Hamar - 17.12.1957, Qupperneq 25

Hamar - 17.12.1957, Qupperneq 25
V 17. desember 1957 HAM AR 25 *■ -\ % \ 'Y I heimsók hjá hafn firzkn skáidi Á öllum öldum hafa lifað meðal okkar Islendinga mikill fjöldi manna, sem í frítímum sínum og næðisstundum hefur fengist við ljóðagerð. Eitt hef- ur flestum þessara manna ver- ið sameiginlegt, þeir hafa yfir- leitt aldrei litið á sjálfa sig sem skáld, né ort með það fyrir aug- um að skáldskapur þeirra yrði síðar birtur öðrum. Engu að síður hafa þessir menn skapað margan gimsteininn í íslenzk- um bókmenntum og með fleygu máli bundið mikið mannvit og djúpa hugsun í hið hefðbundna ljóðaform okkar Islendinga. Mörg eru nöfn þessara manna nú gleymd, en þjóðin hefur valið þeim sameiginlega heitið alþýðuskáld. Enn í dag lifa mörg alþýðu- skáld meðal okkar Islendinga, menn sem nota flestar stundir frá erfiði dagsins, til að yrkja ljóð og vísur. Yfirleitt er það þörfin til að tjá tilfinningar sín- ar og meðfædd skáldhneigð, sem fær þessa menn til að yrkja, og víst veitir þjónustan við Ijóðagyðjuna oft fróun frá erf- iðu og erilsömu starfi. Eitt þeirra mörgu alþýðu- skálda, sem nú eru uppi með þjóðinni, er Hafnfirðingurinn Finnbogi J. Arndal. Finnbogi er öllum Hafnfirðingum vel kunnur. Hér í bæ hefur hann verið búsettur síðustu fimm ára- tugina, en hann fluttist hingað árið 1909. Það voru einkum tvennar á- stæður fyrir því, að Hamar á- kvað að hitta þennan aldna borgara að máli, nú að þessu sinni. Fyrri ástæðan var sú, að Finnbogi varð áttræður á s. I. sumri, en sú síðari, að nú á þessu hausti sendi Finnbogi frá sér aðra ljóðabók sína, nú á skömmum tíma. Finnbogi tók tíðindamanni blaðsins opnum örmum, er hann heimsótti hann á heim- ili hans að Brekkugötu 9. Hann var hvikur í hreifingum og hress í bragði, og óneitanlega hefði verið erfitt fyrir ókunnugan að geta sér þess til, að þar færi áttræður öldungur. Finnbogi Jóhannsson Arndal er Rangæingur að ætt, en fædd- ur að Laxárdal í Gnúpverja- hreppi í Árnessýslu. I föðurætt er hann kominn af Merkurætt af Landi, en Víkingslækjarætt stendur að honum í móðurætt. Finnbogi ólst upp að Flagbjarn- arholti í Landssveit, hjá Jóni Jörundssyni, smið og bónda, og konu hans Helgu Árnadóttir. Þegar Finnbogi var 16 ára að aldri, fór hann til náms í Flensborgarskólann hér í Hafn- arfirði. Þaðan útskrifaðist hann vorið 1895. Prófi við kennara- deild skólans lauk hann vorið 1897. Sama ár fluttist Finnbogi ásamt heitmey sinni, Jónínu Árnadóttur, til Bíldudals. Átti hann þar heima næstu 11 árin. Vorið 1908 hóf hann búskap að Flagbjarnarholti í Landssveit, en vorið eftir hélt hann til Hafn arfjarðar. Hefur hann stöðugt verið búsettur hér síðan. Er hann því i hópi eldri og kunn- ari borgara þessa bæjar. Finnbogi hefur verið mikill eljumaður um ævina. Fyrsta ár- ið hér í Firðinum var hann skrif ari hjá séra Jens Pálssyni, pró- fasti í Görðum á Álftanesi. Vor- ið 1910 var hann ráðinn lög- regluþjónn. Var hann við það starf fram til ársins 1918, en þá réðst hann til Magnúsar Jóns sonar sýslumanns. Árið 1936 var Finnbogi ráðinn til þess að hafa á hendi gjaldkera- og fram- kvæmdastarf fyrir Sjúkrasamlag Hafnarfjarðar, sem þá var stofn að. Frá því 1914 hafði hann hins vegar haft umsjón með sjúkrasamlagi, sem hér var starf andi fyrir frjáls samtök manna. Og enn í dag gengur hinn átt- að mestu uppseld. í haust kom út önnur ljóðabók hans. Nefn- ist hún „Kvöldblær“. Báðar hafa þessar bækur að geyma mikinn fjölda ljóða. Er margt ræði öldungur að vinnu hjá Sjúkrasamlagi Hafnarfjarðar nokkra tíma á dag. Jafnhliða umfangsmiklum, og oft erilsömum skyldustörfum, hefur Finnbogi þó jafnan sinnt ýmsum hugðarefnum sínum. Hann starfaði mikið innan vé- banda Góðtemplarareglunnar bæði vestur á Bíldudal og hér í Hafnarfirði. En fyrst og fremst hefur hann þó helgað Ijóðagyðj- unni frístundirnar. Allt frá barnæsku hefur Finnbogi feng- ist við að yrkja. Hafa ljóð hans víða birzt á prenti. Það var þó ekki fyrr en árið 1954, sem Finn bogi fyrst réðst í að gefa út Ijóðabók. Valdi hann bókinni heitið „Milli skúra“. Er hún nú þar prýðilega ort, enda er Finn- bogi J. Arndal löngu víðkunn- ur sem prýðilegasti hagyrðing- (Framhald á bls. 27) í jólabaðið og jólapakkann: PING-FREYÐIBAÐ Rose. ÆSlr’ Cologne. „Nr. 26“. Furunála. í glösum og plast-pokum. Athugið hina vinsælu gjafapakkningu PING- luktina. Hafnarfjarðar Apotek Óskum öllum viðshiptavinum vorum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. H.f. Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Reykjavík GLEÐILEG JÓL! Farsælt nýár! Þökkum fyrir viðskiptin á líðandi ári. Verkamannafélagið HHf SJÓMANNAFÉLAG HAFNARFJARÐAR óskar öll- um sjómönnum og velunnurum sjómannasamtakanna | gleðilegra og góðs komandi án jól a | 1 GLEÐILEG J ÓL! 1 Farsælt nýár! Þökkum fijrir viðskiptin á líðandi ári. Fiskbúð Gísla Sigurðssonar, Suðurgötu 53 Óskum öllum félagsmönnum vorum og velunnurum gleðilegra jóla og farsæls nýárs með þökk fyrir það liðna. Byggingafélag Alþýðu Óskum öllu starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla og nýárs. Þökkum störfin og viðskiptin á líðandi ári. Fiskur h.f. ! GLEÐILEG JÓL! Farsælt nýár! Ura- og skartgripaverzlun 1 Magnúsar Guðlaugssonar ! SKÓGRÆKTARFÉLAG HAFNARFJARÐAR óskar öllum unnendum sínum 1 gleðilegra jóla og farsæls nýárs. GLEÐILEG JOL! Gott og farsælt nijtt ár! Stebbabúð Fegrunarfélag Hafnarfjarðar óskar öllum bæjarbúum gleðilegra jóla og farsæls nýárs og þakkar gott samstarf og áhuga um fegrun bæjarins.

x

Hamar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.