Morgunblaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2010
Sandra Marie Reynisdóttir lést
fyrir aldur fram, af þeim sjúkdómi
sem hún fæddist með, cystic fibrosis.
Hvernig fá orð lýst þeirri sorg sem
foreldrar upplifa þegar börnin þeirra
fæðast með sjúkdóm sagðan ólækn-
andi og lífslíkur litlar? Þannig var það
þegar Sandra fæddist. Foreldrar
hennar, Reynir og Michelle, tóku
með ólýsanlegri þrautseigju og styrk
á því áfalli sem þessu fylgdi og gáfu
stúlkunum alla sína umhyggju.
Í dag, 18 árum seinna, eigum við
ljúfar minningar um Söndru, sem
endast munu alla eilífð.
Einni minningu vil ég deila hér í
von um að hún færi huggun í sorg.
Sandra, fjögurra ára, kom ásamt fjöl-
skyldu sinni, heim til afa og ömmu,
Sandra Marie
Reynisdóttir
✝ Sandra MarieReynisdóttir
fæddist 22. janúar
1992 á Keflavík-
urflugvelli. Hún and-
aðist á Landspít-
alanum 7. október
2010. Tvíburasystir
Söndru er Janet Ni-
cole Reynisdóttir og
foreldrar þeirra
Reynir Marteinsson
og Michelle Audrey
Marteinsson.
Útför Söndru Marie
fer fram frá Foss-
vogskappellu í dag, 15. október
2010, og hefst athöfnin kl. 13.
eða Oma og Opa, í
Keflavík. Við, fjöl-
skyldan, höfðum ekki
séð þau frá því að
stúlkurnar fæddust,
þar sem þau fluttu til
Bandaríkjanna vegna
veikindanna. Þessi
gleðidagur gleymist
aldrei. Auðvitað voru
systurnar feimnar og
ekki fúsar að tjá sig
strax, enda búnar að
reyna margt á sinni
stuttu ævi. Gaman var
að fylgjast með þeim
og sjá hvernig þær tjáðu sig hvor við
aðra, eins og tvíburasystur gera
gjarnan. Sandra var hlédræg þá, en
treysti sér samt að setjast hjá Oma
og Opa. Hún óx upp glaðlynd og hafði
einstaka kímni. Hún kom fólki til þess
að hlæja.
Trú okkar er, að Opa hafi tekið á
móti Söndru og að hún sitji nú aftur
hjá þeim, Oma og Opa. Hulan milli
þessa heims og næsta er svo þunn, að
ég skil vel þegar Janet sagði við mig
um daginn að hún fyndi enn fyrir
nærveru systur sinnar, enda tvíburar
gjarnan næmir á slíkt.
Undanfarin ár bjó Sandra og fjöl-
skylda hennar á Seyðisfirði. Þar
verður grafreitur hennar. Þar var
hún glöð og hamingjusöm. Ég vil nota
tækifærið og þakka öllum þeim fjöl-
mörgu vinum og nágrönnum á Seyð-
isfirði, og víðar, sem stutt hafa við
þessa litlu fjölskyldu. Við segjum oft,
að þarna fyrir austan búi bara englar.
Heimurinn er betri ykkar vegna.
Reynir, kæri bróðir, þú ert besti
pabbinn og Michelle, besta mamman.
Ég dáist að ykkur.
Fjölskyldum er ætlað að vera eilíf-
ar og trú mín segir mér einnig að sá
tími komi að við munum öll sameinast
heil á ný við fótskör Frelsarans.
Elsku Janet mín, Sandra er ekki
langt í burtu og þú verður aldrei ein.
Guð blessi ykkur og geymi.
Björg Marteinsdóttir.
Það var haustið 2009 sem Sandra
Marie hóf nám hér við Menntaskól-
ann á Egilsstöðum ásamt Janet tví-
burasystur sinni. Það var eftir því
tekið hve prúð og brosmild hún var.
Sandra sinnti náminu af metnaði og
gerði alltaf sitt besta. Það er varla
hægt að tala um Söndru öðruvísi en
að nefna Janet systur hennar því að
þær voru einstaklega samrýmdar og
samhentar. Missir hennar er mikill
og sár. Á svona stundu þegar fólk í
blóma lífsins kveður verða orðin
hugsanlega tómleg en minningin um
góða stúlku lifir.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Kæra Janet, við sendum þér og
fjölskyldu þinni innilegar samúðar-
kveðjur og biðjum guð að styrkja
ykkur í sorginni.
