Morgunblaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 40
FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 288. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2218 1. Ósátt við brottvikningu 2. Íbúð stóð óhreyfð í 70 ár 3. Kreppan bítur í skólakerfinu 4. Aukin bjartsýni vegna álvers »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  „Því miður er það alltof sjaldgæf tilfinning að ganga út af kvikmynd gjörsamlega heillaður, sleginn út af laginu,“ segir m.a. í gagnrýni um kvikmyndina The Social Network sem fær fullt hús stiga. »35 Heillandi kvikmynd um Fésbókina  Í tilefni af fjöru- tíu ára afmæli leikhússins Young Vic, þar sem Faust Vesturports er sýnt um þessar mundir, var útbú- in styttri útgáfa af verkinu sem sýnd var á gala- kvöldi í gærkvöldi. Fjölmargar stjörn- ur voru á gestalista, meðal annars breski hjartaknúsarinn Jude Law og stórleikarinn Ian Mckellen. Til stóð að Mckellen léki lítið hlutverk í Faust en ekki fékkst staðfest í gærkvöldi hvort það gekk eftir. Vesturport á gala- kvöldi með Jude Law  Útvarpsleikhúsið á Rás 1 frum- flytur á sunnudaginn kl. 14 nýtt leik- rit eftir Elísabetu Jökulsdóttur, Hauk & Lilju, í leikstjórn Steinunnar Knúts- dóttur. Verkið seg- ir af Hauki og Lilju sem eru á leið í veislu. Lilja veit ekki í hvaða kjól hún á að fara og vill að Haukur ákveði það. Lilja kvíðir mjög veislunni. Leikrit eftir Elísa- betu frumflutt Á laugardag Suðlæg átt, 5-13 m/s. Þurrt á norðaustanverðu landinu, annars rigning, einkum síðdegis. Hiti 7 til 13 stig. Á sunnudag Breytileg átt og væta víða um land. Vaxandi norðanátt um kvöldið. Kólnandi veður. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægviðri framan af og skýjað, en sunnan 5-10 eftir hádegi með rigningu sunnan- og vestanlands, en einnig norðaustan til í kvöld. Hiti 5 til 12 stig. VEÐUR FH-ingar eru á toppnum í úrvalsdeild karla í hand- knattleik, N1-deildinni, eftir þriðja sigurinn í þremur leikjum, 31:25 gegn Selfossi í gærkvöld. Íslandsmeist- arar Hauka mörðu sigur á nýliðum Aftureldingar, 23:22, í hörkuspennandi leik í Mosfellsbæ en Vals- menn sitja á botni deild- arinnar án stiga eftir ósigur gegn HK á heimavelli, 28:33. »2-3 FH-ingar efstir með fullt hús Gylfi Einarsson er á heimleið eftir tíu ár í atvinnumennsku í Noregi og Eng- landi. Hann gengur til liðs við sitt uppeldisfélag, Fylki. „Ég gerði mér fulla grein fyrir því að ég verð að vera í góðu formi til að spila í deildinni heima. Það kemur eng- inn heim úr at- vinnumennsk- unni og get- ur leyft sér að dúlla með hlutina,“ segir Gylfi. »4 Verð að vera í góðu formi til að spila heima Stórlið í fótboltanum eru með Fram- arann Jón Guðna Fjóluson í sigtinu þessa dagana. Þýska stórveldið Bay- ern München vill fá hann til reynslu og þangað fer Jón Guðni strax eftir að hafa dvalið í viku hjá PSV Eindho- ven í Hollandi. „Ég fer þangað með það hugarfar að njóta augnabliksins og gera mitt besta,“ segir Jón Guðni. »1 Bayern München ætlar að skoða Jón Guðna ÍÞRÓTTIR Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Ég er öryrki og dunda mér við að búa til merki fyrir íþrótta- félög,“ segir Rafn Gíslason, en í gær kynnti handboltafélagið Zemaitijos Dragunas, sem er meistari í Litháen og leikur í Evrópukeppni, nýtt félagsmerki, sem Rafn hann- aði. Framganga hans í merkjagerð leiddi til þess að talsmaður Dragunas hafði sam- band við hann í haust og nýja merkið verður á búningunum í næsta leik. Áhugamál Rafn er húsasmiður en hefur verið öryrki í eitt og hálft ár. „Gigtin er að drepa mig og ég er búinn að eyðileggja á mér hnén,“ segir hann. Eftir að Rafn gat ekki unnið lengur segist hann hafa farið að kynna sér gerð merkja á tölvunni. Hann hafi eignast sérstakt tölvuforit og eftir að hafa tileinkað sér tæknina hafi hann far- ið á stúfana, sett sig í samband við félög, sem áttu ekki félagsmerki eða þurftu að hans mati að endurnýja merki sitt, og boðið þeim að gera merki. Fé- lög hafi tekið áskoruninni vel og hann hafi meðal annars gert fé- lagsmerki fyrir Draupni á Akur- eyri, UMFG í Grundarfirði, Knatt- spyrnufélag SÁÁ, knattspyrnu- félagið Markaregn og körfubolta- félagið Lituanica. Algirdas Slapikas, helsti drifkrafturinn í fé- lagsskap innfluttra Litháa á Ís- landi, hafi síðan bent sér á að Dragunas vantaði félagsmerki. Hann og Romualdas Gekas, fyrr- verandi leikmaður Dragunas og síðar HK, hafi aðstoðað sig við samskiptin við talsmann félagsins og nú sé merkið komið á heima- síðu þess. „Ég tek ekkert fyrir þetta nema höfundarréttinn,“ seg- ir hann. Íslenskt merki í Litháen  Rafn Gíslason í Þorlákshöfn sérhæfir sig í félagsmerkjum fyrir íþróttafélög  Öryrkinn getur ekki unnið við sitt fag en dundar við gerð merkja í tölvunni Rafn Gíslason Þær virtust ekki ýkja hressar með úrkomuna ungu konurnar tvær sem gengu niður Lauga- veginn, og það þrátt fyrir að hafa yfir höfðum regnhlíf. Varla verður kátínan meiri næstu daga þar sem Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir rign- ingu áfram í borginni. Morgunblaðið/Golli Áfram verður blautt í borginni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.