Morgunblaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2010 Talsvert var fjallað í fjölmiðlum um dóm Hæstaréttar, uppkveð- inn 23. september sl., þar sem umbjóðandi minn, Sveinbjörn Tryggvason, 77 ára, var sakfelldur fyrir að hafa tælt unglingsstúlku til kynferðismaka. Í um- fjöllun Fréttablaðsins um dóminn þann 24. september sl. var farið út fyrir öll siðsemismörk þar sem staðreyndir málsins virðast metnar léttvægar. Það að Hæstiréttur sak- felldi ákærða breytir því ekki að fjöl- miðlum ber að fara rétt með stað- reyndir málsins. Sú harka sem umfjöllun fjölmiðla sýndi gagnvart máli Sveinbjörns, sem hann ítrekað hefur sagst saklaus af, hefur að hans umsögn valdið honum mun meiri skaða en sakfellingardómur Hæsta- réttar enda dómstóll götunnar vægð- arlaus. Þrátt fyrir að Sveinbjörn hafi verið sakfelldur í Hæstarétti á hann rétt á því að fjallað sé um málið á réttan hátt og þess gætt að ekki séu settar fram ósannaðar fullyrðingar með þeim hætti að skilja megi þær þannig að hann hafi verið ákærður og sak- felldur fyrir annað og meira en raun- in var á. Í Fréttablaðinu þann 24. september kemur fram að Sveinbjörn hafi „… beitt hana ýmis konar hrotta- legri kynferðislegri misneytingu og kúgun, meðal annars með því að læsa hana inni í herbergi …“. Hvergi verð- ur lesið úr vitnisburði brotaþola fyrir lögreglu né dómi að Sveinbjörn hafi beitt hana hrottalegri kynferðislegri misneytingu eða kúgun enda hvorki ákærður né sakfelldur fyrir slíka háttsemi. Hér verður að gæta að því að Sveinbjörn var ákærður fyrir brot á 3. mgr. 202. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19/1940 en þar segir „… sem með blekk- ingum, gjöfum eða á annan hátt tælir barn yngra en 18 ára til sam- ræðis eða annarra kyn- ferðismaka …“. Sveinbjörn hefur frá upphafi sagst saklaus af sakargiftum og í því skyni áfrýjaði hann dómi héraðsdóms til Hæstaréttar enda varð ekki séð af niðurstöðu héraðsdóms hvernig háttsemi hans félli að efnislýsingu lagaákvæðisins sem brot hans var heimfært til. Sveinbjörn Tryggvason viður- kenndi frá upphafi að hafa átt í kyn- ferðissambandi við unglingsstúlkuna og talið hana vera 19 ára þegar það hófst en hún reynst vera 17 ára. Það skiptir ekki höfuðmáli hvort stúlkan var 19 eða 17 ára enda ekki refsivert í sjálfu sér að eiga kynmök við 17 ára stúlku. Hann viðurkenndi einnig að hafa gefið henni gjafir meðan á þeirra sambandi stóð sem lauk skv. vitn- isburði brotaþola við 20 ára aldur. Nú var það ekki svo í málinu að kynmök voru veitt í kjölfar gjafa heldur voru gjafirnar gefnar eftir óskum og kröf- um brotaþolans. Sumir eiga erfitt með að skilja að kynferðissamband milli aðila misserum saman geti talist tæling, þó svo að aldursmunurinn sé mikill. Það er a.m.k. ekki sjálfgefið að kynferðissamband eldri manns við unga stúlku sé kynferðisbrot. Af vitnisburði Sveinbjörns hjá lög- reglu og dómi er ljóst að að baki hátt- erni hans bjó ekki ásetningur til þess að fremja það brot sem hann var ákærður fyrir og verður það ekki ráð- ið af forsendum héraðdóms. Gáleysi hans um ungan aldur brotaþola og/ eða önnur nú óljós refiskilyrði ákvæð- is hegningarlaga er ekki refsivert. Sakfelling Sveinbjörns í héraði, byggðist á vitnisburði brotaþola ásamt framburðum vitna sem byggðu vitneskju sína um málsatvik á fram- burði brotaþola og mati fjölskipaðs héraðsdóms á trúverðugleika. Í sak- fellingardóminum var ekki rökstutt eða skýrt hvernig háttsemi Svein- björns félli að verknaðarlýsingu laga- ákvæðisins. Það er því miður að Hæstiréttur hafi ekki rökstutt sak- fellingu Sveinbjörns neitt frekar, sér- staklega þegar tekið