Fyrir hönd starfsmanna í ME,
Bryndís Fiona Ford og
Maríanna Jóhannsdóttir.
✝ Lilja EyglóKarlsdóttir
fæddist í Hafn-
arfirði 29. október
1921. Hún lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 4.
október 2010. Lilja
var dóttir
hjónanna Guð-
rúnar Eyjólfs-
dóttur, f. 1898, d.
1985, og Karls
Jónssonar, f. 1896,
d. 1973. Lilja átti
þrjár systur. Þær
eru Sigríður Karlsdóttir, f.
1928, Ingigerður Karlsdóttir, f.
1931, og Ingibjörg Karlsdóttir,
f. 1933.
Lilja kvæntist 29.9. 1943 Gísla
Guðjóni Ólafssyni, f. 1919, d.
1966. Bjuggu þau í Hafnarfirði,
fyrst á Kirkjuvegi 3 og síðan á
Kelduhvammi 32. Eignuðust
þau 5 börn. Eru þau 1) Ragna
Gísladóttir, f.
1942, maki Bryn-
geir Vattnes, 2)
Karl Gunnar Gísla-
son, f. 1944, maki
María Ein-
arsdóttir, 3) Ólaf-
ur Gunnar Gísla-
son, f. 1946, maki
Sigurbjörg Þor-
leifsdóttir, 4) Jón
Gunnar Gíslason,
f. 1956, maki Mar-
grét Árnadóttir, 5)
Gísli Gíslason, f.
1957, maki Anna
Björg Haukdal. Barnabörn Lilju
eru 18 og barnabarnabörn 25.
Lilja kvæntist 28.10. 1977 seinni
manni sínum, Inga Gests Sveins-
syni, f. 1919, d. 2000. Bjuggu
þau að Efstalundi 6 í Garðabæ.
Lilja verður jarðsungin frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag,
15. október 2010, og hefst at-
höfnin kl. 15.
Elskulega tengdamóðir mín,
Lilja Eygló Karsdóttir, lést á
Landsspítalanum að kvöldi 4. októ-
ber, 88 ára að aldri.
Fyrir 48 árum kynntist ég Lilju
og fjölskyldu þegar við Ragna kon-
an mín byrjuðum að daga okkur
saman. Allt frá fyrsta degi höfðum
við Lilja verið miklir vinir og varð
ég strax einn af fjölskyldunni. Mik-
ill harmur var kveðinn þegar Gísli
tengdapabbi missti heilsuna aðeins
45 ára gamall og lést svo aðeins 47
ára. Eftir stóð Lilja með stóra fjöl-
skyldu og yngstu drengirnir aðeins
9 og 10 ára. Byrjaði Lilja þá að
vinna úti ásamt því að sinna fjöl-
skyldunni af mikilli natni eins og
henni var einni lagið.
En það birtir alltaf upp um síðir
og Lilja kynntist seinni manni sín-
um Inga Sveinsyni, en hann lést ár-
ið 2000.
Lilja var mikill listamaður í
höndunum, sama hvort um var að
ræða handverk eða matseld. Það
voru ófáir staðirnir sem eins gott
var að koma á í mat og annað góð-
gæti. Lilja lagði sig alltaf alla í það
sem hún tók sér fyrir hendur.
Ég hafði alltaf gaman af því
hversu fast Lilja stóð á sínu og til
gamans þá vorum við í sunnudags-
bíltúr eins og oft áður þegar ein-
hver í bílnum spurði hvar við vær-
um stödd, Lilja svaraði strax að við
værum stödd í Skorradal, „nei“
segi ég, „við erum stödd í Lund-
arreykjadalnum“, „nei, nei“ segir
hún aftur og um þetta þráttuðum
við í einhvern tíma eða þangað til
ég sagði: „við skulum bara bíða að-
eins og ég skal sanna þetta fyrir
þér“. Þegar ég svo ók upp að veg-
skiltunum eftir nokkra stund og
sagði : „Jæja Lilja, hérna sérðu
hvar við erum stödd“ Lilja leit á
skiltið sem á stóð Lundarreykjadal-
ur og sagði „Mér er alveg sama,
þeir hafa bara sett niður vitlaust
skilti hérna.“
Kæra Lilja, ég vil þakka þér fyrir
allt sem við höfum átt saman í
gegnum árin og eins vil ég þakka
fyrir allt sem þú hefur gert fyrir
fjölskylduna mína, það er mér
ómetanlegt. Hvíldu í friði og við
munum sjást aftur síðar.
