi sé tekið – við þekkjum þetta öll núna. Viðbrögð tölvuheimsins voru í mörgum til- fellum afar neikvæð. Gagnrýnin sneri að því að að þetta myndræna viðmót, eða myndlíking, reisti vegg milli notandans og þess sem raun- verulega væri að gerast í tölvunni og þess vegna væri það eins konar lygi. Macintosh-tölvan féll hins vegar í kramið hjá þeim sem ekki kunnu tölvumál og er myndrænt viðmót nú í öllum tölvum og hefur gert tölvur auðveldari í notkun fyrir allan almenning. Myndræna viðmótið kann að vera lygi, en það auðveld- ar notkun tölvunnar. Mannshugurinn virðist vera gerður til að hugsa í myndlíkingum og í mörgum tilfellum auðvelda þær okkur lífið og ég held að þær hafi raunverulegt virði hvort sem þær eru sannar í þröngum skilningi þess orðs eða ekki. Tökum trú og trúarbrögð sem dæmi. Ég er sjálfur ekki alveg viss um hvort ég fell í hóp trúleysingja eða efa- hyggjumanna – það fer svolítið eftir dagsformi – en myndlíkingar trúarbragða eru hins vegar margar hverjar snilldarlega gerðar til að auð- velda okkur lífið. Maður þarf ekki að trúa á guði eða djöfla til að geta notað hugtök eins og illsku og góð- mennsku. Það kann að vera að illska í trúar- legum skilningi hugtaksins sé ekki til í raun- veruleikanum, en myndlíkingin er vel nothæf. Sama á við um syndina, hugtak sem virkar á margan trúleysingjann eins og neglur séu dregnar yfir krítartöflu sálar þeirra. Synd í trúarlegum skilningi er brot gegn guði og boð- um hans, en myndlíkingin er vel nothæf fyrir okkur hin. Það að koma fram við aðrar mann- eskjur eins og hluti eða dýr er synd, hvort sem maður trúir á guð eða ekki. Ég get vel skilið þá trúleysingja sem pirra sig á biblíu og kirkju og því sem í bókinni er ritað og kirkjan breiðir út. Miðað við forsendur trúleysis er þetta ekki sannleikur, frekar en myndræna notenda- viðmótið í augum tölvusérfræðinga á áttunda áratugnum. Ég held hins vegar að með því að einblína á þennan galla sé fólki hætt við að horfa framhjá því sem gott er í biblíunni. Boðorð og hugmyndir biblíunnar geta verið gagnleg þótt þau séu ekki stranglega í takt við sannleika trúleysisins. Það er sama hvaðan gott kemur og hvað mig varðar er mér sama hvort það kemur frá guði eða var kokkað upp af ísraelskum hirðingjum langt aftur í fornöld. bjarni@mbl.is Bjarni Ólafsson Pistill Máttur myndlíkingarinnar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Makrílveiðar ræddar á ný eftir tvær vikur FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is M akrílviðræður verða teknar upp að nýju í London eftir tvær vikur, en þriggja daga fundi strand- ríkjanna lauk í London í gær án nið- urstöðu. Fundurinn var gagnlegur að sögn Tómasar H. Heiðar, formanns íslensku samninganefndarinnar. „Það þarf ekki að koma á óvart að það taki nokk- urn tíma að ná samkomulagi,“ sagði Tómas síð- degis í gær. „Það tók Evrópusam- bandið og Noreg mörg ár að við- urkenna stöðu Ís- lands sem strand- ríkis að því er makríl varðar þrátt fyrir að órækar sannanir og sífellt sterkari fyrir því að makríl væri að finna inn- an íslenskrar lögsögu. Það er því í sjálfu sér eðlilegt að það taki nokk- urn tíma að ná samkomulagi um skiptingu veiða milli aðila, sem feli í sér sanngjarnan hlut fyrir Ísland.“ Makrílvertíð hér við land er langt komin og aðspurður hvort tak- ist að ná samkomulagi um stjórnun veiðanna áður en næsta vertíð hefst, sagði Tómas ómögulegt að spá fyrir um það. „Það er alla vega jákvætt að aðilar skuli ræða saman og menn voru sammála um að það væri þess virði að hittast aftur eftir tvær vikur og halda viðræðunum áfram.“ Auk Tómasar voru í nefndinni þeir Steinar Ingi Matthíasson, fiski- málafulltrúi við sendiráðið í Brussel, Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunarinnar, Eyþór Björnsson fiskistofustjóri og Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenska útvegs- manna. Tenging við óskyld mál stuðlar ekki að lausn Í byrjun þessa mánaðar, 7. októ- ber, skrifuðu þrír fulltrúar í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins, þeirra á meðal Dalmanaki sjávarút- vegsstjóri og Füle stækkunarstjóri, þeim Jóni Bjarnasyni sjávarútvegs- ráðherra og Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra bréf vegna deilna um makrílveiðar. Er þar m.a. sagt að deilurnar geti haft slæm áhrif á sam- skipti Íslendinga við sambandið og finnist ekki lausn geti það haft áhrif á trúverðugleika tvíhliða samskipta ESB og Íslands. Ráðherrarnir svöruðu bréfinu daginn eftir og mótmæltu því að makríldeilan væri tengd öðrum tví- hliða málum. Í bréfinu sagði að ásak- anir þess efnis „að Íslendingar beri meginábyrgð á því að samanlögð kvótaúthlutun strandríkjanna fjög- urra sé umfram sjálfbærnimörk stofnsins, valda okkur vonbrigðum“. Á fundinum í London kom fram í opnunarávarpi Tómasar H. Heiðar á þriðjudag að strandríkin bæru sameiginleg ábyrgð á að tryggja sjálfbærni veiða og þyrftu að draga úr veiðum til að svo yrði. Fram kom í máli hans að hótanir um að tengja þessar veiðar við önnur óskyld mál væru ekki til þess fallnar að stuðla að lausn málsins, heldur þvert á móti. Eftir að hafa í um áratug krafist þess að koma að samningum um stjórnun makrílveiða voru fulltrúar Íslands í fyrsta skipti fullgildir þátt- takendur á slíkum fundi í Álasundi í Noregi í fyrravetur. Í vor var síðan haldinn fundur um málið í London. Þann fund átti upphaflega að halda í Reykjavík, en hann var fluttur vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Magn og dreifing makríls, júlí-ágúst 2010 Kort: Hafrannsóknarstofnun Makríll Útbreiðslan í lögsögunni hefur aldrei verið meiri en í sumar. Tómas H. Heiðar Umfram Aflamark í makríl 2010 var 527- 572 þúsund tonn, en áætlaður heildarafli veiðiþjóðanna er um 930 þúsund tonn. Næsta ár Hrygningarstofn makríls hefur stækkað síðustu ár og samkvæmt aflareglu er aflamark fyrir 2011 alls 592-646 þúsund tonn. 130.000 Sjávarútvegsráðherra ákvað að heimila veiðar á 130 þúsund tonn- um af makríl í íslenskri lögsögu í ár. Útflutningsverðmæti afurða er áætlað um 15 milljarðar króna. ‹ MAKRÍLL MIKILVÆGUR › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.