Morgunblaðið - 04.12.2010, Page 23

Morgunblaðið - 04.12.2010, Page 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010 Jólamarkaður Skógræktarfélags Reykjavíkur á Elliðavatni í Heið- mörk verður opinn alla helgar fram að jólum milli klukkan 11 og 17. Skógræktarfélagið selur jólatré og tröpputré og ýmsan annan varning sem á uppruna sinn í skógum Heiðmerkur. Í Gamla salnum er hægt að nálgast kakó og ilmandi vöfflur og yfir sjötíu handverksmenn og hönn- uðir bjóða fram vöru sína, bæði í salnum og jólahúsum sem komið hefur verið fyrir á hlaðinu við bæinn á Elliðavatni. Auk jóla- trjáasölu og íslensks handverks er nú sem endranær boðið upp á menningardagskrá á Jólamark- aðnum. Opið á Elliðavatni allar helgar til jóla Kiwanisklúbburinn Katla í Reykja- vík gaf Slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins (SHS) fjölda bangsa og mjúkdýra til þess að gleðja börn sem þurfa að ferðast í sjúkrabíl- um. Bangsarnir verða í öllum sjúkrabílum SHS og gefnir börn- um sem á þjónustu sjúkraflutn- ingamanna að halda. Kiwanisklúbburinn Katla, sem er með elsu Kiwanisklúbbum landsins, hefur verið iðinn við að styrkja starfsemi sem sinnir veik- um börnum, s.s. Barnaspítala Hringsins og SHS, en klúbburinn hefur nokkrum sinnum áður gefið SHS bangsa til að gleðja sína yngstu viðskiptavini. Kiwanisklúbburinn Katla gaf bangsa Sjálfsbjörg hefur veitt Norðlinga- skóla í Reykjavík viðurkenningu fyrir skólastarf án aðgreiningar. Sjálfsbjörg veitir á hverju ári slíka viðurkenningu fyrir gott að- gengi fyrir fatlaða. Á myndinni eru Sif Vígþórsdóttir skólastjóri og Grétar Pétur Geirs- son, formaður Sjálfsbjargar, með börnum í Norðlingaskóla. Norðlingaskóla veitt verðlaun STUTT Í dag, laugardag kl. 11-13 stendur Íslenska vitafélagið fyrir fundi í Sjóminjasafninu Víkinni í Reykja- vík. Á fundinum mun Anita Elefsen sagnfræðinemi lesa valinn kafla úr nýrri bók Örlygs Kristfinnssonar, „Svipmyndir úr Síldarbæ.“ Þá mun Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Íslenska vitafélagsins, kynna Sail Húsavík – norræna strandmenning- arhátíð sem verður haldin í júlí næsta sumar Á morgun, sunnudag kl. 15-17 verður svo Harmonikkufélag Ís- lands með harmonikkuball í Betri stofu safnsins. Að þessu sinni verð- ur bæði hringdans og marsering. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og eru allir velkomnir. Dagskrá í Sjóminja- safninu Víkinni Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Rætt er um að það eigi að setja um 33 milljarða króna inn í Íbúðalána- sjóð. Það var og er engin ástæða til þess gagnvart sjóðnum eins og stað- an er í dag, vegna þess að hann er með 8,7 milljarða í eigin fé,“ segir Hallur Magnússon, sjálfstætt starf- andi ráðgjafi og fv. sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði, um þá ætlun stjórn- valda að setja aukið fé í sjóðinn. „Það eina sem sjóðurinn þarf að hugsa um er hvort hann geti staðið undir afborg- unum af fjár- mögnunar- bréfum, og það er ekkert sem bendir til annars en að hann geti það.“ Hallur telur að með þessu sé rík- ið að tryggja sig gagnvart fram- tíðartapi vegna tapaðra útlána. „Þarna hlýtur skýringin að liggja. Það vildi enginn gefa upp af hverju ríkið vildi setja 33 milljarða í sjóð- inn. Rökin fyrir því að setja 33 millj- arða inn í Íbúðalánasjóð nú eru þá líklegast þau að menn séu að setja inn í sjóðinn fyrirfram greiðslu og styrkja þannig eigið fé hans til þess að geta staðið undir niðurgreiðslum á lánum inn í félagslega kerfið. Vegna taps á félagslega kerfinu Þetta sé eina rökrétta ástæðan. „Með þessu er ríkið búið að leggja fram ríflega 30 milljarða til að mæta fyrirsjáanlegu tapi á lánum sjóðsins vegna félagslega kerfisins og það er um það bil tapið á Byggingarsjóði verkamanna árið 1998. Mögulega er ríkið að setja fjármuni í sjóðinn til þess að geta staðið undir mismun- inum á því sem fólk mun greiða fyrir „félagslega húsnæðið“ og raun- kostnað fjármögnunar [...] Ef ríkis- stjórnin ætlar að lækka vexti á fé- lagslegum lánum umfram það sem nú er á almennum lánum Íbúðalána- sjóðs þarf að lækka lögbundna raun- ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna sem er 3,5%. Það þýðir minni ávöxt- un lífeyrissjóðanna,“ segir Hallur Magnússon. Sjóðurinn hefur nóg eigið fé fyrir  Fyrrverandi sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði telur 33 ma. framlag ríkisins óþarft Hallur Magnússon • Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu hitaveitu í heimi www.or.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 52 52 8 12 /1 0 Opið hús hjá Orkuveitu Reykjavíkur í dag, 4. desember Komdu í heimsókn. Í tilefni 80 ára afmælis hitaveitunnar bjóðum við hjá Orkuveitunni alla velkomna til okkar á Bæjarhálsinn milli klukkan 13:00 og 16:00. Skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna: • Klukkan 13:15 verður tekin í notkun ný hitaveita frá Hellisheiðarvirkjun, sem hingað til hefur aðeins framleitt rafmagn. • Fræðsla um heita vatnið á staðnum. • Skráðu þig í Orkuna mína og þú gætir dottið í lukkupottinn. • Teiknisamkeppni fyrir börnin sem fá glaðning fyrir þátttökuna. Fimm myndir úr teiknisamkeppni barnanna fá sérstök verðlaun. • Jólasmákökur með kaffinu fyrir gesti og gangandi. • Skipulagðar ferðir verða um húsið þar sem innviðir fyrirtækisins verða skoðaðir. Hellisheiðarvirkjun verður opin á sama tíma og þar verður hægt að fræðast um allt varðandi virkjunina. Einnig eru allir velkomnir í dælustöðina í Öskjuhlíðinni (fyrir ofan bensínstöð Skeljungs á Bústaðarvegi) og í ventilhúsið í Öskjuhlíðinni (fyrsta beygja til hægri áður en þú kemur á bílastæðin við Perluna). Nánari upplýsingar um opið hús er að finna á www.or.is. Hlökkum til að sjá þig, starfsfólk Orkuveitu Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.