Bryngeir.
Við kveðjum nú elskulega ömmu
okkar með söknuð í hjarta og þakk-
læti í huga fyrir alla þá gleði og
hlýju sem hún gaf okkur. Í Spá-
manninum segir: „Þegar þú ert
sorgmæddur, skoðaðu þá aftur
huga þinn, og þú munt sjá að þú
grætur vegna þess, sem var gleði
þín.“
Við systkinin geymum í huga
okkar ljúfar minningar sem eru nú
svo dýrmætar. Til ömmu var gott
að koma. Hún tók ávallt á móti okk-
ur með sínu hlýja faðmlagi, þá var
oftar en ekki sest við eldhúsborðið
og amma tók að sýsla í eldhúsinu
við að töfra fram nýbakað brauð,
skonsur, rækjusalat og annað góð-
gæti, á meðan blístraði hún sínu
einkennandi flauti, í minningunni
svo notalegt. Við eldhúsborðið var
einnig ósjaldan tekið í spil og amma
kenndi okkur hin ýmsu spil eins og
ólsen, veiðimann og marías. Þegar
við urðum eldri fannst henni spenn-
andi að heyra um ferðir okkar til
fjarlægra landa, enda hafði hún
sjálf mikið gaman af ferðalögum,
bæði innanlands og utan.
Amma var trúuð kona og fór
ávallt með bænirnar með okkur er
við gistum hjá henni. Hún bað Guð
og englana að passa okkur barna-
börnin og barnabarnabörnin.
Amma var áhugasöm um hagi okk-
ar, skólagöngu og störf, fannst við
svo dugleg og hvatti okkur áfram.
Eftir að við barnabörnin uxum úr
grasi hafði hún einnig sérstaklega
gaman af litlu barnabörnunum og
þau geyma nú minninguna um
langömmu sem var svo mjúk, hlý
og góð.
Það var gott að fá ömmu til okk-
ar á gamlárskvöld síðustu árin, þá
sagði hún okkur ósjaldan sögur af
pabba og uppátækjum hans á þessu
kvöldi. Það voru góðar og ljúfar
stundir er við stóðum við gluggann
í Hrísholtinu og horfðum á fallegu
flugeldana. Hún var þó áhyggjufull
í mestu sprengjulátunum, þá sat
hún iðulega við stofuborðið með
hundinn sinn Garp falinn þar undir
og bað okkur að fara varlega.
Amma var mikill hundavinur og
var þekkt á götum Garðabæjar með
Garp í framsætinu á rauða drek-
anum. Hann var flottur, ameríski
Concordinn sem litlir guttar höfðu
hug á að kaupa er þeir yrðu stórir.
Amma hafði græna fingur eins
og sagt er, á boðstólum á haustin
voru nýuppteknar kartöflur og gul-
rætur er hún ræktaði í garðinum
sínum. Hún var náttúruunnandi og
hafði gaman af að segja sögur úr
mörgum af óteljandi berjatínslu-
ferðum sínum. Hún hafði einnig
mikla trú á hvers kyns náttúru-
lækningum, sem við nutum góðs af
þegar við vorum lasin eða til að fá
aukna orku og einbeitingu við lær-
dóminn.
Amma var mikil handavinnukona
og prjónaði hún peysur, sokka, og
vettlinga á alla fjölskyldumeðlimi.
Engum skyldi verða kalt og hafa
lopapeysurnar og lopasokkarnir
verið uppáhaldsflíkur okkar systra
á köldum vetrardögum í Kaup-
mannahöfn. Handverk hennar er
sérstaklega fallegt og margir dást
að því bæði hér heima og erlendis.
Jólagjafirnar frá ömmu og Inga afa
voru oft eitthvað skemmtilegt sem
amma hafði búið til, í sérstöku
uppáhaldi eru jólasveinar sem eru
teknir fram á jólum og vekja alltaf
jafn mikla kátínu hjá börnum.
Blessuð sé minning ömmu.
Árný, Björg Elva og Jón Arnar.