er mið af sönn- unarfærslu í málinu og dóma- fordæmum í málum sem varða brot á ofangreindu lagaákvæði. Að mati umbjóðanda míns, Svein- björns Tryggvasonar, er það frétt- næmt að héraðsdómur og Hæstirétt- ur hafi með hliðsjón af vitnisburði hans og brotaþola talið að sönnun um sök hans sé yfir allan vafa hafin. Sveinbjörn er afar ósáttur við for- sendur héraðsdómsins og vill ekki við þær una. Við sakfellinguna hafi verið vísað til framburðar brotaþola sem Sveinbjörn segir að sannanlega sé beinlínis rangur að hluta. Telur Sveinbjörn því að hann hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar og vinnur að því að leggja málið fyrir Mannrétt- indadómstól Evrópu og samhliða því verði hafin málaferli gegn brotaþola vegna meiðyrða og ósanninda í vitn- isburði sínum fyrir lögreglu og dómi. Kynferðisbrot? Eftir Brynjar Níelsson » Sumir eiga erfitt með að skilja að kynferðissamband milli aðila misserum saman geti talist tæling, þó svo að aldursmunurinn sé mikill. Brynjar Níelsson Höfundur er lögmaður. Efnahagshrunið í lok árs 2008 skók heiminn og við Íslendingar vor- um sárt leiknir. Ennþá er deilt um orsakir hrunsins, en afleiðingar þess finnum við á eigin skinni dag hvern. Í kjöl- far þess var skipt um stjórnendur og trúðu margir því að þeir myndu standa vaktina, landi og lýð til hags- bóta. Annað hefur komið á daginn. Angist, reiði og vonleysi vex daglega og hvergi sér til sólar. Forgangsröðun? Yfirvöld hafa samþykkt milljarða króna framlög í verkefni, sem þegnar þeirra telja fjarska fánýt. Hér má telja viðræður við Evrópusambandið, byggingu tónlistarhúss, sem stór- þjóðir með milljónir íbúa myndu ekki láta sér detta í hug að reisa, hvað þá reka. Rekstur utanríkisþjónustu sem ekki er í neinu samræmi við stærð og efnahagslega getu og þörf þjóð- arinnar. Greiðslur fyrir setu í stjórn félaga í eigu ríkisins, sem jafnast á við mánaðarlaunagreiðslur til þeirra lægstlaunuðu, enda þótt stjórnarsetan krefjist í hæsta máta fjögurra klukku- stunda vinnu á mánuði. Á sama tíma gera stjórnvöld aðför að þeirri þjón- ustu sem flestir þegnar landsins leggja mest uppúr þ.e. heilbrigð- isþjónustunni. Var það þetta sem búsáhaldabyltingin vildi? Nei, segi ég! Landið skelfur Í byrjun október börðu landsmenn fjárlagafrumvarp augum og má segja að þá fyrst hafi hrina skjálfta hafist, sem ekki sér fyrir endann á. Ég leyfi mér að fullyrða að aldrei í manna minnum hefur önnur eins aðför verið gerð að búsetu ut- an höfuðborgarsvæð- isins. Það er sárt til þess að vita að slíkar hug- myndir kvikni í her- búðum „norrænu vel- ferðarstjórnarinnar“. Áttu sennilega fæstir stuðningsmenn hennar von á slíkum manngerðum hamför- um. Á hátíðarstundum hafa stjórn- málamenn barið sér á brjóst og lofað íslenska heilbrigðiskerfið, sem nú á að skera niður í trog í einni svipan. Til Guðs lukku verður ekki mikið hróflað við „flaggskipinu“ Landspítalanum, en þar er innanborðs heilbrigð- isstarfsfólk með þekkingu og reynslu á við það besta, sem gerist í heim- inum. Landspítalinn er eins og eyland háður að- og útflutningi. Þannig hef- ur það verið og þannig á það að vera. Nú eru blikur á lofti og hætta á að bæði að- og fráreinar hans verði tepptar, þar sem fjárlagafrumvarpið mun í raun leggja af landsbyggð- arsjúkrahúsin. Þau hafa til þessa sent sjúklinga eftir greiningu og und- irbúning í héraði, til sérhæfðra að- gerða og meðferðar á Landspítalann og síðan tekið við þeim til eftirmeð- ferðar. Þetta hefur leitt til markvissr- ar vinnu (samvinnu) og sparað háar fjárhæðir. Heilsugæslusjúkrahús? Allt fjas um heilsugæslusjúkrahús er hjóm eitt og sárt til þess að