Morgunblaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2010
Fyrir skömmu gaf ungur höf-
undur, Jóhann F.K. Arin-
bjarnarson, út sína fyrstu
skáldsögu er nefnist Skaða-
maður. Hún fjallar um ástir,
einelti og hryllinginn sem ein-
eltið getur leitt af sér.
Jóhann byrjaði að skrifa
söguna þegar hann var nýbyrj-
aður í framhaldsskóla og lauk
henni rétt fyrir útskrift. Hann
vinnur um þessar mundir að
öðrum skáldverkum.
Túrí ehf gefur Skaðamann út. Fyrsta upplagið,
sem var takmarkað, mun vera uppselt en annað
upplag væntanlegt. Menningarráð Norðurlands
vestra styrkti útgáfuna.
Bækur
Skaðamaður eftir
Jóhann F.K.
Kápa bókarinnar
Skaðamaður.
Á morgun, laugardaginn 16.
október klukkan 16, verða
tvær vatnslitasýningar opn-
aðar í Norræna húsinu. Í sýn-
ingarsölum hússins verður
opnuð sýning Nordisk Akva-
rell 2010 en á henni eru 105
verk eftir jafnmarga listamenn
frá öllum Norðurlöndunum.
Í tengslum við stóru nor-
rænu sýninguna hefur ungum
íslenskum listamönnum verið
borðið að sýna á efri hæð hússins. Sýning þeirra
nefnist Flushed og taka 11 listamenn þátt. Nýta
þeir allir eiginleika vatnslitamiðilsins á einn eða
annan hátt og mynda mótvægi við aðferðir hefð-
bundnari vatnslitamálara.
Myndlist
Vatnslitasýningar í
Norræna húsinu
Norræna húsið.
Á morgun, laugardag, kalla
haustverkin á gesti í Laufási í
Eyjafirði. Ef fólk hefur ekki
séð kindahausa sviðna, hefur
ekki smakkað reyktan bringu-
koll, fjallagrasaslátur eða
fjallagrasasúpu, þá er tilvalið
að leggja leið sína í Gamla bæ-
inn í Laufási á milli 13.20 og 16
á morgun og upplifa gamla tíð
með öllum skynfærum. Dagur-
inn hefst með samverustund í
kirkjunni undir stjórn séra Bolla Péturs Bollason-
ar og smalinn Þór Sigurðsson segir sögur í bað-
stofunni.
Hægt verður að kaupa lummukaffi í Gamla
prestshúsinu.
Haustverk
Gamalt verklag
sýnt í Laufási
Sviðahaus verk-
aður í Laufási.
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Um þessar mundir stendur yfir
sýning á myndverkum eftir Skarp-
héðin Haraldsson (1916-1998) í
Listamönnum – innrömmun við
Skúlagötu 34. Þetta eru geómetr-
ísk abstraktverk á pappír, form-
hrein og klár í allri hugsun og út-
færslu.
Það er ætíð forvitnilegt að upp-
lifa verk listamanna sem hafa ver-
ið samstiga straumum sem voru
áberandi í nýsköpun síns tíma, en
hafa á einhvern hátt farið lægra
en verk annarra slyngra kollega –
þótt þau ættu fyllilega skilið að
vera betur metin í sögulegu og
faglegu ljósi. Verk Skarphéðins
eru gott dæmi um þetta.
Skarphéðinn
Haraldsson var
vel menntaður
kennari í mynd-
list, einkum og
sér í lagi í vatns-
litamálverki en
hann menntaði
sig á því sviði í
Bretlandi. Að
sögn Aðalsteins
Ingólfssonar
listfræðings, sem sendi fyrr á
árinu frá sér bókina Blæbrigði
vatnsins, um sögu íslenskrar
vatnslitalistar, þá var Skarphéðinn
einn menntaðasti vatnslitamálari
sem þjóðin hefur átt. „Skarphéð-
inn var maður mjög hlédrægur í
lífi sínu og listastarfi, en hann hef-
ur lengi verið eins konar goðsögn
meðal þeirra listamanna af eldri
kynslóð sem hallir eru undir
vatnslitatækni. Á meðal málsmet-
andi nemenda hans voru þau Haf-
steinn Austmann, Kristín Þorkels-
dóttir og Gísli B. Björnsson,“
segir Aðalsteinn.
Hafsteinn ræddi fyrr árinu við
blaðamann, í tilefni af yfirlitssýn-
ingu á verkum sínum, og sagði þá
að Skarphéðinn hefði haft mikil og
mótandi áhrif á þá ákvörðun hans
að gerast myndlistarmaður og það
að hann hefur unnið svo mikið
með vatnslitatæknina.
Á árunum 1947-1954 gerði
Skarphéðinn fjölda mynda í anda
strangflatalistarinnar og úrval
þessara verka má sjá á sýning-
unni, en verkin eru úr fórum af-
komenda hans.
„Goðsögn meðal eldri listamanna“
Sýning á abstraktverkum eftir Skarphéðin Haraldsson
Fjölmenntaður vatnslitamálari og áhrifamikill kennari
Abstrakt Myndir Skarphéðins eru málaðar af miklum hagleik.
Litla gjörninga-
hátíðin verður
haldin í Vogum á
Vatnsleysuströnd
í dag, föstudag,
og á morgun.
Hátíðin hefst
formlega við
Hlöðuna, Egils-
götu 8, þar sem
er gestavinnu-
stofa listamanna,
klukkan 19 í kvöld. Þar verður flutt
verkið Bíltúr jeppi, af listamönn-
unum Áka Ásgeirssyni, Halldóri
Arnari Úlfarssyni og Páli Ivan Páls-
syni.