Elsku amma, það er svo erfitt að
kveðja þig. Þú varst kletturinn í
fjölskyldunni sem tengdir alla sam-
an með nýjustu fréttum frá öðrum
ættingjum. Alltaf var svo notalegt
að koma í heimsókn til þín og
spjalla um lífið og tilveruna í eld-
húsinu meðan börnin fóru beint í
skúffuna að ná sér í bíla, sóttu spýt-
una og léku sér í makindum frammi
á svölum. Með kaffinu var alltaf
eitthvað til og ef þér fannst vanta
eitthvað meira var ekki neitt mál að
skella í eitthvað ljúffengt og gott
svo það fór enginn svangur frá þér.
Það var svo gott að vera í kringum
þig því þú varst svo létt og kát. Þú
varst svo hugulsöm og hjálpleg og
vildir allt fyrir alla gera. Aldrei
sastu aðgerðalaus heima fyrir,
heldur varstu alltaf með eitthvað á
prjónunum, saumaðir eða á ferða-
lagi um bæinn. Amma, þú varst
alltaf svo dugleg og góð og hjálp-
aðir okkur með svo margt, þú átt
eftir að lifa í hjörtum okkar og við
munum hugsa oft til þín.
Anna Lilja Gísladóttir, Gísli
Gíslason, Dögg Gísladóttir,
Styrmir Gíslason.
Elsku amma mín, ég vil þakka
þér fyrir allar okkar góðu stundir
saman, fyrir örlæti þitt, góð-
mennsku, einlægni og jákvæðni og
fyrir að vera þú. Þakka þér fyrir
þann óeigingjarna tíma sem þú hef-
ur veitt mér og allt það fallega sem
þú hefur kennt mér, sem aðeins góð
amma getur kennt.
Ég mun alltaf minnast þín með
hlýjum hug, en líka með bros á vör.
Því þú varst og verður alltaf ein-
stök fyrir mér.
Ég sakna þín, ég syrgi farinn vin,
í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn,
er hóf sig yfir heimsins dægurglys.
(Steinn Steinarr)
Þín dótturdóttir,
Lovísa V. Bryngeirsdóttir.
Lilja Eygló Karlsdóttir HINSTA KVEÐJA
Lítill drengur lófa strýkur
létt um vota móðurkinn,
– augun spyrja eins og myrkvuð
ótta og grun í fyrsta sinn:
Hvar er amma, hvar er amma,
hún sem gaf mér brosið sitt
yndislega og alltaf skildi
ófullkomna hjalið mitt?
(Jóhannes úr Kötlum.)
Hvíl í friði, elsku langamma.
Svava Steinunn, Ólafur Ægir
og drengur Óskarsson.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Við viljum þakka Liljuömmu
fyrir allar þær yndislegur
stundir með okkur og minn-
umst hennar með söknuði.
Þínir langömmusynir,
Pétur Berg og
Guðmundur Berg.
Lambablóma lítinn vönd
lagði í kjöltu mína
ungur sveinn með hlýja hönd
og horfði á ömmu sína
(Jórunn Bjarnadóttir.)
Elsku amma „kaggi“. Takk
fyrir allar yndislegu stundirn-
ar.
Við vitum að vel er tekið á
móti þér á nýjum stað.
Við minnumst þín með hlýju
og söknuði þar sem þú brunar
um á rauða kagganum.
Þínir langömmusynir,
Björn Berg og Aron Berg.
Fleiri minningargreinar um Lilju
Eygló Karlsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Kærar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur
samúð, hlýju og vináttu við útför vinar, föður, afa
og bróður,
JÓHANNESAR INGÓLFS JÓNSSONAR
rafvirkjameistara,
Hlíðarhúsum 7.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og vinum
á deild 1B og öðrum sem önnuðust hann á
hjúkrunarheimilinu Eir, fyrir góða nærveru og
umönnun.
Ólöf Sigríður Stefánsdóttir,
Ásta Guðrún Jóhannesdóttir,
Jón Kristinn Jóhannesson,
barnabörn, systkini
og aðrir aðstandendur.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu
okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæra,
MAGNÚSAR R. EINARSSONAR
frá Vatnsholti,
Grænumörk 2,
Selfossi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunar-
heimilinu Fossheimum fyrir einstaka umönnun og
hlýju.
Guð blessi ykkur öll.
Gyða F. Björnsdóttir,
Björn Magnússon, Aðalh. Jóna Steingrímsdóttir,
Guðrún Lilja Magnúsdóttir, Gunnar Jökull Karlsson,
Einar Magnússon, Anna Lára Böðvarsdóttir,
Inga Magnúsdóttir, Kristinn Sigurmundsson
og barnabörn.