vita að þingmenn skuli kaupa slíka firru. Ljós í myrkrinu eru þó kröftugar yf- irlýsingar þingmanna úr liði stjórn- arinnar, sem ekki styðja þessa aðför að landsbyggðinni og landinu öllu. Hinir sem ennþá eru hrifnir af þess- ari hugmynd um heilsugæslusjúkra- hús verða að svara þeirri samviskusp- urningu, hvort þeir viti nákvæmlega hvað þar er á ferðinni. Hvet ég þá og alla sem um þessi mál véla til vand- legrar íhugunar og að kynna sér mál- in til hlítar og afgreiða þau með yf- irvegun og af hófstillingu okkur öllum til heilla. Á þann hátt einan má forða stórskjálfta í stjórnarráðinu. Skjöplast á skjálftavaktinni Eftir Þorstein Jóhannesson »Ég leyfi mér að full- yrða að aldrei í manna minnum hefur önnur eins aðför verið gerð að búsetu utan höf- uðborgarsvæðisins. Þorsteinn Jóhannesson Höfundur er yfirlæknir Fjórðungs- sjúkrahússins á Ísafirði, áhugamaður um að halda Íslandi öllu í byggð. Á þriðjudag var birt lesendabréf í leið- araplássi Morg- unblaðsins. Ann- aðhvort hafa ritstjórarnir verið and- lausir daginn áður eða fundist bréf Svavars Alfreðs Jónssonar, sóknarprests á Ak- ureyri, svo gott að þeir gætu ekki gert betur. Bréf Svavars er skrifað út frá grein sem ég skrifaði í Mogg- ann í síðustu viku og kallaði: Í Guðs bænum: Ekki endurreisa séreign- arstefnuna. Svavar leggur ekki út frá því sem í greininni stendur en eyðir þess í stað nokkrum orðum á greinarhöfundinn og hversu lélegur pappír hann sé. Ritstjórar Moggans bæta síðan um betur í inngangi sínum. Þetta eru sjúkdómseinkenni far- sóttar sem fer um íslenska umræðu og er á góðri leið með að draga hana til dauða. Davíð Oddsson, formaður ritstjórnar Moggans, er talinn upp- haflegur smitberi, kallaður „sjúk- lingur 0“. Einkenni sjúkleikans felast í því að tækla manninn frekar en boltann, persónuna fremur en það sem hann hefur til málanna að leggja. Þegar nógu margir hafa smit- ast komast því engin mál á dagskrá samfélagsumræðunnar. Hún verður eins og Lokasenna: Þegi þú, Freyja! Þegi þú, Njörður! Batahorfur Davíðs eru náttúrlega litlar ef nokkrar, en ég hefði óskað að prestar kirkjunnar myndu sækja fyrirmyndir annað en til Loka. Ég hef velt því fyrir mér hvort kirkjan hafi ekki einmitt ríkt hlutverk í þessu ástandi. Því þessi staða er fyrst og fremst andleg. Það ber merki and- legrar ruglandi að telja að enginn geti rætt um siðferð- ismál nema sá óspjall- aði og hreini. Þetta hafa menn vitað í 2.500 ár í það minnsta. Vegvís- irinn þarf ekki fara þangað sem hann bend- ir. Ef menn hefðu ekki sætt sig við þennan ófullkomleika hefði engin umræða orðið meðal breysklegra manna. Allir hefðu þag- að. Eða ruglast eins og bloggararnir og haldið að málfrelsið væri sótt í eigið sakleysi og viðhaldið með sekt annarra. En þetta vita allir, ekki síst prest- ar kirkjunnar. Þeir þekkja sinn Mar- tein Lúther. Engum hefur tekist bet- ur en Lúther að skýra út hvernig má búa til gæfuríkt samfélag breysk- legra manna og halda uppi lögum án þess að fórna virðingu fyrir ein- staklingnum og ást á náunganum. Réttlætið vex ekki af hrakyrðum eða bölbænum. Þið megið ekki skilja mig svo að ég sé að biðjast vægðar. Þvert á móti hef ég talið það blessun í lífi mínu að Davíð Oddsson hafi heiðrað mig með óvinskap sínum og óvild. Þótt ónot hans geti verið hvimleið sýnist mér vinskapur hans banvænn. Menn sem hafa treyst á vináttu hans og góð ráð hafa setið eftir eins og tóm hylki, tæmdur bikar; Halldór Ásgrímsson, Geir H. Haarde, Ólafur Skúlason. Davíð lofaði að passa kvóta útgerð- armannanna og nú njóta þeir álíka skilnings í íslensku samfélagi og Baader-Meinhof í Þýskalandi. Davíð lofaði