Morgunblaðið - 04.12.2010, Side 24

Morgunblaðið - 04.12.2010, Side 24
aður Rússa í landinu sætti þá harðri gagnrýni vestrænna leiðtoga. Silvio Berlusconi hefur tekið málstað Rússa í deilunni um hverjir hafi átt upptökin að átökunum og sagt að Georgíumenn beri ábyrgð á því að nokkur hundruð óbreyttra borgara lágu í valnum í Suður-Ossetíu. Treystir Berlusconi mest Talið er að Berlusconi sé í nánari tengslum við Pútín en nokkurn annan ráðamann í heiminum. „Það er erfitt að segja til um hvað liggi að baki vin- áttunni, en margir viðmælendur okk- ar segja að Berlusconi telji að Pútín, „hinn auðjöfurinn“, treysti Berlusconi meira en nokkrum öðrum leiðtoga,“ segir í skeyti frá bandaríska sendi- ráðinu í Róm. „Hann þráir það heitt að vera í náðinni hjá Pútín og hefur oft látið í ljósi skoðanir og gefið út yf- irlýsingar sem komu beint frá Pútín.“ Bandarísku embættismennirnir telja að auk þess sem Ítalir hafi haft fjárhagslegan ávinning af þessari vin- áttu hafi hún gagnast Berlusconi sjálfum í þeirri viðleitni hans að auka áhrif sín innan Evrópusambandsins og á alþjóðavettvangi. Utanríkis- stefna hans er „mjög móttækileg fyrir tilraunum Rússa til að auka áhrif sín á Evrópusambandið og fyrir stuðningi við tilraunir Rússa til að grafa undan öryggishagsmunum Bandaríkjanna í Evrópu,“ segir í skeyti frá bandaríska sendiráðinu. „Það á ekki síst rætur að rekja til þess að Berlusconi forsætis- ráðherra er umhugað um að litið sé á hann sem mikilvægan evrópskan áhrifamann í utanríkis- málum, það fær hann til að gera það sem aðrir þora ekki.“ BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Líklegt er að stjórnvöld í Bandaríkj- unum hafi fylgst grannt með viðræð- um Silvios Berlusconis, forsætiráð- herra Ítalíu, og Dmítrís Medvedevs Rússlandsforseta þegar þeir hittust í Moskvu í gær. Fram höfðu komið upplýsingar um að bandarískir emb- ættismenn hefðu miklar áhyggjur af tengslum Berlusconis við ráðamenn í Moskvu og þá einkum við Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands. Fundur Berlusconis og Medved- evs í gær var sá sjöundi sem ítalski forsætiráðherrann hefur átt með for- seta Rússlands. Flestir leiðtoga- fundanna voru haldnir þegar Pútín gegndi forsetaembættinu. Í skeytum, sem lekið var í upp- ljóstrunarvefinn WikiLeaks, kemur fram að Bandaríkjamenn virðast hafa mestar áhyggjur af nánum tengslum Berlusconis við Pútín. Hillary Clinton, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, er á meðal þeirra sem hafa látið í ljósi áhyggjur af vinfengi Berlusconis við Pútín. Í tölvuskeyti sem hún sendi – undir yfirskriftinni „beiðni um upplýsingar um tengsl Ítalíu og Rússlands“ – leit- ar hún svara við því hvað liggi að baki vináttunni. Hún spyr hvort ríkis- stjórn Berlusconis hafi „tekið ákvarð- anir til að hygla ítölskum fyrirtækjum eða í þágu viðskiptahagsmuna á kostnað pólitískra úrlausnarefna varðandi orkustefnuna“. Töluðu saman daglega Talið er að hér sé einkum skír- skotað til orkurisans ENI, sem ítalska ríkið á stóran hlut í og hefur haft mjög ábatasamt samstarf við Gazprom, ríkisrekna orkurisann í Rússlandi. Embættismenn í Moskvu sögðu að samstarfið í orkumálum hefði verið ofarlega á baugi á fundi forsetanna í gær, meðal annars áform Gazprom um nýja gasleiðslu til aðildarríkja Evrópusambandsins í samstarfi við ENI og fleiri fyrirtæki. Í skeytunum kemur fram að Bandaríkjamenn hafa fylgst grannt með vinfenginu við Pútín og Berlus- coni er sagður líta á svo á þeir eigi báðir það „sammerkt að vera auðjöfr- ar“. Hermt er að þeir hafi talað saman á hverjum degi þegar stríðið í Georgíu geisaði árið 2008, en hern- Reuters Virktavinir Silvio Berlusconi „þráir það heitt að vera í náðinni hjá Pútín og hefur oft látið í ljósi skoðanir og gefið út yfirlýsingar sem komu beint frá Pútín,“ að því er fram kemur í skeyti frá bandaríska sendiráðinu í Róm. Vinátta við Pútín vekur þeim ugg  Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa illan bifur á nánum tengslum Silvios Berlusconis við ráðamenn í Moskvu Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2010 Í einu skeytanna frá bandaríska sendiráðinu í Róm er Silvio Berlusconi sagður vera „póli- tískt veikur“ forsætisráðherra, „hégómlegur“ og „ábyrgðar- laus“. Í skeyti frá Ronald Spogli, fyrrverandi sendiherra Banda- ríkjanna í Róm, er jafnvel ýjað að því að Berlusconi hafi hagn- ast fjárhagslega á vináttunni við Vladímir Pútín, forsætisráð- herra Rússlands. Í skeyti frá 26. janúar á síðasta ári hefur Spogli eftir heimildarmönnum í flokki forsætisráðherrans að þeir telji „að Berlusconi og virktavinir hans hafi sjálfir hagnast drjúgt á mörgum orkusamningum milli Ítalíu og Rússlands. Sendiherra Georgíu í Róm hefur sagt okkur að Georgíumenn telji að Pútín hafi lofað Berlusconi prósentu af hagnaðinum af öllum gas- leiðslum sem Gazprom leggur í samvinnu við [ítalska orkuris- ann] ENI.“ Berlusconi neitaði þessum ásökunum, kvaðst aldrei hafa hagnast á samn- ingum eða tengsl- unum við Pútín. Hann hefði aðeins haft hagsmuni Ítalíu að leiðar- ljósi. Neitar því að hafa hagnast á vináttunni BORINN ÞUNGUM SÖKUM Reuters

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.