Morgunblaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2010
FRÁ AIRWAVES
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Sumir tækla Airwaves á þannhátt að þeir koma sér hagan-lega fyrir á einum stað
(mögulega tveimur) og njóta þess
sem er borið á borð þar. Sem er
fínt. En ekki ég. Yðar einlægur
hleypur eins og hauslaus hæna á
milli staða og reynir að sniffa af
sem allra mestu. Tvö lög á kjaft og
svo er ég rokinn. „Show me the mo-
ney!“ Í ár hjólaði ég meira að segja
eins og hauslaus hæna líka en hjól-
hesturinn kom sér vel þegar þurfti
að skreppa upp á Faktorý (gamla
Grand Rokk) úr miðbænum. Þetta
var brjáluð marinering og alveg
stórskemmtileg. Gæðin þetta fyrsta
kvöld voru nefnilega í meira lagi og
eðalbönd á hverju strái.
Ég hóf hlaupin á hinni sveittugæðabúllu Amsterdam þar
sem grasrótin á Airwaves hefur
hreiðrað um sig. Þar var akur-
eyrska ræflarokkssveitin Buxna-
skjónar búin að koma sér fyrir.
Tónlistin hrátt og einfalt pönkrokk,
sæmilegt fyrir sinn hatt, ekki
meira, ekki minna. Ég rölti mér síð-
an yfir á Nasa til að sjá Láru Rún-
ars. Söngkonan hefur verið á miklu
flugi síðan hún skipti allharkalega
um gír, fór úr hæglátri drama-
tónlist yfir í hressilegt og fjörugt
indípopp. Skemmst frá að segja er
Lára og hennar fólk alveg komið
með þetta, sett hennar var þétt og
fagmannlegt og hún ætti hæglega
að geta farið með tónlist sína
lengra sé vilji til þess. Snorri Helga
hafði á meðan lagt galdur á Venue,
stemningin kósí vel og salurinn
einkar hentugur undir innilegt
hljómleikahald. Snorri býr í Lund-
únum um þessar mundir þar sem
hann sinnir tónlistinni. Líkt og
Lára er hann alveg með þetta líka,
engilblíð rödd hans fellir sig vel að
angurværri, kántrískotinni tónlist-
inni og ekki var annað hægt en að
fylgjast í andakt með.
Apótekið hýsti hins vegar
„weirdcore“ kvöld og þar fór Yoda
Remote mikinn. Tölvuleikjapoppið
lék í höndunum á þessu tvíeyki og
náði það fljótlega upp fínasta stuði.
Um líkt leyti var Pétur Ben að ljúka
leik í stappfullri Sódómu. Sig-
tryggur Baldursson fór þar ham-
förum á húðunum á meðan einlæg-
ur persónuleiki Péturs, saman með
höfugum hræringi af rokki, þjóð-
lagatónlist og blús, fyllti upp í sal-
inn. Á Venue hafði Prins Póló hins
vegar velt hinum hæverska Snorra
úr sessi en um er að ræða ein-
yrkjaverkefni Svavars Péturs, sem
kenndur er við Havarí í dag. Með
honum voru Loji (Sudden Weather
Change), Lóa (FM Belfast) og Krist-
ján (Reykjavík!). Sérkennileg og
launfyndin hantering Svavars á
einföldu kassagítarrokki, saman
með kersknislegum textum, hélt
gestum vel við efnið. Stutt en mark-
visst sett.
Og nú var það að hjóla, eins ogvindurinn, upp á Faktorý. Þar
var komin Selvhenter, óhljóðasveit
frá Danmörku, skipuð fimm stúlk-
um. Þvílík snilld! Hápunktur
kvöldsins, án efa. Tveir trommarar,
fiðla, básúna og saxófónn, allt sam-
an vel tengt við bjögunartæki og
skælifetla. Það var eitthvað líkam-
legt, eiginlega „frummannalegt“
við þetta; tónlistin orgaði eins og
Swans væru mættir í húsið; básúnu-
leikarinn tók tryllingslega spretti
og maður gat ekki tekið augun af
sviðinu. Ég reyndi að ná mér niður
með smá „skringipoppi“ á Apótek-
inu og um það sá Fu Kaisha, gíraði
mann niður með gamaldags sveimi
í bland við grillaðri nýtóna. Blood-
group var svo mætt á Nasa, og
byggði upp virkilega flotta stemn-
ingu, með því að fara hægt en
örugglega í hlutina. Studd strengj-
um, og með nýja söngkonu, fór
„grúppan“ af stað með hæg-
streymu elektrói og toppaði síðan
með dúndrandi dansstuði. Aftur
var það upp á hjólið (púff) til að
berja goðsagnir í íslenskum til-
raunatónlistarheimi, Reptilicus,
augum. Dúettinn náði strax að læsa
sig inn í myrka, nær draugalega
stemningu. Undiraldan ógnvekj-
andi. Reptilicus er dauð, lengi lifi
Reptilicus! Aftur niður á Nasa (já,
það var frískandi að hjóla þetta
svona, enda fallegt haustveður úti).