áhugamönnum um vestræna samvinnu að nýta vináttu sína við George W. Bush til að tryggja vernd Bandaríkjahers – og herinn fór. Þá rauk hann inn í Seðlabanka til að bjarga efnahagsmálunum – og krón- an fór. Nú er hann á Mogganum og það þarf ekki spámann til að sjá hvert það stefnir. Þegar Roger Boyes sagði í bók sinni um íslenska hrunið að persóna Davíðs væri þanin eins og óperu- karakter hefði hann átt að klára lík- inguna. Davíð er eins og Berlusconi; grínfígúra úr opera buffa sem hrasar inn í dramatíska atburðarás. Áhorf- andi sem tekur hann alvarlega mis- skilur verkið. Nú gæti einhver haldið að með umfjöllun um persónu Davíðs væri ég að brjóta lögmálið, tækla manninn en ekki boltann. Gallinn við leik Dav- íðs er hins vegar sá að það er enginn bolti. Eina tillegg Davíðs til umræð- unnar er Davíð sjálfur. Öll hans skrif eru sjálfhverft þrugl um eigið mik- ilvægi og vesaldóm annarra, stefnu- laust ráp millum oflátungsháttar, of- sóknaræðis og sjálfsvorkunnar. Ef við reynum okkar ýtrasta til að lesa málefnalegt innlegg úr þessum skrifum hrökklumst við í burtu með beyg í brjósti. Við könnumst of vel við þessa þjóðrembustemmu um um- sátur (samsæri) Baugs (kapítalista), Samfylkingarinnar (kommúnista) og Evrópusambandsins (gyðinga) gegn þjóðinni og sjálfstæðinu þar sem Ice- save (Versalasamningurinn) kórónar allt og afhjúpar. Eins og Björn Bjarnason bendir reglulega á, þá stimplar sá sig út úr umræðunni sem reynir að andmæla þessu. Þótt Davíð segi lítið annað en: Þegi þú, Gunnar Smári, þá leggur séra Svavar Alfreð til eitt efnislegt atriði út frá greininni minni. Hann spyr hvort það sé lausn á vanda þeirra sem hafa verið skuldaþrælar bankanna að verða leiguliðar þeirra. Svarið liggur eiginlega í spurning- unni. Ef þú skuldar mikið í húsnæði átt þú það ekki, heldur bankinn. Með því að leigja húsnæðið breytist því ekkert annað en að áhættan af efna- hagsþróun, gengishruni og vaxtaokri færist frá þér yfir til bankans. Nú- verandi kerfi, þar sem bankinn nýtur allra ávaxta íbúðarhúsnæðis en al- menningur ber skaðann, er öf- ugsnúið og vont. Það sem ég vildi benda á með greininni er að það er löngu sannað að það er vonlaust að bæta kjör fólks með því að stækka efnahagsreikning þess. Við sem höfðum ekki áttað okk- ur fyrr lærðum þetta í hruninu. Skuldsetning getur aldrei orðið kjarabót. Svo einfalt er það. Aths. ritstj.: Lesendum til upplýsingar má nefna að tilefni greinar Gunnars Smára Egilssonar eru eftirfarandi orð í leiðara Morgunblaðsins: „Gömlu íslensku bankarnir lánuðu stærsta skuldara Íslandssögunnar marga milljarða til að gefa Dönum fréttablað. Líka milljarða til að kaupa prentsmiðju í Bretlandi sem aldrei var sett í gang. Og þeir lánuðu líka hinum sama nokkrum sinnum fyrir Fréttablaðinu á milli þess sem það var sett á hausinn og nýtt stofn- að og skuldirnar geymdar á gömlu kennitölunum. Helsti handlangari skuldakóngsins í þessum snúningum tók að sér að gefa landsmönnum góð ráð í langri grein hér í blaðinu á dög- unum. Af því tilefni skrifaði Svavar Alfreð Jónsson pistil.“ Þessum orð- um fylgdi tilvitnun í pistil Svavars, sem einnig var án allra fúkyrða í garð Gunnars Smára, þó að annað mætti ætla af greininni. Svar við ritstjórnargrein Eftir Gunnar Smára Egilsson » Það er löngu sannað að það er vonlaust að bæta kjör fólks með því að stækka efnahags- reikning þess. Gunnar Smári Egilsson, Höfundur er blaðamaður. Morgunblaðið birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefn- um mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Móttaka að- sendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.