Morgunblaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010 Jólamarkaður Skógræktarfélags Reykjavíkur á Elliðavatni í Heið- mörk verður opinn alla helgar fram að jólum milli klukkan 11 og 17. Skógræktarfélagið selur jólatré og tröpputré og ýmsan annan varning sem á uppruna sinn í skógum Heiðmerkur. Í Gamla salnum er hægt að nálgast kakó og ilmandi vöfflur og yfir sjötíu handverksmenn og hönn- uðir bjóða fram vöru sína, bæði í salnum og jólahúsum sem komið hefur verið fyrir á hlaðinu við bæinn á Elliðavatni. Auk jóla- trjáasölu og íslensks handverks er nú sem endranær boðið upp á menningardagskrá á Jólamark- aðnum. Opið á Elliðavatni allar helgar til jóla Kiwanisklúbburinn Katla í Reykja- vík gaf Slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins (SHS) fjölda bangsa og mjúkdýra til þess að gleðja börn sem þurfa að ferðast í sjúkrabíl- um. Bangsarnir verða í öllum sjúkrabílum SHS og gefnir börn- um sem á þjónustu sjúkraflutn- ingamanna að halda. Kiwanisklúbburinn Katla, sem er með elsu Kiwanisklúbbum landsins, hefur verið iðinn við að styrkja starfsemi sem sinnir veik- um börnum, s.s. Barnaspítala Hringsins og SHS, en klúbburinn hefur nokkrum sinnum áður gefið SHS bangsa til að gleðja sína yngstu viðskiptavini. Kiwanisklúbburinn Katla gaf bangsa Sjálfsbjörg hefur veitt Norðlinga- skóla í Reykjavík viðurkenningu fyrir skólastarf án aðgreiningar. Sjálfsbjörg veitir á hverju ári slíka viðurkenningu fyrir gott að- gengi fyrir fatlaða. Á myndinni eru Sif Vígþórsdóttir skólastjóri og Grétar Pétur Geirs- son, formaður Sjálfsbjargar, með börnum í Norðlingaskóla. Norðlingaskóla veitt verðlaun STUTT Í dag, laugardag kl. 11-13 stendur Íslenska vitafélagið fyrir fundi í Sjóminjasafninu Víkinni í Reykja- vík. Á fundinum mun Anita Elefsen sagnfræðinemi lesa valinn kafla úr nýrri bók Örlygs Kristfinnssonar, „Svipmyndir úr Síldarbæ.“ Þá mun Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Íslenska vitafélagsins, kynna Sail Húsavík – norræna strandmenning- arhátíð sem verður haldin í júlí næsta sumar Á morgun, sunnudag kl. 15-17 verður svo Harmonikkufélag Ís- lands með harmonikkuball í Betri stofu safnsins. Að þessu sinni verð- ur bæði hringdans og marsering. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og eru allir velkomnir. Dagskrá í Sjóminja- safninu Víkinni Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Rætt er um að það eigi að setja um 33 milljarða króna inn í Íbúðalána- sjóð. Það var og er engin ástæða til þess gagnvart sjóðnum eins og stað- an er í dag, vegna þess að hann er með 8,7 milljarða í eigin fé,“ segir Hallur Magnússon, sjálfstætt starf- andi ráðgjafi og fv. sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði, um þá ætlun stjórn- valda að setja aukið fé í sjóðinn. „Það eina sem sjóðurinn þarf að hugsa um er hvort hann geti staðið undir afborg- unum af fjár- mögnunar- bréfum, og það er ekkert sem bendir til annars en að hann geti það.“ Hallur telur að með þessu sé rík- ið að tryggja sig gagnvart fram- tíðartapi vegna tapaðra útlána. „Þarna hlýtur skýringin að liggja. Það vildi enginn gefa upp af hverju ríkið vildi setja 33 milljarða í sjóð- inn. Rökin fyrir því að setja 33 millj- arða inn í Íbúðalánasjóð nú eru þá líklegast þau að menn séu að setja inn í sjóðinn fyrirfram greiðslu og styrkja þannig eigið fé hans til þess að geta staðið undir niðurgreiðslum á lánum inn í félagslega kerfið. Vegna taps á félagslega kerfinu Þetta sé eina rökrétta ástæðan. „Með þessu er ríkið búið að leggja fram ríflega 30 milljarða til að mæta fyrirsjáanlegu tapi á lánum sjóðsins vegna félagslega kerfisins og það er um það bil tapið á Byggingarsjóði verkamanna árið 1998. Mögulega er ríkið að setja fjármuni í sjóðinn til þess að geta staðið undir mismun- inum á því sem fólk mun greiða fyrir „félagslega húsnæðið“ og raun- kostnað fjármögnunar [...] Ef ríkis- stjórnin ætlar að lækka vexti á fé- lagslegum lánum umfram það sem nú er á almennum lánum Íbúðalána- sjóðs þarf að lækka lögbundna raun- ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna sem er 3,5%. Það þýðir minni ávöxt- un lífeyrissjóðanna,“ segir Hallur Magnússon. Sjóðurinn hefur nóg eigið fé fyrir  Fyrrverandi sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði telur 33 ma. framlag ríkisins óþarft Hallur Magnússon • Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu hitaveitu í heimi www.or.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 52 52 8 12 /1 0 Opið hús hjá Orkuveitu Reykjavíkur í dag, 4. desember Komdu í heimsókn. Í tilefni 80 ára afmælis hitaveitunnar bjóðum við hjá Orkuveitunni alla velkomna til okkar á Bæjarhálsinn milli klukkan 13:00 og 16:00. Skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna: • Klukkan 13:15 verður tekin í notkun ný hitaveita frá Hellisheiðarvirkjun, sem hingað til hefur aðeins framleitt rafmagn. • Fræðsla um heita vatnið á staðnum. • Skráðu þig í Orkuna mína og þú gætir dottið í lukkupottinn. • Teiknisamkeppni fyrir börnin sem fá glaðning fyrir þátttökuna. Fimm myndir úr teiknisamkeppni barnanna fá sérstök verðlaun. • Jólasmákökur með kaffinu fyrir gesti og gangandi. • Skipulagðar ferðir verða um húsið þar sem innviðir fyrirtækisins verða skoðaðir. Hellisheiðarvirkjun verður opin á sama tíma og þar verður hægt að fræðast um allt varðandi virkjunina. Einnig eru allir velkomnir í dælustöðina í Öskjuhlíðinni (fyrir ofan bensínstöð Skeljungs á Bústaðarvegi) og í ventilhúsið í Öskjuhlíðinni (fyrsta beygja til hægri áður en þú kemur á bílastæðin við Perluna). Nánari upplýsingar um opið hús er að finna á www.or.is. Hlökkum til að sjá þig, starfsfólk Orkuveitu Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.