Agent Fresco, besta rokksveit
landsins í dag, var á Nasa og olli
ekki vonbrigðum fremur en venju-
lega. Nýi bassaleikarinn, Vignir
Rafn Hilmarsson, er að koma virki-
lega sterkur inn og allt var geir-
neglt að vanda. Væntanleg plata á
eftir að verða algjört „skrímsli“.
Eins og ég sagði í upphafi, kvöldið
var óvenju gæðaríkt og Mammút
átti ekki í vandræðum með að
fylgja Agent Fresco eftir. Bandið
er hörkuþétt og stóð sína plikt með
sóma og sann. Ég lauk svo leik með
því að sjá best geymda leyndarmál
íslenskrar tónlistar í dag, Nolo, á
Amsterdam. Lýsingin „tónlist frá
öðru sólkerfi“ nær ekki utan um
það sem er í gangi hjá þessum ung-
lingspiltum. Þetta er magnað
„sjitt“. Sem sagt, fullt af góðri tón-
list og ég fór sæll og saddur að
sofa. Góða marineringu …
Bjöguð básúna …
Stuð Bloodgroup byggði undir stemninguna hægt og bítandi en lét svo allt vaða.
Föstudaginn 14. október
Listasafn
20:00 Chateau Marmont (FR)
20:50 Feldberg
21:50 Dikta
22:50 Everything Everything (UK)
23:50 Hurts (UK)
Nasa
20:00 Ljósvaki
20:50 Berndsen
21:40 Bloodgroup
22:30 Hjaltalín
23:20 Hjálmar
00:10 Think About Life (CA)
01:10 Alex Metric ft. Charli XCX (UK)
02:20 Slagsmålsklubben (SE)
Sódóma
19:10 Angist
20:00 Wistaria
20:50 Gone Postal
21:40 Momentum
22:30 Endless Dark
23:20 Sólstafir
00:10 Rolo Tomassi (UK)
01:10 Klink
02:00 Noise
Venue
19:10 Rabbi Bananas
20:00 Worm is Green
20:50 Nolo
21:40 Teeth (UK)
22:30 Tory YMoi (US)
23:20 Silver Columns (UK)
00:10 James Blake (UK)
01:10 Wild Geese (UK)
Amsterdam
20:00 TheWarsaw Pact
20:50 Skelkur í Bringu
21:40 Prins Póló
22:30 Me,The Slumbering Napoleon
23:20 Caterpillarmen
00:10 Zach & Foes
01:10 Bárujárn
02:00 Saktmóðigur
Iðnó
19:10 My Bubba & Mi (DK)
20:00 The Vandelles (US)
20:50 Mugison
21:40 Lára
22:30 For a Minor Reflection
23:20 NiveNielsen&DeerChildren (GL)
00:10 Junip (SE)
01:10 Nóra
02:00 Ojba Rasta
Risið
19:10 Soffía Björg
20:00 Ylja
20:50 Elín Ey
21:40 Penny Police (DK)
22:30 Vuk (FI)
23:20 Uni
00:10 Hafdís Huld
01:00 Eliza Newman
Vertu með röðina
í beinni í símanum
Taktu stöðuna á m.ring.is áður en þú leggur í hann.
Ring myndavélar við helstu tónleikastaðina á Airwaves sýna þér
ástandið svo þú eyðir sem minnstum tíma í röð.
Hvernig virkar? Á upplýsingasíðum um hvern stað á m.ring.is
er hlekkur á myndavélarnar.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
3
9
9
2
Í boði fyrir alla
Ring viðskiptavinir borga ekkert aukagjald fyrir umferð í gegnum
m.ring.is en streymi á tónlist telur sem 3G niðurhal. Viðskiptavinir
annarra fjarskiptafyrirtækja greiða sínum þjónustuaðila fyrir
gagnaumferð skv. þeirra verðskrá.
Faktorý
20:00 Yuni in Taxco (US)
20:50 WeAeronauts (UK)
21:40 Miri
22:30 PaganWanderer Lu (UK)
23:20 Bastardgeist (US)
00:10 SuddenWeather Change
01:00 DLXATC
02:00 Æla
Apótekið
21:00 Legend
21:50 Captain Fufanu
22:40 Mondkopf (FR)
23:30 Walls (UK)
00:20 HumanWoman
01:00 DJ Bensol
02:00 Sexy Lazer
03:40 DJ Casanova
Tjarnarbíó
19:00 Epic Rain
19:50 Murder (DK)
20:40 Útidúr
21:30 Gablé (FR)
22:30 Deradoorian (US)
23:30 DJ Margeir
00:20 Jónas Sigurðsson