Fyrr í dag, á milli 13.30 og 14.30
munu ljóðskáld á vegum Nyhil verða
á ferðinni í Vogum og flytja ljóða-
gjörninga víðsvegar um bæinn.
Skáldin sem taka þátt eru þau Ás-
geir H. Ingólfsson, Jón Bjarki
Magnússon, Kristín Svava Tómas-
dóttir og Una Björk Sigurðardóttir.
Á morgun, laugardag, klukkan
16.00, flytur aðalgestur hátíðar-
innar, Essi Kausalainen, verk sitt í
Hlöðunni. Kausalainen er meðal
þekktustu gjörningalistamanna
yngri kynslóðarinnar í Finnlandi og
hefur tekið þátt í sýningum og hátíð-
um víða um heim.
Gjörn-
ingahátíð
í Vogum
Íslendingar og Finni
taka höndum saman
Essi Kausalainen
fremur gjörning.
Í dag verður opn-
uð í þýska sögu-
safninu í Berlín
fyrsta sýningin
þar í landi, frá
lokum heims-
styrjaldarinnar
síðari, sem
fjallar eingöngu
um Adolf Hitler.
Óttast margir að
hægri-öfgamenn noti sýninguna til
að votta Hitler aðdáun, en sýninga-
stjórar segja ekkert jákvætt koma
fram um einræðisherrann.
Sýning um
Hitler í Berlín
Verk á sýningunni.
Í ár hjólaði ég meira
að segja eins og
hauslaus hæna líka 34
»
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Guðrún Ingimarsdóttir sópran-
söngkona kemur fram á tvennum
tónleikum um helgina, í Borgarnes-
kirkju og Langholtskirkju, ásamt
þeim Önnu Guðnýju Guðmunds-
dóttur píanóleikara og Sigrúnu Eð-
valdsdóttur fiðluleikara. Guðrún er
búsett í Þýskalandi og hefur um ára-
bil starfað í Evrópu við góðan orðs-
tír.
„Það er alltaf mjög gaman að
koma heim að syngja,“ sagði Guðrún
í gær. „Þá koma vinir og vandamenn
að hlusta, sem er ólíkt því að syngja í
erlendum borgum þar sem maður
þekkir oft engan í salnum.“
Þegar við töluðum saman var
Guðrún nýlent í Keflavík og á leið til
Reykjavíkur.
„Nú er ég að horfa hér á mosann
og hraunið út um gluggann, nýt lit-
anna og loftsins, svo tek ég þetta allt
með út. Það er svo gott að koma
heim til að safna í sarpinn.“
Þær Sigrún syngjast á
„Við Sigrún höfum lengi ætlað að
gera eitthvað saman og núna drifum
við í þessu,“ segir hún um tón-
leikana. „Í sumar fluttum við hluta
þessa prógramms á Seyðisfirði og
nú var okkur boðið að halda tón-
leika á vegum Listafélags Lang-
holtskirkju. Í leiðinni vildi ég líka
koma fram „heima“ í Borgarfirði“,
segir Guðrún sem ólst upp á
Hvanneyri.
„Á dagskránni eru verk fyrir pía-
nó, fiðlu og sópran, þar á meðal
tveir ljóðaflokkar sem eru bara fyr-
ir fiðlu og söng. Þetta eru ljóða-
flokkur eftir Holst og Svíta eftir
Villa Lobos. Það reynir talsvert á að
syngja bara með fiðlu. Við Sigrún
syngjumst á, hún með fiðlunni og ég
með röddinni. Svo flytjum við m.a.
Níu þýskar aríur eftir Händel, aríu
úr Brúðkaupskantötu Bachs og tvær
stórar Mozartaríur með sólófiðlu.
Guðrún hefur verið önnum kafin
síðustu misserin, hefur m.a. sungið í
Bandaríkjum, Kanada og Svíþjóð í
ár. „Ég er að fást við mjög fjöl-
breytilega tónlist,“ hef verið með
tónleika hér og þar, ljóðatónleika
og sungið í hljómsveitaverkum og
óratoríum. Þegar ég syng ljóð
reyni ég alltaf að hafa íslensk
sönglög á efnisskránni; ég tel
það vera skyldu okkar sem
búum og syngjum erlendis
að kynna okkar tónlist og
menningararf,“ segir Guð-
rún Ingimarsdóttir.
„Það er alltaf mjög gaman að
koma heim að syngja“
Sópransöng-
konan Guðrún
Ingimarsdóttir er
önnum kafin
Söngkonan Guðrún segist alltaf hafa íslensk lög á efnisskrá ljóðatónleika.
Gurðún Ingimarsdóttir sópran-
söngkona, sem búsett er í
Þýskalandi, Anna Guðný Guð-
mundsdóttir píanóleikari og
Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari
koma fram á tvennum tón-
leikum um helgina. Í kvöld,
föstudag, koma þær fram á
hausttónleikum Tónlistarfélags
Borgarfjarðar í Borgarneskirkju
og hefjast tónleikarnir klukkan
20.00.
Á sunnudagskvöldið koma
þær síðan fram á tónleikum
Listafélags Langholtskirkju, og
hefjast þeir einnig klukkan
20.00.
Á efnisskrá þeirra eru verk
þar sem þær koma fram allar
saman eða tvær og tvær og eru
verkin eftir Bach, Händel,
Holst, Villa Lobos, Moz-
art, Corelli og Tchai-
kovsky.
Listakonurnar hafa
allar verið um árabil í
fremstu röð ís-
lenskra tónlist-
armanna og
hafa starfað
saman við ým-
is tækifæri.
Verk kunnra
tónskálda
TVENNIR TÓNLEIKAR
Verk eftir Bach eru á
efnisskránni.
Skarphéðinn
Haraldsson